Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 52
56 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 Tilvera DV Jólatónleikar á Hótel Borg Það verða ekta jólatónleikar í kvöld á Hótel Borg þar sem Furstamir, Geir Ólafs og Anna Sigríður Helgadóttir ætla að sjá um jólatónlistina og taka meðal annars erlend jólalög með is- lenskum texta. Húsið opnað klukkan 19 en tónleikarnir hefj- ast klukkan 22. Popp______________________ ! - ■ KAMMERKOR SUÐURLANPS I JAPIS A LAUGAVEGI Kammerkór Suöurlands mætir í dag klukkan 16 og ætlar að syngja jólalög fyrir gesti “ verslunarinnar Japis á Laugavegin- um. ■ GUNNAR PÁLL Á GRANP HÓT- ELI REYKJAVIK Enn og aftur mætir Gunnar Páll og syngur og spilar hug- Ijúfa og rómantíska tónlist á Grand Hóteli Reykjavík. Gunni Palli byrjar aö spila klukkan 19.15 og hættir ekki fyrr en klukkan 23. Allir vel- komnir. » Klúbbar ■ BUTTERCUP A GAUKI A STONG [ I kvöld ætlar hljómsveitin Buttercup aö spila á Gauki á Stöng. Búast má viö mjög góðri stemningu. ■ ANDRÉS Á 22 Þorláksmessustuð á Café 22 í kvöld. Niðri ætlar Andr- és að spila Þorláksmessugroove. ■ THOMSENLÁKUR Það er house- messa á Thomsen í kvöld og tekið er á móti jólin með dansi og gleði. Ingvi, Atli og góðir gestir sjáum tón- ana og allir eru velkomnir með. ■ ÞORLÁKSMESSA Á SPOTLIGHT Klikkað fjör á Spotlight f kvöld og um að gera að mæta, hvort sem þú ert top eða bottom. Dj Droopy verð- uríjólaskapi. Sveitin ■ EINAR ORN A ISAFIWDI Trú badorinn Einar Orn ætlar aftur aö spíla á skemmtistaönum „Á Eyr- inni“ á ísafiröi í kvöld og má búast viö að Orninn haldi uppi svaka stuöi fram á nótt. Leikhús ■ MISSA SOLEMNIS I kvöld kl. 24 verður sýndur 5. einleikurinn f ein- leikjaröö Kaffileikhússins. Sá nefn- ist Missa Solemnis eða í öörum heimi og er eftir finnsku leikkonuna og leikstjórann Kristiinu Hurmerinta. Leikari er Jórunn Sigurðardóttir og leikstjóri er höfundurinn sjálfur, Kristiina Hurmerinta. Lítil saga fyrir v alla fjölskylduna sem vekur frið og ~ eindrægni, leikinn f ró við kertaljós og helgistemningu. Siðustu forvöð____________________ ■ JÓLA HVAÐ? I dag lýkur sýnirig- unni Jóla hvaö? í Gallerí nema hvað á Skólavörðustíg 22c. Stórglæsileg tilboð á jólagjafavörum með allt að 90% afslætti. Allir velkomnir. Opiö frá 14-17. ■ Í GULA HÚSINU í Gula húsinu lýkur í dag (eða kvöld) jólasýningu sem staðiö hefur yfir í tvo daga. Á neðri hæö er jólaþema en uppi er ójólatengd list með tilheyrandi skúlptúrum, vídeóverkum ogslides- ' sýning. Þykir þetta frábærlega góð hugmynd að skreppa úr jólaóng- þveiti bæjarins og njótajistirnar. Þeir sem taka þátt eru Ásdis, Guö- finna Magnúsdóttir, Geirþrúöur Finnbogadóttir, Hrund Jóhannes- dóttir, Huglnn Arason, Rósa Jóns- dóttir og Sara María. • Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Enginn þarf að vera einn á jólunum: Hj álpr æðisherinn býður í veislu DV-MYND EINAR J. Kafteinn Miriam Óskarsdóttir Miriam stendur í ströngu þessa dagana við að skipuleggja jótafagnað Hjálpræðishersins og Verndar. Á aðfangadagskvöld býður Hjálp- ræðisherinn og fangahjálpin Vemd þeim sem ekki eiga þess kost að eyða jólunum í faðmi fjölskyldunn- ar til jólafagnaðar og borðhalds í Herkastalanum í Aðalstræti. Ekki er vanþörf á þjónustu sem þessari enda virðist þeim fara fjölgandi sem ýmist eru einmana eða eiga ekki í nein hús að venda yfir hátíðirnar. Að minnsta kosti hefur fjöldi þeirra sem koma í jólamat Hjálpræðishers- ins tvöfaldast á nokkrum árum. „í fyrra vorum við nálægt því að sprengja utan af okkur rýmið. Þá voru héma eittthvað um 150 til 160 manns í mat en viss hluti af þeim var náttúrlega sjálíboöaliðar," segir Miriam Óskarsdóttir sem heldur utan um jólafagnað Hjálpræðishers- ins. Að sögn Miriam er mikið um að sama fólkið komi ár eftir ár í jóla- mat á Hernum. „Ég þekki andlitin þó að ég þekki ekki nöfnin,“ segir Miriam og bætir við að þetta sé góð blanda af fólki. „Þetta er fólk úr öll- um stigum þjóðfélagsins og mér finnst það svo sjarmerandi í raun og veru. Sumir eru bara aleinir og mér finnst bara mjög gott að þeir mæti, að fólk sé ekki að hanga eitt heima leitt og miður sín, heldur komi og hafi það huggulegt. Svo er það líka fólk sem hefur kannski ver- ið í mikilli neyslu eða átt við áfeng- isvanda lengi, drukkið í mörg ár og jafnvel misst fjölskylduna þess vegna en er allt í lagi í dag. Svo er þetta bara venjulegt fólk eins og þú og ég.“ Suöræn salsastemning Miriam segir að einnig sé alltaf mikið af útlendingum sem mæti á jólafagnað Hjálpræðishersins. „Ég veit ekki beint hvemig stendur á því. Ég býst við því að þetta sé fólk sem sé einmana og kemst kannski ekki inn 1 íslensku jólahefðina. Héma er opið og allir falla inn í eitthvert hlutverk," segir Miriam og bætir við að óneitanlega mynd- ist alþjóðlegt andrúmsloft af þess- um sökum. „Jólaguðspjallið er líka lesið á ensku og stundum á norsku eða spænsku. Það fer bara eftir því hvað menn kunna. í fyrra var líka sungið á spænsku og það myndað- ist næstum því salsadans í kring- um jólatréð." Eins og gefur að skilja kostar æma fyrirhöfn og vinnu að skipu- leggja jólafagnað Hjálpræðishers- ins og Vemdar. Það þarf að útvega styrki, elda mat, pakka inn gjöfum svo fátt eitt sé nefnt. Að sögn Miri- am nýtur Herinn í þessum efnum góðs af framlagi sjálfboðaliða og telur hún að í fyrra hafi hátt í 30 manns komið að aðfangadagsfagn- aðimnn með einum eða öðrum hætti. Líkt og gestimir era sjálf- boðaliðamir ágætis þverskurður af samfélaginu. „Ég veit nú ekki við hvað allir vinna sem eru að hjálpa til en þeir koma úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Þama er fólk sem fæst við að selja og kaupa hús, sjúkraþjálfarar, tónmennta- kennari og einstæðir foreldrar sem hafa ekki bömin hjá sér um þessi jól,“ segir Miriam og bætir við að þessi blanda fólks jafnt gesta sem hjálparkokka myndi skemmtilega heild. Allar klær úti Allt kostar þetta eitthvað og þurfa Hjálpræðisherinn og Vernd því að hafa allar klær úti við að afla fjár og styrkja. Hluti fiárins kemur úr jólapottunum sem standa víða við fiölfamar verslun- argötur en að sögn Miriam gengur yfirleitt einnig vel að fá stuðning frá einstaklingum, fyrirtækjum eða stofnunum. „Mér finnst fólk sýna okkur rosalega mikla velvild og traust og ég kann að meta það. Þetta era meira og minna sömu fyrirtækin ár eftir ár sem styrkja okkur,“ segir Miriam og bætir við að alltaf hafi safnast nóg. „Það er alveg ótrúlegt. Stundum stressast maður. Þetta er ekki það breiður hópur sem við leitum til þannig að ef það breytist eitthvað hjá einhverju fyrirtæki þá hefur það náttúrlega áhrif. En svo hefur það oft gerst að einhver annar kemur í staðinn. Þetta gerist allt á síðustu dögunum þannig að mað- ur þarf bara að halda höfðinu yfir vatnsborðinu og hugsa skýrt,“ segir Miriam Óskarsdóttir að lok- um. -EÖJ Bestu vinir barnanna, Gunni og Felix, í Háskólabíói: Einstökum börnum boðið DV-MYND HARI Miðar fyrir Einstök böm / gær afhenti Tígri Önnu Maríu Þorkelsdðttur, formanni félagsins Einstök börn, 100 miöa á tónleikana í Háskólabíói. Bestu vinir bamanna undanfarin ár, þeir Gunni og Felix, hafa nú ásamt Jóni Ólafssyni tónlistar- manni tekið saman höndum og standa að jólaskemmtun fyrir böm- in annan í jólum. Þeir félagar, Gunni og Felix, eru öllum kunnugir og hafa í gegnum tiðina verið iðnir við að skemmta bömum. Hver man ekki eftir þeim félögum í Stundinni okkar eða núna síðast í gervi hundanna Trausts og Tryggs? Tónlistin á skemmtuninni er í höndum tónlistarmannsins góða Jóns Ólafssonar og sérskipaðrar hljómsveitar hans og mun hann einnig taka virkan þátt í leiknum atriðum. Gömul og ný lög þeirra fé- laga verða á dagskrá í bland við jólalög. Haldnir verða tvennir tónleikar. Þeir fyrri hefiast kl. 12.30 en þeir síðari kl. 14. Ándvirði aðgangseyris á fyrri tónleikana rennur til félags- ins Einstök böm í boöi Hagkaups og Tígri og Krakkaklúbbur DV bjóða 100 Einstökum börnum á skemmt- unina en það eru böm sem haldin era sjaldgæfum sjúkdómum. Sty&Jum hvert annað í félaginu Einstök böm era að- standendur 60 bama. Fjögur þeirra era látin en fiölskyldumar starfa áfram en félagið var stofnað í mars 1997 af aðstandendum 13 barna. „Við erum fyrst og fremst að styðja hvert annað,“ segir Anna María Þorkelsdóttir, formaður félagsins, „og okkur finnst lundin hafa lést síðan við fórum að kynnast hvert öðra og uppgötvuðum að við eram ekki ein.“ Meðal þess starfs sem félagið gengst fyrir er árleg leikhúsferð og sumarferð. Félagið er einnig með sérstakan aðstandendahóp. „Við erum með aðstandendafundi einu sinni á ári og bjóðum öfum og ömm- um, frændfólki og nánum vinum fiölskyldnanna." Fundir eru haldnir mánaðarlega í félaginu og byggja þeir flestir á að félagar miðla reynslu hverjir til annarra. „Við erum eina félagið á landinu sem sinnir fólki með sjald- gæfa sjúkdóma sem hópi og þá ein- göngu bömum með sjaldgæfa alvar- lega sjúkdóma." Krakkaklúbburinn Krakkaklúbbur DV og Tigri eru þátttakendur í tónleikunum á ann- an í jólum og verður Krakkaklúbb- urinn með kynningarbás þar sem klúbbstarfið er kynnt. í Krakkaklúbbi DV eru að sögn Sifiar Bjarnadóttur í markaðsdeild DV um 12.000 böm. „Við höfum gef- ið út bækur fyrir meðlimi klúbbs- ins, t.d. bók með litlum sögiun um Tígra og matreiðslubók Tigra. Eftir áramótin er væntanleg bók með sög- um úr verðlaunasamkeppninni Hjálpum Tígra að komast í gott form.“ Hægt verður að ganga í Krakka- klúbbinn á tónleikunum annan í jól- um. -ss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.