Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Side 60

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Side 60
- 'mm Svefn&heilsa FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Gleðilega hátíð Ingvar j Helgason hf. LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. t,Jpw Andlát konu á Grund: Niðurstaða rann- sóknar á nýju ári Landlæknisembættið rannsakar nú hvernig andlát konu, sem var vistmaður á elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund, bar að höndum. DV greindi frá málinu í gær. „Málið er í athugun en við getum ekki tjáð okkur neitt um einstök mál,“ sagði Matthias Halldórsson aðstoöarlandlæknir. „Þau taka mis- munandi langan tíma, þessi mál, það fer eftir því hversu mikið er að gera. Á þessu ári höfum við fengið ^im 360 mál af ýmsum toga, allt frá tiltölulega smávægilegum kvörtun- um upp í alvarleg mál.“ Aðstandendur konunnar höfðu samband við heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið sem setti málið í hendur landlæknisembættisins. Niöurstöðu er að vænta á nýju ári. Aðstandendur kvörtuðu undan því að enginn hjúkrunarfræðingur var á vakt á sjúkradeildinni sem konan lá á kvöldið sem hún veiktist. Júlíus Rafnsson, framkvæmdastjóri Grundar, sagði í samtali við DV að M^hjúkrunarheimilið teldi sig hafa gætt fyllsta öryggis þetta kvöld sem önnur en fjórða árs læknanemi var á vakt og voru yfirlæknir heimilis- ins og hjúkrunarforstjóri á bakvakt. í samráði við yfirlækninn sendi læknaneminn konuna á sjúkrahús þar sem hún lést tveimur dögum síðar. -SMK JOHANNES ÞO! Ódýr jólaolía - úr Sophie Theresa Otgerðarmenn eiga von á jólaglaðn- ingi á milli jóla og nýárs þegar olíu- skipið Sophie Theresa kemur hingað til lands með fullfermi af oliu sem seld verður á lægra verði en íslensku olíu- félögin bjóða. Skipið kemur í kjölfar samninga sem Landssamband ís- lenskra útvegsmanna hefúr gert við danska oliufélagið Malik Supply og mun Sophie Theresa sigla á milli hafna og dæla í skip þeirra útvegsmanna sem viija. Búist er við blómlegum viðskipt- um þar sem flest íslensk fiskiskip eru í höfn um jól og áramót. -EIR Akureyri: Nettó ódýrari en Bónus Samkvæmt verðkönnun sem svæðis- útvarpið á Akureyri gerði klukkan 16 á fimmtudaginn reyndist jólakjötið 7,4% ódýrara í Nettó. í könnuninni var bor- ið saman verð á úrbeinuðu hangilæri, hamborgarhrygg og úrbeinuðum fram- parti. Aðeins var lagt mat á verð vör- unnar og tekin sú vara sem ódýrust var samkvæmt hilluveröi. Ekki var lagt mat á gæði vörunnar eða þjónustu í verslununum. Úrbeinaða hangilærið var tæpum þrjú hundruð krónum ódýrara í Nettó. Hamborgarhryggurinn kostaði 865 krónur í Nettó en 898 krónur í Bónus og framparturinn var 130 krónum ódýrari í Nettó. -Kip Snúin niður af lögreglu: íhugar að kæra Erla Þórar- insdóttlr. Erla Þórarinsdóttir myndlistarkona íhug- ar að kæra lögregluna fyrir að beita sig harð- ræði í jólagleði Ný- listasafnsins á þriðju- dagskvöldið. Lögregl- an var kvödd í jóla- gleðina vegna kvart- ana nágranna um háreysti og í fram- haldi af því var Erla snúin niður og handjárnuð af lögreglumanni. „Ég er að íhuga að kæra lögregl- una. Skýringamar sem þeir gáfu mér eftir þessa framkomu voru þær að ég hefði kýlt löggu i magann. Það gerði ég aldrei. Ég er helst á því að lögreglu- maöurinn sem á hlut að máli sé æst ofbeldislögga," sagði Erla. -EIR DV kemur næst út eldsnemma mið- vikudaginn 27. des. Smáauglýsingadeild DV er lokuð í dag, aðfangadag og jóladag. Opið verð- ur annan í jólum frá kl. 16-22. Blaðaafgreiðsla DV er opin f dag, frá kl. 8-14. Lokað verður aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Síminn er 550 5000. Gleðileg jól! Var nokkrar vegfarandi spurðist fyrir um bíl á hvolfi úti í á „Ég hafði mestar áhyggjur af því að mikið vatn var komið inn í bíl- inn. Litli drengurinn var örugglega á kafi í nokkrar mínútur. Ég sneri mér við og reyndi að athuga hvort maður kæmist út og kallaði í alla. Þar sem billinn var á hvolfi og meira og minna á kafi í vatni var lítil birta. Hjólin voru upp úr vatn- inu og loft var aðallega við fætur okkar,“ sagði Jóhann Bjarnason frá Hólum í Hjaltadal sem blés lífi í eins árs son sinn, Guðmund Elí, eft- ir að litli drengurinn hafði verið á kafi inni í bíl á hvolfi í Blöndu á fimmtudag. Bíll Jóhanns valt út í Blöndu í Langadal, skammt austan Blöndu- óss, eftir að bíllinn hafði runnið út af veginum í fljúgandi en lúmskri hálku. Auk þeirra feðga voru eigin- kona Jóhanns, Laufey Guðmunds- dóttir, í bílnum, 3ja ára sonur þeirra og stúlka um tvítugt sem fengið hafði fengið far með þeim. Lögreglan sagði við DV að vegfar- andi heföi spurst fyrir um bíl á hvolfi út í á. „Vitið þið um bil á hvolfi," spurði vegfarandi okkur,“ sagði Kristján Þorbjörnsson, yfirlög- regluþjónn á Blönduósi. Vegfarand- inn taldi að enginn væri í bílnum en fjölskyldan var þá enn inni í hon- um og að mestu leyti í kafi. Var að- stoð strax send af stað. Maöur á næsta bæ var hins vegar fyrstur á vettvang. Jóhann sagði að hjartað hefði tek- ið góðan kipp þegar bíllinn fór eina til tvær veltur og lenti á hvolfi úti i ískaldri Blöndu: „Ég veit ekki hvemig eldri strák- urinn, þriggja ára, losnaði úr sínum stól en litli drengurinn var lengst af öllum í kafi. Við náðum hins vegar að opna farþegahurðina þegar ég var kominn út. Ég mætti strax tveimur mönnum sem óðu út í ána. Þegar við náðum litla drengnum út reyndi ég að blása í hann lífi. Hann var allur orðinn dofmn enda vatnið um núll gráður.“ Jóhann segir að vissulega hafi ekkert annað komist að hjá sér en að blása lífi í litla drenginn. „Svo kemur sjokk eftir á og endalaust margar hugsanir sem þjóta í gegn- um hugann." Jóhann segir að ótrúlegt sé að ekki fór verr en ella. Hjónin, litlu drengirnir tveir og fylgdarstúlkan voru öll orðin óskaplega köld en fengu strax að fara inn í bíl hjá fólki sem komið hafði að. „Það var kona þarna sem lánaði sæng,“ sagði Jóhann. Guðmundur Elí litli var fluttur á Landspítalann í Reykjavik til örygg- is þó hann hefði verið fljótur að koma til. „Hann var orðinn mjög kaldur og enginn vissi nákæmlega hve lengi hann hafði verið í kafi. Eymamælir mældi fyrst 29 gráður en fljótlega var hitinn kominn upp í 34 gráður. Jóhann er organisti í Hólakirkju í Hjaltadal og starfar sem grunn- skólakennari. -Ótt Viðræðulotan sprakk: Allir jafn þrumu lostnir - segir formaður framhaldsskólakennara Besta jólagjöfin - Guðmundur Elí litll alheill Laufey Guömundsdóttir og Jóhann Bjarnason brostu breitt á barnadeild Landspítalans enda Ijóst aö drengurinn beiö engan skaöa af kaidri vist á kafi I bíl á hvolfi úti I nístingskaldri Blöndu. Blés lífi í eins árs son sinn eftir að hafa fest í bíl úti í Blöndu: „Það eru allir jafn þrumulostnir yfir þessum handatiltektum," sagði Elna Katrín Jónsdóttir for- maður Félags framhaldsskólakenn- ara, eftir að slitnaði upp úr samn- ingaviðræðum Félags framhalds- skólakennara og samninganefndar rikisins í gær. Að sögn Elnu Katrínar slitnaði upp úr eftir að ríkið krafðist þess að allur vinnutímakafli kjara- samninga framhaldsskólakennara félli brott nema ákvæði um há- markskennslu- skyldu eins og þau standa i nú- gildandi kjara- samningi auk þess kennsluaf- sláttar sem um semst, eins og það var orðað í tillögu samn- inganefndar rík- Elna Katrín isins. Jónsdóttir. Elna Katrín sagði að samningsaöilar hefðu undanfarna daga átt samningavið- ræður sem kennarar litu á sem al- vörutilraun til þess að ná kjara- samningi og koma framhaldsskól- unum aftur af stað. í þeim samn- ingaviðræðum hefði að mati kenn- ara miðað ágætlega og töldu þeir jafnvel að samningur væri í sjón- máli. „En þetta er einhver ný krafa og ný sjónarmið sem við höfum raun- verulega aldrei séð áður.“ -JSS dagur til jóla sÆmSí 'Vn mínútur í kafi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.