Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 35
34 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 47 Helgarblað DV DV Helgarblað Hilmir Snær Guðnason er sa sem allir vildu raöa. Hilmir kaus að vera um kyrrt í Þjóðleikhúsinu og veturinn í vetur hefur verið honum gjöfull því frammistaða hans í Horfðu reiður um öxl gleymist engum sem sá og Með fulla vasa afgrjótl nýtur gríðar- legra vinsælda. Þetta varö til þess að önnur leikhús urðu að fresta eða s/eppa boðuðum verkefnum sem Hilmir átti að taka þátt í. Hann er gulldrengur íslensks leikhúss þessi misseri. - þrjú leikhús bítast um hylli áhorfenda og slást um stjörnurnar sem skína eða slokkna. Hvað gekk vel og hvað gekk illa? Hverju var sleppt og hverju frestað og hvers vegna? DV gerir úttekt á íslenskum leikhúsvetri. Þegar Leikfélag íslands var sameinað flugfélaginu Lofti og fyrirtœkinu Hljóðsetn- ingu í lok maí vorið 2000 var sagt á forsíðu Helgar- blaðs DV að risi væri fœdd- ur í Iðnó. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri sagði í samtali við blaðið að nú vœri þriðja atvinnuleik- húsið á íslandi orðið að veruleika en fyrírtœkið hugðist fastráða sex leikara til starfa og veita hinum tveimur leikhúsunum, Borgarleikhúsi og Þjóðleik- húsi, samkeppni á einhvers konar jafnréttisgrundvelli. Borgarleikhúsið stóð einnig á tíma- mótum á síðasta ári því nýr leikhús- stjóri, Guðjón Pedersen, tók við stjórn- taumunum og sá vetur sem nú er senn liðinn er fyrsti vetur hans við völd í Kringlumýrinni. Þjóðleikhúsið er sem fyrr undir styrkri stjóm Stefáns Baldurssonar sem hefur ásamt Sveini Einarssyni og Guðlaugi Rósinkrans lengsta starfs- reynslu sem leikhússtjóri á íslandi. Viltu vinnu, væni? Þegar verið var að ganga frá ráðn- ingarsamningum leikara hjá Leikfé- lagi íslands síðastliðið haust og sumar er óhætt að segja að nokkurt rót hafi komist á leikarastéttina en vegna þess- ara umskipta hurfu Sigurður Sigur- jónsson, Öm Ámason og Jóhann Sig- urðarson frá Þjóðleikhúsinu en þeir em allir hluthafar í Leikfélagi Islands gegnum Hljóösetningu ehf. Öm og Sig- urður starfa í Iðnó en Jóhann er í söngnámi á Ítalíu. Einhver umskipti urðu í Borgarleikhúsi í kjölfar leikhús- stjóraskipta og Ingvar E. Sigurðsson sagði lausum samningi sínum við Þjóðleikhúsið. Þetta leit opinberlega út eins og dá- lítið stjörnustríð og sérstaklega var fylgst með því hvemig Hiimir Snær Guðnason myndi haga ráðningarmál- um sínum en hann hefur lengi verið fastráðinn í Þjóðleikhúsi. Þrálátur orðrómur heyrðist um að hann vOdi breyta því en af því varð ekki. DV hef- ur heimildir fyrir því að hann hafi ver- ið kominn mjög nálægt samningi við Leikfélag Islands. Leikfélag íslands lýsti því reyndar yflr að Hilmir gengi til liðs við það haustið 2001 en af því verður ekki. Hvar er Oliver? Einnig mætti rifja upp væringar sem urðu milli Þjóðleikhússins og Leikfélags íslands vegna sýningarrétt- ar á söngleiknum Oliver Twist sem Leikfélag íslands ætlaði aö sýna og var undirbúningur kominn í gang þegar Stefán Baldursson flaug til London og tryggði sér sýningarréttinn sem Leik- félagsmönnum hafði láðst að gera. Leikfélagsmenn reiddust nokkuð en fengu ekki að gert. Þjóðleikhúsið sýnir ekki Oliver Twist á þessu leikári held- ur geymir til næsta árs. Síðan má bæta í þennan suðupott ails kyns greinarskrifum og umræðum sem aðallega snerust um kosti og galla markaðsleikhúss og hvað markaðsleik- hús eiginlega væri. Þeir Baltasar Kor- mákur og Hávar Sigurjónsson tókust á um það svo gneistaði af sverðum á síð- um dagblaðanna. Allt var þetta indælt stríð en beindi eðlilega mikilli athygli að starfi leik- húsanna þótt ekki væru allir sáttir við þá athygli. Nú er þessi fyrsti vetur senn á enda og því ekki úr vegi að líta yflr sviöið og reyna að átta sig á því hvemig leikhúsunum hefur famast. Hilmir Snær brillerar Þjóðleikhúsið fór af stað í þennan mikla samkeppnisvetur með Horfðu reiður um öxl eftir John Osbome. Þar var Hilmir Snær Guðnason í aðalhlut- verki og fékk gríðarlega góða dóma fyrir. Þrátt fyrir nokkurt nöldur um að verkið ætti lítið erindi við okkar sam- tíma sló sýningin rækilega í gegn og var fljótlega flutt af litlu sviði á stórt og hefúr gengið þar fyrir fullu húsi áhorf- enda. Verið er að hætta sýningum á því um þessar mundir þrátt fyrir stöðuga eftirspum eftir miðum. Hilmir Snær er einnig í öðm af tveimur hlutverkum í írsku leikriti sem heitir Með fulla vasa af grjóti og hefur notið mikiila vinsælda á Bret- landseyjum og írlandi undanfarin misseri. Stefán Karl Stefánsson, undra- bam og upprennandi stjama, leikur á móti honum og hafa færri komist að en vilja síðan sýningar hófúst. Það er því óhætt að segja aö þessar tvær sýn- ingar hafl verið „hit“ i Þjóðleikhúsinu í vetur og það svo að mikil vandræði hafa skapast því erfitt er að koma mörgum vinsælum sýningum fyrir í einu. Nýlega var leikritið Laufin I Toscana eftir Lars Norén frumsýnt og hefur fengið frábæra dóma og góðar undirtektir. Það var frumsýnt fyrr en sumir aðstandendur sýningarinnar hefðu viljað gagngert til þess að ná 12 sýningum eða svo á því inn á dagskrá leikhússins því næsta fóstudag verður söngleikurinn Singin in the Rain frum- sýndur og má búast við verulegum vinsældum. Blái hnötturinn, nýtt bamaleikrit eftir Andra Snæ Magna- son, hefur einnig gengið mjög vel. Ánægjulegur vandi Sýningar á Ástkonum Picassos urðu fáar i Þjóðleikhúsi og nýju íslensku leikriti eftir Kristján Þórð Hrafnsson, Já hamingjan, var frekar fálega tekið en það er þó enn sýnt. Tveimur frum- sýningum, Vilja Emmu eftir David Hare og Birdie, verður frestað til hausts en verkin æfð í vor. Það er gert vegna velgengni annarra verka sem gerir það ókleift að koma þeim á svið. „Þetta er ánægjulegur vandi og á heildina litið er ég mjög ánægður með veturinn í vetur,“ sagði Stefán Bald- ursson í samtali við DV. „Það er aldrei hægt að vita fyrir fram hvað gengur og hvað ekki. Vin- sældir Horfðu reiður um öxl komu okkur ekki á óvart en ég hefði gjaman viijað sjá Ástkonur Picassos ganga bet- ur en þetta er aidrei hægt að reikna út.“ Konungur er fallinn Borgarleikhúsið viidi fá Hilmi Snæ til sín og fékk hann með því að bjóða honum aöalhlutverk í því fræga verki, Beðið eftir Godot, og leikstjóm á Abigail heldur partí, sem var önnur tilraun hans á því sviði. Borgarleik- húsið hóf vertíðina með uppfærslu á Lé konungi eftir Shakespeare í leik- stjóm Guðjóns Pedersens, nýbakaðs leikhússtjóra sem, líkt og Stefán Bald- ursson, hóf veturinn með eigin leik- stjóm. Lér konungur féli. Dómar gagn- rýnenda vom almennt neikvæðir og undirtektir áhorfenda slæmar. Sýning Viöars Eggertssonar, fyrr- verandi leikhússtjóra í Borgarleikhúsi, á öndvegiskonum eftir Wemer Schwab fékk góðar undirtektir og gott orðspor hefur tryggt sæmilega aðsókn. Nýtt leikrit eftir Hailgrím Helgason, Skáldanótt, fékk slæma dóma en hefúr fengið rífandi góða aðsókn og fékk Menningarverðlaun DV. sýnt. Framsýningu hafði verið frestað um eina viku þegar Ingvar flaug burt og traustar heimildir DV herma að sýningin hafl verið í mestu ógöngum og átt langt í land með að vera sýning- arhæf og er skuldinni einkum skellt á leikstjóm Maríu Kristjánsdóttur. í kjölfar þessara hremminga var hálfrar aldar gamail farsi, Blúndur og blásýra, driflnn á svið en dómar hafa verið afleitir og sýningin virðist ekki ætla að ná flugi þótt of snemmt sé að afráða það. Bamaleikritið um skógar- drenginn Móglí hefúr gengið prýði- lega. Kontrabassinn eftir Patrick Súskind var framsýndur í gær og of snemmt að spá um afdrif hans. Ein frumsýning er eftir í Borgarleik- húsi. Það er leikrit sem heitir á ís- lensku Píkupískur, eða Vagina Monologues, sem hefur notið mikilla vinsælda í Ameríku. Beöiö eftir Hilmi Hið fræga leikrit, Beðið eftir Godot, eftir Samuel Beckett, var nær fullæft í Borgarleikhúsi undir stjórn Peters Enguist, sænsks leikstjóra, og forsýnt tvisvar sinnum án leikmyndar og síð- an frestað til hausts, að sögn vegna þess að beðið er eftir innréttingu nýs sviðs í tengibyggingu. Hilmir Snær Guðnason leikur eitt aðalhlutverkið í þessu rómaða verki og mörgum finnst sennilegri skýring á frestun verksins að með hann fastan í tveimur mjög vinsæluin sýningum í Þjóðleikhúsi, þ.e. Horfðu reiður um öxl og Með fulla vasa af grjóti, hafi Borgar- leikhúsið staðið frammi fyrir því að geta ekki sýnt Godot nema í mesta lagi á þriðjudögum og miðvikudögum og þess vegna ákveðið að fresta. Þegar horft er til falls Lés konungs, mikils kostnaðar við uppsetningu á Þjóðníðingi og frestun Godots verður að telja að Guðjón Pedersen hafi farið slysalega af stað sem leikhússtjóri þennan fyrsta vetur og verður að vona að þama sé fall fararheill. Ekki náðist í Guðjón Pedersen leik- hússtjóra vegna þessarar greinar. Meö lúöraþyt og söng Leikfélag ísiands fór af stað með talsverðum lúðraþyt og söng í haust. Gefinn var út veglegur bæklingur þar sem verkefni vetrarins vora boðuð. Vinsælasta verkefni vetrarins virðist hafa verið Á sama tíma síðar, sem er Sigurður Eyberg ekki meö Leikfélag islands boðaði sýningu söngleiks sem heitir Hedwig og átti að fara á fjalimar í Loftkastalanum eftir áramótin. Þetta er nýr söngleikur sem hefur fengið fina dóma erlendis og sýn- ingar gengið vel. Sýningum á söng- leiknum hefur verið frestað fram í júní, að sögn Leikfélagsmanna, vegna plássleysis í Loftkastalanum. Önnur ástæða mun vera sú að aðalleikarinn og söngvarinn, Sigurður Eyberg að nafni, sem ráðinn hafði verið þrátt fyr- ir litla reynslu, var þegar á hólminn var komið ekki nógu góður og verður ný stjama ráðin í fyllingu tímans. Samningar munu standa yfir við Borg- arleikhúsið um sýningar á Hedwig. Það fyrirkomulag ætti að henta báðum aðilum vel þar sem LR vantar sýning- ar í húsið. Kvartett eftir Ronald Harwood, i leikstjóm Gísla Rúnars Jónssonar, var ekki sýnt eins og boðað var og ekki heldur Saga um pandabirni sem Magn- ús Geir Þórðarson ætlaði sjálfur að leikstýra. Það verður fært upp í sam- vinnu við Leikfélag Akureyrar og frumsýnt þar í haust. Sérstök jólasýning, Hvaða jól?, sem Öm Ámason, Sigurður Siguijónsson og Karl Ágúst Úlfsson áttu að leika í, sást aldrei á sviði og Feðgum á ferð, kabarettsýningu með Erni og Áma Tryggvasyni, var frestað til vors. Sam- Stefán Baldursson þjóöleikhússtjóri. Segja má að eftir þennan fyrsta vetur sem þrjú atvinnuleikhús keþþa á mark- aðnum um hylli áhorfenda standi Stefán uþþi sem sigurvegari. Þjóðleikhúsið hefur hitt í mark með flestu sem sett hefur verið uþþ, sýningum er hætt fyrir fullu húsi til að koma öðrum að og meira að segja grískir harmleikir draga að sér fjölda manns. Ingvar er farinn Næsta áfall sem LR varð fyrir á eft- ir Lé konungi var þegar Ingvar E. Sig- urðsson, sem leika átti aðalhlutverkið í Þjóðníðingi Ibsens, fékk hlutverk í amerískri bíómynd fáum dögum fyrir frumsýningu og hvarf af landi brott. Þetta var allt með nokkrum ævintýra- blæ og sýningu á Þjóðníðingi hefur verið frestað til hausts og er reyndar haft fyrir satt að verkið verði alls ekki framhald af vinsælu verki, Á sama tíma að ári, sem gengið hefur áram saman. Sömu leikarar fara með aðal- hlutverk. Sniglaveislan eftir Ólaf Jó- hann Ólafsson, sem frumsýnd var á Akureyri, með Gunnar Eyjólfsson 75 ára í aðalhlutverki, er komin til Reykjavikur og virðist ætla að ganga mjög vel. Shakespeare eins og hann leggm- sig var tekinn upp frá fyrra ári og hefur gengið í allan vetur en sýn- Hilmir ekkí heldur í lönó Þegar bæklingurinn með verkefna- lista vetrarins er skoðaður kemur í ljós að nokkram sýningum hefúr verið frestað misjafnlega lengi eða þær slegnar alveg af. Ástæður era af ýmsu tagi en plássleysi í Loftkastalanum sú helsta. Það mun einnig hafa sett strik í reikninginn að þegar til kom gekk ekki eins vel að fá leikara lánaða hjá Þjóðleikhúsi og ætlað var. Ailt er Ingvar E. Sigurösson. Ingvar hvarf afyfírborði íslensks leikhússlífs til að leika í kafbátamynd. Sýningu LR á Þjóðníðingi var fyrir vikið af- lýst en sagt er að það hafi í raun verið hapþ fyrir leikhús- ið því sýningin hafi verið í miklum vandræðum. Guöjón Pedersen stýröi Borgarieikhúsinu í fyrsta sinn þennan vetur. Lér konungur féll, Þjóðníöingur Ibsens reyndist andvana fæddur og leikhúsið neyddist til að fresta Beðið eftir Godot til hausts því stjarnan Hilmir Snær var teþþtur í Þjóðleikhúsinu. Auk þess seldi Leikfélagið ofan afsér húsið. Fall er vonandi fararheill. Magnus Geir Þorðarson leikhusstjori Leikfélags Islands í lönó. Mörgum þótti Magnús og félagar hans bífræfnir þegar þeir settu fram dagskrá sína í haust. Enda fór svo að lokum að sex leiksýningum var annaðhvort frestað eða sleppt alveg. Bjarta hliðin á því er að í flestum tilvikum mátti kenna um skorti á sviösrými vegna vinsælda annarra sýninga. ingum lýkur í byijun apríl. Sýnd veiði með þremur vinsælum gamanleikkonum gekk ágætlega en fáar sýningar vora á Trúðleik eftir Hallgrím H. Helgason. breytingum undirorpið í leikhúsi og leikarar lentu í fleiri og vinsælli verk- um þar en áður var vitað um. Eldað með Elvis eftir Lee Hall átti að vera á dagskrá í Iðnó í vetur en þetta er eitt vinsælasta gamanleikritið í London um þessar mundir og er eftir sama höfund og skrifaði handritið að hinni margverðlaunuðu kvikmynd um Billy Elliott. Aðalstjama verksins átti að vera Hilmir Snær Guðnason og var vandlega auglýst að hann gengi til liðs við félagið í haust og Stefán Jónsson átti að leikstýra. Þeir eru báðir á samningi hjá Þjóðleikhúsi og sýning- um hefur verið frestað til hausts og sú breyting verður gerð að Hilmir verður ekki með. Ástæður frestunar era aug- ljósar. Hilmir kemst ekki. tals er því hægt að finna i bæklingnum góða sex leiksýningar sem annaðhvort hefur verið aflýst eða þeim frestað, misjafnlega lengi. Kom þægilega á óvart „Góðar viðtökur og frábær aðsókn komu okkur þægilega á óvart. Þessi góða aðsókn hefur leitt til þess að nokkrum frumsýningum hefur seink- að. Leikfélag íslands nýtur lítiila opin- berra styrkja og því tökum við ekki sýningar af fjölunum sem ganga fyrir fullu húsi. Við eram hins vegar með tvær mjög spennandi sýningar í startholunum sem fara á svið þegar hægist á þeim sýningum sem þegar era á fjölunum. Þetta hefur verið ánægjulegur og lær- dómsríkur vetur en ég hefði viljað sjá meiri stuðning frá hinu opinbera til sjálfstæðra leikhúsa," sagði Magnús Geir Þórðarson í samtali við DV. í áður áminnstu viðtali sem birtist í DV í vor segja bæði Magnús Geir Þórð- arson og Hallur Helgason, forsvars- menn Leikfélags íslands, að nýtt hluta- fé verði boðið út og telja líklegt að það nemi nokkrum tugum milljóna. Af þessu hlutafiárútboði hefur ekki orðið og mun formsatriði, tengt skráningum hlutafélaganna sem standa saman að félaginu, hafa tafið það verulega. Haft er fyrir satt að tíðinda sé að vænta af nýjum hluthöfum í byrjun mai. Niöurgreitt húsnæöi Við þetta má bæta að Leikfélag ís- lands var aðili að erindi til Samkeppn- isstofnunar þar sem Bandalag sjálf- stæðra leikhúsa kvartaði sáran undan yfirgangi stóra leikhúsanna sem það taldi misbeita opinberum styrkjum til þess að gefa leikhúsmiða eða greiða verö þeirra niður, og sérstaklega var athæfi íslensku óperunnar, að undir- bjóða leigu á sýningarhúsnæði, talið aivarlegt. Samkeppnisstofnun sá ekki ástæðu til aðgerða, umfram það að hvetja menntamálaráðherra til endm'mats á opinberum styrkjum til leiklistar. Um þessar mundir er fyrirtæki Baltasars Kormáks og Lilju Pálmadótt- ur, konu hans, Sögn ehf., að hefia sýn- ingar á vinsælu frönsku gamanleikriti sem heitir Fifl í hófi. Baltasar er sem 5% hluthafi í Leikfélagi íslands aðili að umræddu erindi til Samkeppnis- stofnunar en í þessu tilviki nýtur fyr- irtæki hans góðs af umræddri meintri niðurgreiðslu á húsaleigu Óperannar, en Sögn ehf. leigði húsnæði Gamla bíós undir sýningarnar. Allir vildu eiga Hilmi Ef hægt er að draga atburði vetrar- ins í leikhúsunum saman þá er ljóst að stjaman sem allir vildu að skini á sig, Hilmir Snær Guðnason, skín aðeins í Þjóðleikhúsinu í vetur. í tveimur til- vikum, Beðið eftir Godot í Borgarleik- húsi og Eldað með Elvis í Iðnó, veldur fiarvera hans vegna anna við Hverfis- götuna vandræðum. í báðum tilvikum var um að ræða verk sem leikhúsin bundu talsverðar vonir við. Þau vildu að stjaman skini á þau líka en þegar dagur er kominn að kvöldi skín hún aðeins á gesti Þjóðleikhússins þennan vetur. í kjölfar breyttra laimasamninga í Þjóðleikhúsi, sem tóku gildi um miðj- an vetur og veita þjóðleikhússtjóra aukið svigrúm til þess að umbuna leik- urum umfram það sem áður var, mun staða Hilmis hafa styrkst og verður að teljast frekar óliklegt að hann hugsi sér til hreyfings. Önnur stjama sem ákaft var tekist á um var Ingvar E. Sigurðsson, sem var með lausa samninga, en hann hvarf snögglega af vettvangi um miðjan vet- ur og skín stjama hans nú á amerísk- um himni þar sem hann leikur í hasar- mynd um kafbáta með Harrison Ford og Liam Neeson. Af þessu má einnig ljóst vera að frammistaða leikhússtjóra skal mæld eftir tvennu, annars vegar hve vel verk í leikhúsi hans falla áhorfendum í geð og hins vegar hversu vel áætlanir hans standast. Þeir þrir risar sem hófu slag- inn í haust standa allir enn. Einn stendur á brauðfótum niðri við T)örn, annar haltrar sár uppi í Kringlumýri en Stefán Baldursson stendur niðri við Hverfisgötu með pálmann í höndun- um. PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.