Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 I>V Fréttir Stuttar fréttir Draumar á jörðu: Aftur í fyrsta sætinu - sala bóka síðustu viku - Fíkniefnafundur á ísafirði Lögreglan á ísafirði handtók tvo menn með fíkniefni á ísafjarðarflug- velli í gær. Annar var með tæplega fimm grömm af kannabisefnum á sér, en hinn með tæp níu grömm af sama efni. Vísir.is greindi frá. Ofmetnar skuldir Samkvæmt bréfi sem LÍÚ hefur borist frá Seðlabankanum hefur komið í Ijós að skuldir sjávarútvegs- ins árin 1997 og 1998 voru stórlega ofmetnar í mati Þjóðhagsstofnunar, sem kynnt var á síðasta ári. Þá komst stofnunin að því að heildar- skuldir sjávarútvegsins væru 162 milljarðar króna, en í raun voru skuldirnar um 22 milljörðum lægri, eða tæpir 140 milljarðar. Visir.is greindi frá. Lagt hald á 21.539 e-töflur Samkvæmt bráðabrigðatölum frá ríkislögreglu- stjóra hefur lögregl- an lagt hald á 21.539 e-töflur á tímabil- inu 1.1. 2000-6.12. 2000. Á öllu árinu 1999 var lagt hald á 7.438 töflur og er aukningin því 188%, þrátt fyrir að árið 2000 sé ekki liðið. Visir.is greindi frá. Opnað fyrir reikisamband Viðskiptavinir Tals geta nú kom- ist í GSM-samband um allt land í framhaldi af því að reikisamband Tals og Símans GSM var að komast á í gær. Þetta þýðir að viðskiptavin- ir Tals geta nýtt dreifikerfi Símans GSM þegar þeir eru utan þjónustu- svæðis Tals. Reikisvæðið er á Vest- fjörðum, Norðurlandi vestra og austanlands og sunnan að Mýrdals- sandi. Visir.is greindi frá. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang. Auk slökkviliðs Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað eftir aðstoð slökkviliðanna i Hveragerði og Þorlákshöfn. Slökkviliðin náðu tökum á eldinum laust fyrir klukkan 15. Þá var farið í að reykræsta húsið og kanna skemmdir vegna eldsins. Einn starfsmaður Alpan var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi til skoðunar vegna gruns um reykeitrun. 45 manns vinna í verksmiðju Alpan en að sögn Einars Þ. Einarssonar framkvæmdastjóra er óljóst á þessari stundu hvaða afleiðingar bruninn hef- ur á starfsemi verksmiðjunnar. Víst er þó að fram að hátíðum verður unn- ið við að reykhreinsa húsið og koma hlutunum í samt lag. Starfsmenn Alpan voru að fara í jólafrí í gær. Heyrðum mikla sprengingu „Við vorum nálægt eldsupptökun- um þegar eldurinn blossaði upp. Þetta byrjaði með sprengingu, síðan fylltist allt af reyk,“ sögðu Henry og Kristján, starfsmenn Alpan á Eyrarbakka. Þeir voru ásamt fleiri starfsmönnum að fylgjast með slökkvistarfinu í gær. Henry var með jólagjöf fyrirtækisins í höndunum sem honum tókst að kom- ast út með áður en hún varð eldinum að bráð. Fyrir starfsfólk Alpan er það nötur- legt að daginn sem jólafríið byrjar skuli kvikna í vinnustaðnum þeirra og með því blandast jólagleðin óvissu um framhaldið eftir hátíðir. Staðan í gærkvöld var þannig að ekki voru sýnilegar það miklar skemmdir á Alpan að það muni hafa veruleg áhrif á starfsemina eftir hátíðirnar. -NH Umsetinn heilbrigðisráðherra Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráöherra segir að ekki verði hægt að greiða öryrkjum tryggingabætur í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar í máii Öryrkjabandalagsins fyrr en lögum hafí verið breytt á Alþingi. Spurningum vegna Hæstaréttardómsins rigndi yfir ráðherra á tröppum stjórnarráðsins eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Mikill eldur kom upp í loftræsti- kerfi pönnuverksmiðju Alpan á Eyr- arbakka upp úr hádeginu i gær. Loft- ræstingin er fyrir ofan málningarúð- unarvél þar sem lakki er úðað við 400°C hita á pönnur og potta sem fyr- irtækið framleiðir. Læsti eldurinn sig í klæðningu í lofti og breiddist þannig út. DVJVIVND NJORÐUR HELGASON Barist við eldinn Slökkviliðsmaður hefur rofiö gat og dælir vatni á eldhafið fyrir innan. Pönnu verksm iðjan skemmdist í eldi Bókin Draumar á jörðu eftir Einar Má Guðmundsson er aftur í efsta sæt- inu á metsölulista DV en bókin var einnig í fyrsta sætinu síðasta þriðju- dag. Þrjár nýjar bækur eru á listanum en tvær þeirra voru á fyrsta listanum þann 5. desember. Á listanum er með- al annars að finna þrjú íslensk skáld- verk og tvær ævisögur og eru átta bækur eftir íslenska höfunda. Steinn Steinarr, Leit að ævi skálds eftir Gylfa Gröndal er áfram í öðru sætinu en í þriðja sæti er bók sem ekki hefur verið áður á listanum. Það er bókin Undir bárujárns- boga/Braggalíf eftir Eggert Þór Bern- harðsson se'm fjallar um braggalífið í Reykjavík. Bókin um Reykjavíkur- meyna Dís eftir Birnu önnu Björns- dóttur, Oddnýju Sturludóttur og Silju Hauksdóttur fer úr tíunda sætinu og upp í það fjórða. í fimmta sætinu er þriðja bindið í ævisögu Einars Bene- diktssonar eftir Guðjón Friðriksson. Dóttir gæfunnar eftir skáldkonuna Isabel Allende fer upp um þrjú sæti eða úr níunda sætinu í það sjötta. Matreiðslubók Latabæjar er í sjö- unda sætinu og fellur því um tvo sæti. Það gerir einnig hinn göldrótti Harry Potter og fanginn frá Azkaban eftir skoska rithöfundinn J.K. Rowling sem er í áttunda sæti en var áður í þvi þriðja. 20. öldin, brot úr sögu þjóðar, sem ritstýrt er af Jakobi F. Ásgeirs- syni er komin aftur á listann og er nú í níunda sætinu. í tíunda og síðasta sætinu er síðan bókin Myndin af heiminum eftir Pétur Gunnarsson sem fellur um fjögur sæti. Þær bækur sem voru næstar því að komast á listann voru Oddaflug eftir Guðrúnu Helgadóttur, Útkall upp á líf og dauða eftir Óttar Sveinsson sem féll af listanum og Mýrin eftir Arnald Indriðason. Ert þú Bliðfinnur? og For- sætisráðherrann komust heldur ekki á listann en þær voru báðar á listan- um síðasta þriðjudag. Samstarfsaðilar DV við gerð bóka- listans eru Mál og menning (2 verslan- ir), Penninn-Eymundsson (5 verslan- ir), Hagkaup (5 verslanir), Penninn- Bókval, Akureyri, Griffill, Reykjavik, Bókabúðin Hlöðum, Egilsstöðum, og KÁ á Selfossi og tekur hann mið-af sölunni síöustu fjóra daga. -MA b 1. (1) Draumar á jörðu. Elnar Már Guðmundsson. 2. (2) Stelnn Steinarr, Leit ab ævi skálds. Gylfi Gröndal. Ai ■ IH II IIIMIMIII ■!■■■■■■ 3. (-) Undir bárujárnsboga. Eggert Þór Bernharðsson. 1 ý ^ 4. (10) Dis. Birna Anna, Oddný og Silja. 4 I 5. (-) Einar Benediktsson III. Guðjón Friðriksson. AÍ v! J 6. (9) Dóttlr gæfunnar. Isabel Allende. 7. (5) Matrelðslubók Latabæjar. Magnús Scheving. YS. (3) Harry Potter og fanginn frá Azkaban. Johanna K. Rowling. A9. (-) 20. öldin, brot úr sögu þjóðar. Y 110.(6) Myndln af helmlnum. Pétur Gunnarsson. (-) staöa í síðustu könnun^ færöist upp y færðist niður o-stóö í staö Ekki í umhverfismat Umhverfisráð- herra staðfesti í gær með úrskurði sínum ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 6. október sl. um að ekki beri að láta fara fram mat á um- hverfisáhrifum af fyrirhuguðu eldi á laxi í sjókvíum í Berufirði en ákvörðun Skipulags- stofnunar var kærð til umhverfis- ráðherra. Visir.is greindi frá. Tveir gámar seldust upp Á þriðja hundrað sjónvarpstæki seldust á örfáum klukkustundum í fyrstu útsendingu á tilboðum frá val.is, sem er ný tilboðsverslun Vildarklúbbs Flugleiða í samstarfi við Hagkaup.is. Sjónvarpstækin fylltu alls tvo stóra gáma. Visir.is greindi frá. Starfsfólk í setuverkfalli Allt starfsfólk rækjuverksmiðjunn- ar Polar hf. á Siglufirði er í setuverk- falli þar sem fyrirtækið er hætt að greiða því umsaminn bónus. Ákvörð- un stjórnar fyrirtækisins um að hætta bónusgreiðslum til starfs- manna frá og með 15. desember var einhliða en starfsfólkið telur að fyrir- tækið sé bundið af bónussamningn- um þar til annar samningur hefur verið gerður. Visir.is greindi frá. Fá 100 milljónir í styrk Vemdarsjóður villtra laxastofna, með Orra Vigfús- son í fararbroddi, hefur hlotið tæp- lega hundrað millj- óna króna styrk frá breska ríkinu. Pen- ingamir verða not- aðir til að kaupa upp reknetaleyfi á laxi í Bretlandi. Bylgjan greindi frá. -KEE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.