Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 Helgarblað ............—__________— , Mk Elizabet Hurley Hún hefur fengið gestahlutverk í sápuóperu. Elizabet Hurley: Leikur í sápuóperu Elizabet Hurley, leikkona og ofur- fyrirsæta, hefur veriö talsvert í fréttum aö undanfbrnu eftir að hún skildi við eiginmann sinn til margra ára, Hugh Grant leikara. Sérstaklega þóttu umsagnir hennar um bólfarir þeirra hjóna áhugaverö- ar en Hurley sagöi að Grant væri slakur í rúminu, lítt vaxinn niður og áhugalaus. Þetta mun eitthvað hafa skolast til í meðförum fjöl- miðla en var góð skemmtun. Hurley hefur að undanförnu sést iðulega í fylgd með leikaranum Den- is Leary sem leikur aðalhlutverkið i sápuóperu sem heitir The Job. Orðrómur hefur heyrst um að þau væru meira en vinir en Leary er giftur maður. Þessi orðrómur fékk byr undir báða vængi þegar Hurley ákvað að koma fram i einum þætti téðrar sápuóperu. í þættinum sem Hurley leikur í kemur Donald Trump einnig fram. Hann leikur sjálfan sig og veður inn á veitinga- stað þar sem Hurley og Leary sitja og spyr hann Leary hvort þau séu aö sofa saman. Gárungar segja að þetta sé gott dæmi um að listin líki eftir lifmu því það sé einmitt það sem Hurley og Leary geri utan sviðs. Baksviðs með börnunum - Borgarleikhúsið elur upp áhorfendur framtíðarinnar Gamalí íslenskt máltœki segir: Það man sauöur hvar lamb gengur og vísar til horfinna búskaparhátta. Því óeigingjarna uppeldisstarfi sem Borgarleikhúsið vinnur með grunnskólabörnum í Reykjavík má að vissu leyti líkja við þessa hugsun Jjár- bóndans þó eflaust finnist einhverjum það vera á mörk- um þess sæmilega að líkja áhorfendum við fé. Borgarleikhúsiö hefur árum sam- an boðið 9 og 10 ára börnum úr grunnskólum Reykjavíkur í heim- sókn í leikhúsið til þess að kynna leiklistina og starfsemi leikhússins fyrir þeim. Þarna er á ferðinni sama hugsunin og í máltækinu. Hrífist böm af leikhúsinu á unga aldri verða þau líklega dyggir leikhús- gestir þegar þau vaxa úr grasi. Þetta þýöir að einn mánuð á ári koma í kringum 150-200 börn í heimsókn i leikhúsið á degi hverj- um. Þessar heimsóknir standa nú Prinsinn er ekki sáttur viö sokkabuxurnar, getur ekki lært textann og.vill helst syngja sjóræningjalög. Prúð og frjálsleg í fasi Börnin úr Melaskóla voru ótrúlega stillt meöan pau voru leidd um töfraheima leikhússins í Borgarleikhúsinu. yfir og blaðamaður og ljósmyndari DV fetuðu sporaslóð eins hópsins gegnum innviði leikhússins. Þessi kynning er í ár með nýju sniði og nokkuð veglegri en verið hefur því Vigdís Gunnarsdóttir leikkona hef- ur skrifað sérstakt leikrit í kringum þetta verkefni sem Gunnar Gunn- steinsson hefur leikstýrt. Meö í leikritinu Leikritið nær utan um alla heim- sóknina því bömin eru sett inn i verkið strax í andyrinu þar sem dyravörður tekur á móti þeim og stjórnar förinni. Það em þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Halldór Gylfason og Soffia Jakobsdóttir sem leika hvert um sig nokkur hlutverk í leikritinu. Það er ekki heiglum hent að hemja stóran hóp 9 og 10 ára barna sem að þessu sinni koma úr Mela- skóla í fylgd tveggja kennara sinna. Katla dyravörður tekur þau strax traustataki og svo hefst vegferðin gegnum húsið. Á vegi þeirra verða leikstjóri sem leitar að leikara, týndur leikari, fröken Sminkólína, Hanni hönnuður að ógleymdri fröken Fýlu sem er svo óskaplega neikvæð. Heimamyndbönd Ragnheiður Eiríksdóttir skrifar um kynlíf ur hennar myndu engan árangur bera svo að hún hætti öllu nöldri og huggaði sig við pamelumyndbandið sem hún skellti í tækið eina ferðina enn. Málamiðlun? Heföi Ex átt að láta undan og leyfa Zetu að ýta á upptökutakkann? Hefði Zeta átt að halda kjafti eftir fyrsta svarið frá ástkærum eigin- manni sinum? Hefðu þau ef til vill getað komist að málamiölun sem bæði hefðu sætt sig viö? Kannski hefði þetta gengið upp ef Zeta heföi sett dæmið upp aðeins öðruvísi í upphafi. Kannski hefði hún átt að byrja á að mynda smákelerí eða karlinn sinn í baði. Kannski hefði hann smám saman vanist því að sjá kroppinn sinn í mynd og að lokum fimdið hjá sér öryggi til að ganga alla leiö. Auðvitað varð hún samt að virða hans skoðun og rétt til að neita þátttöku í framleiðslu blaut- legra heimamyndbanda. Innan skamms mun ég fjalla itar- lega um gerð svefnherbergismynd- banda í pistilkominu. Ragnheiöur Eiríksdóttir er hjúkr- unarfræðingur og kynlífsráðgjafí á www.persona.is þykkti nánast allt sem stúlkan stakk upp á. VHS Einn fagran sunnudag eftir Þing- vallaferð var Zeta sérstaklega kynæst og stakk upp á því að þau stilltu nýju vídeóvélinni upp í svefn- herberginu og tækju heitan ástar- leik upp á myndband. Hún var búin að ganga með þessa hugmynd í mag- anum alveg síðan hún sá heima- myndband Pamelu og Tómasar sem löngu er orðið frægt. Þetta þótti eymingja Ex algjörlega afleit hug- detta því hann var frekar feiminn að eðlisfari og þótti margt skemmti- legra en að horfa á rassinn á sjálf- um sér hristast til og frá. Reyndar hafði hann aldrei prófað það en lík- amskomplexamir sem hann gekk með í höfði sér ollu því að hann mótmælti hugmyndinni af ákafa. Zeta reyndi og reyndi að beita hann alls kyns tálbrögðum og þvingun- um, lofaði að baka handa honum skúffuköku og gefa honum heOnudd fjórum sinnum að launum. Reyndar fannst honum hugmyndin dálítiö æsandi, einhvers staðar djúpt inni í æsingarstöð heOans, en hann hafði líka mjög ríka þörf fyrir að upplifa sjálfan sig grandvaran og óperver- tískan. Hann haföi tekið þátt í bindileikjum, náttúrukynlifi, bOa- kynlífi, bláalónskynlifi og leik- fangaprufukeyrslum með Zetu sinni en nú var kynlífsmælirinn fullur og honum varð ekki haggað frá ákvörðun sinni. Dónaleg svefnher- bergismyndbönd voru einum of stór biti að kyngja. Zeta sá loks að fortöl- Ex og Zeta eru hjón, barnlaus og gengur ansi vel í lífsgæðakapp- hlaupinu. Hann ekur um á Mússó og hún á Rómeó, DVD í stofunni og krómuð Kitchen aid í kirsuberjavið- arklæddu eldhúsinu. Þegar þau kynntust fyrir sex árum var Ex nýskOinn eftir 10 ára hjónaband en Zeta hafði verið laus og liðug síðan um tví- tugt. Hann hafði kynnst konuefninu sautján ára á réttar- baUi og gengið í hnapphelduna ári síð- ar og lifað viðburða- litlu en þokkalega full- nægjandi hjónakynlífi næsta áratuginn. Zeta hafði hins vegar misst meydóminn með ung- dóms-kærastanum fimmtán ára gömul og stigið sín fyrstu kynlífs- spor með honum næstu fjögur árin. Eftir það gaf hún sig nautnunum á vald og notaði timann til að bragða á aUs kyns boðnum og forboðnum ávöxtum holdlegra lystisemda. Einu sinni átti hún kærasta sem var með bíladeUu á háu stigi og þau gerðu það aldrei nema í pontíaknum hans eða inni í stofu með formúlu eitt í sjónvarp- inu. Annar kærasti var næturvörð- ur i banka og þau bönkuðu hvort annað í bankanum hverja nótt í stöðugum ótta og æsingi yfir því að nást á öryggismyndband og missa æruna. Kærastinn sem var og hét á tuttugasta og fimmta aldursári Zetu var óskaplega hrifinn af því að láta niðurlægja sig á ýmsa lund og hin drottnandi Zeta blómstraði sem aldrei fyrr. Einu sinni svaf hún hjá pari sumar- langt. Hún hafði upplifað kynlíf á alla kanta og haft gaman af: fiengt og verið flengd, notið þermileikja og þrykkinga til hægri, vinstri, á hlið, hvolfi og hangandi í rólu. Fjöltækni og ást Því fór samt fjarri að hún hefði bragðað á öllu sem hugurinn stóð til þegar hún kynntist Ex. Hún hafði helling af hugmyndum i sínum frjóa kolli sem hún átti eftir að koma i fram- kvæmd. Ex tók uppá- tækjum Zetu með stóískri ró og lét ýmislegt eftir henni, án þess að vera neitt voðalega æstur í allar athafn- irnar. í raun kunni hann betur við reglubundið rólyndiskynlíf, trú- boða, tunguleiki og þess háttar. Ást- in á Zetu gerði hann samt mjúkan og meðfærilegan svo að hann sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.