Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 Helgarblað DV Ingjaldssandur er byggö við utan- verðan Önundarfjörð og er dals- mynnið á milli fjallanna Barða og Núps. Þegar gengið er út í Núpinn þá liður ekki á löngu þar til sést inn á Flateyri. Bæirnir á Ingjaldssandi eru sex en aðeins er búið á tveimur þeirra, Sæbóli II og Sæbóli III. Þrjár fullorðnar manneskjur og eitt lítið barn búa á þessum bæjum og eru tveir íbúanna bræður sem hafa búið þar frá fæðingu. Á hinum bænum býr Elísabet Pétursdóttir ásamt þriggja ára syni sínum og er Elísabet með um 120 fjár. Um aldamótin bjuggu 120 manns á Ingjaldssandi og var samfé- lagið þar fjörugt og uppbygging mikil. Ungmennafélagsandinn var allsráð- andi á Ingjaldssandi eins og í öðrum sveitum á þessum árum og var mikil starfsemi á vegum Ungmennafélags- ins Vorblóms, m.a. íþróttaiðkun, reglulegar gönguferðir, vegagerð og söngæfingar. Ungmennafélagið var stofnað 1908 og frá stofnun og fram til stríðsára gekk bók á milli bæja sem kallaðist Ingjaldur og í bókina skrif- uðu bændumir hugleiðingar sínar, ferðasögur og ýmislegt sem varðaði landbúnaðarmál en það var blaðahóp- ur á vegum Ungmennafélagsins sem ritstýrði Ingjaldi. Dalurinn er af- skekktur og eru samgöngur á vetrum mjög erfiðar því fara þarf yfir Sands- heiði til að komast yfir í Dýrafjörð og er heiðin oft mjög snjóþung. Oft er heiðin ófær í margar vikur. Á fyrri- hluta aldarinnar var gengið til Flat- eyrar og var þá yfirleitt fjöruleiðin fyrir Núp farin eða farið á bát. Með tilkomu bændafélagsins Einingar urðu samgöngur mun betri því Eining sá um vegagerð yfir Sandsheiði. Á Ingjaldssandi allt sitt líf Bræðurnir Guðmundur og Guðni Ágústssynir hafa búið á Ingjaldssandi allt sitt líf. Guðmundur er fæddur DV-MYNDIR JÓHANNES KRISTJÁNSSON Jólln koma á Sæbóli Þegar gengiö er inn í íbúöarhúsiö aö Sæbóli er hreinlegt um að litast og jólaskrautiö er komiö á sinn staö. Jólatréö hefur veriö skreytt og jólakonfektiö er á boröum. DV heimsækir aldraða bræður á Ingjaldssandi: Skatan soðin upp úr hangikjötssoðinu - jólin eru að verða hálfgerður skrípaleikur, segir Guðmundur Ágústsson Guóni Ágústsson hefur smíóaö fjölmarga trébáta Eitt þeirra er Guöni, sem er 5 smálestir, sennilega síöasta trébáturinn sem smíöaöur hefur veriö á íslandi. Guöni hefur nú keypt bátinn aftur og ætlar sér að gera hann upp aö nýju. frostaveturinn mikla þann 30. janúar 1918 og Guðni er fæddur 20. september 1922. Þar til Steinunn Ágústsdóttir systir þeirra lést fyrir fjórum árum bjuggu þau þar öll saman. Þau tóku formlega við búi fóður síns í kringum 1960 og voru mest með á fimmta hund- rað fjár. í dag hafa þeir 112 kindur og segja þeir að sá búskapur sé nú einna helst áhugamál. „Þetta er orðið allt annað líf eftir að rúllurnar komu og gerir gjafir mun auðveldari," segir Guðni um leið og hann sker rúlluna í miðju með stunguskóflu. Það hefur alltaf verið nóg að gera hjá þeim bræðrum og sitja þeir ekki aðgerðarlausir. Guð- mundur eyðir mestum hluta dagsins í fjárhúsunum þar sem hann sinnir fénu af alúð. Líður vel í kríngum féð „Ég hef alltaf haft mjög gaman af fjárbúskap og mér líður mjög vel í kringum féð,“ segir Guðmundur og strýkur einni kindinni sem bíður óþreyjufull eftir því að hann aki hjól- börunum inn jötuna og gefí. Það er greinilegt aö það er ekki mikið um ókunnugar mannaferðir í fjárhúsun- um því kindurnar eru styggar við blaðamann þegar hann gengur inn fóðurganginn. „Þær eru styggar við ókunnuga," segir Guðmundur og brosir. Eftir að systir þeirra lést hefur Guðmundur séð alfarið um heimilis- verkin fyrir þá bræður. „Ég sé um alla eldamennsku og held húsinu hreinu en hún Una systir eldaði nú besta mat sem ég hef feng- iö,“ segir Guðmundur og það er greinilegt að mikil vinátta var á milli allra systkinanna. Bændur og bátasmiðlr Á meðan að Guðmundur sinnir fénu og sér um heimilisverkin hefur Guðni ávallt nóg fyrir stafni. Hann hefur smíðað fjölmarga trébáta og meðal annars Guðna sem er 5 smálest- ir, sennilega síðasta trébátinn sem smíðaöur hefur verið á íslandi. Guðni hefur nú keypt bátinn aftur og ætlar sér að gera hann upp að nýju. „Ég keypti bátinn aftur frá Flateyri og ætla mér að gera hann upp í róleg- heitum og halda honum í góðu lagi. Ef kvótakerfið tekur einhverjum breyt- ingum á næstunni mun ég aö sjálf- sögðu gera bátinn út.“ „Bátasmíðin hefur alltaf tekið mik- inn tima og i heildina hef ég smíðað 5 báta og endurbyggt og lagað þónokkra,“ segir Guðni stoltur á svip. Hann hefur smíðað bátana í vinnu- skúr sem er áfastur fjárhúsunum og þegar gengið er inn i skúrinn kennir þar margra grasa. Meðal annars hafa þeir bræður varðveitt ankeri sem not- uð voru í hákarlabátunum fyrr á öld- um og framhlaðning sem norskir sel- fangarar notuðu við selveiðar. Skotið á tundurdufl „Eitt sinn þegar við vorum ungir,“ segir Guðmundur og lítur sposkur á svip á bróður sinn, „vorum við niðri í fjöru og rákumst á tundurdufl sem maraði í hálfu kafi í fjöruborðinu. Við vorum með byssuna með okkur og datt í hug að skjóta á tundurduflið. Við komum okkur fyrir á bak við stein og skutum en ekkert gerðist. Maður á náttúrlega ekki að segja frá þessu," segir Guðmundur og þeir hlæja báðir af þessu uppátæki sínu. Þeir bræður fara örsjaldan út fyrir Ingjaldssand og er það þá helst ef fara þarf til læknis eða til að sinna öðrum brýnum erindum. Báðir eru þeir lífs- reyndir menn og á stríðsárunum var Guðmundur til sjós á siðutogurum og sigldi mjög viða. Guðni var á sínum tíma með þrjár jarðýtur í rekstri, ásamt Ásvaldi Guðmundssyni, fyrr- verandi bónda í Ástúni, og var fjöldi manns í vinnu hjá þeim. Þeir bræður hafa því tekið þátt í atvinnulífí utan Ingjaldssands. Jólin voru hátíðlegri áður Þegar gengiö er inn í íbúðarhúsið að Sæbóli er hreinlegt um að litast og jólaskrautið er komið á sinn stað. Jólatréð hefur verið skreytt og jóla- konfektið er á borðum. Talið berst að jólahaldi á Sæbóli þegar þeir voru ungir menn og það lifnar yfir gömlu mönnunum. „Það var mikill hátíðleiki yfir jól- unum hér og máttu börnin til dæmis ekki leika sér eða hlaupa um á að- fangadag og jóladag," segir Guðmund- ur og fær sér konfektmola. „Á Þorláksmessu var gengið snemma til húsverka og reynt að ljúka þeim af sem fyrst. Hangikjöt var soðið og upp úr hangikjötssoðinu var skatan soðin og var borðað um þrjú leytið. Skatan var mjög vinsæl hjá okkur krökkunum og var oft erfitt að biða þegar skötulyktin lá i loftinu," segir Guðni og fær sér kaffisopa. Hálfmánar og húslestur „Á aðfangadag var engin sérstakur hátíðarmatur en haldin var húslestur og las amma upp úr Jónsbók. Börnun- um voru gefnar kleinur og hálfmánar en það eru hveitikökur meö sultu í.“ Börnin voru þvegin og sett í betri fótin og fengu yfirleitt spilastokk í jólagjöf og þótti það mikið á þessum tíma, enda var mikið spilað á dimm- um vetrarkvöldum. „Ég fékk nú einu sinni vasaljós og það var alveg sérstakt á þeim tíma og þótti mikil gjöf,“ segir Guðmundur dreyminn á svip. „Séra Sigtryggur á Núpi hélt jóla- messu um hátíðamar og yfirleitt þótti okkur börntmum það frekar leiðinlegt en eftir messuna var mikið fjör í krakkahópnum og farið í alls konar leiki. Við borðuðum síðan hangikjötið á jóladag og var öllu heimilisfólkinu skammtaður maturinn að gömlum sið. Á milli jóla og nýárs var haldið jólaball að Hrauni eða Álfadal og var það mikið ævintýri hjá okkur börnun- um, þar var dansað, sungið og boðið var upp á kaffi og kökur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.