Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 13 DV Helgarblað Vor í Vestmannaeyjum - myndlistarvor íslandsbanka í Eyjum 2001 Undanfarin tvö ár hafa verið settar upp myndlistarsýningar í Eyjum undir heitinu Myndlistar- vor íslandsbanka í Eyjum. Ákveð- ið var að hleypa myndlistinni hið þriðja sinn út i vorið i Eyjum og var fyrsta sýningin opnuð laugar- daginn 3. mars sl. á verkum Sig- urðar Örlygssonar. Laugardaginn 31. mars nk. verð- ur opnuð önnur myndlistarsýning af fjórum á Myndlistarvori í Eyj- um 2001 í gamla vélasalnum á horni Vesturvegar og Græðis- brautar. Að þessu sinni munu tveir ungir málarar, Birgir Snæ- björn Birgisson og Sigtryggur Bjarni Baldvinsson, þekja veggi vélasalarins með málverkum sínnum. Birgir Snæbjöm og Sig- tryggur Bjarni tilheyra hinum fróma félagsskap sem hefur kennt sig við Gullpensil og vakið nokkra athygli nú í vetur. Þeir hafa hvor- ugur sýnt verk sín í Eyjum áður. Þeir hafa einu sinni áður sýnt tveir saman en það var í Nýlista- safninu árið 1997 á sýningu sem þeir kölluðu „Tvær víddir - Tvi- sýn“ og vakti mikla athygli. Birgir hefur verið að mála mjög ljóst og létt og segist oft vera að hvísla - þannig biður hann áhorf- andann að koma nær sem styttir leið hans að því að taka þátt í leiknum. „Mér finnst miklu per- sónulegra að hvísla heldur en að kalla og hrópa; þetta er svona tveggja manna tal og kannski dá- Birgir Snæbjörn Birgisson lítið ieyndó. Þannig eiga verkið og áhorfand- inn eitthvað sameiginlegt sem jafnframt er alveg sérstakt. Ég hef oft sagt að myndir mínar séu meiri ímyndir afmyndum, eða minningar og upplifun, jafnvel á einum atburði. Að mörgu leyti eru myndir mínar mjög óraunveruleg- ar, lítið um skugga og allt eins og í móðu. Ég vil oft að þessar mynd- ir séu svo léttar að maður geti blásið eða hnerrað þegar búið er að skoða þær og þá hverfi mynd- in.“ Sigtryggur mun sýna myndir af sjó sem hann hefur fengist við undanfarin fjögur ár, en hann seg- ir eitthvað við sjávarflötinn, myndflötinn og dýptina sem heilli hann. „Sjávarflöturinn er yfirleitt tiltölulega sléttur. Ég horfi þó á sjávarflötinn sem afstrakt fyrir- bæri og það er hið sjónræna í hon- um sem heillar mig og möguleik- amir til þess að skapa dýpt. Ég verð með fjórar nýjar myndir sem ég málaði sérstaklega fyrir þessa sýningu, auk tveggja eldri. Þetta er ekki síður leikur með dýpt, eða tvo myndfleti sem vinna saman; í rauninni afstrakt leikur, það að finna fígúratíva hluti sem maður getur leikið sér með á afstrakt for- sendum. Það eru þessi mörk hins hlutbundna og óhlutbundna sem einhvern veginn hafa heillað mig og ég er mjög upptekinn af. En þetta eru fyrst og fremst málverk sem fjalla um málverk, þó að þau séu líka myndir af sjó.“ Hugmyndin með þessu sýning- arhaldi var að kynna Eyjamönn- um sitthvað af þvi sem myndlist- armenn á íslandi eru að gera í dag, það er að segja listamenn af fastalandinu. Heimsóknir fram- sæknustu listamanna til Eyja höfðu verið nokkuð stopular í gegnum árin svo ákveðið var að gera eitthvað til að bæta úr þvi, enda skorti ekki áhuga myndlist- armanna að koma til Eyja. Reynd- ar var lagt af stað í þeirri fullvissu að Eyjamenn myndu sýna slíku áhuga og velvild, enda góður hug- ur sem lá að baki. Nú er þriðja Myndlistarvoriö í uppsiglingu sem segir þeim sem að vorinu standa og þeim góðu aðOum sem styrkt hafa þetta sýningarhald að Eyjamenn hafi kunnað vel að meta og þótt vorið jákvætt innlegg í menningarstarfsemi í Eyjum. Þannig er gott orðspor jafnan bestu meömælin og aflvaki góðra hluta.“ Vestmannaeyingar eru hvattir til að láta sýninguna ekki fram hjá sér fara. Hún verður opnuð kl. 16 laugardaginn 31. mars og lýkur sunnudaginn 8. apríl. Annars er opið frá 14 til 19. Lok- að er virka daga. i ] _ ^ J ^ rrern Fnamtalsfnestun fynin einstaklinga sem telja fnam á netinu en til Símaþjónusta vegna netfnamtals 2001 um helgina og eftin lokun á mánudag tu 3JpJJJJu Hægt en að sækja um lengni fnest Sími Laugardag Sunnudag Mánudag RSK-tæknimál 563 1248 10-16 13-17 16-24 RSK-tæknimál 5631240 10-16 13-17 16-24 RSK-skattamál 563 1265 10-16 13-17 16-24 RSK-skattamál 563 1266 10-16 13-17 16-24 Skattstofunnan Reykjavík 560 3612 10-16 13-17 16-22 Hafnarfirði 515 2925 10-16 13-17 16-22 Akranesi 431 2911 10-15 16-19 Isafirði 456 3788 10-16 16-19 Siglufirði 467 1576 10-16 16-19 Akureyri 461 2400 13-16 16-22 Egilsstöðum 4701300 10-15 16-19 Heilu 488 5500 10-16 13-17 16-22 Vestmannaeyjum 481 1460 10-16 16-22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.