Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 DV Fréttir Vestfiröingum og Austfiröingum fækkar enn: Flótti bæði að austan og vestan - en höfuðborgargrennd styrkist Hlutfallsleg fólksfjölgun eftir landsvæðum -1. desember 1999 til 1. desember 2000 29 1,44 2,73 1,49 K 0,41 ■ I 1,34 -0,34 -2,02 -1,59 Reykjavik Önnur Suðumes Vestur- Vestfirðir Norður- Norður- flustur- Suður- ________________svæði_____________________land__________________land vestra land eystra land land í bráðabirgðatölum Hagstofunnar fyrir mannfjölda á landinu á líðandi ári kemur fram að fólksfækkun á jað- arsvæðum. landsbyggðarinnar linnir ekki þrátt fyrir aukna fólksfjölgun á landinu í heild. Á meðan íbúum á Vestfjörðum og Austfjörðum fækkar virðast hins vegar landshlutarnir í nágrenni höfuðborgarinnar spegla ljóma hennar. íbúum á Vestfjörðum fækkaði um 2 prósent frá 1. desember 1999 til 1. des- ember 2000 eða um 168 manns. Þetta nálgast það að þorp á við Súðavík hverfi á hverju ári frá Vestijöröum en á sama tima gildnar höfuðborgin um nífaldan þann fólksfjölda, eða rúmlega 1500 manns. Vestfirðingar, sem fyrir 10 árum voru 3,8 prósent allra íslend- inga, eru núna um 2,9 prósent lands- manna og fer fækkandi. Það er ljóst að hér er um að ræða enn eitt áfallið fyrir Vestfirðinga, en Kristinn H. Gunnarsson, formaður Byggðastofn- unar, lýsti þvi yfir í DV í gær að ástand 1 fjórðungnum væri það versta í heila öld. Austfirðir fara ekki varhluta af fólksfækkun frekar en fyrri ár. Að þessu sinni fækkar Mum í kjördæm- inu um 193 manns sem svarar 1,6 pró- sentum af íbúafjölda svæðisins á hverju ári. Það er ígildi þess að ein fjölskylda yfirgefi svæðið í hverri viku. Höfuðborgargrennd í sókn Athygli vekur hins vegar sterk staða kjördæmanna í nágrenni höf- uðborgarsvæðisins. Á Suðurlandi varð fólksfjölgun 1,3 prósent og bjuggu 1. desember síðastliðinn 280 fleiri í landshlutanum en ári fyrr. Vestlendingar eru 209 íbúum ríkari eftir árið, sem hlýtur að vekja nokkra athygli þar sem fólksfækk- un hefur verið þar rlkjandi síðasta áratug um samtals 274 manns. í yf- irstandandi jákvæðri fólksfjöldaþró- un í kjördæminu munar mest um Akranes þar sem íbúum fjölgaöi um 1,5 prósent, en Hellissandur er eini þéttbýlisstaðurinn á Vesturlandi þar sem fólki fækkaði síðasta ár. íbúafjölgun varð á Suðumesjum um 2,7 prósent sem samsvarar 438 manns. Almennur vöxtur er í fólks- fjölda á svæðinu og það fjölgar 1 hverju einasta sveitarfélagi og byggðarlagi. Stöðugt fyrir norðan Stöðugleiki einkennir íbúaþróun á Norðurlandi í ílestum tilfellum undanfarið ár og eru Akureyringar 1,7 prósentum fleiri en síðasta ár. Á Norðurlandi eystra varð fólksfjölg- un um 0,4 prósent og virðist það að nokkru skýrast af öflugri og vax- andi byggð á Akureyri, en íbúar þar eru 109 íleiri en í fyrra. Hins vegar fækkaöi fólki á Norðurlandi vestra um 0,3 prósent. Borgin giidnar íbúar höfuðborgarsvæðisins eru nú 175 þúsund talsins og fjölgaði um tæplega 3500 á árinu, sem samsvar- ar ibúafjölda ísafjarðar, Hnlfsdals, Suðureyrar og Súðavíkur til sam- ans. Fólksfjöldi í Reykjavík hefur nú náð yfir 110 þúsundum sem er aukn- ing um 1500 frá síðasta ári. Fjölgun íbúa I Kópavogi sjatnar örlítið frá fyrra ári, var nú 940 manns. -jtr Sandkorn Höröur Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.is Dýr pólitískur brandari Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra segir að ekki verði hægt að greiða ör- yrkjum trygginga- bætur í samræmi j við niðurstöðu Hæstaréttar í * máli Öryrkja- bandaiagsins fyrr en lögum hafi verið breytt á Alþingi. Davíð Oddsson forsætisráðherra efast um réttmæti dómsins og lögmaður Ör- yrkjabandalagsins, Ragnar Aðal- steinsson, segir að viðbrögð ríkis- stjórnar í málinu séu „pólitískur brandari". Gárungar telja fúllvíst að þarna sé eitthvað aUt annað á ferðinni en gamall og góður fimmaurabrandari. Davíð og félög- um sé ekki skemmt, enda kosti þessi brandari sem Alþingi sam- þykkti milljarða króna... HASS á hausinn Sagt er að mikil skelfing hafi gripið um sig innan fíkni- efnaheimsins er fregnir bár- ust af þvl að HASS væri að fara á hausinn. Furð- uðu margir sig á þessum tíðindum og veltu vöngum yfir hvort verð- lækkanir á fíkniefnamarkaði væru nú að koma í bakið á mönnum og stefndu hassframleiðslunni í voða þannig að HASS sjálfur væri nú á leið á hausinn. Gárungar segja að hasshausar hafi þó tekið gleði slna að nýju er það fréttist að umrætt HASS væri bara eitthvert Hafnasam- lag Suðumesja sem hvort eð er hafi aldrei komið nokkrum manni í vímu, - aðeins skapað slæma timb- urmenn vegna gríðarlegra skulda... Vesturbyggð á metið í fólksfækkun þetta ár: Trúum á uppstokkun spila - segir Jón Gunnar Stefánsson bæjarstjóri og kallar á Vesturbyggð er það bæjarfélag á landinu með yfir 200 íbúa sem sætt hefur mestri fólksfækkun siðasta árið. tbúum fækkaði um 68 eða tæplega 6 prósent á árinu og er því ljóst að ný alda fólksflótta er að ríða yfir byggð- ina. Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir almenna vit- neskju hafa verið um þessa þróun. „Bæjarfélagið er stöðugt að vinna í þessum málum en það má segja að það megi ekki við margnum. Við get- um einfaldlega ekki sigrast á þessari þróun, þar sem okkur vantar að mega að veiða meiri fisk úr sjónum. Á því byggist viðvera fólks hér og þegar búið er að rýja fólkið kvóta sjá marg- ir sér ekki fært að búa hér lengur," segir hann. Að sögn Jóns Gunnars er forsenda þess að byggð haldist stöðug eða nái vexti á ný að veiðiheimildir verði end- urskoðaðar. „Við erum ekki búin að loka bæn- um. Það eru allir velkomnir hingað og við gerum hvað sem við getum til að standa við bakið á okkar fólki. En þau vopn sem eru í okkar höndum til að hamla þessari þróun eru bitlaus. Það er vitlaust gefið og við trúum því að samfélagið muni sjá að það verður að stokka spilin aftur. Kvóti þyrfti að vera upp að vissu marki átthagabund- inn. Hann hefur verið á fleygiferð úr höndum veiðimannanna til þeirra byggðakvóta stóru,“ segir hann. Sú þróun sem á sér stað nú í Vest- urbyggð stefnir byggðinni í voða. Ef gert er ráð fyrir sömu fólksfækkun í Vesturbyggð næstu árin myndi bæjar- félagið tæmast af fólki á um 17 árum. Jón Gunnar segist hafa trú á því að Vesturbyggð muni lifa áfram á meðan byggt sé á sjávarútvegi. „Þrátt fyrir dökkt útlit er það von bæjarbúa og bæjarstjórnar að í vændum sé betri tíð með blóm í haga,“ segir hann. -jtr Submarine Action segir frá samstuði breskra og sovéskra kafbáta á jólanótt 1986: Bresk bók greinir frá „ Suðu rlandskafbátu nu m“ - Rússar hafa enn ekki svarad fyrirspurn íslenska utanríkisráðuneytisins í bókinni Submarine Action, sem komin er í íslenskar bókaverslanir, kemur fram að breski kjamorkukaf- báturinn Splendid lenti í samstuði við sovéskan risakafbát af Typhoon-gerð sem leiddi til þess að sá breski missti hlustunarkapal sinn á jólanótt árið 1986. Hér er um að ræða nákvæmlega sömu kafbáta og greint var frá að hefðu verið undir sökkvandi flutn- ingaskipinu Suðurlandi í bókinni Út- kall á jólanótt eftir Óttar Sveinsson á síðasta ári og leiddi til milliríkjamáls milli íslendinga, Breta og Rússa. Á slðasta ári fékk Óttar staðfest í hljóðrituðu viðtali við yfirlautinant í breska flotamálaráöuneytinu að ís- lenskt sökkvandi skip hefði orðið til þess að breskur kafbátur missti hlust- unarkapai sinn á jólanótt árið 1986. Þá fórust 6 skipverjar af Suðurlandinu en 5 komust af. Tveir þeirra, Kristinn and rcmaint the only SSN688 clau boat to ha«c bccn scrappej. Dritith (ubmarines have not bcen immune from auch incidenta. In 1981 HMS Sceptrt collidcd with a Soviet nuclear subraarinc aod in January 1987 it waa reported rhat HMS SplenJid had loat her towed array in a coliision with a Soviet Typhoon-class PLARB on Christmas Eve 1986. lt was undcar whethcr the coUision was solelv tbe tesult of manoeuvring in close quarters or whether thc Russians were dcliberately trying to obtain this tensitive tecbnology. Russian submarines petform the sarae operations, though details of their incursioiu into British or Amrrican waiers havr not been revealed. It Harðarson háseti og Halldór Gunnars- son vélstjóri, sögðu í fyrsta skipti op- inberlega í bókinni að þeir hefðu séð torkennileg ljós á úfnum haffletinum í á aðra klukkustund áður en kafbáta- leitarvélar frá Keflavík og Skotlandi komu yfir svæðið. Þeir sem komust af hírðust í jólafótunum einum í gúmbát með gati á botninum í 13 klukku- stundir áður en dönsk þyrla bjargaði þeim. Þegar upplýsingar yfirlautinantsins lágu fyrir í nóvember á síðasta ári fór Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra fram á að Bretar skýrðu hvers vegna þeir hefðu ekki komið himun íslensku skipbrotsmönnum til bjargar. Sams konar fyrirspum var send til Rússa. Breski sendi- herrann uppiýsti nokkrum dögum síðar að enginn breskur kaf- bátur hefði „átt þátt í“ að Suðurlandið sökk og að enginn breskur kaf- bátur hefði verið „í að- stöðu“ til að bjarga áhöfn Suðurlands- ins. Samkvæmt upplýsingum frá utan- ríkisráðuneytinu hefur enn þann dag í dag ekkert svar borist frá Rússum þó rúmt ár sé liðið frá því að málið kom upp. I Útkalisbókinni var greint frá því að breska blaðið The Mail on Sunday hefði í ársbyrjun 1987 greint frá því að breski kaf- báturinn hefði verið að fylgja þeim sovéska eftir þegar Suðurlandið sökk. Skipið var á leið frá Eski- firði til Murmansk með síld. Blaðið sagði að sovéski kafbáturinn hefði leynst undir Suðurlandinu til að deyfa skrúfuhljóð sitt. í bókinni Submarine Action kemur fram hjá breska höf- undinum Paul Kemp að ekki liggi fyr- ir hvort ástæðan fyrir því að breski kafbáturinn missti hlustunar- og njósnakapal sinn heíði verið sú að að- stæður neðansjávar hefðu verið of krappar eða hvort áhöfn sovéska báts- ins hefði af ásettu ráði reynt að slíta hann aftan úr Splendid. -SMK Elliheimilið við Árveginn Nú er komin upp ný keppnis- grein milli lögreglu- embætta landsins. Það er keppnin um elstu sveit vaskra þjóna við vörslu laganna. Selfösslögga fer þar fremst í flokki og á döfinni hjá henni er að reyna að komast I Heimsmetabók Guinness vegna elsta liðs lögreglu- manna. Gárungar austanijalls eru farnir að kalla löggustöðina á Sel- fossi elliheimilið við Árveginn og segja margir að hægt verði um vik i framtíðinni að leysa húsnæðis- vandamál sjúkrahússins á Selfossi. Það sé jú í næsta húsi og innan fárra ára verði lögregluliðið komið með bjöllur og sjúkrarúm á stöðina og njóti þá fuflrar þjónustu spítala- fólksins... Hátíðarræða Dóra bæjó í jólablaði krata á ísafirði, Skutli, segir að fyrir skömmu hafi Halldór Hall- dórsson, bæjar- stjóri á ísafirði, setið við skrif- borð sitt á bæjar- skrifstofunni, með sveittan skaflann við að semja hátíðarræðu sem nota átti þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu á Silfurtorgi í miðbæ ísafjarðar. Tréð er sagt hallast allmikið og minni frekar á fjárhagsstöðu bæjarsjóðs en sjálft jólahaldið. Þá komu til hans á skrifstofuna Leifur bróðir hans og Jón Svanberg Hjartarson frá Flateyri, en þeir eru báðir í lög- regluliði Isafjarðar. Kálfur blundar í Leifi eins og bróður hans bæjar- stjóranum og Jón er kunnur ær- ingi. Lögðu lögreglumennirnir til við Hafldór að hann endaði ræðu sína með eftirfarandi orðum: Bráóum koma blessuð jólin, bogið jólatréð og lúið. Buinn að tœma Bœjarsjóðinn, best að selja Orkubúið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.