Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 50
62 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 Ferðir DV íslendingur í átta mánaða ævintýraferð: Frá Klettafjöllum til Kólumbíu DV-MYNDIR SIGURÐUR FREYR GUÐBRANDSSON I leðjubaöi Sigurður Freyr Guöbrandsson baðaði sig í leðju til að losna við flugur. Sigurður Freyr Guðbrandsson stundar nám við Landbúnaðarháskól- ann í Ási í Noregi og hann fór sem skiptinemi til Vancouver í Kanada í tengslum við námið. í Noregi hafði Sigurður kynnst hjálparstofnun sem nefnist SAIH og í gegnum hana komst hann í samband við landbúnaöarhá- skóla í Bóliviu. Þegar námi Sigurðar í Kanada lauk ákvað hann að heim- sækja skólann í Bólivíu og lagði upp í 30.000 kílómetra ferðalag sem tók átta mánuði. Undirbúningur „Nokkrum dögum áður en ferðafé- lagi minn, Mette Christensen, kom til Kanada fann ég bifreið sem ég taldi að mundi duga i ferðalagið og áður en við vissum af vorum við lögð af stað. Við ókum þvert yfir Vancouver-eyju, sem er á stærð við Jótland, og þaðan tók- um við bát út í litla eyju með litlu frumbyggjaþorpi og náttúrulegum skógi. Fyrir utan þorpið er eyjan að mestu mannlaus og við eyddum þar þremur dögum í landnemaleik, Eftir að dvöl okkar á eyjunni lauk héldum við til landnemabæjarins Viktoria. Þar bilaöi bOlinn og nú voru góð ráð dýr og viðgerð enn dýrari. En begar neyðin er stæst er gott að þekkja kennara í endurmenntun. Hjónin Dav- íð Óskarsson og Sveinbjörg Svein- bjömsdóttir tóku okkur í bjartsýnis- terapíu og keyrðu okkur á mUli allra bílasala i Vancouver. Á þriðja degi fundum við nýjan kagga og druslan var tekin upp í. Tíu þjóðgarðar á 19 dögum Næst héldum við í átt til Klettafjalla þar sem tindamir em fannhvítir og hlíðamar skógi vaxnar, þvílík fegurð. Okkur var vel tekið við landamæra- stöð í Montana og landamæravörður- inn brosti þegar hann rétti mér um- sóknareyðublað á íslensku og sagði að eftir 18 ára starf væri ég sá fyrsti sem fengi svoleiðis. í Grand Canyon lögðum við upp í göngu klukkan sjö að morgni og skrið- um upp á gUbarminn fjórtán tímum seinna eftir erfiða fjallgöngu í ótrúleg- um hita sem átti reyndar eftir að verða enn meiri eftir því sem nær dró Mexíkó. Salteyöimörkin í Uyuni Eyðimörkin er botninn á stóru stööuvatni sem þornaöi upp fyrir löngu. Þar er hótel sem er eingöngu gert úr salti og kostar nóttin ÍOO dollara. Ropa út illum öndum í Mexíkó borðar maður baunir. Við dvöldum í nokkra daga í strandbænum Puertos Escondidos. Á leiðinni hafði gírkassinn gefið sig og bUvélavirkinn bölvaði þeim degi er Spánveijar hófu innreið sína i Ameríku því þá fór aUt tU íjandans, hann taldi að það hefði verið betra ef Þjóðverjar hefðu komið því þá ættu aUir Bens. Eirrn daginn varð á vegi okkar hund- ræksni, iUa farið af húðsjúkdómum og sníkjudýrum í öllum regnbogans litum. Hann sýndi þó af sér mikla kurteisi og góöan þokka og elti okkur á röndum í tvo daga. Okkur fannst því ekki hægt annað en að þrífa ræfilinn með þar tU gerðum sápum og smyrslum. Ekki virt- ist RæfUl, eins og við köUuðum hann, alveg sáttur við þvottinn og lét sig hverfa en daginn sem við lögðum af stað aftur dúkkaði kauði upp. Við ókum niður með vesturströnd Mexíkó og þaðan lá leiðin upp í fjaUa- héruö Oaxaca þar sem loftslagið er mUdara. Frá Oaxaca ókum við svo tU Chiapas sem er þekkt fyrir róstur og uppreisnarandann. í bænum er mikið um skrautklædda indiána sem halda fast í sínar hefðir, við heimsóttum m.a. kirkju sem skart- ar dýrlingi sem er mjög óspar á krafta- verk. Siðir heimamanna gera ráð fyrir að karlmenn drekki mikið af spíra fyr- ir messur tU að komast í betra sam- band við æðri máttarvöld en konumar drekka pepsí svo þær eigi auðveldara með að ropa út Ulum öndum. Trén á Vancouver-eyju Trén eru stór en fólkiö lítiö í Caramanah-datnum. Sigurður Freyr Guðbrands- son og Mette Christensen skoða tröllvaxnar furur og risaburkna. m rKaupmannahöfn Góð glstlng, Iá besta stað. ^fMVULY HOTCl Valberg Sími +45 33252519 •I. simabókanir milii kl. 8 og 14.00. Fax +45 33252583 www.valberg.dk Net tilboð A San Pedro-eyju í Perú Indíánarnir búa á floteyjum úr hálmi og hafa lífsviðurværi af aö selja túristum minjagripi og láta taka myndir af sér. Aftur í tímann í Guatemala settumst við að í Panajachel við Atitlán-vatn sem er gígur umvafinn eldfjöUum á alla kanta. Mette tók þriggja vikna spænskunámskeið á meðan ég skoðaði mannlifið. Bærinn var eins konar hippanýlenda á blómaskeið- inu og fólk dreif hvaðanæva að. Margir hafa nú flust á brott en nokkrir urðu eftir ráfandi í villu og bláum reyk. Enn lifir þó í gömlum Maya-glæðum. Indíánakonumar eru listamenn í vefnaði og hvert þorp hefur sína liti og munstur þótt grunnurinn sé dagatal Mayanna. Á landamærum Honduras lent- um við í meira basli en venjulega. Við þurftum landvistarleyfi, ferða- leyfi, leyfi fyrir bUlinn og hundinn og öUu þessu fylgdu svo gjöld og mútur í ofanálag. Eftir mikið stapp og streð settumst við Mette niður og ræddum málin. Okkur fannst þetta of gróf framkoma við feröa- menn sem vUdu skoða land og þjóð. Á endanum ákváðum við að það væri hreint ekki þess virði og að best væri að snúa við og halda áfram að skoða Guatemala. Um leið og það spurðist út hlupu menn til og söfnuðu megninu af mútufénu og endurgreiddu okkur með loforði um að það yrði ekkert meira papp- írsrugl og að Ræfill þyrfti ekkert að borga. í Honduras skoðuðum við rústir Hótel Central Panama City er borg andstæðna. Hluti borgarinnar er rústir einar eftir að Kapteinn Morgan lét greip- ar sópa um hana en upp úr rústun- um rísa skýjakljúfar erlendra banka. Hluti bæjarins má muna sinn fifil fegri og reisuleg glæsihús eru mörg að hruni komin. Okkur var ráðlagt að vera ekki ein á ferli í ákveðnum bæjarhluta, enda glæp- ir á hverju strái. Við gistum á Hót- el Central sem stendur við aðaltorg- ið í miðbænum. Herbergin eru risa- stór með sex metra lofthæð og sval- ir sem snúa út á torgið. Á kvöldin sátum við úti á svölum og horfðum á flugeldasýningu sem var haldin á hverju kvöldi eftir messu, götubörn leika sér með ruslafótur og róna halda ræður fyrir utan stjórnarráð- ið. Eftir nokkurra daga dvöl í Panama City var kominn tími til að halda förinni áfram og næsti áfangastaður var La Paz, fjögur þúsund metrum ofar í landinu. Nýr heimur Næstu daga þjáðumst við af hæð- arveiki sem lýsir sér í slappleika, hausverk og ógleði og veðurfarið bætti ekki úr skák. Á daginn er steikjandi hiti í sól en ískalt í skugga og við frostmark í herberg- inu. Við vorum hvött til að drekka kókate sem innfæddir segja að sé Frá Klettafjöllum til Kólumbíu Leiðin sem þau Sigurður og Mette fóru á átta mánaða ferðalagi sínu. píramíðana í Copán og gist- um tvær nætur í geysi- fallegum þjóðgarði i suð- urhluta landsins. Landið er eitt kúgaðasta ríki Mið-Amer- íku. Þrjú bandarisk banana- fyrirtæki áttu framan af land- ið, rikisstjómina og alla ban- anana. Bandariskar herstöðvar spruttu eins og gorkúlur þegar sandinistar sóttu í sig veðrið í Nicaragua en megnið af fjárhagsað- stoðinni frá Bandaríkjunum rennur beint til hersins á meðan fólkið sveltur. Því næst héldum við til Costa Rica. Af því landi er lítið að segja annað en að það er forkunnarfagurt og rómað fyrir fjölda fallegra þjóð- garða en verðlag er hátt og við vor- um orðin á eftir áætlun. Við fórum í gegnum landið á tveimur dögum og héldum til Panama City. Ræfill varð eftir í Costa Rica hjá gamalli konu sem honum leist vel og hafði nýlega misst hundinn sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.