Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Síða 37
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 I>V Tilvera Kaupmannahöfn: Jólastemning á Strikinu Fólk á skautum, brenndar möndlur og jólatrésalar á hverju götuhorni voru meðal þess sem blaðamaður DV rak augun í þeg- ar hann rölti um miðbæ Kaup- mannahafnar um síðustu helgi. Þrátt fyrir rigningu var mikill mannfjöldi á Strikinu og þar ríkti sannkölluð jólastemning. Götu- salar buðu upp á brenndar möndlur og þeir sem voru orðnir þreyttir í fótunum fengu sér far með lítilli jólalest sem ók fram og til baka frá Ráðhústorginu og nið- ur í Nýhöfn. Eitt af því sem Danir eru hrifn- ir af í desember er að setja á sig skauta og renna sér á einum af mörgum skautasvellum sem búin eru til utan dyra fyrir jólin. Á Kóngsins Nýjatorgi var eitt slíkt og þaö var ekki amalegt fyrir þá sem þar renndu sér að horfa á jólaljósin og skreytingarnar á Hotel d’Angleterre sem skartaði sínu fegursta. í öllum verslunum var ys og þys enda fólk frá ýms- um þjóðlöndum að kaupa jólagafir fyrir vini og vanda- menn. Á Strikinu er meðal ann- ars hægt aö fara í stórverslanir á borð við Illum og Magasin þar sem hægt er að kaupa jólagjafir handa allri fjölskyldunni á einum stað. DV-MYNDIR Ljósadýrð Hotel d'Angleterre var heldur betur komiö í jólabúning og skartaði sínu fegursta i desembermánuði. Þegar búið er að klára innkaup- in er um að gera að fá sér hring í Tívolí og skoða jólaljósin, jóla- landið og fá sér glögg og eplaskíf- ur. Fyrir þá sem vilja frekar einn „0l“ er Bryggeriet við innganginn í Tívolí tilvalinn kostur því þar er hægt að kaupa einstakan bjór sem bruggaður er á staðnum. -MA Jólastemning á Strikinu Fjöldi fólks rölti um helstu göngu- götu Danmerku viku fyrir jól og lét ekki rigninguna aftra sér frá því aö upplifa ekta danska jðlastemningu Líf og fjör Á Strikinu var hægt aö fá sér rúnt með jólalest, gæöa sér á brenndum möndlum og kaupa jólagjafir í stórverslunum. Laugardagar eru nammldagar / • • Listavaktin er vefur sem hefur verið opnaður á Vísi.is. Þar getur jpú fengið ítarlega og skemmtilega umfjöllun um allar jólabækurnar. Öll sala á vefnum er í samvinnu við netverslun Hagkaups. ;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.