Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 I>V Tilvera Kaupmannahöfn: Jólastemning á Strikinu Fólk á skautum, brenndar möndlur og jólatrésalar á hverju götuhorni voru meðal þess sem blaðamaður DV rak augun í þeg- ar hann rölti um miðbæ Kaup- mannahafnar um síðustu helgi. Þrátt fyrir rigningu var mikill mannfjöldi á Strikinu og þar ríkti sannkölluð jólastemning. Götu- salar buðu upp á brenndar möndlur og þeir sem voru orðnir þreyttir í fótunum fengu sér far með lítilli jólalest sem ók fram og til baka frá Ráðhústorginu og nið- ur í Nýhöfn. Eitt af því sem Danir eru hrifn- ir af í desember er að setja á sig skauta og renna sér á einum af mörgum skautasvellum sem búin eru til utan dyra fyrir jólin. Á Kóngsins Nýjatorgi var eitt slíkt og þaö var ekki amalegt fyrir þá sem þar renndu sér að horfa á jólaljósin og skreytingarnar á Hotel d’Angleterre sem skartaði sínu fegursta. í öllum verslunum var ys og þys enda fólk frá ýms- um þjóðlöndum að kaupa jólagafir fyrir vini og vanda- menn. Á Strikinu er meðal ann- ars hægt aö fara í stórverslanir á borð við Illum og Magasin þar sem hægt er að kaupa jólagjafir handa allri fjölskyldunni á einum stað. DV-MYNDIR Ljósadýrð Hotel d'Angleterre var heldur betur komiö í jólabúning og skartaði sínu fegursta i desembermánuði. Þegar búið er að klára innkaup- in er um að gera að fá sér hring í Tívolí og skoða jólaljósin, jóla- landið og fá sér glögg og eplaskíf- ur. Fyrir þá sem vilja frekar einn „0l“ er Bryggeriet við innganginn í Tívolí tilvalinn kostur því þar er hægt að kaupa einstakan bjór sem bruggaður er á staðnum. -MA Jólastemning á Strikinu Fjöldi fólks rölti um helstu göngu- götu Danmerku viku fyrir jól og lét ekki rigninguna aftra sér frá því aö upplifa ekta danska jðlastemningu Líf og fjör Á Strikinu var hægt aö fá sér rúnt með jólalest, gæöa sér á brenndum möndlum og kaupa jólagjafir í stórverslunum. Laugardagar eru nammldagar / • • Listavaktin er vefur sem hefur verið opnaður á Vísi.is. Þar getur jpú fengið ítarlega og skemmtilega umfjöllun um allar jólabækurnar. Öll sala á vefnum er í samvinnu við netverslun Hagkaups. ;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.