Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorstelnsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550, Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Áður framselt fullveldi Hæstiréttur er hafður fyrir rangri sök, þegar hann er sakaður um að hafa tekið sér löggjafarvald í hendur með þeim úrskurði, að lög um skerðingu örorkubóta vegna tekna maka standist ekki stjórnarskrána. Hann er að bregðast við fyrri dreifingu löggjafarvaldsins. Núverandi ríkisstjórn og fyrri ríkisstjórnir hafa samið við önnur ríki og við ýmis samtök ríkja um skuldbind- ingar, sem fela í sér framsal á hluta fullveldis íslendinga. Þessir íjölþjóðlegu samningar og sáttmálar hafa síðan verið staðfestir af Alþingi og öðlazt lagagildi. Hópur þýðenda er önnum kafinn við að þýða reglu- gerðir Evrópusambandsins á íslenzku. Eftirlitsnefnd Evr- ópska efnahagssvæðisins veitti samt íslenzkum stjórn- völdum nýlega ákúrur fyrir að vera að dragast aftur úr við að innleiða evrópskar reglur hér á landi. Það var ekki Hæstiréttur, sem ákvað, að ísland yrði að- ili að Evrópska efnahagssvæðinu, heldur ríkisstjórn og Alþingi. Það var ekki Hæstiréttur, sem ákvað, að ísland yrði aðili að Evrópudómstólnum og Mannréttindadóm- stóli Evrópu, heldur ríkisstjórn og Alþingi. Dómstólar hinnar nýju Evrópu hafa reynzt athafna- samir. Þeir hafa knúið dómstóla einstakra rikja til að breyta grundvallarviðhorfum. Þannig er til dæmis ekki lengur öruggt, að einstaklingar tapi málum, sem þeir höfða gegn stjórnvöldum í sínu landi. Þegar nógu margir íslendingar hafa áfrýjað úrskurðum Hæstaréttar til evrópskra dómstóla og unnið málin, fara auðvitað smám saman að renna tvær grímur á Hæstarétt. Dómurum hans finnst auðvitað niðurlægjandi að úr- skurðir þeirra skuli ekki halda í útlöndum. Fyrr á áratugum eins og á fyrri öldum starfaði Hæsti- réttur eins og framlengdur armur ríkisvaldsins og úr- skurðaði jafnan ríkinu í vil gegn einstaklingum. Þetta er núna að breytast, þegar Hæstiréttur er kominn undir smásjána hjá yfirdómstólum úti í Evrópu. Dómur Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalagsins er markaður þessari öru þróun á fjölþjóðavettvangi. Dómar- ar Hæstaréttar vita, að málinu hefði verið áfrýjað til Evr- ópu, ef þeir hefðu úrskurðað ríkinu í vil. Þeir kærðu sig ekki um að verða sér enn til minnkunar. Hæstiréttur reynir að búa til kenningu um, að andi stjórnarskrárinnar feli í sér hugtök, sem ekki voru til, þegar hún var smíðuð í gamla daga, eða feli í sér útvíkk- un eldri hugtaka. Þess vegna segir hann, að lögin um skerðingu örorkubóta standist ekki stjórnarskrána. í rauninni hefði Hæstiréttur bara átt að segja: Við þurf- um að taka tillit til, að íslenzk stjórnvöld hafa sett Hæsta- rétt undir eftirlit evrópskra og annarra fjölþjóðlegra dóm- stóla, sem fylgja þróun þjóðfélagsins hraðar en löggjafar- valdið og framkvæmdavaldið á íslandi gera. Ríkisstjómin heldur hins vegar, að hún geti bæði átt kökuna og étið hana. Hún heldur, að hún geti afsalað ís- lenzku valdi til fjölþjóðlegra dómstóla og eigi að síður geti hún hagað sér eins og lénsherrar fyrri alda. Þess vegna er rikisstjórnin í fýlu eftir dóm Hæstaréttar. Núverandi landsfeður hafa á löngu valdaskeiði fengið snert af valdshyggju og eiga erfitt með að taka afleiðing- um undirskrifta sinna og fyrirrennara sinna á fjölþjóða- vettvangi. Þetta er algengt fyrirbæri í mannlífmu og breytist fyrst með nýjum og hógværari landsfeðrum. Það merkilega í máli þessu er, að ástæða skuli vera til að fagna því, að núverandi og fyrrverandi landsfeður skuli hafa framselt hluta af fullveldinu til útlanda. Jónas Kristjánsson I>V „Bandarískir þ j óðarhagsmunircc Aðeins 2% Bandaríkjamanna létu stefnumið forsetaframbjóðendanna i utanríkismálum hafa áhrif á val sitt í kosningunum. Hins vegar skiptir for- setakjörið miklu máli í öðrum ríkjum vegna forræðisstöðu Bandaríkjanna í alþjóðamálum. Ástæða er til að draga í efa þá víð- teknu skoöun að litlar breytingar verði á utanríkisstefnu Bandaríkj- anna í valdatíð George Bush W. Síð- ustu ár hefur þegar mátt greina áhrif repúblikana á utanríkisstefnuna, en þeir gátu í krafti meirihluta síns á Bandaríkjaþingi látið í ljósi andstöðu sína við alþjóðastofnanir og alþjóða- samninga. Reyndar mun það tak- markaða umboð, sem repúblikanar hafa á Bandaríkjaþingi, gera Bush erfitt fyrir, enda geta demókratar staðið í vegi fyrir umdeildum stefnu- málum. En gera má ráð fyrir að stjórn Bush eigi eftir að grípa oftar til ein- hliða aðgerða á sviði alþjóðamála, hermála og umhverfismála. Utanríkisstefna repúblikana Með vali sínu á Colin Powell og Condoleezzu Rice í stöður utanríkis- ráðherra og öryggismálaráðgjafa hef- ur Bush sýnt að hann er reiðubúinn að láta utanríkisstefnuna í hendur öðrum en „hvítum, gráhærðum og miðaldra karlmönnum". En þau Powell og Rice eru fulltrúar fyrir dæmigerð viðhorf innan Repúblikana- flokksins. Oft er vitnað í grein Rice í banda- ríska tímaritinu Foreign Affairs, þar sem hún gerir skýran greinarmun á „bandarískum þjóðarhagsmunum" annars vegar og hagsmunum „al- þjóðasamfélagsins" hins vegar. Kjarn- inn í málflutningi hennar er sá að Bandarikjamenn eigi að einblína á þau mál og þau svæði sem varða beina þjóðarhagsmuni. Samkvæmt þeirri forskrift hefðu Bandaríkja- menn ekki haft afskipti af „innan- landsmálum" á Balkanskaga eða ír- landi, enda væri hér um að ræða „áhrifasvæði" Evrópuríkjanna. Nú gengur málið út á að einbeita sér að „kjarnasvæöum," eins og Evr- ópu, Mið- og Suður-Ameríku, Kína, Rússlandi og Indlandi, en skipta sér síður af ,jaðarsvæöum.“ Þetta minnir á þá „raunsæispólitík," sem Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, boðaði gegn „hugsæisstefnu" demókrata, sem hefði oft leitt til beinna hemaðaraf- skipta af svæðum sem Bandaríkja- menn ættu takmarkaðra hagsmuna að gæta. Rice hefur einnig lagt áherslu á að bandamenn Bandaríkjamanna taki á Colin Powell og Condeleezza Rice Gera má ráö fyrir því aö utanríkisstefna Bush W. veröi um margt frábrugöin stefnu Clintons. Þau Colin Powell og Condoleezza Rice hafa lagt áherslu á aö Bandaríkjastjórn hyggist beina sjónum aö „kjarnasvæöum“ og draga úr afskiþtum af „jaöarsvæöum" sem varöa ekki beina „þjóöarhagsmuni“. sig meiri skuldbindingar. Það er ekki í fyrsta sinn að Bandaríkjamenn krefjast þess að NATO-ríkin og Japan leggi meira af mörkum til sameigin- legra hemaðarhagsmuna („burdens- haring"). Rekja má sömu hugsun til 7. og 8. áratugarins þegar efnahagslifið í Bandaríkjunum veiktist. Nú þurfa Bandaríkjamenn ekki að hafa áhyggjur af efnahagsstöðu sinni. En gera má ráð fyrir að þeir muni halda áfram að gagnrýna Evrópuríkin fyrir að fara eigin leiðir i öryggismál- um með því að eíla Evrópustoðina innan Evrópusambandsins (ESB) í stað NATO og fyrir að eyða ekki nógu miklu í hemaðarútgjöld. Fyrirhuguð stækkun NATO og samband banda- Valur Ingimundarson stjórnmála- sagnfræðingur Erlend tíöindi lagsins við hemaðararm Evrópusam- bandsins verða án efa meðal við- kvæmustu málanna í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópu á valdatíma Bush. Einhliöa aðgerðir Þau stefnumál Bush, sem umdeild- ust eru, lúta að einhliða aðgerðum í utanríkismálum. Bush hefur lýst yfir því að hann vilji herða refsigaðgerð- imar gegn Irak í trássi við vilja þjóða, eins og t.d. Frakka, og beita sér fyrir því að koma á fót gagneldflaugakerfi í andstöðu við Rússa (það gerir það að verkum að Bandaríkjamenn verða að segja upp ABM-samningnum frá ár- inu 1972). Bush hefur neitað öllu samstarfi við fyrirhugaðan alþjóðastríðsglæpa- dómstól; hann hefur gefið í skyn að hann styðji repúblikana á þingi sem vilja ekki að Bandaríkjamenn standi við fjárhagsskuldþindingar sínar gagnvart Sameinuðu þjóðunum og gert lítið úr Kyoto-bókuninni við loft- lagssáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ef hann stendur fast við þessi sjónarmið mun Bandaríkjastjórn án efa mæta andstöðu á alþjóðavettvangi. Það er t.d. ekki sannfærandi að styðja réttar- höld yfir striðsglæpamönnum í Júgóslavíu og Rúanda en neita öllu samstarfi við væntanlegan alþjóða- stríðslæpadómstól á þeirri forsendu að Bandaríkjamenn hafi herlið víða um heim. Önnur þjóðriki hafa sætt sig við skerðingu fullveldis í þágu viðskipta-, öryggis- og umhverfishagsmuna. Repúblikanar vilja vinna gegn þeirri þróun með því að leggja aukna áherslu á sérstöðu Bandaríkjanna sem „hefðbundins þjóðríkis" þótt þau séu eina risaveldið í heiminum og minni áherslu á alþjóðaskuldbinding- ar. Þessi togstreita getur leitt til þess að formlegum ríkjabandalögum (eins og t.d. Evrópusambandinu) eða óform- legum bandalögum (eins og t.d. milli Kína og Rússlands) verði beitt til mót- vægis við forræðisstöðu Bandaríkj- anna. Alþjóðastofnanir eru nauðsyn- legar í alþjóðastjómmálum, umhverf- ismálum og málefnum stríðsglæpa- manna. Nú er ekki rétti tíminn til að hundsa þær í nafni einstrengings- legra þjóðemissjónarmiða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.