Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Side 6
6 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 Fréttir DV Formaður Framsóknarflokksins á yfirstandandi flokksþingi: Vextir verða að lækka „Vextir verða að lækka á næstunni, en það má ekki verða til að veikja gengið. Ég tel því óhjákvæmilegt að styrkja gengið með öðrum ráðum.“ Þetta sagði Halldór Ágrímsson, for- maður Framsóknarflokksins og utan- ríkisráðherra, m.a. i ræðu sinni á 26. flokksþingi flokksins, sem hófst á Hót- el Sögu í gær. Þingið er haldið undir kjörorðinu „Framsókn - fyrir land og þjóð.“ Halldór sagði í ræðu sinni vitað að viðskiptahalli væri of mikill, of mikið ijármagn færi úr landi og of lítið fjár- magn kæmi inn í landið. Einnig væri vitað að vextir væru of háir. Fyrirtæki og heimili gætu ekki borið þá háu vexti sem hér væru til langframa sem væri langt yfir því sem tíðkaðist í ná- grannalöndunum. „Það verður að minnka fjármagns- flæði út úr landinu og auka það inn í landið,“ sagði Halldór um styrkingu gengisins: „Ráðstafanir í þessa átt verða að fela í sér hagstæðara skattaumhverfl atvinnulífsins, meiri þátttöku erlendra ijármálafyrirtækja hér á landi, einfaldari reglur um er- lenda fjárfestingu og sölu ríkisins á hlutabréfum í ríkisfyrirtækjum þannig að lífeyrissjóðir og aðrir hafl næg tækifæri til að fjárfesta í landinu. Aðhald í ríkisflármálum skiptir vissu- lega miklu en það má ekki verða eina aðgerðin því þá veikist velferðarkerf- ið.“ Kvótakerfið áfram Formaður Framsóknarflokksins ræddi einnig atvinnulifið og afstöðu sína í kvótamálum: „Hagræðing er nauðsynleg til að at- vinnulífið standist samkeppni og tryggi aíkomu fólks og fyrirtækja," sagði hann. „En það er rétt að færri halda hlut sínum og byggðimar eru misvel settar. Á þá að snúa til baka og leggja af kvótakerfi og annað skipulag sem miðar að því að auka hagkvæmni og skynsamlega nýtingu auðlinda? Nei, það leysir lítið, en skapar ný vandamál fólks, fyrirtækja og byggða. Það má hins vegar bæta og breyta í ljósi aðstæðna og sætta ólík sjónarmið með sanngimi að leiðarljósi. Við framsóknarmenn eigum að taka þátt í slíkri sátt. Með það í huga hvött- um við til starfs auðlindanefndar og við eigum að flúka því verki.“ Halldór kom víða við í ræðu sinni og ræddi m.a. um starf umræðunefnd- ar um Evrópumál og framtíðartengsl íslands við Evrópusambandið. Hann kvaðst afar ánægður með það starf sem nefndin hefði unnið. Virkir trún- aðarmenn flokksins teldu ekki tíma- bært nú að taka ákvörðun af eða á um inngöngu í Evrópusambandið, en teldu nauðsynlegt að láta á það reyna hvort ekki mætti ná fram breytingum á samningnum um Evrópska efnahags- svæðið. Evrópumálin „Ég styð niðurstöðu nefndarinnar um að vinna áfram að því að treysta samninginn um Evrópska efhahags- svæðið,“ sagði Halldór í ræðu sinni. „Ég hef áður lýst áhyggjum minum í þá veru að vægi hans innan hins evr- ópska samfélags geti minnkað og hætt sé við að hann tryggi ekki til framtíð- ar hagsmuni okkar nægilega vel. Því verðum við að vera undirbúin að taka yfirvegaða ákvörðun um hvort og þá með hvaða skilmálum við værum hugsanlega tiibúin til að leita eftir samningum við Evrópusambandið." Varðandi einkavæðingu hér á landi sagði Halldór að sér fyndist fátt mæla á móti því, en flest með, að ríkið drægi sig út úr þjónustu á fiármálamarkaði og eftirléti hana einkaaðilum eða sam- tökum þeirra. „Mér finnst sama máli gegna um rekstur flarskiptaþjónustu á borð við símann,“ sagði Halldór. „Mér er hins vegar ekki sama hvemig það er gert. Ekki má koma til einokunar á þessum sviðum og ég tel að við verð- um að tryggja að þjóðin öll geti notið þeirrar þjónustu sem nauðsynleg er á sambærilegu verði." Formaöur í ræöustól Halldór Ásgrímsson, formaöur Framsóknarflokkslns, flutti ræöu sína á flokksþinginu sem hófst i gær. Hann kom víöa viö, ræddi m.a. efnahagsmál, atvinnumál, byggðamál og málefni fjölskyldunnar. Flokksklemma Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra og Halldór Ásgrímsson utanrík- isráöherra meö þvottaklemmu sem á stendur Hrifla.is sem er netfang flokksins. Slíkum klemmum var dreift á borö þingfulltrúa. Tveir góöir Guðni Ágústsson landbúnaðarráöherra og Þráinn Valdimarsson á spjalli. Dansaö á flokksþingi / upphafi flokksþingsins tóku Islandsmeistarar afyngri kynslóöinni í sam- kvæmisdönsum nokkrar sveiflur viö mikil fagnaöarlæti þingfulltrúa. Málin rædd Þingfulltrúar á líflegu spjalli viö formann sinn. Kannski væntanlegar kosningar á þinginu hafi boriö á góma? Fyrsta og annaö Alþingismennirnir Kristinn H. Gunn- arsson og Jónína Bjartmarz. Hann er á sínu fyrsta flokksþingi, en Jón- ína hefur setiö eitt þing áður. Heiisaö a baoa boga Tveir af þremur varaformannsframbjóöendum, Jónína Bjartmarz og Ólafur Örn Haraldsson, heilsa samflokksfólki viö upphaf þings. Kosningaspenna Talsverð spenna ríkti þegar í gær á flokksþinginu sem lýkur á morgun. Fyrirliggjandi er kjör varaformanns flokksins og ritara hans. Þrír era í framboði til varaformanns: Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Jón- ína Bjartmarz alþingismaður og Ólaf- ur Öm Haraldsson alþingismaður. Um ritaraembættið takast á Hjálmar Áma- son alþingismaður og Siv Friðleifsdótt- ir umhverfisráðherra. -JSS ______J6 i Umsjón: Hörður Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.is Kem eftir kosningar Sveitarstjómar- menn á íslandi hafa oft mikil sam- i skipti. Þó farsimi, i tölvur og faxtæki leysi margan sam- skiptavandann, þá I halda menn áfram að hittast. Sagt er að Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hafi átt brýnt erindi við kollega sinn Halldór Halldórs- son, bæjarstjóra í ísafjarðarbæ. Var Halldór hlaðinn önnum og átti því ekki heimangengt. Hringdi hann því í Ellert og bað hann að skutlast vestur, hann hefði lausan tima í dag, laugardag. Sagt er að Ellert hafa svarað með þjósti: „Ertu vit- laus maður? Ég fer ekki að koma vestur fyrir helgina. Ég hef engan tíma til að keyra til Reykjavíkur og þaðan í flugvél vestur. Heldur bíð ég fram á sunnudag eða mánudag. Þá verða Reykvíkingar búnir að kjósa flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni og mikið styttra hjá mér að fara í flug frá Keflavíkurflugvelli..." Hagræöing Fólksflótti af I landsbyggðinni á í undanförnum f árum til höfuð- borgarinnar hefur I þann ókost að æ erfiðara er að | halda úti því þjón- ustustigi sem' æskilegt er. Nú hefur komið í flós að vel má hagræða á þessu sviði sem öðram. Pétur Einarsson, eigandi Hótel Tindastóls á Sauðárkróki, hef- ur nú upplýst um hagræðingarmái þar í sveit. Þar hafa menn einfald- lega sameinað rekstur hestaleigu Björns Mikaelssonar yfirlögreglu- þjóns, efhalaug Guðmundar Óla Pálssonar varðstjóra og ökuskóla Birgis Hreinssonar varðstjóra, und- ir einn hatt lögreglustöðvarinnar á Króknum. Tefla ýmsir gráupplagt fyrir Pétur að kaupa löggustöðina og sameina hótelrekstur og rekstur gistiklefa á löggustöðinni. Þá yrði hann í leiðinni yfirmaður þeirra sem nú jagast í honum... Kristinn út? Kristinn H. Gunnarsson er sagður hafa stimpl- að sig rækilega inn í hugi og hjörtu trillukarla og landsbyggðar- fólks með nýjasta útspili sínu. Með skýrslu Byggðastofnunar, sem Krist- inn hefur fengið Harald L. Har- aldsson til að gera um hræðilegar afleiðingar kvótakerfisins, er Krist- inn nú dáður í öllum bæjum lands- ins, ekki síst Bolungarvík. Aðeins einn galli er sagður á þessu plotti Kristins, formaður Framsóknar- flokksins er saltvondur yfir uppá- tækinu. Kristinn er þarna að hnýta i sjálfan móðurarf foringjans og það kann ekki góðri lukku að stýra. Sagt er að Kristinn þurfi í framhaldinu allt eins að leita sér að öðrum flokki og þá sé spuming hvort Steingrím- ur J. sé til í að hressa upp á vin- skapinn að nýju... Æ, æ, hver datt? Skoðanakönnun I DV sýnir að enn j fellur Samfylking- in og hrapar í | Reykjavík úr 29% I í 16% frá síðustu | sveitarstjórnar- kosningum. Menn I velta fyrir sér ástæðum, en við síðasta hrap þótti einsýnt að fall Ingibjargar Pálma- dóttur í beinni sjónvarpsútsend- ingu, þar sem Össuri láðist að grípa, hafi skýrt fylgistapið þá. Nú þykir erfiðara að leita skýringa en sagt er að þegar Davíð Oddsson frétti af nýju könnuninni, hafi hon- um brugðið mjög og komið hlaup- andi til Össurar og sagt: „Æ, æ, hver af ráðherrunum var nú að detta, Össur minn...?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.