Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 Helgarblað DV Arnold Schwarzenegger. Hann gat ekki einu sinni hermt eftir sjálfum sér. Arnold tapaði í eftirhermu- keppni Arnold Schwarzenegger á ekki mjög góða daga um þessar mundir. í fyrsta lagi hafa laun hans fyrir kvikmyndaleik lækkað verulega að undanförnu og hann fær ekki nema 8 milljónir dollara fyrir hverja mynd sem er hungurlús. Hann hef- ur dregist aftur úr öðrum köppum eins og Cruise, Gibson og Hanks sem fá allt að 14 milljónir á mynd. Austurríska ofurmennið virðist ein- hvern veginn vera að missa vin- sældir sínar. Hann varð fyrir sérstæðu áfalli á dögunum þegar hann var staddur í Vancouver í Kanada til að kynna nýjustu kvikmynd sína The 6th Day. Hann heyrði í útvarpi að efnt væri til keppni um það hver líktist Schwarzenegger mest. I gríni ákvað Amold að taka þátt og hringdi inn og skráði sig og fór með nokkrar þekktar línur úr kvikmyndum sín- um. Hann fékk þá umsögn frá stjómanda þáttarins að hann hljóm- aði ágætlega sannfærandi en fengi ekki fyrstu verðlaun. Hvað á að drekka með hangikjötinu? - Steingrímur Sigurgeirsson svarar eftir bestu getu „Þetta er mjög erfið spuming," sagði Steingrímur Sigurgeirsson, blaðamaður og höfundur bókarinn- ar Heimur vínsins, þegar hann var spurður að því hvaða vín færi best með hefðbundnum og vinsælum jólamat á íslenskum heimilum. Samkvæmt könnunum er ham- borgarbryggur af svíni vinsælasti jólamatur á íslandi en á jóladag borðar yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hangikjöt að þjóðlegum íslenskum sið. í báðum tilvikum er um að ræða mat sem er bæði saltað- ur og reyktur. Óvinir vínsins „Þessar tegundir em báðar hálfgerð- ir óvinir vínsins því saltur og reyktur matur hefur tilhneigingu til þess að bera vínið ofúrliði. Sætt og bragðsterkt meðlæti, eins og brúnaðar kartöflur og rauðkál, gera verkefnið enn erfiðara. Mér finnst best að velja miliidýrt rauð- vín með þessum réttum. Fínni atriði dýrra vína fara algerlega forgörðum með mat af þessu tagi og því er skásti kosturinn að velja tfl dæmis eitthvert reserva eða gran reserva vín frá Spáni eða Cabemet Sauvignon frá Chile, Suður-Afríku eða Kalifomíu. Það hef- ur ekki mikið upp á sig að kaupa mik- ið dýrari vín með hangikjöti eða ham- borgarhrygg." Auðveld bráð Steingrímur sagði að i því tilviki sem fólk hefði villibráð á borðum væri valið í sjálfu sér nokkuð auðveldara. „íslensk viilibráð, rjúpur og hrein- dýr, er hvort tveggja mjög bragðsterk- ur matur og þá þarf þung, bragðmikil og voldug vín, sem era nógu öflug, með slíkum mat. Þar myndi ég best treysta vönduðu og finu Bordeaux víni.“ „íslensk villibráð, rjúpur og hreindýr er hvort tveggja mjög bragðsterk- ur matur og þá þarf þung, bragðmikil og vold- ug vín, sem eru nógu öfl- ug, með slíkum mat. Þar myndi ég best treysta vönduðu og fínu Bor- deaux-víni. “ Ótroðnar vínleiðir í bókinni Heimur vínsins nefnir Steingrímur þá þumaifingursreglu að hvítvín eigi við með fiski og rauðvín með hangikjöti en tekur jathframt fram að heimurinn sé ögn flóknari en svo að reglan sé algild. Hann telur per- sónulega að ekkert annað komi til greina með jólamatnum en rauðvín því það sé hátíðlegast og yfir veturinn eigi betur við að drekka rauðvín en annað. „Þvi er samt ekki að leyna að ýmsir sérfræðingar sem hafa reynt aðrar leið- ir og þar finnst mér sú athyglisverðasta að mæla með vel köldu, Gewurstaminer hvítvíni frá Elsass með hangikjötinu. Það er áreiðanlega ágæt lausn þótt per- sónulega kjósi ég rauðvinið." Hvurs slags er þetta? Sá sem þetta ritar hefúr stundum borðað hangikjöt hjá uppáfinninga- sömum matgæðingi og fengið vel kalt Steingrímur Sigurgeirsson Steingrímur hefur skrifaö bók sem heitir Heimur vínsins og veit margt um vín en segist alltaf vera í vand- ræöum meö að velja vín meö hefö- bundnum ísienskum jólamat. spænskt freyðivín með. Steingrímur segist aldrei hafa heyrt um annað eins uppátæki en telur að það geti vel geng- ið. Að lokum skulum við líta í bókina Heimur vínsins og sjá hvað höfundur- inn segir um hitastig víns: Hvaða stofuhiti? „Það er gjaman sagt að bera eigi góð rauðvín fram við stofuhita. Það kann að hafa átt við í Evrópu á þeim tíma þegar húsakynding var með öðram hætti en nú. Ef þessari reglu væri fylgt í dag þýddi það að rauðvín væru borin fram 25 gráðu heit. Ekkert vín ætti þó að bera fram heitara en 18-20 gráður og mörg rauðvín í léttari kantinum njóta sín best á bilinu 16-18 gráður. Hvítvín á að bera fram vel kæld, á bilinu 6-12 gráða heit. Köldust eiga kampavin að vera en eftir því sem hvítvin veröur stærra og meira, t.d. Chardonnay frá Nýja heiminum eða Búrgund, er betra að hafa hitastigið nær 12 gráðum. Það sama á við um vönduð sætvín. Um tvær stundir tekur að kæla vín í isskáp en mun styttri tíma ef flaskan er sett í fötu með ísvatni. Hiti dregur fram áfengi vínsins og ilm en eftir því sem vínið er kaldara koma sýra og tannín betur í ljós.“ Svo mörg vora þau orð og ekkert eft- ir nema óska lesendum gleðilegra jóla og velgengni i vínvali. -PÁÁ Steingrímur segir aö þrautalendingin sé aö velja millidýrt rauövín. Ekki of dýrt þvi siík vín njóti sín ekki í samfélagi við saltan og reyktan mat. Hallgrímur Helgason / S hnotskurn Hallgmnur Helgason skrifar Ég er búinn að fá jólakort frá Agli Helgasyni. Það var þá þetta sem hann var með i bakhöndinni þegar hann flutti kaffihúsapistilinn sinn um jólakort um síðustu helgi. Þar ræddi hann um nauðsyn þess að senda kortin ekki of snemma (þú átt enga vini) og ekki of seint (þú ert skussi) og ekki með fjölritaðri und- irskrift (þú ert hrokagikkur) og ekki með mynd af þér og bömunum (þú ert plebbi). Egill leysir þetta með ágætum. Kortið er prentaö af Skjá Einum. Þaö prýðir mynd af þáttagerðarfólki stöðvarinnar. Allir kátir og bros- andi. Það hlýtur að vera rosalega gam- an að vinna á Skjá Einum. Jólakort- ið er eins og aðrar auglýsingar sjón- varpsstöðvarinnar; það miðlar að- eins einni tilfinningu: Allar stjömu- rnar á Skjá Einum eru búnar aö sofa saman eða eru bráðum að fara að gera það. Sigríður Arnardóttir er að tosa Johnny National úr bolnum, Vala Matt er að kitla Finn í hálsa- kotið. Björn Jörundur er með tvær í takinu: önnu Rakel og Dóru Takefusa. Og Sólveig Bergman er að skreyta sjálft jólatréð Egil Helgason sem stendur þama í miðri stofunni og bíður sperrtur og allur á greninálum eftir því að fá undir sig mýksta pakka stöövarinnar í ár: Mariko. í hnotskurn: „Að mörgu leyti vel heppnað jólakort sem lætur lesand- anum líða vel um leið og það full- vissar hann um að líf hans getur aldrei orðið jafn æðislegt og líf send- andans." Mamma spuröi mig hvaða bækur ég vildi í jólagjöf. Ég renndi yfir bókatíðindin. Gat ekki ákveðiö mig. Allar bækurnar eru búnar að fá frá- bæra dóma í Bókablaði Morgun- blaðsins. Það er greinilegt að mikil framfór hefur átt sér stað innan bókmenntafræðinnar á síðustu árum. Nú eru bókmenntafræðing- arnir orðnir svo færir aö þeir geta alltaf komið auga á eitthvað gott við hverja einustu bók. í hnotskurn: „Ákaflega vel út bor- ið blað þar sem dómarnir eru svo vel skrifaðir að þeir geta ekki orðið vondir.“ „ísland í bítið" síðasta þriðjudag. í þáttinn kom einhver enn einn sér- fræðingurinn, einhver enn einn MBA-sálfræðingurinn frá Boston eða Phoenix, Tómas að nafni. Snyrtilegur og yfirvegaður og und- arlega mjúkmáll miðað við hans miskunnarlausa erindi. Hann var að gefa út bók um tímaeyðslu og alla tímaþjófana sem herja á okkur daginn út og inn. Allt þetta óþolandi lið sem droppar inn á básinn hjá okkur á skrifstofunni, bara til að kjafta. Svo ekki sé nú talað um alla þá dómadags plebba sem láta sér detta það í hug að kíkja í heimsókn til manns á kvöldin. „Fólk sem fer kannski ekki frá manni fyrr en eft- ir klukkutima" sagði Tómas Guðrún Gunnars og Snorri Már: „Og hvernig á maður á tækla þetta vandamál?" Tómas: „Ef einhver kemur á bás- inn til mín nota ég það gjarnan að standa upp og gyrða mig. Ef ég hitti einhvern á götu er ég alltaf með símann stilltan á hringingu á fimm mínútna fresti. Nú og ef einhver bankar uppá hjá þér eftir kvöldmat er gott að koma til dyranna bros- andi en ákveðinn og segja „Jæja. Góða kvöldið. Hvað get ég gert fyrir þig?““ Satt að segja langar mig í þessa bók eftir að hafa séð innslagið. Kannski kemur hann með aðra bók um næstu jól um það hvemig við eigum að læra að láta bömin okkar ekki trufla okkur þegar við komum heim úr vinnunni. Sem sagt. í hnotskurn: „Vel fram sett og ákaflega þörf hugleiðing um tímasóun nútímamannsins sem var þó kannski full langdregin og tíma- frek á þessum tíma dags.“ Og flugdólgamir eru komnir heim fyrir jólin. Það er nú gott að vita. Einn þeirra afhjúpaði sig strax og heim kom; fór í viðtal. Hann sagðist ekki skilja hverskonar með- ferð þetta væri að kasta sér og frúnni út á miðri leið til Mexíkó, hann sem væri flokksbundinn Sjálf- stæðismaður og Davíð Oddsson hafi verið gestur í sextugsafmælinu hans. Hvemig er það. Er ekki tími til kominn að Davíð fái sér lífverði? Við hljótum að krefjast þess ef for- sætisráöherra er kominn I þennan félagsskap. Þá þvertók flugdólgurinn fyrir að konan hans hefði veriö að strippa fyrir farþegana á Saga-Class. Hún hefði bara verið að biðja þá um að hjálpa sér að leysa nokkra æða- hnúta. Flugdólgurinn klykkti út með því að hella sér (enn og aftur) yfir samfarþega sína sem hann kall- aði helvítis nöldurseggi og eintóma vistmenn á elliheimilinu Grund. í hnotskurn: „Að mögu leyti lífleg en þó fremur dólgsleg frásögn sem missir þó flugið um miðbikið og skilur lesandann eftir í lausu lofti.“ Skammdegið hefur farið skamm- laust í mann, þökk sé stilltu veðri og fallegum sólarlögum á þriggja tíma fresti. Dagarnir eru sýndir hratt. Og pottablómin hengja haus um langar nætur. Þá er gott að fá jólin. Jól í gluggann, jól á borðið, jól í hjarta. Jólin í hnotskurn: „Að mörgu leyti ákaflega góð hugmynd sem þrátt fyrir fremur þreytta sögu og klisju- kenndan boðskap nýtur mikillar hylli meðal almennings þökk sé góðri tímasetningu og þrauthugs- aðri markaðssetningu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.