Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 Helgarblað x>v Súperkýr og sveitarprýði - keppt um Gateway-kúna, þá sætustu svartskjöldóttu á landinu Svartskjöldótt kýr og sannarlega sœt. Hefur hrífandi persónu- töfra. Er virkilega geðgóð og ekki er verra ef hún mjólkar vel. í þessa veruna eru atriðin sem lögð eru til grundvallar í keppninni um Ungfrú Gateivay 2001 sem nú stendur yfir en þar er keppt um hver sé fegursta kýrin á ís- landi. Landssamband kúabœnda og tölvu- fyrirtœkið Aco standa að þessari sérstœðu keppni. Tilgangurinn er meðal annars sá að að finna þá íslensku kú sem er líkust Gateway-kúnni sem er fyrirmyndin að vörumerki Gateway- tölvufyrirtækisins. Alls tóku 65 kýr frá 52 sveitabæjum víðs vegar um land þátt í forvali með því að eigendur sendu inn myndir af „ofurkúm“ sínum og dómnefnd valdi úr þeim hópi tíu kýr og snemma í vikunni var kynnt hverjar þœr væru. „Þurfa að vera mjólkurlegar" „Valið var erfitt eins og gefur aö skilja þegar aðeins lítill hluti þeirra kúa sem sendar eru myndir af komast í í úrslit," sagði Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, einn dómnefndarmanna. „Sumar kým- ar sem við fengum sendar myndir af komu hreinlega ekki tO greina þar sem þær voru tii dæmis kol- skjöldóttar, það er dökkbrúnar, og því erum við alls ekki að leita að. Við urðum í vali okkar að aö beita útilokunaraðferðinni margfrægu og sía út. Við lögðum til dæmis áherslu á að hlutföllin milli hinna svörtu og hvítu skjalda á kúnum væru tiltölulega jöfn og mátuleg,“ sagði Snorri. Annaö atriði sem Snorri segir að dómnefndin hafi sérstaklega horft til í vali sínu hafl verið júgur kúnna. „Þau þurfa að vera falleg, rétt eins og spenarnir. Kýmar þurfa að vera mjólkurlegar," sagði Snorri. Aðspurður um almennan Alveg einstök kýr „Hún er einkar geögóö og hefur mjög sjáifstæöan persónuleika. “ Guömundur og Guörún í Holtseli meö Eyju, sem er ein besta kýrin sem þau hafa átt í meira en tuttugu ára búskap. Snorra-Eddu. Auðhumla mjólkaði svo mikið að frá henni runnu fjór- ar mjólkurár miklar. Margt ágætt annað má hins vegar um kostakúna Eyju segja. Viljastyrknum viðbrugöið „Hún er einkar geðgóð og hefur mjög sjálfstæðan persónuleika. Viljastyrknum er líka viðbrugðið," sagði Guðmundur í Holtseli. „Eftir sinn síðasta burð fékk Eyja snert af doða og datt þá í mjaltabásnum. En svo mikill var viljinn að hún skreið út úr básnum þar sem hún náði viðspymu af bita og þannig náði hún að standa upp. Geðprýöi Eyju er líka viðbrugðið, það þarf ekki nema að ýta með einum putta í hana og þá færir hún sig til og fer þangað sem maður vill.“ En hverjar eru sigurlikur Eyju, hinnar svartskjöldóttu súperkýr í keppni þessari? Hjónin í Holtseli Meö Skrautlu Gæflyndar kýr eru yfirleitt fallegar, segir Sigurlaug í Gröf - og dáist aö hinu lifandi listaverki. DV-MYND BRINK Brúnaljósin brúnu Svartsköldótt Eyja í Holtseli horfír til Ijósmyndarans og áberandi eru augu hennar, sjálf brúnaljósin brúnu. smekk sinn á kúm segir hann að júgrin, spenarnir, fótstaöan og hrygglínan séu þar lykilatriði. Lit- irnir skipti ekki öllu máli þegar spurt sé um fegurð kúa. Engir Auðhumlu-hæfiieikar Tvær þeirra kúa sem komust í úrslit í keppninni um Ungfrú Gateway em í Eyjafirði. Þetta eru kýmar Eyja i Holtseli og Skrautla í Gröf. Báðar era þær „súperkýr“ miklar og sannkölluð sveitarprýði. Eða aö minnsta kosti er tilefni til þess að kveða svo að orði þegar báðar eru komnar í úrslit í þessari keppni. „Eyja er sjálfsagt besta kýrin hér á bæ og ein sú besta sem við höfum átt I rúmlega tuttugu ára búskapartíð okkar. Bæði er hún falleg, geðgóð og mjólkar vel,“ sögðu Guðmundur Jón Guðmunds- son og Guðrún Egilsdóttir á Holt- seli í Eyjafjarðarsveit þegar DV- menn heimsóttu þau hjón í fjósið og fengu að skoða hina glæsilegu svartskjöldóttu kú þeirra. Eyja var á mjaltabásnum þegar okkur bar að garði. Hún hefur ver- ið einkar nythá í gegnum árin, gaf á síðasta ári alls 7.336 lítra og hæsta dagsnytin á þessu ári er 42 lítrar. „Þetta er nythæsta kýrin okkar og gefur einnig mjólk með mjög hátt próteininnihald en fyrir hana fáum við einmitt best borg- að,“ sagði Guðrún. Þrátt fyrir þetta hefur Eyja enn ekki öðlast þá ein- stöku hæfileika sem kýrin Auð- humla hafði en frá henni segir í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.