Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 Úrval notaðra vélsleða í öllum verðflokkum Polaris XCR cc800 98 760.000 Polaris XCR cc600 96 475.000 Polaris XCR CC440 93 320.000 Polaris Ultra cc680 96 465.000 Polaris 700RXC SP CC700 99 695.000 Polaris XCR CC440 96 450.000 Polaris Wide Trak CC500 98 495.000 Polaris RMK -tveggja manna CC700 98 650.000 Polaris XCR CC440 95 410.000 SkiDoo Grand Touring SE cc700 99 790.000 Notaðir sleðar með reynslu! iBOSCH |húsið Opið í dag til kl. 16.00 Nú er besti sleóatíminn framundan. Vertu með! Vélsleðar með meiru Nú er besti sleöatíminn að fara í hönd og við ætlum að bjóða þeim sem kaupa nýjan Polaris vélsleða af árg. 2001, 70-150.000 króna vöruúttekt hjá Bræðrunum Ormsson eða umtalsverðan afslátt í krónum talið. Hafió samband vió sölumenn okkar og fáið nánari upplýsingar um þetta einstaka tækifæri til aö eignast sleóa með meiru. Opið í dag til kl. 16.00 B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 Notaðir Fréttir I>V ; DV-MYND EVA HREINSDÓTTIR Shellskálinn er ekkert augnayndi beinlínis, þaö er Blómaborg miklu frekar, en í söluskála Shell er hægt að komast í hlýjuna snemma á morgnana og seint á kvölqin. Samt eru farþegarnir ekki sáttir. Óánægja morgunhrafna í Hveragerði: Opin sjoppa í stað lokaðs blómaskála DV, HVERAGERDI:______________________ Akstursleiðir og afgreiðsla áætl- unarbifreiða Austurleiðar SBS, sem sér um áætlunarferðir milli Hveragerðis, Selfoss og Reykjavík- ur, tók breytingum innan Hvera- gerðis sem gengu í gildi um mán- aðamótin. Aðalbreytingin hjá Austurleið er fólgin í því að við- komustaður og þar með öll af- greiðsla færist úr Blómaborg við Breiðumörk í Shellskálann við Austurmörk. Breytingarnar munu vera gerðar í hagræðingarskyni fyrir Austurleið en hafa samt kall- að á undirskriftalista mótmæl- enda. Það eru nefnilega ekki allir á eitt sáttir um breytingarnar. Þó má geta þess að Shellskálinn er opnaður kl. 6.45 á morgnana, en fyrsta rúta til Reykjavíkur fer það- an kl. 7. Þannig má leiða likum að því að þeir sem starfa í Reykjavík eða eiga erindi þangaö telji það kost að geta beðið inni en Blóma- borg er ekki opnuð fyrr en kl. 9.30. Sömuleiðis mun Shellskálinn vera opinn þar til síðasta áætlunarbif- reið hefur þar viðkomu á kvöldin. Hins vegar er úrval vöru meira í Blómaborg og óneitanlega hlýlegra þar innan um gróðurinn. -eh ‘ftj: DV-MYND SÆDÍS HELGA GUÐMUNDSDÓUIR Sveitarstjórinn Björg Ágústsdóttir er dugmikill sveitarstjóri og lætur ekki sitt eftir liggja og setur timþriö þar sem það á aö vera. Gámamóttökustöð opnuð í Grundarfirði DV, GRUNDARFIRDI:__________________ Fyrir skömmu var tekin í notkun ný gámamóttökustöð i Grundarfirði sem er rekin af sveitarfélaginu í nýju athafnahverfi austast í þéttbýl- inu. Stöðinni var valinn staður tO bráðabirgða á lóð við Ártún en sótt hefur verið um svæði við Hjallatún skammt frá, þar sem ætlunin er að stöðin verði frá og með næsta hausti. Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri segir að með móttökustöðinni sé komið á flokkun sorps og stefnt að því að auka flokkun og endumýt- ingu með timanum. Opnun stöðvar- innar er liður í breytingum sem eiga sér stað í sorpmálum sveitarfélags- ins. „Helsta breytingin er sú að í lok síðasta árs hætti sveitarfélagið notk- un gömlu sorphauganna í Hrafnkels- staðabotni við Grundarfjörð og er nú sorpið flutt á sameiginlegan urð- unarstað Vestlendinga í Fíflholtum á Mýrum. Nýmæli er einnig að sorp er nú hirt vikulega í dreifbýlinu á sama hátt og í þéttbýlinu en með nýjum sorptunnum sem væntanleg- ar eru á næstunni mun sorphirðing fara fram á 10 daga fresti. Enn frem- ur er verið að skoða möguleika á að koma á flokkun á lifrænu sorpi á heimilum í sveitarfélaginu til heimajarðgerðar. Verður þá ákveðn- um fjölda heimila boðið að taka þátt í tilraun með þetta til að byrja með og munu þær fjölskyldur flokka all- an lífrænan úrgang sem til fellur á heimilinu í sérstakan jarðgerðart- ank sem þær fá til afnota. Slíkt minnkar umfang sorps frá heimilun- um verulega auk þess sem stuðlað er að endurnýtingu úrgangs og um- breytingu í nýtanlegan jarðveg og mold,“ sagði Björg Ágústsdóttir, sveitarstjóri í Eyrarsveit, í samtali við DV. -DVÓ/SHG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.