Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 45 DV Tilvera Grýlu þykir barna^ kjöt besti matur Grýla er ævagömul kerling og nefnd meðal tröllkvenna i Snorra Eddu en hún er ekki bendluð við jólin fyrr en í kvæði frá 17. öld. Kerlingunni er lýst sem full- kominni andstæðu kvenlegrar feg- urðar. Hún er með klær og hófa, kjaftstór, með vígtennur og horn. Grýla er með augu i hnakkanum og í þeim logar eldur, eyrun ná langt út á axlir, nefið er stórt og hlykkj- ótt og úr vitum hennar kemur hel- blá gufa. Sögur um Grýlu er fremur fáar en því meira er fjallað um hana i kvæðum og þulum. Grýla reiö fyrir ofan garó hafói hala fimmíán, en á hverjum hala hundrað belgi, en í hverjum belg börn tuttugu. Þar vantar í eitt, og þar skal fara í barniö leitt. Kerlingin á sér hliðstæðu í Fær- eyjum, á Shetlandseyjum og víðar. í Færeyjum er Grýlu lýst sem gam- alli og ljótri kerlingu sem líkist gamalli rollu sem gengur upprétt á tveimur fótum. Á Shetlandseyjum þekkist tröllkerling sem kaÚast Skekla og er hún á ýmsan hátt lík Grýlu í háttum. Skekla kemur rið- andi til byggða á svörtum hesti með hvíta stjörnu í enni, hesturinn er með fimmtán tögl og á hverju tagli eru fimmtán börn. Grýlubörn Kerlingarskarið hefur búið með þremur tröllkörlum í gegnum tíð- ' ina og heitir núverandi bóndi henn- ar Leppalúði. Hinir tveir hétu Boli og Gustur og átti hún tæplega átta- tíu börn með þeim; þekktust þeirra eru jólasveinamir. Leppalúði átti einn son, Skrögg, áður en hann hóf sambúð með Grýlu og tók hún Skrögg í fóstur. Jólasveinar ganga um gátt meö gildan lurk í hendi. Móöir þeirra hrín viö hátt og hýðir þá með vendi. í gömlum kvæðum er Grýlu lýst sem beiningakerlingu sem fer á miili bæja og biður foreldrana að gefa sér óþekku bömin en hörfar ef henni er rétt eitthvað matarkyns eða er rekin burt með látum. I Grýlukvæði séra Jóns Guð- mundssonar (1815-1856) segir: Farðu til hunda, herjans kerling, ekki er ég skyldur aö skaffa þér vistir; mér er fullstéttaö meö hana Gunnu, þótt ekki aukist þar ofan á meira. Grýla er mannæta eins og önnur tröll og óþekk börn eru eftirlætis- matur hennar en hún er lítið gefin fyrir fisk, súpur og grauta. Mestur tími Grýlu fer í að afla matar handa sér og fjölskyldu sinni. Kerlingin hefur lengi verið notuð sem barna- fæla og flestir hafa einhvern tíma verið hræddir með Grýlu gömlu. Einmana kerling í seinni tíma frásögnum er Grýla búin að taka upp fasta búsetu og býr í helli, fjarri mannabyggðum. Þegar hér er komið sögu fer allur timi hennar í að sjóða mat í stórum potti, stjana við Leppalúða og gefa krakkaófétunum að éta. Grýla er hætt að fylgjast með tíðarandanum og verður sífellt fomeskjulegri, hún DV-MYND ÍVAR BRYNJÓLFSSON/HALLUR Grýla og Leppalúði Grýla er langt frá því aö vera dauö úr öllum æOum og viröist reyndar vera viö hestaheilsu og farin aö sinna mannúðarmálum því fyrir stuttu birtist mynd af henni í fjölmiölum þar sem hún var aö gefa blóö. er einmanaleg gömul kerling sem hefur gleymst í öllum lát- unum í kringum jól- in. í Kóngulóar- kvæði talar Leppalúði til dótt- ur sinnar þegar Grýla er komin í kör og hætt að afla fanga. Leppalúði segir Kónguló að nú verði hún að taka við og annast háaldr- aða foreldrana: „Kœra dóttir Kónguló" karlinn þá svo orti, „meóan hún Grýla móðir þín bjó, mat oss aldrei skorti. Vön var sú að veiða börn, verka síðan og sjóða. Hún kramdi þau sem kankvís örn en krakkarnir voru að hljóða. Ellimóð er orðin sú, en ég farinn af lúa, víst er það aö verður þú vegna okkar aó búa. Ertu bœði ung og hraust okkur aö veita fóöur, á þig set ég allt mitt traust, aö annast föður og móður." vart alþýðunni og að hún hafi farið að mildast eftir að einveldi var afnumið. Þvi hefur einnig verið haldið fram að Grýla og hyski hennar séu tákn- gervingar náttúru- aflanna, skammdeg- ismyrkursins eða flökkulýðs sem fór um landið. Grýla er með úlf- grátt hár og svartar brúnir, með tennur eins og ofnbrunnið grjót, augu sem loga eins og eldur og granir þar sem út stendur helblá gufa, líkari virkri eldstöð en konu. Hún var ekki talin mennsk og hyski hennar rennur saman við kletta og landslag og sést ekki nema við sérstakar aðstæður. Grýla í uppeldisfræöi Grýla hefur mildast mikið á síð- astliðnum áratugum og útlit henn- ar skánað. Hún er að vísu enn stór- vaxin og tröllsleg en það er eitthvað góðlegt og umkomulaust við hana. í Grýlukvæði Þórarins Eldjárns frá 1992 eru Grýla og Leppalúði hætt að eltast við börn, búin að klára öld- ungadeildina og eru við nám í upp- eldis- og kennslufræði. Er Grýla yfirvaldiö? Hugmyndin um Grýlu hefur breyst mikið i tímans rás þótt meg- inhlutverk hennar hafi alla tíð ver- ið að temja börn. Ámi Bjömsson segir, með nokkrum fyrirvara, í bók sinni, Sögu daganna, aö Grýla endurspegli grimmd yfirvalda gagn- Er börnin uxu upp og burt ellimóö þá sátu kjurt veslings Grýla og Leppalúði. Á lífió hvorugt þeirra trúði. Uns Grýla mœlti mœdd og rám: - Það mœtti reyna að hefja nám. Og uppi í Hamrahlíóarskóla háöldruó þau vermdu stóla. í Háskólann þau héldu inn er höfðu klárað öldunginn. Innrituó þau eru bœði í uppeldis- og kennslufrœði. Síðasta tröllið Tröllin er þær verur sem minnst fer fyrir i þjóðsögum síðustu alda og flest hefur dagað uppi fyrir löngu. Þrátt fyr- ir það er langt frá því að Grýla sé dauð úr öllum æðum og virðist reyndar vera við hestaheilsu og farin að sinna mannúðarmálum því fyrir stuttu birt- ist mynd af henni í fjölmiðlum þar sem hún var að gefa blóð. Grýla er síðasta tröllið og jafnframt samnefnari fyrir þessar fomu vættir. Ef hugmyndin um að Grýla sé táknmynd yfirvaldsins á við rök að styðjast er greinilegt góöær^- í landinu og gaman verður að fylgjast með breytingum á henni á komandi ámm eða, eins og Eggert Ólafsson seg- ir í Grýlukvæði sínu: Afturgengin Grýla gœgist yfir mar. Ekki verður hún börnunum betri en hún var. Heimildir: Ámi Bjömsson, Saga daganna Gunnel, Terry, The Origins of Drama in Scandinavia www.jol.ismennt.is -Kip í nasKOLa&ioi annan í jóluid FirNsyMng kl. 12.30 SáninG I bodi HacKaups mioaveRD: soo kr. mioaR FásT I veRSLunum HacKaups, SKeiFunni, smáRanum oc KRincLunm v og ácóoi RennuR óskiptur til * samTaKanna einSTÖK BÖRn HAGKAUP bÖ'TYi •IS SM#ig KL. 1H.00 miÐaveRÐ: 1000 KR. 20% aFSL. TIL SÓRKORTSHaFa STÖDV3R 2 mioaR fóst I veRSLunum HaGKaups, sKeiFunm, smáRanum og KRinGLunni á mioaveF.is oc I HásKÓLaBlói, S. 5501919 Ftirsiíariiii* á§am( íioir Ólafs oí»' Oii iin Siggu Helgadtittur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.