Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Síða 44
1 56 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 Tilvera DV Parmesanostur Fyrir parmesanunnandann Alfredo er fljótlegur í mat- reiðslu og einstaklega Ijúf- fengur pastaréttur. Grillið er langdýrast tá Grillið á Hótel Sögu hefur lært af reynslu Radisson-keðjunnar og er orðið langdýrasta veitingahús á ts- landi, hefur hækkað verðlag sitt um 40% á tveimur árum. Þar kostar 6.700 krónur á mann að borða þríréttað með katfi, áður en kemur að vín- inu. Mun betri veitingahús á borð við Holt og Sommelier taka um og rúm- -. lega 5.000 krónur á mann. Matur sem skreyting Grillið er eins og Perlan veitinga- : hús flókinnar skreytilistar, sem ís- lenzkir kokkar stunda grimmt um : þessar mundir. Allir réttir eru fyrir- fram vandlega útfærðir frá fagur- fræðilegu sjónarmiði. Málið vandast í eldhúsinu, þegar beðið er um eitt- : hvað, sem ekki er á matseðlinum. Ég bað um jarðarber með rjóma og fékk sneidd jarðarber í hrúgu og rjóma í skál. Eldhús Perlunnar gat hins veg- ar haldið uppi myndlistarmerkinu og búið til listaverk úr óvæntri ósk af þessu tagi. Hörð smálúða Maturinn í GrUlinu er yfirleitt fremur góður, raunar betri en í Perlunni, þótt hvorugur staðurinn geti talizt neinn merkisberi matar- gerðarlistar. Grillið bUaði i einföldu atriði, réttri tímasetningu á pönnu- steikingu smálúðu. Hún var ofsoðin og hörð að hluta, en rétturinn var fal- legur sem uppstUling á listaverkasýn- ingu. Hafa má matreiðslu á viðkvæm- um fiski tU vitnis um, hvort eiginleg matargerðarlist sé í heiðri höfð eða víki fyrir öðrum sjónarmiðum, svo sem myndlist. Míld og góð krydd Bezti kostur matreiðslunnar í Grillinu var mild og góð kryddnotkun að frönskum hætti, andstæða tízku- fyrirbærisins „fusion", sem skeUir æpandi kryddi í milda rétti tU að þjóna kynslöð, sem hefur eyðnagt bragðlaukana með tómatsósum og sinnepi. Það sem setur gamla og nýja franska matreiðslu á staU langt fyrir ofan aðrar matreiðsluhefðir heimsins er einmitt milt samspil í bragði, þar sem grunnbragð hráefna fær að njóta sín. Mfnta með nauti Bezti réttur GrUlsins í prófuninni voru ristaðir humarhalar með kónga- sveppum, ekki bara fint og fagurlega upp settir, heldur einnig meyrir og ilmandi af sjálfu hráefninu. GrUluð nautalund var líka meyr og góð, naut hóflegrar meðferðar á mintu, en uxa- halamaukið, sem fylgdi, var ekki tU bóta. Hæst náði skreytUistin í þrem- ur eftirréttum á einum diski, súkkulaðiturni, grænertuís og brenndum búðingi. Aðeins dísætir eftirréttir eru á matseðlinum. Sagan stendur kyrr Höfuðprýði GriUsins er, að það hef- ur haldizt óbreytt síðan elztu menn muna. Það er fastur punktur í tUver- unni. Inniviðir eru alltaf þeir sömu » og þjónustan er nánast aUtaf jafngóð. Matreiðslan er því miður frosin í þessum sömu steUingum fyrri tíma, sem væri kannski hægt að fyrirgefa, ef verðlagið hefði líka frosið í göml- um tölum. Jónas Kristjánsson Parmesanostur er frá Ítalíu og heitir hinn upprunalegi ostur parmigiano reggiano, kenndur við héruðin tvö, Parma og Reggio Emilia. Heitið parmesanostur er notað bæði yfir þennan upprunalega ost og alls kyns eftirlíkingar, misgóðar. Parmesanosturinn er afar bragð- mikiU, jafnvel er hægt að tala um ör- lítinn ávaxtakeim. Áferðin er vax- kennd en komótt þannig að þegar ost- urinn er rifinn niður verða flögurnar afar flnar. Parmesanostur er aðallega notaður með pastaréttum en einnig í salat og út á súpur. Einnig má borða ostinn einan sér. Parmesanostur fæst í stykkjum, pakkaður í loftþéttar umbúðir, í stór- verslunum, og best er að rífa hann rétt fyrir notkun. Ástæða er til að benda þeim sem aðeins hafa bragðað parmesanost sem fæst niðurrifinn í krukkum á að bragða ostinn því ekki er hægt að bera saman þessi hráefni. Gætið þess vel pakka ostinum vel inn þeg- ar hann er geymdur eftir að búið er að opna umbúð- irnar. Guðmundur Guðmundsson, matreiðslumaður á Pasta-Basta: ‘ * -f ' Einfaldur og góður pastaréttur Á veitingastaðnum Pasta-Basta er matreiðslan í ítölskum anda. Þvi var leitað þangað til að fá uppskrift að góöum rétti þar sem parmesan- ostur skipaði öndvegi. Guðmundur Guðmundsson, mat- reiðslumaður á Pasta-Basta, sagðist einmitt hafa á matseðli einfaldan og ljúffengan pastarétt með parmesan- osti. Rétturinn heitir Alfredo og er ættaöur sunnan af Sikiley. Guðmundur sagðist leggja rika áherslu á að nota ferskan parmesan- ost. „Það er ekki hægt að nota ann- an ost í þennan rétt og ekki parmesanostinn í dósunum, það er allt annar matur.“ Guðmundi finnst parmesanostur mjög góður og nefnir hann sem eitt af þeim hráefnum sem ítölsk matar- gerð byggist á. „Það eru margir hræddir við pasta og maður heyrir oft að pasta sé ekki matur. Það er hins vegar mjög gaman að elda úr pasta því það er hægt að gera svo margt við það, sérstaklega þegar maður fer að kynna sér hvað ítalir gera sjálfir við þetta hráefni." Guðmundur segir matargerð úr pasta vera bæði ein- falda og ódýra. „Svo er þetta góður matur, bæði sem forréttur og aðal- réttur." Guömundur segist ekki hafa hald- iö að rétturinn Alfredo væri sérlega merkilegur þegar hann sá uppskrift- ina fyrst. „Uppskriftin leit ekki út fyrir að vera nokkur skapaður hlut- ur en þegar ég fann bragðið og fann hvað þetta er mikill réttur úr ekki flóknara hráefni varð ég alveg undr- andi.“ Sólþurrkuðu ólífumar í réttinum eru viðbót Guðmundar og sóma sér sérstaklega vel. Alfredo meó ólífum 1 peli rjómi 80 g smjör 80-100 g parmesan- ostur, salt og pipar úr kvörn, sólþurrk- aðar svartar ólífur, söxuð stein- selja. Sjóð- iö pa stað sam- það hefur þykknað ör- lítið. Setjið þá parmesanost- inn út í og krydd endur parmesanosts DV-MYNDIR INGÓ Parmesan meöal hornstelna Guðmundur Guðmundsson seg- ir parmesanostinn skipa stór- an sess þegar ítölsk mat- argerð er annars vegar. réttinn eftir að hann kominn á diskinn einnig steinselj- una. Sömuleiðis má strá svolitlum parmesanosti yfir rétt- inn á diskinum. Berið fram með góðu brauði. Uppskrifitin er fyrir tvo. Eins og sést er þetta afar einföld og fljótleg upp- skrift, matreiðslu- tlminn er aðeins um 10 mínútur, og fyrir aðdá- Brauðmolar í súpu Hægt er að búa til öndvegis- brauðmola eða croutons í súp- ur úr parmesanosti. Skerið brauð I litla bita eða mola og steikið þá í olíu á pönnu þar til þeir eru stökkir. Látið renna af þeim á eldhús- bréfi og veltið þeim upp úr nýrifnum parmesanosti áður en þeir eru settir út í sjóðandi heita súpuna. Kartöflur með parmesanosti Skerið kartöflur í sneiðar og hægsteikið á pönnu þar til þær eru mjúkar. Sáldrið þá nýrifn- um parmesanosti yfir og hald- ið áfram að steikja stutta stund. Steikið beikon þar til það er vel stökkt og setjið það ásamt fínsaxaðri steinselju út á áður en borið er fram. Rétturinn er góður einn sér eða sem meðlæti með kjöti. Kjötbollur með parmesanosti í bollurnar er notað svína- hakk sem er hrært út með eggi, örlitlu hveiti og parmesanosti. Bollurnar eru bornar fram með hvaða pasta sem er og heimatilbúinni tómatsósu sem búa má til með því að steikja lauk og hvít- lauk, bæta þá niðursoðnum tómötum á pönnuna, eða vel-. þroskuðum ferskum, krydda t.d. með ítalskri kryddblöndu og láta sjóða niður. Parmesan á hvítlauksbrauð Hvítlauksbrauðið verður enn betra ef parmesanosti er stráð yfir það heitt. Einnig er hægt að sáldra parmesanosti í rifurnar með hvítlaukssmjörinu áður en brauðið er hitað í ofninum. kvæmt fyrirmæl- um á pakka og gætið þess að ofsjóða það ekki. Sjóðið saman rjóma og smjör I nokkrar mínútur eða þar til með salti og pipar eftir smekk. Setjið ólífurnar út á er þetta ein- stakt ljúf- Ég vona bara að fólk prófi þetta um helgina," sagði Guðmundur Guðmundsson að lokum. N æringarinnihald: Parmesanosturinn er feitur og afar prótínríkur. í ostinum er bæði A- og B-vítamín og örlítið E-vítamín. i 100 g parmesanosti eru 452 kaloríur 39,4 g prótín 37,7 g fita A-, B- og C-vítamín

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.