Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 Útlönd I>V Olíumengaður fugl Olíumengunin við Danmörku er farin aö hafa áhrif á fuglalíf í sjónum. Rúmlega tíu þús- und sjófuglar í hættu vegna olíu Rúmlega tíu þúsund sjófuglar kunna að vera í hættu vegna oliu- mengunarinnar við eyjamar Mön og Falster í Danmörku ef yfirvöld- um tekst ekki hreinsa olíuna áður en aftur fer að hvessa. Fjöldi skipa vinnur nú við hreinsunina. Að sögn líffræðings danska fugla- fræðifélagsins er þarna meðal ann- ars að finna æðarfugla, máfa og fiskiendur. Olían, sem streymdi úr olíuskip- inu Baltic Carrier suður af Mön, getur valdiö erfiðleikum i alllangan tíma enn. Hluti olíunnar er kominn undir yfirborö sjávar þar sem hún getur flotið um í nokkrar vikur, án þess að hægt verði að taka hana. Vaxandi þreyta hjá launþegum Þótt einstaklingsbunain laun, sveigjanlegur vinnutími og áhrif á vinnustaö hljómi freistandi í eyrum margra launamanna, eru afleiðing- arnar oft aukin streita og þreyta. Þetta er álit fjölda sérfræðinga sem hafa nýlega lokið við þriðju umfangsmiklu rannsóknina á vinnuskilyrðum evrópskra laun- þega, að því er segir í danska blað- inu JyUands-Posten. Rannsóknin leiddi í ljós, gagn- stætt því sem menn áttu von á, að streita, þreyta og atvinnutengdir sjúkdómar fara vaxandi. Rúmlega tuttugu þúsund launþegar tóku þátt í könnuninni. Þriðjungur þeirra þjáist af bakverkjum og tæpur fjórð- ungur telur sig vera útbrunninn og 28 prósent eru stressuð. Stund milll stríða Makedónskur lögregluþjónn hvílir lú- in bein í þorpi nærri Tetovo. Sókninni gegn Albönunum lokið Síðustu sókn makedónska stjórn- arhersins gegn albönskum skæru- liðum við borgina Tetovo er lokið, nema hvað enn á eftir að hreinsa til á stöku stað, að því er talsmaður hersins sagði fréttamönnum í gær. Stjómvöld sögðu að lokið væri rannsókn á atviki þegar breskur fréttamaður og tveir Albanir týndu lífi þegar sprengikúla féll á þorp í Kosovo og að Makedónar bæru þar enga ábyrgð. Frumrannrókn NATO bendir hins vegar til að sprengjunum hafi verið skotið frá Makedóníu. Tals- maður stjómarinnar lét að því liggja aö skæruliðar hefðu dulbúið sig sem makedónska stjómarher- menn og skotið sprengikúlunum. Miklar mótmælaaðgerðir á Vesturbakkanum og Gaza: ísraelar drápu 5 Palestínumenn Israelskir hermenn skutu að minnsta kosti fimm Palestínumenn til bana í einhverjum hörðustu mót- mælaaðgerðum sem hafa sést á Vesturbakkanum og Gaza í margar vikur. Spennan fyrir botni Miðjarðar- hafsins hefur farið vaxandi síðustu vikuna vegna sprengjutilræða Palestínumanna, flugskeytaárása Israela og krafna Georges W. Bush Bandaríkjaforseta um að Palestínu- menn geri meira til að stemma stigu við ofbeldisverkum. ísraelskir arabar héldu fjölda- fundi í gær á svokölluðum „lands- degi“ þar sem þeir minntust þess að 25 ár eru liðin síðan ísraelskir her- menn skutu sex bræður þeirra þeg- ar verið var að mótmæla eignar- námi stjórnvalda á jörðum þeirra. Fundirnir í gær fóru að mestu frið- samlega fram. Hermenn skutu fjóra grjótkastara Átök á Vesturbakkanum Palestínumaður leitar skjóls á bak við járntunnu í borginni Ramallah þar sem kom til harðra átaka í gær. til bana í Vesturbakkaborginni Nablus þar sem um tíu þúsund manns tóku þátt í mótmælaaðgerð- um, að sögn sjónarvotta og starfs- fólks sjúkrahúsa. Enn einn Palestínumaður féll í Ramallah þegar hann fékk israelska kúlu i höfuðið. Þar tóku um þúsund manns þátt í göngu að ísraelskri varðstöð. Hermenn og palestínskir byssumenn skiptust einnig á skot- um í borginni. Mannfjöldinn í Ramallah kveikti í brúðu í líki Ariels Sharons, forsæt- isráðherra ísraels, og sungu söngva til stuðnings palestinskum skæru- liðum sem gerðu sjálfsmorðsárásir í ísrael í vikunni þar sem tveir ísra- elskir unglingar létu lífið. Átök brutust einnig út í gamla borgarhlutanum í Jerúsalem þar sem Palestínumenn köstuðu grjóti og flöskum að gyðingum á bæn við Grátmúrinn. Eldaö til heimsmets Kokkarnir á intercontinentai og Crown Ptaza hótelunum í Dubai elduðu gómsætan rétt þarlendra, biryani, í stærsta þar til gerða potti í heimi og ætluðu sér þar með að setja heimsmet. í réttinn fóru hvorki meira né minna en 1.150 kíló af hrísgrjónum og 630 kíió af kjúklingakjöti, auk alls skonar krydds. Potturinn er þrír metrar í þvermál. Sænskir bændur fá ekki að fara til Danmerkur: Bresk stjórnvöld hika enn viö að bólusetja kvikfénað Óttinn við gin- og klaufaveikina varð til þess að hópi sænskra bænda var bannað að fara til Dan- merkur í gær. Þar ætluöu bændum- ir að sitja ráðstefnu um samvinnu milli danskra og sænskra héraða. Sænsk yfirvöld hafa jafnframt bannað allan innflutning einstak- linga á matvælum frá útlöndum, þar á meðal frá Danmörku, þar sem gin- og klaufaveikinnar hefur ekki orðið vart. Bresk stjórnvöld virtust enn hik- andi í gær um hvort bólusetja ætti dýr á þeim svæðum sem hafa oröið verst úti til að reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiöslu gin- og klaufaveikifaraldursins. Miklar viðræður hafa farið fram mfili stjómvalda, bænda og dýra- lækna en embættismenn sögðu í gær að ekki væri að vænta ákvörð- Tony Blair vígalegur Breski forsætisráöherrann heimsótti fjöldagrafir kvikfénaöar í Skotlandi. unar um bólusetningu fyrr en í næstu viku. Ótti við að veikin hefði borist til Þýskalands reyndist ástæðulaus þegar niðurstöður prófana á grísum á búi nærri landamærunum að Hollandi reyndust neikvæðar. Gin- og klaufaveikinnar hefur orðið vart í Frakklandi, írlandi og Hollandi, auk Bretlands. Ellefta tilfelli sjúkdómsins í Hollandi var staðfest í gær. Þar gæt- ir vaxandi reiöi meðal bænda og gripu þeir til þess ráðs að einangra býli, þar sem sjúkdómurinn hefur greinst, til að mótmæla fyrirhugaðri slátmn dýra á svæðinu. Yfirvöld ætla að sláta 50 þúsund dýrum í næsta nágrenni býlisins. Bresk yfirvöld sögðu að 834 þúsund dýrum hefði annaðhvort verið slátr- að eða þau biðu slátrunar. Tilbúnir að taka Slobo Fjöldi lögreglu- bíla og sjúkrabíll var nærri heimili Slobodans Milo- sevics, fyrrum Júgóslavíuforseta, í Belgrad í gærkvöld og var það mál manna að verið væri að undirbúa handtöku hans. Milosevic hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi og forráðamenn stríðs- glæpadómstóls SÞ vilja fá hann framseldan. Vill stöðva hassklúbba Frank Jensen, dómsmálaráðherra Danmerkur, vill stöðva rekstur svo- kallaðra hassklúbba í Danmörku, þar sem lögreglan segir að hass sé selt. Eftir páska ætlar Jensen að leggja fram frumvarp um að banna viðskiptavinum aðgang að klúbbun- um eftir fyrstu viðvörun lögreglu. \ \ 1 1 Áhyggjur af ferð páfa Stjórnvöld í Rússlandi hafa lýst áhyggjum sínum af fyrirhugaðri heimsókn Jóhannesar Páls páfa til Úkraínu í júní í sumar. Þá hefur patríarki rétttrúnaðarkirkjunnar kvartað yfir því að heimsóknin kunni að spilla samskiptunum við Páfagarö. Þörungar að deyja út Svo virðist sem eiturþörungarnir sem hafa drepið næstum þúsund tonn af eldislaxi við suðurströnd Noregs séu sjálfir að drepast, að sögn norskra embættismanna. Grípi til neyðarréttarins Mogens Lykke- toft, utanríkisráð- herra Danmerkur, hefur sett sig í sam- band við stjómvöld í Suður-Afríku til að fá þau til að grípa til neyðarrétt- arklásúlu í svoköll- uðu TRIPS-samkomulagi. Ef Suður- Afríkumenn nýta sér klásúluna geta þeir útvegað milljónum alnæmis- smitaðra ódýr lyf. Meira eytt í njósnara Bresk stjórnvöld eyða rúmum milljarði punda á ári í njósnir og gagnnjósnir, tvisvar sinnum meira en á tímum kalda stríðsins, að sögn tímaritsins Economist. Fjárframlög til Grænlands Jonathan Motz- feldt, formaður grænlensku heima- stjórnarinnar, og Pia Gjellerup, fjár- málaráðherra Dan- merkur, náðu í gær samkomulagi um ríkisstyrk Dana til Grænlendinga fyrir tímabilið 2002 til 2003. Styrkurinn mun nema um þrjátíu milljörðum íslenskra króna. Banaslys í Færeyjum Þrír ungir menn fórust i umferð- arslysi á Austurey í Færeyjum að- faranótt föstudags þegar ökumaður missti stjóm á bíl sinum með þeim afleiðingum að hann fór niður 50 metra bakka. Krónprins trúlofar sig Hollenski krónprinsinn Willem- Alexander hefur trúlofast argen- tínskri kærustu sinni, Maximu Zor- reguieta. Trúlofunin er umdefid.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.