Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 35 - DV Helgarblað :yjum fyrir þremur árum, þegar veriö var að reisa Smáratorg, er nú enginn hörgull á leigjendum. „Það er enginn vandi að fá leigj- endur í verslunarhúsnæðið. Við höfum þegar gert samning við Baug um stóran hluta þess og öðru er næstum ráðstafað en það er ekki eins mikil eftirspurn eftir skrif- stofuhúsnæði. Það er mikið fram- boð á því út um allan bæ þvi það hefur mikið verið byggt á undan- förnum árum.“ Jákup segir að það sé ekki alveg ljóst hvenær hafist verður handa við nýbygginguna en telur líklegt að framkvæmdir hefjist á næsta ári og verði lokið árið 2002. „En það getur borgað sig aö bíða. Það er mikil þensla á markaðnum núna og erfitt að fá byggingar- menn.“ Rís turninn? Það sem hefur vakið mesta at- hygli við byggingaráform Jákups eru hugmyndir hans um að reisa 16 hæða háan turn upp úr viðbygging- unni sem myndi óneitanlega setja töluverðan svip á umhverfið. Málið er enn á teikniborðinu en þegar eru farnar að heyrast hugmyndir um veitingastað á efstu hæðinni og fleira í þeim dúr. Hvað verður ofan á? „Það er best að bíða og sjá hvort byggingarnefnd Kópavogs samþykkir að ég fái að byggja tuminn. Ég er ekki kominn með leyfið enn þá og ekkert ákveðið hvort þetta verða bara skrif- stofur eða eitthvað annað. Það era arkitektarair á Arkís sem hafa verið að sýna mér þessar hugmyndir sem mér líst afskaplega vel á.“ Breyttir tímar á íslandi Þegar Jákup veitti viðurkenningu sem frumkvöðull ársins móttöku á dögunum úr hendi Valgerðar Sverr- isdóttur iðnaðarráðherra, sem af- henti hana fyrir hönd DV, Stöðvar 2 og Viðskiptablaðsins, sagði hann að þegar hann var ungur í Færeyjum hefði hann alltaf litið upp til stórveld- isins íslands. Hann flutti hingað 1994 og hefur síðan heimsótt Færeyjar einu sinni á ári en mamma hans starfar í Rúmfatalagernum í Færeyj- um og þar búa foreldrar hans enn. „Það hefur svo margt breyst á ís- landi síðan ég kom hingað fyrst. Við vildum einu sinni fá lán þegar við vorum að byrja og báðum um 500 þúsund danskar krónur. Það var einn banki sem svaraði okkur og bauðst til að lána okkur hluta af upphæðinni en það yrði að vera í ís- lenskum krónum. Nú getur maður fengið eins mik- inn pening að láni og maður vill. Ég held að eins og ísland var á eftir öðrum löndum þegar ég kom hingað fyrst þá séum við núna komin fram úr hinum.“ Jákup segist kunna því vel hvað íslendingar eru mikil jólabörn og halda mikið og vel upp á jólin. Hann segir að jólin i Færeyjum séu alveg eins og jólin á íslandi og Islending- ar og Færeyingar séu alveg eins. í Færeyjum búa 46 þúsund manns og á íslandi um 280 þúsund. Jákup seg- ir að ef enginn íslendingur hefði far- ið til Ameríku á síðustu öld værum við sennilega um 400 þúsund. „Það væri ósköp passlegt," segir hann. „Þá væri markaðurinn hæfilega stór og allt gengi betur.“ Ég spyr hann að lokum hvernig honum hafi líkað að fá þessa viður- kenningu. „Ég var ákaflega glaður og stoltur en fyrst þegar var hringt þá hélt ég að þetta væri eitthvert gabb svo ég hringdi aftur niður á DV og þá sagði Jónas Haraldsson: „Sæll, verðlauna- hafi,“ og þá trúði ég þessu. Kannski er þetta staðfesting á því að ég sé að verða íslendingur," segir Jákup, frumkvöðullinn frá Færeyjum, að lokum. -PÁÁ Jákup Jacobsen, eigandi Rúmfatalagersins. Hann var útnefndur frumkvöðull ársins í vali DV, Stöðvar 2 og Viöskiptabiaðsins. DV-MYNDIR ÞOK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.