Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 Helgarblað I>V „ Viðskiptaverðlaunin auka tiltrú manna á fyr- irtcekinu. í fyrra hlaut Össur viðurkenningu fyr- ir að byggja fyrirtœkið upp en í því fólst ákaf- lega mikið frumkvöðuls- starf. Nú er aftur á móti verið að viðurkenna stjómunarteymið fyrir nœstu skref. Það eru ná- kvœmlega þessi skref sem eru erfið í fyrirtœkjum sem vaxa hratt.“ DV, Viðskiptablaðið og Stöð 2 tilkynntu í liðinni viku að Jón Sigurðsson, forstjóri Öss- urar, væri maður ársins 2000 í is- lensku viðskiptalífl. Á síðasta ári var Össur Kristinsson, stofnandi Össur- ar, valinn frumkvöðull ársins af sömu aðilum. össur hf. hefur vaxið mjög á síð- ustu árum og hefur gengi fyrirtækis- ins á hlutabréfamarkaði verið mjög gott. Starfsemin hefur aukist og hef- ur össur hf. keypt fyrirtæki fyrir níu milljarða króna á þessu ári. Virði fyrirtækisins er um 21 milljarður króna um þessar mundir. Starfsemin er hér á landi, í Sví- þjóð, Hollandi, Englandi og á þremur stöðum í Bandaríkjunum. Ferðalög forstjórans eru því mikil. „Alltof mikil,“ segir Jón. „Þetta er það versta sem fylgir starfmu. Ef sótt væri um embætti utanríkisráðherra væri það það síðasta sem ég sækti um - og það er vegna ferðalaganna. Allt þetta ár hef ég annaðhvort verið að koma eða að fara.“ Byltingar ekki jákvæðar Jón Sigurðsson tók við starfl for- stjóra í apríl árið 1996 en þá starfaði fyrirtækið á þremur stöðum á höfuð- borgarsvæðinu, í Kópavogi, við Skúla- götu, í Hátúni og í Bandaríkjunum. Jón kom inn í fyrirtækið á nokkrum umbrotatímum. „Það var nokkuð erfitt því að á þessum tíma hafði fyrrverandi for- stjóri látið af störfum. Það gerðist með nokkrum hvelli og skapaði óvissuá- stand hjá fyrirtækinu sem aldrei er gott. Það jafnaði sig smátt og smátt," segir Jón. Þrátt fyrir erfitt ástand varð ekkert fjaðrafok viö komu Jóns. „Fyrsta árið nýtti ég til að ná tök- um á verkefninu. Það tók talsverðan tíma. Ekki má gleyma því að þá var útrásin hafin og útibúið i Bandaríkj- unum hafði verið stofnað. Stefnumótun tekur langan tíma. Ég held að ég hafi ekki komið með nein- ar byltingar. Enda eru byltingar slæmar í viðskiptum." DV-MVND ÞOK Maður ársins í íslensku viðskiptalífi „ Viö hjálpum fölki. Kjörorö fyrirtækisins er aö viö hjálpum fólki aö njóta sín til futis. Þetta kjörorö gengur eins og rauö- ur þráöur í gegnum alla starfsemi fyrirtækisins og er grunnurinn aö allri markmiössetningu fyrirtækisins," segir Jón Sigurösson, forstjóri Össurar og maöur ársins 2000 í íslensku viöskiptaiífi. vondan draum. Útsendarar keppinaut- ar okkar komu að nýja húsinu okkar á Grjóthálsi og tóku myndir inn um glugga áður en þeir voru byrgðir. Eft- ir það höfum við heft aðgang að hús- inu og enginn kemur inn í fram- leiðsluhluta hússins án þess að kvitta fyrir sig. Myndatökur eru með öllu óheimilar. Við fjárfestum mjög mikið til þess að passa upp á hugverkarétt- indi okkar.“ Staðsetningin ekki máiið Nú er verið að vinna að mark- miðasetningu fyrir næsta ár. „Það eru mjög mörg verkefni fram undan og snúast þau flest um hagræðingu í rekstri. Það er tæpur mánuður frá því nýtt skipulag var tekið í gagnið í fyrirtækinu. Það sem er sérstakt við það er að við skipuleggjum fyrirtækið án tillits til staðsetningar. Það þýðir að stór hluti starfsfólksins hér heima heyrir undir menn úti í heimi og öfugt. Ekki er farið eftir því hvar fólk er heldur hvað það gerir. Öll fyrirtæki á alþjóðamarkaði hafa þennan háttinn á.“ Erlent fjármagn nauösynlegt Jón segir að erlent fjármagn sé of- arlega á baugi þegar kemur að starfs- umhverfi Össurar. „Við þurfum að fá erlenda fjárfesta að félaginu til að breikka hluthafahóp- inn. Ef við getum ekki tengst stærra myntsvæði beint þá verður ákaflega erfitt að stækka eins og við ætlum okkur í framtíðinni. Verið er að skoða þann möguleika að gera fyrirtækið al- gjörlega upp í erlendri mynt. Helst þyrftum við að skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað í erlendri mynt einnig. Við fáum aldrei erlenda fjár- festa í miklum mæli að fyrirtækinu nema svo verði. Við munum aldrei geta notað hlutabréf sem gjaldmiðil í fiárfestingum til jafns á við aðra nema þau séu skráð í erlendri mynt.“ Heldurðu að fleiri fyrirtæki séu í þessum hugleiðingum? „Mér þykir liklegt að fyrst þetta er vandamál hjá okkur að aðrir stríði við það líka.“ Má skilja þetta svo að þú sért hlynntur aðild að evrunni? „Ég á ákaflega erfitt með að gera upp hug minn gagnvart ESB. Ég veit hins vegar að það er nánast ómögulegt fyrir alþjóðafyrirtæki aö tilheyra hinu íslenska myntsvæði. Jón Sigurðsson er maður ársins 2000 í íslensku viðskiptalífi: Ostöðvandi útrás - fjárfest fyrir 9 tnilljarða á árinu Allir koma aö markmiöavinnu Þegar Jón er spurður út í stjómun- arstíl sinn segir hann: „Því minna sem ég skipti mér af því betra. Ég reyni að hafa góðan að- gang að mér. Fólk hvaðanæva úr fyr- irtækinu hefur mikið samband við mig. Það þýðir ekki að ég sé ofan í öll- um smáatriðum. Það tel ég mjög slæmt. Hins vegar er ákaflega mikil- vægt að hafa öll markmið mjög skýr og sýnileg. Og sýnileg öllum í fyrir- tækinu. Við leggjum mikið upp úr mark- miðavinnu. Allir starfsmenn koma að markmiðavinnunni, hver einn og ein- asti.“ Verður það ekki að teljast óvenju- legt miðað við stærð og umfang fyrir- tækisins? „Jú, ég held það. Það sitja þó ekki allir starfsmenn á löngum fundum. Árlega er fundur með öllum deildum fyrirtækisins. Allir geta komið með ábendingar. Þær eru yfirfamar og ákveðnir fulltrúar velja þær bestu sem fara inn í markmiðasetningu fyr- irtækisins." Skýr markmiö Jón telur að helsta ástæða mikillar velgengni fyrirtækisins sé góður und- irbúningur áður en Össur fór á hluta- bréfamarkað. „Undirbúningur stóð leynt og ljóst í þrjú ár. Við gerðum allar nauösynleg- ar breytingar áður en við fórum inn á markaöinn. Markmið okkar voru mjög skýr. Þegar fyrirtæki fer inn á hluta- bréfamarkað þarf aö veröa hugarfars- breyting hjá stjórnendum. össur Kristinsson var mjög meðvitaður um það. Hann afsalaði sér öllum hug- verkaréttindum og tekjum af þeim. Margir ráðgjafar hans réðu honum frá því en þetta er ein af þeim hugar- farsbreytingum sem þurfli að verða. Almenningur á fyrirtækið. Allir hlut- hafar eru jafn réttháir. Þaö var mikill fengur í össuri sjálfum í ferlinu. önnur hugarfarsbreyting er að það þarf að opna fyrirtækið alveg. Það er voðalega þægilegt aö vera í einkafýr- irtæki því upplýsingagjöf til markað- ar þarf nánast ekki að vera nein. Þeg- ar þau fara á markaö þá þarf hún að vera mjög góð. Hluthafar þurfa að vita allt um rekstur fyrirtækisins. Það verður líka að vera mjög skýrt í hvað á að nota fiármagnið og hvers vegna fyrirtækiö ætli á markað. f okk- ar tilfelli var það mjög skýrt. Við höfðum skipulagt mikið stækkunar- ferli sem við gátum sett af stað.“ Viðskiptaverölaun DV, Vlöskiptablaðsins og Stöðvar 2 Vaigeröur Sverrisdóttir viöskiptaráöherra afhendir Jóni Siguörssyni, forstjóra Össurar, viöurkenninguna Maöur ársins. lönaöarnjósnir í sértækum framleiöslugeira eru einkaleyfi mjög mikilvæg. „Einkaleyfi eru nokkuð dýr en við teljum þau mikils virði. Sumar að- feröir okkar eru þó þess eðlis að við ákveðum að sækja ekki um einka- leyfi. Þess í stað höldum við þeim inn- an fyrirtækisins sem leyndarmálum. í húsinu á Grjóthálsi eru herbergi sem einungis ákveðnir starfsmenn fá að koma inn í.“ í þeim geirum atvinnulífsins sem Með þessu er ég ekki að segja að við einkaleyfi eru mikilvæg eru iðnaðar- ættum að ganga í ESB en ég veit að njósnir og össur hefur ekki farið var- við getum ekki grundvallað viö- hluta af því. ^fcskipti okkar á íslensku krónunni í „Við vorum svolítið bláeyg til að framtíðinni." byrja með en við vöknuðum upp við -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.