Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 53
 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 57 Helgarblað 23. desember Ketkrókur er mjög sólginrt í kjöt. í gamla daga rak hann langan krók- staf niöur um eldhússtrompinn og krækti sér í hangikjötslæri. Ketkrókur Ketkrókur, sá tólfti, kunni á ýmsu lag. - Hann þrammaði í sveitina á Þorláksmessudag. Hann krækti sér í tutlu, þegar kostur var á. En stundum reyndist stuttur stauturinn hans þá. Kertasníkir Þrettándi var Kertasníkir, - þá var tíðin köld, ef ekki kom hann síðastur á aðfangadagskvöld. Hann elti litlu börnin sem brostu, glöð og fín, og tritluðu um bæinn með tólgarkertin sín. Höf Jóhannes úr Kötlum D Bók er besta gjöfin Bókatíðindi 2000 komin út m O Fálag íslenskra _____bókaútgefenda_I 24. desember Kertasníki þykja kerti falleg. í gamla daga voru kerti sjaldgæf og hann stal þeim ef hann gat en í dag er til nóg af kertum og hann lætur sér nægja aö horfa á þau. Ný, íslensk kvikmynd, Ikíngut: Ævintýramynd í vetrarhörkum Annan dag jóla verður frumsýnd í Háskólabíói ný, íslensk kvikmynd, Ikíngut, sem leikstýrt er af Gísla Snæ Erlingssyni og framleidd af Islensku kvikmyndasamsteypunni. Myndin er ævintýramynd sem segir frá þegar und- arlega veru rekur á ísjaka að ströndum afskekkts byggðarlags á íslandi. Vetur- inn hefur verið erfiður og þröngt er í búi og ekki þykir þorpsbúum ósennilegt að þessi vera og dularfull hegðan henn- ar sé ástæðan fyrir harðærinu. Þegar drengurinn Bóas vingast við hinn ókunna gest reynist hann færa fólkinu blessun, gleði og björg í bú. I helstu hlut- verkum eru Hjalti Rúnar Jónsson sem leikur Bóas og Hans Tittus Nakinge sem leikur Ikíngut. Aðrir leikarar í stórum hlutverkum eru Páhni Gestsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Magnús Ragnarsson, Freydís Kristófersdóttir, Finnur Guð- mundsson og Pétur Einarsson. Þetta er önnur kvikmynd leikstjórans Gísla Snæs Erlingssonar, áður hefúr hann gert Benjamín dúfú. Handrit skrifaði Jón Steinar Ragnarsson. Bóas og Ikíngut Hjalti Rúnar Jónsson og Hans Tittus Nakinge voru valdir eftir mikla leit til aö leika drengina tvo. Þorkell Pálmi Gestsson í hlutverki sínu. einnig stór þáttur í framleiðslu myndar- innar. Ekki var óalgengt að sjá Sigurð Sverri Pálsson kvikmyndatökumann og Hálfdán Theódórsson, aðstoðarmann hans, hanga eins og köngulóarmenn utan í fjallshlíö í hríð og stormi haldandi á milli sín og utan um kvikmyndatöku- vélina eins og á ungabami svo og mikla og stóra ljósamenn berandi ljósin lárétt- ir upp í veðrið eða feykjast um í storm- inum. í lok apríl var útitökum loks lok- ið. Upptökur í kvikmyndaverinu gengu hratt og örugglega og þrátt fyrir að dag- amir hafi oft verið langir þá virtust þeir léttir í samanburði við kalda og flókna útitökudagana. Innitökur fóm síðan fram í Reykjavík og fannst mörgum þær ganga óvenjufljótt þegar miðað var við hinn langa og harða vetur þegar útitök- ur stóðu yfir. Ákveðið var að hafa tökustaði í ná- grenni Reykjavíkur og urðu Hveradalir og Kleifarvatn fyrir valinu Vetrarhörk- ur, snjóflóð og veðravíti spila stór- an þátt í framvindu sögunnar en urðu * Margir drengir prófaðir Undirbúningur fyrir tökur hófúst fyr- ir ári. Margir drengir vom prófaðir í að- alhlutverk Bóasar en á endanum varð Hjalti Rúnar Jónsson (10 ára) fyrir val- inu. Hann hafði árið áður verið í hlut- verki í Pétri Pan í Borgarleikhúsinu. Unglingamir i myndinni, Finnur Guð- mundsson og Freydís Kristófersdóttir, höfðu líka leikið í sömu sýningu, en Freydís fór einnig með annað aðalhlut- verkið i kvikmyndinni Stikkfrí fáum ámm áður. Til að fmna grænlenskan strák í hlutverk Ikíngut var haft sam- band við Anders Stenbakken í Ammaksalik. Hann fékk sér til aðstoðar leiklistarkennara grunnskólans, Orto Ignatiussen. Eftir að hafa horft á mynd- band með upptökum af tíu strákum varö Hans Tittus Nakinge (11 ára) fyrir valinu. Hann kom til landsins nokkmm vikum fyrir tökur og í fylgd með honum var faðir hans og leikþjálfarinn, Orto Ignatiussen. Hans Tittus talar hvorki dönsku né ensku og þvl var leikstjóm hans að miklu leyti í höndum hins grænlenska leiklistarkennara sem einnig fór með hlutverk Kajut í mynd- inni. Erfiðar útitökur Ikíngut er tímalaus ævintýramynd sem gerist í miklum vetrarhörkum i einangmðu samfélagi vestur á fjörðum. Sætu stelpurnar hjá Jóni & Óskari óska öllum viðskiptavinum gleðilegrar hátíðar. Laugavegi 61, sími 552 4910
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.