Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 Helgarblað 23 DV Sonnettur Shakespeares Við heiðurshjónin skruppum til London um daginn, en við gerum það stundum á haustin áður en bú- smalinn er tekinn á hús. Við erum alveg dæmigerð lista- snobb og þessvegna njótum við, í þessum haustferðum, listviðburða á heimsvísu í botn og byrgjum okk- ur upp af andlegu vetrarfóðri sem endist þorrann og góuna héma heima. Til að tryggja menningarlega vel- ferð mina í vetur festi ég að þessu sinni í London kaup á skrautútgáfu af sonnettum Shakespears í ekta geitarskinni og hugsaði mér gott til glóðarinnar að njóta gersemanna í svartasta skammdeginu. Svo var það, um síðustu helgi, að ég hugsaði mér að eiga nú menningarlegan eftirmiðdag í faðmi fjölskyldunnar og teygði mig eftir skrautútgáfunni af Sonnettum Shakespears en komst þá að því að ritverkið var bara kjölurinn og um- búðir utanum brennivínstank full- an af írsku brennivíni. Einhvem timann hefði mér þótt þetta hin bestu tíðindi og notiö innihaldsins af meiri áfergju en þó það hefðu verið sonnetturnar sjálf- ar. En þarsem ég er nú einu sinni þorstaheftur lagði ég tankinn frá mér og hugsaði með mér að í stað- inn fyrir sonnetturnar gæti ég fram að jólum, i jólabókaflóðinu, notið umfjöllunar tilkvaddra menn- ingarvita um íslenska bókmenn- ingu i fjölmiðlum. Það er árviss uppákoma hérlend- is að á jólaföstunni leysast miklir vitsmunir úr læðingi og þá í tengslum við fagurbókmenntir og aðrar bókmenntagreinar. Hérlendis er aðdragandi fæðing- arhátíðar Jesúbarnsins jafnan sá að íslenska intelígensían lætur ljós- ið sitt skína í fjölmiðlum með fjörugri, frjórri og uppbyggilegri umræðu um bækur og skerst þá stundum í odda einsog vænta má. Þá er stundum um það deilt hvort bækurnar í „jólabókaflóðinu" séu frambærilegur litteratúr bor- inn upp af sæmilegri andagift eða listrænum metnaði eða hvort text- ar geti talist á mannamáli og lík- legir til að varpa ljósi á hugsun vitiborinna og sendibréfsfærra manna. Fæstir virðast leiða hugann að því hvort bækur séu fyrir fólk að lesa. Hitt er sérfræðingum oft hug- leiknara, hvort bækur séu söluvara eða gjafavara á jólunum. Endalaust er pexað um það i beinum útsendingum og á síðum blaða hvort það geti verið rétt að bókin sé á jólunum gjafavara eða söluvara eða ómetanlegt innlegg í islenska þjóðmenningu. Að bókin sé söluvara eða gjafavara á jólun- um hefur í gegnum tíðina stór- hneykslað margan menningarvit- ann og þeir segja sem svo: Sá maður sem elur þá hugsun við brjóst sér á jólafostunni að bók- in sé söluvara hlýtur að vera alveg ótrúlega mikið fúlmenni, hvaðþá ef hann hefur orð á því í fjölmiðlum. Og jafnvel þó bókin væri sölu- vara þá er vægast sagt óviðeigandi að hafa orð á þvi á sjálfri jólaföst- unni, í miðju jólabókaflóðinu. Á afmæli Jesúbarnsins. Minnumst þess að íslensk menn- ingararfleifð á rætur sínar i bók- inni. Kjölfesta íslenskrar þjóð- menningar eru bækur. Ekki sem söluvara eða gjafavara.heldur sem neysluvara. Það er staðreynd að áður en al- menningur í Evrópu hafði hug- mynd um tilvist bóka voru skinn- handrit orðin neysluvarningur á ís- landi sem „klæði, skæði og fæði“ einsog Espólín segir. íslendingar breyttu skinnhand- ritunum sínum fyrst í fatasnið, síð- an voru gerðir skór úr fræðunum og síðast voru svo gullaldarbók- menntirnar étnar. Ástæðan til þess að prentaðar bækur hafa varðveist betur á Is- landi en skinnhandrit er tvimæla- laust sú að prentaðar bækur eru svo gott sem óætar og þóttu löng- um, jafnvel í harðindum, svo ólystugar að þær næðu því varla að geta talist mannamatur. Hvað þá söluvara. Með öðrum orðum. Þar sem bók- in hefur á íslandi alla tíð verið neysluvara má leiða að því getum að stundum hafi hún líka verið gjafavara, þó það sé ef til vill liðin tið. Og í krafti þeirrar uppljómunar ætla ég í kvöld (á Þorláksmessu) að fylla Sonnettur Shakespears af brennivíni og færa Grími, frænda konunnar minnar, sem ég veit að kann betur að meta innihaldið en umbúðirnar. Bækur eru nefnilega ekki sölu- vara Þær eru gjafavara Qg neysluvara. Flosi Sviðsljós ______________________________________________ O.J. Simpson slær frá sér Fótboltakappinn og leikarinn O.J. Simpson er frægur í Ameríku. Hann er frægur að endemum og hef- ur verið síðan hann var ákærður fyrir að myrða Nicole Brown eigin- konu sína og meintan ástmann hennar. Réttarhöldin voru einhver þau umtöluðustu í bandarískri rétt- arsögu en Simpson var að lokum sýknaður þrátt fyrir yfirgnæfandi líkur á sekt hans að margra mati. Simpson hefur átt erfltt uppdrátt- ar síðan. Hann á greinilega erfitt með að stjórna skapsmunum sínum og lendir i útistöðum við fjölmiðla, kunningja og samferðamenn sína af minnsta tilefni. Hann er nýlega fluttur til Flórída og þar hefur hann enn einu sinni lent í útistöðum og nú við nágranna sína. Jeffrey Patt- inson ætlaði að ávita Simpson á göt- um úti fyrir að aka gegn stöðvunar- skyldu. Það voru í sjálfu sér mistök því Simpson tók ávítunum afar illa, reif gleraugun af Pattinson og jós yflr hann svívirðingum og hafði í hótunum við hann. Lögreglan rann- sakar málið. O.J. Simpson fótboltahetja Simpson slapp meö skrekkinn frá moröákæru en vandræöin fylgja honum hvert fótmál. Lewinsky aftur í tísku Hin þrekvaxna og umtalaða Mon- ica Lewinsky er alltaf vinsælt um- fjöllunarefni fjölmiðla. Nú hefur þó orðið sú breyting á stöðu hennar að hún er eiginlega komin í tísku aftur. Fyrst eftir að hún komst í sviðsljósið fyrir ástarsamband sitt við Clinton forseta þótti mjög svalt að gera grín að Monicu, vaxtarlagi hennar, holda- fari og bókstaflega öllu sem hana varðaði. Nú hafa hlutirnir snúist viö. Það vilja allir bjóða Monicu í veislur til sín og það þykir meðal fræga fólksins í New York mjög smart að þekkja fröken Lewinsky. Ennfremur þykir allt í einu mjög ósmekklegt og óupp- lýst að hafa hana eða framferði henn- ar í fiimtingum á einn eða annan hátt. Monaica Lewinsky Einu sinni var hún sú kona sem mest var gert grín aö í Ameríku. Nú er hún komin aftur í tísku. Skemmtileg stemmning í Kringlunni í dag og langt fram á kvöld með lifandi tónlist, söng og gleði. Islistamenn sýna listir sínar frá kl. 15:00 fram á kvöld. Jólasveinar verða á ferðínni. KyIk AA Opið til kl. 23:00 í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.