Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 68
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 Landspítalinn: Sættir á þvag- færadeildinni Sættir hafa náðst í yfirlæknadeilunni á þvagfæradeild Landspítalans-há- skólasjúkrahúss. Eftir fund með Magnúsi Péturssyni, forstjóra Landspítal- ans, sagði Egill Á. Jacobsen, fyrrum yf- Egill Jacobsen iriæknir þvagfæra- deildarinnar: „Samkomulag hefur náðst. Ég mun halda áfram störfum á deildinni og halda fyrri kjörum fram til sjötugs. En ég mun ekki gegna störfum yfir- læknis á sameinaðri þvagfæradeild Landspitala og Borgarspitala. Ég er feginn að þessi deila er á enda því það er andstyggilegt að standa í stríði við gamla spítalann sinn.“ Eiríkur Jónsson þvagfærasérfræð- ingur mun taka við starfi Egils sem yfirlæknir þvagfæradeildar Landspít- alans-háskólasjúkrahúss. Við þá ný- skipan gat Egill Jacobsen ekki sætt sig fyrr en eftir fyrrnefndan fund með forstjóra Landspítalans þar sem deilan var farsællega til lykta leidd. -EIR Fingurbraut nemanda Nemandi í 9. bekk í Húsaskóla fmg- urbrotnaði þegar kennari var að vísa honum úr kennslustund á fimmtudag- inn. Flest bendir til að nemandinn hafi brotnað fyrir tilverknað kennar- ans því vitni bera að nemandinn hafi hvorki fallið né rekið sig i þegar kenn- arinn var að vísa honum út. „Kennarinn hefur verið leystur tímabundið frá störfum á meðan við reynum að fá botn í hvað gerðist þama. Þetta er viðkvæmt mál eins og gefur að skilja," sagði Valgerður Selma Guðnadóttir, skólastjóri í Húsa- skóla, sem leggur allt kapp á að fá hið sanna i ljós og það sem fyrst. „Ég get staðfest að það hefur áður verið kvart- að yfir framferði þessa kennara hér í skólanum," sagði Valgerður Selma. Kennarinn sem hér um ræðir er karlmaður sem réðst til starfa sem leiðbeinandi í Húsaskóla síðastliðið om haust. Foreldrar drengsins sem fingur- brotnaði höfðu ekki lagt fram kæru á kennarann þegar siðast fréttist. -EIR Fréttablaöiö á leiöinni dvmynd hari Nýtt dagblaö hefurgöngu sína mánudaginn 23. apríl og veröur dreift inn á hvert heimili á höfuöborgarsvæöinu - ókeypis - og með DV á landsbyggöinni. Starfsmenn Fréttablaðsins nýja eru aö koma sér fyrir í húsakynnum sínum og í gær stigu þeir fyrsta sporiö af mörgum þegar skilti blaösins var komiö fyrir á gafli höfuöstöövanna í Þverholti. n Húsaskóli Átök og beinbrot í kennslustund. Kennari í Húsaskóla: Bjór í bíó í nýju kvikmynda- húsi, sem Skífan hyggst opna í nýju verslunarmiðstöð- inni í Smáranum í Kópavogi, er stefnt að því að selja bjór, léttvín og smárétti í sérstökum kvik- myndasal sem verð- Jón Ólafsson. ur búinn öllum þæg- indum. Bíógestir munu sitja þar i hægindastólum við borð og panta sér veitingar að vild á meðan á kvikmyndasýningu stendur. Þessi lúxus-salur mun aðeins taka 70 manns í sæti og miðaverð þar verður að minnsta kosti 50 prósentum hærra en tíðkast í öðrum og venjulegri bíó- sölum. Með þessu móti hyggst Skífan reyna að ná til eldri viðskiptavina. Nýja kvikmyndahúsið hefur fengið nafnið Smáratjíó og státar af fjórum sýningarsölum fyrir utan lúxus-sal- inn. Vegna breytinga á kvikmynda- húsarekstri sinum hefur Skífan sett Stjörnubíó á sölulista og hyggst hætta kvikmyndasýningum við Laugaveg- inn. Regnboginn á Hverfisgötu verður hins vegar rekinn áfram. -EIR Drukkin kona: Ók á hús, 6 bíla og Ijósastaur - ætlaöi í Ríkið Kona á fimmtugsaldri stórskemmdi sex bifreiðir á bílastæðinu við versl- unarmiðstöðina í Mjódd síðdegis. Auk þess ók hún á ljósastaur og felldi hann. Kyrrstæð bifreið, sem hún ók utan í, kastaðist á gangandi vegfar- anda sem þurfti að leita sér lækninga á eftir. Ferð konunnar hófst í Fellahverfinu í Breiðholti þar sem hún bakkaði á íjölbýlishús með þeim afleiðingum að stuðarinn á Golf-bifreið hennar brotn- aði af og lá eftir. Þaðan lá leið konunn- ar niður í Mjódd þar sem hún olli fyrr- greindum spjöllum með aksturslagi sínu sem var glæfralegt. Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur voru kailaðir á staðinn til að reisa við ljósastaurinn sem konan felldi og tvo bíla þurfti að draga á braut enda óökufærir. Við handtöku bar konan því við að hún hefði verið á leið í Rikið._-EIR Þrír saman við Gufá Þrír bílar stórskemmdust í árekstri á vegamótunum við Gufá í Borgarfirði í gær. Bíll á suðurleið, sem stansaði til að beygja inn á Hvanneyrarveg, fékk annan bíl aft- an á sig og kastaðist við það í veg fyrir þann þriðja sem var á norður- leið. Mildi þykir að ekki urðu slys á fólki. -EIR Úttekt Ríkislögreglustjóra með lögregluembættum landsins: Meira ofbeldi í höfuðborginni - slagsmál í kjölfar deilna algeng á landsbyggðinni Á landsbyggðinni eru meiri likur á að likamsárásir taki á sig hina gömlu mynd, slagsmál í kjölfar deilna, held- ur en á höfuðborgarsvæðinu. í „stór- þéttbýlinu" er hins vegar líklegra að fólk verði fyrir fyrirvara- og tilefnis- lausum árásum. Úti á landi er hærra hlutfall kvenna árásaraðilar en lægra hiutfall þeirra eru þolendur líkams- meiðinga. Verði Islendingur á hinn bóginn fyrir líkamsárás eru 90 pró- sent líkur á að árásaraðilinn sé karl- maður. Þeir eru einnig mun oftar þolendur ofbeldis. Þetta kemur fram I skýrslu Ríkis- lögreglustjórans - Brot gegn lífi og líkama 1999. Hún er byggð á svörum lögreglustjóranna í landinu við fyrir- spum embættisins um öll ofbeldismál tilkynnt til lögreglu fyrir þetta ár. Tíðni ofbeldisbrota er mun hærri á höfuðborgarsvæðinu en á lands- byggðinni. 57,3 á móti 40 á hverja 10.000 íbúa. Algengt á almannafæri Af líkamsmeiðingum sem tilkynnt- ar eru lögreglu eiga nær tveir þriðju hlutar sér stað á eða við skemmti- staði og á almannafæri. Á lands- byggðinni er ofbeldi meira bundið skemmtistöðum og helgum en á höf- uðborgarsvæðinu. Hlutfallslega verða langflest tilvikin að næturlagi um helgar. Flest ofbeldisbrot eru framin i tengslum við neyslu áfengis og ann- arra vímugjafa. Tíðni ofbeldis á landsbyggðinni er mun minni á virk- um dögum. Þar er jafnframt algeng- ara að vinatengsl séu milli geranda og þolanda. Virðist þá sem stundum komi upp ágeiningur milli vina eða kunningja sem endar með handalög- málum. Á höfuðborgarsvæðinu er stærsti einstaki flokkur orsaka um likams- meiðingar fyrirvaralaust ofbeldi án aðdraganda en deilur stærsti flokkur- inn á landsbyggðinni. Algengast er að þolandi sé sleginn en einnig er áberandi að spörkum og hrindingum sé beitt. Oftast verða minni háttar andlitsáverkar en næst á eftir koma áverkar á útlimum. Dæmi eru um mjög alvarlega áverka þar sem jafnvel hlýst bani af. 27 prósent þeirra sem leituðu til slysa- og bráðamóttöku vegna ofbeld- is eru konur, 73 prósent karlar. Á landsbyggðinni er hlutfallið 20 á móti 80. Rúm þrjú ofbeldismál á dag Þegar horft er til alls landsins á rúmlega eitt af hverju þremur ofbeld- ismála sér stað á eða við skemmti- staði, tæplega þriðjungur á almanna- færi, rúmlega fimmtungur á heimil- um og tæplega fimmtungur á öðrum stöðum. 937 ofbeldismál áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu árið 1999 en 399 á landsbyggðinni - meira en þrjú mál á dag. 59 prósent ofbeldismála áttu sér stað frá miðnætti til klukkan 6 að morgni, 17 prósent frá þeim tima til klukkan 16 en 20 prósent frá þeim tima til miðnættis. Um 4 prósent var ekki vitað nákvæmlega um. En hvað gera árásarmenn helst? 42 prósent þeirra slá eða kýla, 15 prósent slá og sparka, 11 prósent ýta eða hrinda, 6 prósent sparka, 5 prósent skalla. 4 prósent nota barefli en 3 pró- sent nota eggvopn. -Ótt SJÓMANNAAFSLATT!) Tannlæknir oskast a bat - til að draga tennur úr skötusel Áhöfnin á Hafnarröstinni ÁR 250 hefur auglýst eftir tannlækni um borð. Lofað er góðum launum við þróunar- verkefni sem býður upp á ýmsa mögu- leika. „Við erum með Hafnarröstina á til- raunaveiðum þar sem við veiðum ein- göngu skötusel og sjófrystum hann um borð. Ég hef lengi barist fyrir því að nýta hausana betur og því látið mann- skapinn draga tennur og góm úr skötu- selnum við litlar vinsældir. Þess vegna auglýsa þeir eftir tannlækni," sagði Lúðvík Börkur Jónsson, útgerðarmað- ur Hafnarrastarinnar, sem hefur neit- ar því aifarið að greiða fyrir störf tann- Tannlæknir óskast j á mb. Hafnarröst í mjög spennandi / þróunarverkefni meö gífuriega framtíð-1 armöguleika sem gefur vel af sór. j Upplýsingareingöngu veittar af skípstjóra, sem\ einnig er hönnuöur verkefnisins, fyrir sunnu- f 'daginn nk. Upplýsingar i síma^852^2332^ ^ Auglýsing áhafnarinnar. læknis um borð. „Ef áhöfnin treystir sér ekki til að draga tennumar úr skötuselnum verður hún sjálf að ráða tannlækninn." Tilraunaveiðar Hafnarrastarinanr ganga vel en skötuselnum er pakkað Hafnarröstin Kurr um borö vegna tanntöku. beint í veitingahúsapakkningar sem seldar eru tii Spánar og Frakklands. Að sögn útgerðarmannsins ganga viðskipt- in og veiðarnar vel, ef frá er talin óá- nægja áhafnarinnar með að þurfa að draga tennumar úr hverjum einasta skötusel sem úr sjó kemur. -EIR Lampar til fermingargjafa Rafkaup Ármúla 24 • simi 585 2800 * tilboAsverö kr. 2.750,- Merkilega heimilistækið< Nú er unnt að " merkja allt á heimilinu, j kökubauka, spólur, skóla- dót, geisla- diska o.fl. NýbýíavegM4 Sírni 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport___ Rafnort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.