Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 11 I>V Skoðun Netið ógnar tekjum ríkisins Ég er ekki einn þeirra sem telja að Internetið muni gjörbreyta öllu lífi okkar í framtíðinni - breyta hugmyndum okkar um menningu og tungu, eða breyta heðgun okkar í grundvallaratriðum. Ég er hins veg- ar sammála þeim sem sjá stórkost- leg tækifæri samfara netvæðingu heimsins, fyrst og fremst með stór- auknu Qæði upplýsinga (þó stöðugt verði erfiðara fyrir almenning að greina á milli réttra upplýsinga og rangra eða villandi). Tækifærin liggja einnig í betri að- gangi viðskiptalífsins að viðskipta- vinum sínum en um leið fá neytend- ur mun meiri og ítarlegri upplýsing- ar um verð og gæði þjónustu og vöru sem í boði er. Viðskiptakostnaður fer því lækkandi í framtíðinni þó hann hækki til skamms tíma hjá mörgum á meðan viðskiptalífið og almenningur eru að tileinka sér nýja siöi en þó fyrst og fremst á meðan leitað er leiða til að leysa þau vanda- mál - tæknileg og sálfræðileg - sem netviðskiptin glíma við. Ég hafna þvi hins vegar að smátt og smátt muni nær öll viðskipti fær- ast yfir á Netið. Fólk sitji heima til að gera öll sín viðskipti, hvort held- ur það er að kaupa í matinn, íjár- festa í verðbréfum eða kaupa bíl. Þeir sem hafa slíka framtíðarsýn skilja ekki mannlegt eðli og verða fyrir sömu vonbrigðum og þeir sem boðuðu endalok kvikmyndahúsa þegar myndbönd fóru að ryðja sér til rúms, eða endalok prentmiðla þegar ljósvakamiðlar litu dagsins ljós. Vonbrigöi Ef lýsa á þróun netviðskipta með einu orði er ekki hægt að nota ann- að orð en vonbrigði. Þeir sem fram til þessa hafa ætlað sér að sækja gull í greipar netviðskiptanna hafa orðið fyrir vonbrigðum - margir eiga erfitt uppdráttar og margir orðið skiptaráöanda að bráð. En þetta eru tímabundin vandamál sem eru eðlileg þegar ný tækni er að riðja sér til rúms. Eitt stórkostlegasta sem við mun- um hins vegar upplifa vegna Nets- ins - upplýsingaflæðisins sem því fylgir og nýrra möguleika í við- skiptum - eru þau áhrif sem það mun hafa á starfsemi hins opin- bera, ríkis og sveitarfélaga. Hvort sem okkur líkar betur eða verr neyöumst við til að leita nýrra leiða við aö fjármagna sameiginlega sjóði og það getur aftur orðið til þess að við verðum að skilgreina hlutverk og vald ríkisins að nýju. Ógnun viö tekjustofna Það er augljóst að eftir því sem viðskipti færast meira yfir á Netið mun það verða æ erfiðara fyrir Geir H. Haarde og fulltrúa hans að standa vörð um tekjustofna ríkis- ins. Að ekki sé talað um ef netvæð- ingin og netviðskiptin verða eins umfangsmikil og bjartsýnustu spá- menn telja. Það verður ekki aðeins erfiðara að fylgjast með viðskiptum og heimta af þeim virðisaukaskatt eða aðrar álögur heldur ekki síður að fylgjast með tekjum einstaklinga sem þeir afla beint eða óbeint í Óli Björn Kárason ritstjóri gegnum Netið. Þetta sama á við um fyrirtæki Eitt mikilvægasta einkenni hvers skattkerfis er að fyrir þvi séu allir jafnir. Tæknin og Netið sérstaklega með auknum netviðskiptum kaUa á Netið og netvœðing heimsins skapa nýja möguleika en einnig hcettur sé ekki rétt á málum haldið. gjörbreytt skattkerfi þar sem úti- lokað verður að heima tekjuskatt af einstaklingum og fyrirtækjum með eðlilegum hætti þar sem jafnræðis er gætt í gegnum núverandi kerfi. Netið, hvort heldur það er tónlist, hugbúnaður eða myndbönd. Það verður nær útUokað að innheimta virðisaukaskatt af slíkum varningi. Þá standa menn frammi fyrir því að ef skattar eru ekki lækkaðir, eða jafnvel afnumdir af slíkum varn- ingi þá mun verslun með hann fær- ast nær alfarið inn á Netið og þá að líkindum einnig út úr landi. Sama vandamál er einnig tU staðar i fjár- málaviðskiptum. Það getur orðið vonlaust að fylgj- ast með fjármagnstekjum einstak- linga og fyrirtækja í framtíöinni hvað þá aö komast að því hver eign þeirra er. Og í getur skattmann gleymt því að reyna afla tekna af fjarskipt- um. Þannig molnar smátt raunveruleg framtíðinni Netvæðingin mun því neyða þær þjóðir sem innheimta hvað hæsta skatta á vöru og þjónustu tU að lækka skatta verulega. Þetta sama á við um tekjuskatta á fyrirtæki og einstaklinga sem með samþættingu heimsviðskiptanna verða sveigjan- legri og færanlegri. Hugsanlegt er að fyrirtæki tryggi að stór hluti tekju- myndunar verði í útibúum eða dótt- urfyrirtækjum sem eiga lögheimUi í löndum sem eru með lága skatta eða eru skattaparadís. Og það verður Netið sem gerir þetta mögulegt. Skattur á orkugjafa í viðleitni sinni tU að fjármagna starfsemi hins opinbera munu augu skattheimtumanna beinast í aukn- Ekki er allt gull sem glóir Ef týsa á þróun netviöskipta með einu oröi er ekki hægt aö nota annaö orö en vonbrigöi. Þeir sem fram til þessa hafa ætlaö sér að sækja gutl í greipar netviöskiptanna hafa oröiö fyrir vonbrigöum Benjamín Franklín sagði eitt sinn að ekkert í heiminum væri ör- uggt annað en skattar og dauðinn. Ég ætla ekki að ganga svo langt að halda því fram að Internetið breyti þessu, en netviðskipti munu án nokkurs efa gera einstaklingum og fyrirtækjum auðveldara fyrir en áður að eiga viðskipti eða afla sér tekna án þess að ríkið smeygi sér þar á mUli og taki sína sneið af kök- unni. Molnar undan grunninum Ef ég kaupi bók í íslenskri bóka- búð verð ég aö standa skU á virðis- aukaskatti. Kaupi ég hins vegar sömu bók í gegnum bandaríska netverslun get ég hugsanlega slopp- ið við að standa skU á mínu gagn- vart Geir H. Haarde, enda er útilok- að fyrir fulltrúa hans að opna hvem einasta pakka sem kemur tU landsins að ekki sé talað um þegar og ef netverslun fer á flug. Staða Geirs H. Haarde er ekki vonlaus og líklega nær hann að setja skatta á meirihluta þess sem tU landsins kemur í gegnum net- verslanir. En staða hans er nær vonlaus þegar kemur að vörum sem hægt er að afhenda í gegnum smátt undan þeim grunni sem skattakerfið byggir á. Það gleðUega við þetta er að lík- lega standa stjómvöld frammi fyrir því að lækka skatta á vöru og þjón- ustu verulega tU að koma annars vegar í veg fyrir að viðskipti flytjist Það er augljóst að eftir því sem viðskipti fcerast meira yfir á Netið mun það verða œ erfiðara fyr- ir Geir H. Haarde og full- trúa hans að standa vörð um tekjustofna ríkisins. Að ekki sé talað um ef netvœðingin og netvið- skiptin verða eins um- fangsmikil og bjartsýn- ustu spámenn telja. úr landi og hins vegar til að koma í veg fyrir að tekjustofnamir eyði- leggist algjörlega. En einnig verður ríkið að gæta jafnræðis miUi at- vinnugreina og mUli fyrirtækja og einstaklinga. um mæli að vöru og þjónustu sem vart verður komist hjá að greiða fyrir. Ég er sannfærður um að í framtíðinni munu opinberar álögur á orkugjafa margfaldast, hvort held- ur er á bensín, heitt vatn, rafmagn eða vetni, verði sá draumur að veruleika. Það verða ekki umhverf- issjónarmið sem þar ráða ferðinni, heldur hrein fjárþörf ríkisins. En um leið er líklegt að opinberir aðilar verði að afla aukinna sértekna vegna þeirrar þjónustu sem veitt er, skiptir engu hvort um er að ræða heUbrigðisþjónustu, menntun eöa annað sem við lítum í dag á sem sjálfsagðan hlut. Þetta skapar hins vegar möguleika sem ekki hafa verið áður fyrir hendi fyrir einkaaðUa að keppa við ríkið á hinum ýmsu svið- um, ekki sist á sviði heUbrigðisþjón- ustu og mennta. Og það neyðir okk- ur tU að huga að grunnþáttum í upp- byggingu ríkisms, ef við ætlum aö halda sæmilegri sátt í þjóðfélaginu. Netið og netvæðing heimsins skapa nýja möguleika en einnig hættur sé ekki rétt á málum haldið. Síðar er vert að huga að því á þess- um stað hvernig Netið getur orðið tU þess aö stéttskipting og launa- munur geta aukist úr hófi. Skoðanir annarra Lýðræðisbyltingin „Colin Powell, sem hefur verið tilnefndur næsti utanríkisráð- herra, var fifllur trausts þegar hann kom fram á laugardag, ekki aðeins á eigin getu tU að stjóma utanríkismálunum heldur einnig á áframhaldandi leiðtogastöðu og styrk Bandaríkjanna í heiminum. Á degi þegar margir Bandaríkja- menn voru enn reiðir eða miður sín vegna 37 daga langrar baráttu um kosningaúrslitin, minnti PoweU hershöfðingi á að Bandarík- in væru miðpunktur, og innblást- ur, lýðræðisbyltingar í heiminum. „Við munum komast yfir erfið- leika undanfarinna daga og við munum verða sterkari og stærri þjóð á eftir," sagði PoweU.“ Úr forystugrein Washington Post 19. desember. Heitt í kolunum „Grunnurinn hefur verið lagð- ur að því að í upphafi nýs árs verði heitt í kol- unum á sviði ör- yggismála þegar breyting verður á formennsku ESB og Bandaríkin fá nýjan forseta. Bandar íkj amenn mæli fifllir efasemda um varnará- form Evrópuþjóða á sama tíma og Evrópubúar standa andspænis nýj- um Bandaríkjaforseta sem er ákaf- ur talsmaður áætlana um umfangs- miklar eldflaugavamir Bandaríkj- anna. ESB-löndin eru ósammála um framtíðarsambandið við NATO. Það eru fyrst og fremst Frakkar sem þrýsta á aukið sjálfstæði en þeir urðu að gefa eftir á leiðtoga- fundinum í Nice. Meirihluti land- anna hafnaði tfllögu Frakka um að byggja upp sérstaka skipulagsein- ingu í tengslum við nýjar við- bragðssveitir þar sem þau óttuðust afleiðingamar sem það myndi hafa á samskiptin við Bandaríkin. Þau höfnuðu frönsku tiUögunni vegna viðvarana Bandaríkjamanna um að hún gæti leitt tU þess að NATO dagaði uppi sem forngripur." Úr forystugrein PoUtiken 18. desember. eru í vaxandi Ekkert er öruggt „Eitt er ömggt um ísraelsk stjórnmál: Ekkert er öruggt. Það er það heldur ekki fyrir kosningam- ar á nýjum for- sætisráðherra 6. febrúar. Fram- bjóðendum hefur nú fækkað niður í tvo, Ariel Sharon, fyrrum hers- höföingja, og Ehud Barak. En úti við hliðarlínuna eru enn tveir aðr- ir menn sem hafa verið forsætis- ráðherrai’ áður og gætu komið í veg fyrir uppgjörið sem virðist blasa við: Benjamin Netanyahu og Shimon Peres. í gær sagði Netanyahu réttUega að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram af því að ekki var samtímis boðað tU kosninga tfl þingsins, Knesset. Hann fékk ekki alveg það sem hann vUdi. Þingmenn vUdu ekki leysa þingið upp en opnuðu leiðina fyrir Netanyahu með því að samþykkja ný lög sem gera öðrum en þingmönnum kleift að bjóða sig fram tU forsætisráðherraembættis- ins. Enda þótt yfirlýsing Netanya- hus hefði átt að vera skýr og greinUeg er hún samt svo loðin að hún gefur honum færi á að skipta um skoðun." Úr forystugrein Aftenposten 20. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.