Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 60
- 'mm Svefn&heilsa FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Gleðilega hátíð Ingvar j Helgason hf. LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. t,Jpw Andlát konu á Grund: Niðurstaða rann- sóknar á nýju ári Landlæknisembættið rannsakar nú hvernig andlát konu, sem var vistmaður á elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund, bar að höndum. DV greindi frá málinu í gær. „Málið er í athugun en við getum ekki tjáð okkur neitt um einstök mál,“ sagði Matthias Halldórsson aðstoöarlandlæknir. „Þau taka mis- munandi langan tíma, þessi mál, það fer eftir því hversu mikið er að gera. Á þessu ári höfum við fengið ^im 360 mál af ýmsum toga, allt frá tiltölulega smávægilegum kvörtun- um upp í alvarleg mál.“ Aðstandendur konunnar höfðu samband við heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið sem setti málið í hendur landlæknisembættisins. Niöurstöðu er að vænta á nýju ári. Aðstandendur kvörtuðu undan því að enginn hjúkrunarfræðingur var á vakt á sjúkradeildinni sem konan lá á kvöldið sem hún veiktist. Júlíus Rafnsson, framkvæmdastjóri Grundar, sagði í samtali við DV að M^hjúkrunarheimilið teldi sig hafa gætt fyllsta öryggis þetta kvöld sem önnur en fjórða árs læknanemi var á vakt og voru yfirlæknir heimilis- ins og hjúkrunarforstjóri á bakvakt. í samráði við yfirlækninn sendi læknaneminn konuna á sjúkrahús þar sem hún lést tveimur dögum síðar. -SMK JOHANNES ÞO! Ódýr jólaolía - úr Sophie Theresa Otgerðarmenn eiga von á jólaglaðn- ingi á milli jóla og nýárs þegar olíu- skipið Sophie Theresa kemur hingað til lands með fullfermi af oliu sem seld verður á lægra verði en íslensku olíu- félögin bjóða. Skipið kemur í kjölfar samninga sem Landssamband ís- lenskra útvegsmanna hefúr gert við danska oliufélagið Malik Supply og mun Sophie Theresa sigla á milli hafna og dæla í skip þeirra útvegsmanna sem viija. Búist er við blómlegum viðskipt- um þar sem flest íslensk fiskiskip eru í höfn um jól og áramót. -EIR Akureyri: Nettó ódýrari en Bónus Samkvæmt verðkönnun sem svæðis- útvarpið á Akureyri gerði klukkan 16 á fimmtudaginn reyndist jólakjötið 7,4% ódýrara í Nettó. í könnuninni var bor- ið saman verð á úrbeinuðu hangilæri, hamborgarhrygg og úrbeinuðum fram- parti. Aðeins var lagt mat á verð vör- unnar og tekin sú vara sem ódýrust var samkvæmt hilluveröi. Ekki var lagt mat á gæði vörunnar eða þjónustu í verslununum. Úrbeinaða hangilærið var tæpum þrjú hundruð krónum ódýrara í Nettó. Hamborgarhryggurinn kostaði 865 krónur í Nettó en 898 krónur í Bónus og framparturinn var 130 krónum ódýrari í Nettó. -Kip Snúin niður af lögreglu: íhugar að kæra Erla Þórar- insdóttlr. Erla Þórarinsdóttir myndlistarkona íhug- ar að kæra lögregluna fyrir að beita sig harð- ræði í jólagleði Ný- listasafnsins á þriðju- dagskvöldið. Lögregl- an var kvödd í jóla- gleðina vegna kvart- ana nágranna um háreysti og í fram- haldi af því var Erla snúin niður og handjárnuð af lögreglumanni. „Ég er að íhuga að kæra lögregl- una. Skýringamar sem þeir gáfu mér eftir þessa framkomu voru þær að ég hefði kýlt löggu i magann. Það gerði ég aldrei. Ég er helst á því að lögreglu- maöurinn sem á hlut að máli sé æst ofbeldislögga," sagði Erla. -EIR DV kemur næst út eldsnemma mið- vikudaginn 27. des. Smáauglýsingadeild DV er lokuð í dag, aðfangadag og jóladag. Opið verð- ur annan í jólum frá kl. 16-22. Blaðaafgreiðsla DV er opin f dag, frá kl. 8-14. Lokað verður aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Síminn er 550 5000. Gleðileg jól! Var nokkrar vegfarandi spurðist fyrir um bíl á hvolfi úti í á „Ég hafði mestar áhyggjur af því að mikið vatn var komið inn í bíl- inn. Litli drengurinn var örugglega á kafi í nokkrar mínútur. Ég sneri mér við og reyndi að athuga hvort maður kæmist út og kallaði í alla. Þar sem billinn var á hvolfi og meira og minna á kafi í vatni var lítil birta. Hjólin voru upp úr vatn- inu og loft var aðallega við fætur okkar,“ sagði Jóhann Bjarnason frá Hólum í Hjaltadal sem blés lífi í eins árs son sinn, Guðmund Elí, eft- ir að litli drengurinn hafði verið á kafi inni í bíl á hvolfi í Blöndu á fimmtudag. Bíll Jóhanns valt út í Blöndu í Langadal, skammt austan Blöndu- óss, eftir að bíllinn hafði runnið út af veginum í fljúgandi en lúmskri hálku. Auk þeirra feðga voru eigin- kona Jóhanns, Laufey Guðmunds- dóttir, í bílnum, 3ja ára sonur þeirra og stúlka um tvítugt sem fengið hafði fengið far með þeim. Lögreglan sagði við DV að vegfar- andi heföi spurst fyrir um bíl á hvolfi út í á. „Vitið þið um bil á hvolfi," spurði vegfarandi okkur,“ sagði Kristján Þorbjörnsson, yfirlög- regluþjónn á Blönduósi. Vegfarand- inn taldi að enginn væri í bílnum en fjölskyldan var þá enn inni í hon- um og að mestu leyti í kafi. Var að- stoð strax send af stað. Maöur á næsta bæ var hins vegar fyrstur á vettvang. Jóhann sagði að hjartað hefði tek- ið góðan kipp þegar bíllinn fór eina til tvær veltur og lenti á hvolfi úti i ískaldri Blöndu: „Ég veit ekki hvemig eldri strák- urinn, þriggja ára, losnaði úr sínum stól en litli drengurinn var lengst af öllum í kafi. Við náðum hins vegar að opna farþegahurðina þegar ég var kominn út. Ég mætti strax tveimur mönnum sem óðu út í ána. Þegar við náðum litla drengnum út reyndi ég að blása í hann lífi. Hann var allur orðinn dofmn enda vatnið um núll gráður.“ Jóhann segir að vissulega hafi ekkert annað komist að hjá sér en að blása lífi í litla drenginn. „Svo kemur sjokk eftir á og endalaust margar hugsanir sem þjóta í gegn- um hugann." Jóhann segir að ótrúlegt sé að ekki fór verr en ella. Hjónin, litlu drengirnir tveir og fylgdarstúlkan voru öll orðin óskaplega köld en fengu strax að fara inn í bíl hjá fólki sem komið hafði að. „Það var kona þarna sem lánaði sæng,“ sagði Jóhann. Guðmundur Elí litli var fluttur á Landspítalann í Reykjavik til örygg- is þó hann hefði verið fljótur að koma til. „Hann var orðinn mjög kaldur og enginn vissi nákæmlega hve lengi hann hafði verið í kafi. Eymamælir mældi fyrst 29 gráður en fljótlega var hitinn kominn upp í 34 gráður. Jóhann er organisti í Hólakirkju í Hjaltadal og starfar sem grunn- skólakennari. -Ótt Viðræðulotan sprakk: Allir jafn þrumu lostnir - segir formaður framhaldsskólakennara Besta jólagjöfin - Guðmundur Elí litll alheill Laufey Guömundsdóttir og Jóhann Bjarnason brostu breitt á barnadeild Landspítalans enda Ijóst aö drengurinn beiö engan skaöa af kaidri vist á kafi I bíl á hvolfi úti I nístingskaldri Blöndu. Blés lífi í eins árs son sinn eftir að hafa fest í bíl úti í Blöndu: „Það eru allir jafn þrumulostnir yfir þessum handatiltektum," sagði Elna Katrín Jónsdóttir for- maður Félags framhaldsskólakenn- ara, eftir að slitnaði upp úr samn- ingaviðræðum Félags framhalds- skólakennara og samninganefndar rikisins í gær. Að sögn Elnu Katrínar slitnaði upp úr eftir að ríkið krafðist þess að allur vinnutímakafli kjara- samninga framhaldsskólakennara félli brott nema ákvæði um há- markskennslu- skyldu eins og þau standa i nú- gildandi kjara- samningi auk þess kennsluaf- sláttar sem um semst, eins og það var orðað í tillögu samn- inganefndar rík- Elna Katrín isins. Jónsdóttir. Elna Katrín sagði að samningsaöilar hefðu undanfarna daga átt samningavið- ræður sem kennarar litu á sem al- vörutilraun til þess að ná kjara- samningi og koma framhaldsskól- unum aftur af stað. í þeim samn- ingaviðræðum hefði að mati kenn- ara miðað ágætlega og töldu þeir jafnvel að samningur væri í sjón- máli. „En þetta er einhver ný krafa og ný sjónarmið sem við höfum raun- verulega aldrei séð áður.“ -JSS dagur til jóla sÆmSí 'Vn mínútur í kafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.