Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2001, Qupperneq 49
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 61 IOV Tilvera íslandsmót kvenna og yngri spilara 2001: Sveit Hjördísar Sigur j ónsdóttur íslandsmeistari Sveit Hjördísar Sigurjónsdóttur sigraði örugglega á íslandsmóti kvenna í sveitakeppni sem haldið var í Bridgehöllinni við Þönglabakka um sl. helgi. Einnig tryggði sveit Sigur- björns Haraldssonar sér íslandsmeist- aratitil yngri spilara með þvi að sigra sveit Frímanns Stefánssonar í 96 spila einvígi um titilinn. Góð þátttaka var í keppni kvenna, 14 sveitir, en aðeins mættu tvær sveit- ir í flokki yngri spilara, sem er vissu- lega áhyggjuefni. Ekki er einfalt mál að bregðast við því, hugsanlega væri hægt að hækka aldurstakmark en það er neyöarúrræði. Betra væri að reyna að koma bridge að sem námsgrein í skólunum og skapa þannig áhuga yngri kynslóð- arinnar fyrir spilinu. Röð og stig efstu sveita í kvenna- flokki var þessi: 1. Sveit Hjördísar Sigurjónsdóttur 251 2. Sveit Erlu Sigurjónsdóttur 230 3. Sveit Þriggja Frakka (Esther Jak.) 229 4. Sveit Soffiu Daníelsdóttur 206 5. Sveit Fjögralaufasmára (Unnur Sv.) 204 6. Sveit Bryndísar Þorsteinsdóttur 196 íslandsmeistarar kvenna 2001 eru auk Hjördísar, Ragnheiður Nielsen, Anna ívarsdóttir og Guðrún Óskars- dóttir. Og íslandsmeistarar yngri spil- ara eru Sigurbjörn Haraldsson, Heið- ar Sigurjónsson, Ingvar Jónsson og Ásbjörn Bjömsson. Þeir unnu einvíg- isleikinn með 270-255 eftir jafnan leik alian tímann. Anna og Guðrún voru einnig langefstar í fjölsveitaútreikningi með 1,88 impa að meðaltali i spili. í öðru sæti urðu tvær konur að norðan i sveit Norðan 5, Björk Jónsdóttir og Stefanía Sigurbjörnsdóttir, með 1,09 impa að meðaltali í spili. Björk er eig- inkona Jóns Sigurbjörnssonar, bridgemeistara frá Siglufirði, og Stef- anía systir hans. Og meðan ég man, þá er Ingvar Jónsson sonur Bjarkar og Jóns. Mikil bridgeætt á ferðinni þarna. En skoðum eitt spil úr kvenna- flokki. Það kom fyrir milli sveita Hjördísar og Norðan 5 i fimmtu um- ferð. V/Allir * KG8 * ÁK76 ♦ G3 * ÁG107 * 932 N * 7654 V 83 V A » G2 ♦ Á864 ♦ D9752 * 6432 * D9 * ADIO V D10954 * KIO * K85 Þar sem Hjördís og Ragnheiður sátu n-s og Björk Jónsdóttir og Guð- laug Márusdóttir a-v gengu sagnir á þessa leið: Vestur Noröur Austur Suöur pass 1 grand pass 2 ♦* pass 3 *** pass 4 grönd pass 5 ♦*** pass 6 •» pass pass pass * yfirfærsla í hjarta ** fjórlitarstuðningur og hámark *** Þrjú lykilspil Austur spilaði út tígli, lítið úr blindum og vestur fékk slaginn á ás- inn. Hún spilaði meiri tígli og nú þurfti bara að finna laufdrottninguna. Hjördís tók fjórum sinnum hjarta og þegar vestur henti einum tígli og einu laufl var hún ekki í vafa. Hún spilaði laufás og meira laufi. Þar með var slemman unnin og n-s fengu 1430. Á hinu borðinu sátu n-s Ágústa Jónsdóttir og Inga Jóna Stefánsdóttir en a-v Guðrún og Anna. Norðankonur fundu ekki laufdrottninguna og þar með tapaðist slemman. Verðlaunahafar Guðmundur Ágústsson, forseti BSÍ, Hjördís Sigurjónsdóttir, Anna ívarsdóttir, Guörún Óskarsdóttir og Ragnheiöur Nielssen. Hðnn myndi leysa úi ^ vandanum ef hann gaílt - en hann ef mem ( sérfræðmgur i aó komasl í vandfaeði en ^ að raia úr f>e>rn' ^ Myndgátan hér til hliðar lýsir Oröasambandi. Lausn á gátu nr. 2958: Leikflétta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.