Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 Helgarblað x>v Michael Jackson söngvari Hann er talinn hafa gengist undir lýtaaögeröir. Nú er beöiö bókar frá lækninum. Hvað kom fyrir nefið á Mikka? Michael Jackson er einn þeirra frægu einstaklinga sem taliö er aö hafi gengist undir lýtaaögerðir. Með orðalaginu talist er vísað til þess að hvorki hann sjálfur né talsmenn hans hafa nokkru sinni viðurkennt það. Nú kvíðir Michael og áreiðanlega margir aðrir því að væntanleg er bók eftir einn frægasta lýtalækni Hoiiywood, Steve Hoefflin. Það verkefni hefur verið í vinnslu nokkurn tíma og fyrir fáum árum láku kaflar úr téðri bók til fjölmiðla. Þar kom meðal annars fram að læknirinn hafði einstaka skemmtun af því að hrekkja sjúklinga sína meðan þeir sváfu. Þannig mun hann hafa stillt armbandsúr Jacksons upp á nýtt meðan hann lá á skurðarborðinu svo hann héldi að aðgerðin hefði tekið lengri tíma en hún gerði. í kjölfarið var sett lögbann á rit- störf læknisins en því banni hefur nú verið hnekkt og honum gefið grænt ljós á að segja frá öllu sem hann lystir á prenti. Það er beðið eftir bókinni. Sumir með tilhlökk- un, aðrir með nokkrum ugg. En kannski varpar bókin ljósi á það hvað kom eiginlega fyrir nefið á Michael Jackson. Gæludýr sem á gæludýr: Hatar Snæfellsnes - heimspekihundurinn Plató í Skerjafirði Hundurinn Plató er ellefu ára, gæddur stóískri ró eins og heimspeki- legt nafn hans gefur færi á. Hann er búsettur í Skerjafirði og vanur gönguferðum með fram sjónum djúpt sokkinn í ígrundan- ir á dýpri rökum tilverunnar. Plató er friðarsinni sem sést best á samskiptum hans við kött- inn í næstu íbúð. Þeir eru hreint ekki eins og hundur og köttur i óeiginlegri merkingu þess orða- sambands, þótt þeir séu samt auð- vitað hundur og köttur. Þeir eru bestu vinir og oft má sjá þá Plató og Guttorm, en það heitir köttur- inn, leika sér saman á flötinni framan við húsið. Stundum býður Plató Gutta vini sinum í mat og leyfír honum að éta úr sínum eig- in dalli þótt slíkt gangi þvert á viðurkenndar samskiptavenjur hunda og katta. Plató er ekki kynhreinn heldur blendingur, afkvæmi labrador og golden retriever, kominn af labrador-hundum Friðriks Sigur- björnssonar á Harrastöðum í Skerjafírði sem hélt marga hunda. Faðir Platós var Glói, hundur Gunnars Péturssonar sem lengi starfaði hjá Sjóvá-Almennum, en það gerir Plató að Skerfirðingi í báðar ættir. Móðir Platós var Kola frá Harrastöðum sem komst í fréttir fyrir nokkrum árum þegar brann á Harrastöðum á Þorláksmessu. Allir héldu að Kola hefði brunnið inni en hún slapp út við illan leik og skilaði sér skjálfandi á beinun- um daginn eftir öllum til gleði. Talar við eigendurna „Plató er með afbrigðum geðgóð- ur og dagfarsprúður," segir Marta Guðjónsdóttir, eigandi Platós. „Einn stærsti kostur hans er að hann geltir nánast aldrei. Það þarf virkilega að ganga fram af honum til þess að hann gelti. Þó Hundurinn Piató ásamt Steinunni Önnu Kjartansdóttur eiganda sínum. er talsvert varðhundseðli í hon- um. Hann ýlfrar lágt og talar þannig við húsbændur sína og segir þeim tíðindi þegar þeir koma heim frá vinnu.“ Plató étur allt sem að kjafti kemur sem telst til mikillar prýði á heimOishundi. Poppkom flnnst honum afar gott en hefur aldrei smakkað mjólk og er fyrir vikið í mjög góðu formi til sálar og lík- ama. Uppáhaldsmatur hans er þó góður harðfiskur og hann fær alltaf innpakkaðan harðfisk í gjöf á aðfangadagskvöld. Alltaf í belti „Það skemmtilegasta sem Plató gerir er að fara i bíltúr. Þá skiptir mjög miklu máli hvar hann fær að sitja. Yfirleitt er hann í skottinu og það finnst honum ekki gott og skæl- ir í hljóði. Stundum fær hann að vera í aftursætinu og þá er hann heldur brattari. Toppurinn er þegar hann fær að fara einn í bíltúr með húsbónda sínum og sitja frammi í. Þá er hann alltaf í bílbelti og setur upp heimspekisvipinn," segir Marta. Yfirleitt er Plató alveg sama hvert er farið í bíltúra en honum er í nöp við Snæfellsnes. Það á rætur sínar að rekja til áfalls sem Plató varð fyr- ir á unga aldri á ferðalagi með eig- endum sínum á Snæfellsnesi. Fjölskyldan ók fyrir Jökul og gerði stuttan stans á Rifi þar sem allir fóru út og teygðu úr sér. Plató fór og kannaði staðhætti. Fjölskyld- an hélt svo för sinni áfram og var komin langt inn í Eyrarsveit þegar uppgötvaðist að Plató var ekki með í fór. „Þegar við komum aftur út að Rifi stóð hann þar í sömu sporum og hafði greinilega ekki hreyft sig. Hann var svo lémagna af skelfingu að það þurfti að taka hann upp og bera hann inn í bíl.“ Kalli er gæludýr Platós Plató á sitt eigið gæludýr sem er gul gúmmíkanína sem vældi upp- haflega þegar bitið var í hana. Kan- ínan heitir Kalli og þegar eitthvað merkilegt ber fyrir þá fer Plató inn og sækir Kalla og sýnir honum það sem markvert má teljast. Kalli er alltaf sóttur inn þegar fyrsti snjór- inn fellur. Kalli fannst niðri í geymslu og það varð ást við fyrstu sýn milli hans og Platós. Hann gætir hans vel og sefur með hann hjá sér og hefur alltaf með sér. Á vorin þegar Plató fer út í sólbað hefur hann Kalla alltaf með sér. Plató er við góða heilsu þrátt fyr- ir nokkuð háan aldur en hann hefur tvisvar slitið liðbönd á báðum aftur- fótum með árs millibili og gerðist hvort tveggja í desember. Hann hef- ur náð sér að fullu og stundar reglu- legar gönguferðir með fram sjónum í þessu virðulega hverfí. Harrastað- ir standa við göngustíginn í Skerja- firði og þvf telur Plató þetta vera sitt heimaland. Plató varð fyrir nokkru áfalli þegar stígurinn var lagður því þá kom líkt og Laugaveg- ur gegnum það sem hann áleit sitt heimaland. -PÁÁ Heygarðshornið Sá veikasti lifir af Guðmundur Andri Thorsson skrifar í Helgarblaö DV. Þeir sem sniðgengu Kristnihátíð með háværum hætti í sumar - ættu þeir nú ekki að vera samkvæmir sjálfum sér og sniðganga jólin líka? Eða reyna þá að minnsta kosti að eiga leiðinleg jól? Helsta viðbáran sem heyrðist var að kostnaöurinn við hátíðina væri svo hneykslanleg- ur að hún verðskuldaði ekkert ann- að en andúð og fyrirlitningu: hvaö má þá segja um jólin og kostnaöinn við þau? Því hvað sem hver segir eru jól- in hátfð kristinna manna, fæðing- arhátíð frelsarans, vegsömun barnsins sem er ljós heimsins. Jesús er mikilfenglegur af því hann er varnarlaus, vanmáttugur og veikburða. Sá hæfasti lifir af, er trúarsetning hinna guðlausu vís- inda tuttugustu aldarinnar sem reynt hafa að nálgast Guð með dýrapyntingum og fjarlægst hann því meir sem nær hefur dregið skilningi á lögmálum hans: sá veikasti lifir af, er hins vegar skilningur kristindómsins. Þetta er vegsömun lífsins. Nýkviknað líf er veikast og viðkvæmast alls - þar býr ljóstýran veika sem rétt grillir enn i gegnum þokumistur. Sá veikasti lifir af - einhver fegursta setning kristindómsins er þetta andvarp sem maður heyrir stund- um hjá trúuöu fólki: Hann lifir. Það er ekki hægt að skilja kristin- dóminn. Maður getur bara fallist á hann - eða hafnað honum. Það er auðvelt að líta svo á að þarna séu á feröinni þjóðsögur og ævintýri frá Palestínu sem beri vitni um tiltekiö menningarsögulegt skeið og ekki annað og ámóta nærtækt að tileinka okkur það og að fara að ganga um með viskustykki á hausnum eins og arabar. Það er satt að segja óskiljanlegt hversu þessi gamla sögn hefur orð- ið að grundvelli menningar okkar, og runnið saman við gamla sólrisu- hátíð og gefið henni nýtt inntak: Barnið sem bjargar heiminum. Og þrátt fyrir þúsund ára kristni er enn eins og við vitum ekki fyrir víst hvernig við eigum að hegða okkur á jólunum. Hvort þetta sé karníval með ofneyslu á öllum sviðum - eða hljóðlát og hógvær og innileg til- beiðsla; hvort þetta er útleitin hátíð eða innhverf; hvort þetta eru nátt- úrunnar jól eða sálarinnar. Þetta er Og þrátt fyrir þúsund ára kristni er enn eins og við vitum ekki fyrir víst hvemig við eigum að hegða okkur á jólunum. Hvort þetta sé kamíval með ofneyslu á öllum sviðum - eða hljóðlát og hógvœr og innileg til- beiðsla; hvort þetta er út- leitin hátíð eða innhverf; hvort þetta eru náttúr- unnar jól eða sálarinnar. Þetta er eilíf togstreita hjá hverjum og einum og í samfélaginu öllu. eilíf togstreita hjá hverjum og ein- um og í samfélaginu öllu. Og útkom- an sú að við reynum að sinna því öllu: eigum hljóða stund klukkan sex og skynjum í loga kertisins þetta óumræðilega undur, og um leið og Dómkórinn í útvarpinu er búinn að syngja inn þetta náttúru- lega - Það aldin út er sprungið / og ilmar sólu mót - er sest að borðum og vömbin kýld og pakkar opnaðir troöfullir af rafmagnstækjum, en hin íslenska hugmynd um kamíval er einmitt sú að sitja með fangið fullt af rafmagnstækjum. Já - það er óskiljanlegt hvernig hvernig við höfum gengið inn í gamla sögu frá Palestínu, sem enn logar af ófriði út af gömlum þjóðsög- um og ævintýrum eins þeirra þjóð- flokka sem það land hafa byggt og kallar sig ísraelsmenn. En það er líka óskiljanlegt að eftir nokkra mánuði muni koma hér vor og sólin muni bræða klakann og aldin springa út. Samt trúum viö því og treystum að það gerist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.