Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Page 2
2 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 I>V Fréttir Stuttar fréttir Draumar á jörðu: Aftur í fyrsta sætinu - sala bóka síðustu viku - Fíkniefnafundur á ísafirði Lögreglan á ísafirði handtók tvo menn með fíkniefni á ísafjarðarflug- velli í gær. Annar var með tæplega fimm grömm af kannabisefnum á sér, en hinn með tæp níu grömm af sama efni. Vísir.is greindi frá. Ofmetnar skuldir Samkvæmt bréfi sem LÍÚ hefur borist frá Seðlabankanum hefur komið í Ijós að skuldir sjávarútvegs- ins árin 1997 og 1998 voru stórlega ofmetnar í mati Þjóðhagsstofnunar, sem kynnt var á síðasta ári. Þá komst stofnunin að því að heildar- skuldir sjávarútvegsins væru 162 milljarðar króna, en í raun voru skuldirnar um 22 milljörðum lægri, eða tæpir 140 milljarðar. Visir.is greindi frá. Lagt hald á 21.539 e-töflur Samkvæmt bráðabrigðatölum frá ríkislögreglu- stjóra hefur lögregl- an lagt hald á 21.539 e-töflur á tímabil- inu 1.1. 2000-6.12. 2000. Á öllu árinu 1999 var lagt hald á 7.438 töflur og er aukningin því 188%, þrátt fyrir að árið 2000 sé ekki liðið. Visir.is greindi frá. Opnað fyrir reikisamband Viðskiptavinir Tals geta nú kom- ist í GSM-samband um allt land í framhaldi af því að reikisamband Tals og Símans GSM var að komast á í gær. Þetta þýðir að viðskiptavin- ir Tals geta nýtt dreifikerfi Símans GSM þegar þeir eru utan þjónustu- svæðis Tals. Reikisvæðið er á Vest- fjörðum, Norðurlandi vestra og austanlands og sunnan að Mýrdals- sandi. Visir.is greindi frá. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang. Auk slökkviliðs Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað eftir aðstoð slökkviliðanna i Hveragerði og Þorlákshöfn. Slökkviliðin náðu tökum á eldinum laust fyrir klukkan 15. Þá var farið í að reykræsta húsið og kanna skemmdir vegna eldsins. Einn starfsmaður Alpan var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi til skoðunar vegna gruns um reykeitrun. 45 manns vinna í verksmiðju Alpan en að sögn Einars Þ. Einarssonar framkvæmdastjóra er óljóst á þessari stundu hvaða afleiðingar bruninn hef- ur á starfsemi verksmiðjunnar. Víst er þó að fram að hátíðum verður unn- ið við að reykhreinsa húsið og koma hlutunum í samt lag. Starfsmenn Alpan voru að fara í jólafrí í gær. Heyrðum mikla sprengingu „Við vorum nálægt eldsupptökun- um þegar eldurinn blossaði upp. Þetta byrjaði með sprengingu, síðan fylltist allt af reyk,“ sögðu Henry og Kristján, starfsmenn Alpan á Eyrarbakka. Þeir voru ásamt fleiri starfsmönnum að fylgjast með slökkvistarfinu í gær. Henry var með jólagjöf fyrirtækisins í höndunum sem honum tókst að kom- ast út með áður en hún varð eldinum að bráð. Fyrir starfsfólk Alpan er það nötur- legt að daginn sem jólafríið byrjar skuli kvikna í vinnustaðnum þeirra og með því blandast jólagleðin óvissu um framhaldið eftir hátíðir. Staðan í gærkvöld var þannig að ekki voru sýnilegar það miklar skemmdir á Alpan að það muni hafa veruleg áhrif á starfsemina eftir hátíðirnar. -NH Umsetinn heilbrigðisráðherra Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráöherra segir að ekki verði hægt að greiða öryrkjum tryggingabætur í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar í máii Öryrkjabandalagsins fyrr en lögum hafí verið breytt á Alþingi. Spurningum vegna Hæstaréttardómsins rigndi yfir ráðherra á tröppum stjórnarráðsins eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Mikill eldur kom upp í loftræsti- kerfi pönnuverksmiðju Alpan á Eyr- arbakka upp úr hádeginu i gær. Loft- ræstingin er fyrir ofan málningarúð- unarvél þar sem lakki er úðað við 400°C hita á pönnur og potta sem fyr- irtækið framleiðir. Læsti eldurinn sig í klæðningu í lofti og breiddist þannig út. DVJVIVND NJORÐUR HELGASON Barist við eldinn Slökkviliðsmaður hefur rofiö gat og dælir vatni á eldhafið fyrir innan. Pönnu verksm iðjan skemmdist í eldi Bókin Draumar á jörðu eftir Einar Má Guðmundsson er aftur í efsta sæt- inu á metsölulista DV en bókin var einnig í fyrsta sætinu síðasta þriðju- dag. Þrjár nýjar bækur eru á listanum en tvær þeirra voru á fyrsta listanum þann 5. desember. Á listanum er með- al annars að finna þrjú íslensk skáld- verk og tvær ævisögur og eru átta bækur eftir íslenska höfunda. Steinn Steinarr, Leit að ævi skálds eftir Gylfa Gröndal er áfram í öðru sætinu en í þriðja sæti er bók sem ekki hefur verið áður á listanum. Það er bókin Undir bárujárns- boga/Braggalíf eftir Eggert Þór Bern- harðsson se'm fjallar um braggalífið í Reykjavík. Bókin um Reykjavíkur- meyna Dís eftir Birnu önnu Björns- dóttur, Oddnýju Sturludóttur og Silju Hauksdóttur fer úr tíunda sætinu og upp í það fjórða. í fimmta sætinu er þriðja bindið í ævisögu Einars Bene- diktssonar eftir Guðjón Friðriksson. Dóttir gæfunnar eftir skáldkonuna Isabel Allende fer upp um þrjú sæti eða úr níunda sætinu í það sjötta. Matreiðslubók Latabæjar er í sjö- unda sætinu og fellur því um tvo sæti. Það gerir einnig hinn göldrótti Harry Potter og fanginn frá Azkaban eftir skoska rithöfundinn J.K. Rowling sem er í áttunda sæti en var áður í þvi þriðja. 20. öldin, brot úr sögu þjóðar, sem ritstýrt er af Jakobi F. Ásgeirs- syni er komin aftur á listann og er nú í níunda sætinu. í tíunda og síðasta sætinu er síðan bókin Myndin af heiminum eftir Pétur Gunnarsson sem fellur um fjögur sæti. Þær bækur sem voru næstar því að komast á listann voru Oddaflug eftir Guðrúnu Helgadóttur, Útkall upp á líf og dauða eftir Óttar Sveinsson sem féll af listanum og Mýrin eftir Arnald Indriðason. Ert þú Bliðfinnur? og For- sætisráðherrann komust heldur ekki á listann en þær voru báðar á listan- um síðasta þriðjudag. Samstarfsaðilar DV við gerð bóka- listans eru Mál og menning (2 verslan- ir), Penninn-Eymundsson (5 verslan- ir), Hagkaup (5 verslanir), Penninn- Bókval, Akureyri, Griffill, Reykjavik, Bókabúðin Hlöðum, Egilsstöðum, og KÁ á Selfossi og tekur hann mið-af sölunni síöustu fjóra daga. -MA b 1. (1) Draumar á jörðu. Elnar Már Guðmundsson. 2. (2) Stelnn Steinarr, Leit ab ævi skálds. Gylfi Gröndal. Ai ■ IH II IIIMIMIII ■!■■■■■■ 3. (-) Undir bárujárnsboga. Eggert Þór Bernharðsson. 1 ý ^ 4. (10) Dis. Birna Anna, Oddný og Silja. 4 I 5. (-) Einar Benediktsson III. Guðjón Friðriksson. AÍ v! J 6. (9) Dóttlr gæfunnar. Isabel Allende. 7. (5) Matrelðslubók Latabæjar. Magnús Scheving. YS. (3) Harry Potter og fanginn frá Azkaban. Johanna K. Rowling. A9. (-) 20. öldin, brot úr sögu þjóðar. Y 110.(6) Myndln af helmlnum. Pétur Gunnarsson. (-) staöa í síðustu könnun^ færöist upp y færðist niður o-stóö í staö Ekki í umhverfismat Umhverfisráð- herra staðfesti í gær með úrskurði sínum ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 6. október sl. um að ekki beri að láta fara fram mat á um- hverfisáhrifum af fyrirhuguðu eldi á laxi í sjókvíum í Berufirði en ákvörðun Skipulags- stofnunar var kærð til umhverfis- ráðherra. Visir.is greindi frá. Tveir gámar seldust upp Á þriðja hundrað sjónvarpstæki seldust á örfáum klukkustundum í fyrstu útsendingu á tilboðum frá val.is, sem er ný tilboðsverslun Vildarklúbbs Flugleiða í samstarfi við Hagkaup.is. Sjónvarpstækin fylltu alls tvo stóra gáma. Visir.is greindi frá. Starfsfólk í setuverkfalli Allt starfsfólk rækjuverksmiðjunn- ar Polar hf. á Siglufirði er í setuverk- falli þar sem fyrirtækið er hætt að greiða því umsaminn bónus. Ákvörð- un stjórnar fyrirtækisins um að hætta bónusgreiðslum til starfs- manna frá og með 15. desember var einhliða en starfsfólkið telur að fyrir- tækið sé bundið af bónussamningn- um þar til annar samningur hefur verið gerður. Visir.is greindi frá. Fá 100 milljónir í styrk Vemdarsjóður villtra laxastofna, með Orra Vigfús- son í fararbroddi, hefur hlotið tæp- lega hundrað millj- óna króna styrk frá breska ríkinu. Pen- ingamir verða not- aðir til að kaupa upp reknetaleyfi á laxi í Bretlandi. Bylgjan greindi frá. -KEE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.