Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Síða 29
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001
29
I>V
Helgarblað
Prestsdóttir
vill giftast
morðingja
Vegir ástarinnar eru órannsakan-
legir. Mönnum þótti að unga fallega
konan, sem grét svo sárt þegar hinn
dæmdi var leiddur út, ætti betra
skilið. En Helen, sem var 22 ára,
hafði sjálf valið og faðir hennar,
Benedict Barnes, sem var virtur
prestur, studdi val dóttur sinnar.
Hún ætlar að bíða eftir hinum
dæmda og giftast honum.
Þegar Malcom Green verður lát-
inn laus verður Helen nálægt fimm-
tugu. Green var dæmdur fyrir
óvenjulega grimmilegt morð. Síðast-
liðið sumar fundu vegfarendur dul-
arfulla svarta plastpoka undir brú
yfir ána Severn í Wales í Englandi.
Lögreglan, sem var ýmsu vön, fékk
áfall þegar hún opnaði pokana. í
öðrum þeirra var efri hluti líkama
tvítugs manns. í hinum pokanum
voru fótleggimir. Höfuð og hendur
hins myrta var hvergi að sjá. Nokk-
ur böm, er voru að leik í útjaðri
bæjarins Newport, sem er í um 50
km frá brúnni, fundu líkamshlut-
ana sem vantaði.
Það versta sem lögreglan
hafði séð
Einn lögreglumannanna, sem sá
líkamsleifamar, stóð lengi þögull.
Svo sagði hann: „Þetta er það versta
sem ég hef séð hingað til. Þetta hlýt-
ur að vera verk geðveiks manns.“
Sérstæð sakamál
Lögreglan beindi rannsókn sinni
fyrst að því að komast að því hver
hinn myrti væri. Teikningar af and-
liti hins myrta voru birtar í dag-
blöðunum. Viðbrögðin létu ekki á
sér standa. Margir töldu sig hafa
séð fórnarlambið. Meðal þeirra sem
sneru sér til lögreglunnar var fjöl-
Morðinginn
Malcolm Green var kaldrifjaöur
moröingi sem tókst aö gera
prestsdóttur vitlausa í sér.
skylda unga mannsins. Hún gat
greint frá því að teikningin væri af
Clive Tully, 23 ára ættingja hennar,
frá Nýja-Sjálandi. Hann komið í
heimsókn til Bretlands og dvalið
þar í 1 ár tO að kynnast eins mörg-
um ættingjum móður sinnar og
hann gæti.
Það var kaldhæðni örlaganna að
einmitt Clive Tully skyldi verða
myrtur. Hann hafði yfirgefið heima-
land sitt vegna þess að amma hans
haföi verið myrt á grimmilegan hátt
í Auckland árið áður. Hún var sú
síðasta sem bjó yfir vitneskju um
uppruna fjölskyldunnar. Einmitt
þess vegna hafði Clive farið til Eng-
lands til þess að leita að ættingjum
sínum.
Með aðstoð ættingjanna kortlagði
nú lögreglan ferðir Clives Tullys
um England. Hann hafði fyrst búið í
Wales. Því næst hafði hann flutt til
Bristol þar sem hann hafði deilt
húsi með manni að nafni Malcolm
Green.
Einn lögreglumannanna rámaði í
að Malcolm Green hefði á áttunda
áratugnum verið dæmdur fyrir
morð á vændiskonu. Eftir leit í
skjalasafni var grunur lögreglu-
mannsins staðfestur. Ýmislegt.þótti
sameiginlegt með morðinu á vænd-
iskonunni og morðinu á Clive
Tully. Malcolm Green var þess
vegna handtekinn.
Lík vændiskonunnar hafði fund-
ist 1971 illa leikið. Lík hennar hafði
einnig verið stykkjað. Þegar myndir
voru bornar saman af líkunum sást
að höfuðið hafði verið skorið af á
nákvæmlega sama hátt. Það var
eins og atvinnuslátrari hefði verið
að verki. Lögreglan var sannfærð
um að um sama morðingja væri að
ræða.
Hringdi og hótaði fleiri
morðum
Eftir morðið á vændiskonunni
hafði Green oft hringt til lögregl-
unnar og hótað fleiri morðum. Eitt
símtalanna var rakið til flutninga-
fyrirtækis í Cardiff þar sem Green
starfaði sem kranabílstjóri. Hann
var handtekinn. Heima hjá honum
fann lögreglan dúkku í líkamsstærð
sem hann hafði búið til úr ullar-
teppum og klætt í skyrtu og jakka.
Stórum slátrarahníf hafði verið
stungið í brjóst dúkkunnar og um-
Presturinn og dóttir hans
Benedict Barnes fylgdi dóttur sinni, Helen, til lögreglustöðvarinnar. Hann reyndi ekki aö fá hana til aö hætta viö
moröingjann.
Leitin að ættingjunum endaði illa
Clive Tully haföi komiö frá Nýja-Sjálandi til þess að leita aö ættingjum sínum
í móðurætt. Hann féll fyrir hendi grimmilegs moröingja.
hverfis „sárið“ hafði Green málað
blóðbletti.
Malcolm Green var dæmdur fyrir
morðið á vændiskonunni, Glenys
Johnson. Hann var 24 ára þegar
hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi
„Þaö var kaldhæöni
örlaganna aö einmitt
Clive Tully skyldi
verða myrtur. Hann
hafði yfirgefiö heima-
land sitt vegna þess
aö amma hans haföi
veriö myrt á grimmi-
legan hátt í Auckland
árið áöur. Hún var sú
síðasta sem bjó yfir
vitneskju um uppruna
fjölskyldunnar."
fyrir þann glæp. Átján árum síðar
var hann látinn laus og hefði sjálf-
sagt sloppið fyrr út hefði hann hegð-
að sér betur í fangelsinu. Þar hafði
hann hins vegar brotið allar reglur
og verið svo ofbeldisfullur að öllum
stafaði ógn af honum, bæði fóngum
og fangavörðum.
í messu á hverjum
sunnudegi
f aðalstöðvum lögreglunnar rann-
sökuðu menn öll möguleg spor. Það
leið ekki á löngu þar til fingrafór
Greens fundust á svörtu plastpok-
unum með líkamsleifunum. Heima
hjá Green fundust blóðblettir undir
nokkrum húsgögnum. En Green
neitaði stöðugt allri vitneskju um
morðið á Clive Tully.
Þegar fréttin barst af handtöku
Greens varð vafalaust aðeins ein
manneskja full örvæntingar. Það
var unnusta morðingjans,
prestsdóttirin Helen Barnes. Hún
hafði trúað fóður sínum fyrir því að
hún vissi allt um fortið Malcolms
Greens. Það hefði samt ekki komið í
veg fyrir að hún tæki upp ástarsam-
band við hann. Hún kvaðst elska
hann og aldrei myndu svíkja hann
þrátt fyrir að hann yrði dæmdur
fyrir hræðilega glæpi.
Foreldrar Helenar höfðu hitt
Green nokkrum sinnum og hann
kom í messu á hverjum sunnudegi
með dóttur þeirra. Foreldrarnir
vissu ekki að Green væri dæmdur
moröingi. Þegar faðir Helen komst
loks að því bað hann dóttur sína
ekki um að hætta viö hann heldur
fylgdi hann henni til lögreglustöðv-
arinnar þar sem hún reyndi að tala
máli Greens eins vel og hún gat.
Löng bið eftir unnustanum
Það mistókst algerlega. Lögreglan
hafði í millitíðinni aflað sér svo
mikillar vitneskju um Green og
sjúklegt athæfi hans að augljóst var
að hann yrði dæmdur fyrir morð.
Lögreglan hafði meðal annars kom-
ist að því aö í tengslum við reynslu-
lausn sína hafði hann farið á endur-
hæfingarnámskeið þar sem kennt
var að slátra grísum og stykkja þá.
Það hafði mikil áhrif á dómarana
þegar hin unga prestsdóttir lýsti ást
sinni á morðingjanum og bað þá um
að sýna miskunn.
„Við elskum hvort annað og ég
ætla að bíða eftir honum þar til
hann verður frjáls maður á ný. Og
þá ætla ég að giftast honum. Og það
eruð þið sem ákveðið hvort biðtím-
inn verður langur eða stuttur."
Biðin veröur löng. Malcolm
Green var dæmdur í 25 ára fangelsi.
íþetta sinn verður ekki um neina
reynslulausn að ræða.
Móðirin skaut börnin sín
Diane Downs reyndi allt til að geðjast elskhuga
sínum.