Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 27 I>V Helgarblað Ogiftir á Islandi - hlutfall ógiftra í hverjum aldurshópi 1990 94,7 f 97,9 1999 20-24 25-29 20-24 25-29 30-34 35-39 Það verður æ vinsælla að vera einhleypur: Maðurinn er alltaf einn - einhleypum konum í aldurshópnum 35-39 hefur fjölgað um 390% Maðurinn er alltaf einn, sagði Thor Vilhjálmsson fyrir mörgum árum. Það er vissulega rétt en með nokkrum rökum má halda því fram að maðurinn sé misjafnlega einn. Til dæmis mætti segja að Kristur hafi verið meira einn en Ally McBeal. Thor er ekki sá eini sem hefur fabúlerað um einmennið. Mörgum eru eflaust í fersku minni hugleiðingar Dollyar Parton og Kennys Rogers um eyjar í straumi eða Islands in the Stream. Það er því ekki einleikið með einmennið í bókmenntasögunni. Fjölgun einhleypra Árið 1980 voru rúm 40 prósent kvenna á aldrinum 25-29 ára ógiftar en tuttugu árum síðar voru ógiftar konur í sama aldursflokki tæp 84% (sjá graf). Svipaða sögu má segja um þróun hjá körlum. Mesti munurinn á tuttugu ára bili er í hópi kvenna á aldrinum 35-39 ára en þar er um 390% fjölgun á ógiftum konum að ræða. Svipaða þróun má merkja í Nor- egi og líkast til í fleiri vestrænum löndum. Ástæðumar geta verið fjöl- margar. Skólaganga er nú algengari en fyrir tuttugu árum og hjónaband- ið er kannski ekki jafh eftirsóknar- vert, hvorki félagslega né í sam- bandi við skatta og styrki. Staða kvenna og laun hafa að margra mati batnað mjög og það gerir þeim auð- veldara að standa utan hjónabands. Sjónvarpstískan Tíðarandinn er einnig annar. Sumir vilja ganga svo langt að segja að það að vera einhleypur sé í tísku. Þá vilja menn benda á vinsælar per- sónur í sjónvarpi og heimi fræga fólksins sem talið er að marg- ir líti til sem fyrir- myndar fyrir líf sitt. Fyrir nokkrum misserum var mik- ið rætt um ímynd landsbyggðarinn- ar í fjölmiðlum. í Svíþjóð var til dæmis mikið tal- að um hvemig landsbyggðarfólk birtist áhorfend- um í kvikmynd- um og sjónvarpi. Var þá bent á Afskaplega einhleypur Páfinn er einn þeirra sem tekur trú fram yfir frú. þætti eins og Vini (Friends) og fleiri þess konar þætti þar sem borgar- lífið er sýnt í mjög já- kvæðu ljósi, það er spenn- andi að vera í borginni og af- skaplega gaman. Á móti kom að birting- armynd lands- byggðarinnar væri yfirleitt í anda Fucking Ámál og fleiri þess konar mynda. Ef litið er á ísland má þar nefna Óðal feðranna og Skammdegi svo eitthvað sé nefnt. Simpson-fjölskyldan og Grace Þekktustu einhleypingar sjónvarpsins í dag em ef- laust vinimir í Friends, Syd í Providence, Seinfeld og félagar, Will og Grace, Amy í Judging Amy og Ally McBeal. Þekktustu hjón sjónvarpsins eru að öllum líkindum Homer og Marge Simpson. Sé litið til baka um fimmtán ár aftur í tím- ann voru hjónin vin- sælust og má þar nefna ■4^» þættina Roseanne, Brady Bunch og síðast en ekki síst Fyrir- myndarfoðurinn Bill Cosby. Auk þess má benda á Dallas, Falcon Crest og Santa Barbara. Derrick er einn Einn vinsælasti ein- leypingur síðustu tutt- ugu ára í sjónvarpi er liklega Stefan Derrick, hinn stóreygi þýski lögregluforingi. Einn eftiminnileg- asti atburðurinn úr óendanlegri seríu Derricks er eflaust þegar hann varð ást- fanginn. Hann hafði áður verið álíka kyn- laus og leðurjakkinn Kleins var þröngur en varð Aleinn um jólin Það em eflaust einhverjir sem eyða jólunum einir síns liðs. Það hefur ýmsa kosti í for með sér en einnig gaRa. Einn af kostunum er sá að það er alveg ljóst hver fær möndlugjöfina en gallinn er sá að það er fullvitað hver möndlugjöfin er. Það er neikvætt að erfitt er að ganga kring- um jóla- tréð ir em- hleyp- ingar Jesús Kristur - tók frelsun heimsins fram yfir makaleit. Grettir sterki Ásmundsson - hafði líkamann en var ekki mikill Jjammari. Florence Nightingale - vaktavinna og fjölskyldulif geta ekki alltaf farið saman. Glámur - hafði auga fyrir konum en sá aldrei neina. Hamlet - kvenvera eða ekki kvenvera, þarna er efinn. Ófelía - Hamlet prins lék sér í lengra tjóðurbandi en leyfðist henni. Friedrich Nietzsche - var enginn súkkulaðigæi og vissi af því. Súper- mann - sér- viska í klæðaburði stóð honum fyrir þrifum. Dalai Lama - trú frekar en frú. Móðir Teresa - starf hennar gerði henni erfiöara fyrir. Jónas Hallgrímsson - hár- greiðsla við Galtará var það lengsta sem hann komst í ásta- málmn. Mr. Bean - einlífi er ekki alltaf lífsstíll. Kleópatra - af hverju að giftast þegar hægt er að eignast böm með fjöl- skyldumeðlimum. Páfinn - trú frek- ar en frú. Derrick - keine Liebe, nur Harry Klein und Polizei. hans allt i einu yfir sig ástfanginn. Það varaði ekki lengi og ró og friður komst aftur á í lífi hins góðkunna lögreglumanns. Það hefur líka sýnt sig iðulega í þáttum og kvikmyndum sem fjalla um lögreglumenn að starfið og heimilið getur ekki farið saman. Ýmist eru þeir skildir fyrir löngu, nýskildir, í skilnaðarferlinu eða konan er að fara frá þeim. Það er því umhugsunarvert hver er með- alhjúskaparstaða íslenskra lög- reglumanna. Sjálfstæðir íslendingar Fyrir fáum árum var erfitt fyrir einhleypa að lifa á íslandi. Allir matarskammtar voru til að mynda miðaðir við heilu fjölskyldurnar. Húsdýr eru ekki sköpuð á einn disk heldur marga (rjúpan er hins vegar einkar hentug). Síðan hefur matar- landslag einhleypra batnað mjög með tilkomu minni neytendapakkn- inga og auðvitað fersku og fljótlegu réttanna fyrir sjálfstæða íslendinga. Hvort það hefur gert gæfumun- inn í uppgangi einhleypra er hins vegar umdeilanlegt en aðalmarkhópurinn ku vera einhleypir karl- menn. Það er já- kvætt að hægt er að borða hvað sem er, hvenær sem er og hvar sem er í íbúðinni. Neikvæða hliðin er að það er enginn annar til að þvo upp. En þegar allt kemur til alls þá skiptir það litlu máli hvort fólk er einhleypt eður ei. Það er val hvers og eins hvort hann vill þreyta sig og aðra með tíma- og samvistafrekum hjónaböndum og sambúð. -sm Þeir sem ekki hefðu átt að giftast Hallgerð- ur lang- brók - ekkja með stóru e-i. Hinrik áttundi - hrifnæmir kóngar og beitt vopn eru ekki góð blanda. Bláskeggur - arrrgh arrgh. OJ Simpson - afbrýðisemi og vopn fara ekki vel saman. Guörún Ósvífursdóttir - „Þeim var ég verst er ég unni mest.“ Móðir Hitlers - ein óheppi- legasta genablanda sem gerð hefur verið. Nóra í Brúðuheimilinu - lífið án Helmers hefði verið einfaldara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.