Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 48
60 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 Tilvera Einar Ben kúreki Einar Ben heitir þemahús í veit- ingabransanum, sem hefur lifað í kyrrþey í fjögur ár i þremur sölum, bláum, rauðum og grænum, á annarri hæð í gömlu húsi í Veltu- sundi 1, notalegur staður með var- færinni og finlegri eldamennsku. Staðarmenn hafa gefizt upp á rétt- um dagsins og bjóða nú aðeins fast- an matseðil í eins konar kúrekastíl, rétt eins og þeir hafi ruglazt á Ein- ari skáldi og Roy Rogers. Kaffi Sagan segir að kaffið hafi verið uppgötvaö af geitahirði sem veitti því athygli hversu spræk hjörðin hans væri. Hann dró þá ályktun að ástæöan væri sú að geiturnar ætu ber af kafiirunna og fór sjálfur að gera tilraunir með þessi ber. Vitað er að kaffirunnar uxu í Eþíópíu um 1000 en ekki er vitað með vissu hvenær far- ið var að brenna og mala baunirnar. Á fimmtándu öld er vitað um notkun kaffis í Miðausturlöndum og nú er kaffi ræktað all- víða, einkum i Suður-Ameríku og Afríku. Best er að kaupa kaffibaunir og mala kaff- ið sitt sjálfur rétt fyrir notkun en ef keypt er mal- að kaffi borgar sig að geyma það í kæli eða jafn- vel frysti. Þannig fæst ferskasta og besta bragðið. Kaffidrykkja er orðinn partur af menningunni hér á íslandi en lengst af drukkum við eingöngu fremur þunnt uppáhellt kaffi. Þetta hefur breyst á síðari árum og nú hefur heilmikil kaffimenning haldið innreið sína. Sonja Grant í Kaffitári býður upp á Fjandalundir: Setur kaffi út á allan fjandann Allt bragð dauft Svo varfærin er matreiðslan, að kryddnotkun mældist vart í bragði. Boðað turmeric-bragð fannst ekki að seljurótarmauki, boðað saffran- bragð fannst ekki að kartöflustöppu, engifer-bragð fannst ekki að engifer- froðu og boðað estragon-bragð fannst hvorki að smjöri né hvít- laukssósu. Að vísu er kostur, að hráefnið fái sjálft að njóta sín, en þá er hæpiö að gefa i skyn í matseðlin- um, að krydd sé notað i töluverðum mæli. Fín meóferö hráefnis Meðferð hráefnis var ágæt, hum- ar vafinn í smokkfisk, risahörpu- skel, lax og lambahryggvöðvi, allt saman meyrt og fint. Meira að segja soðið grænmeti var stinnt undir tönn. Mikilvæg- ustu boðorð ný- franskrar mat- argerðarlistar voru því að mestu í heiðri höfð á Einari Ben, þótt brenndir græn- metisþræðir kæmu eins og fjandinn úr sauðarleggnum með öll- um réttum. Kartöflu-lagkaka með lambakjötinu var þurr og vond, minnti á Bæjaraland. (Einar Ben, Veltustundi 1, sími 511 5090) Creole Mex í stuði Bezti staður Texas-Louisiana- Mexikó-matreiöslu í borginni er tví- mælalaust Creole Mex í einskis- mannslandi við Laugaveg 178. Þar er matreiðslan nákvæmari eftirlík- ing upprunasvæðisins en í Amigos við Tryggvagötu og enginn ami af bjórfnyk, sem er orðin inngróinn i húsbúnaðinum á annars frambæri- legum Amigos. Svo hefur Creole Mex erft tiltölulega vandaðar inn- réttingar frá fyrra veitingahúsi á sama stað og býður hina þægileg- ustu þjónustu. Alls konar tortillur Vel var skammtað á Creole Mex, tortillurnar stórar og fullar af kjöti, þar á meðal djúpsteikt og stökk chimi- changas, bökuð burritos og pönnusteikt enchiladas. For- réttimir voru góðir, pönnu- steikt fajitas og djúpsteikt nachos. Ágætur og skemmtilegur vert mætti hins vegar kynna sér betur hjá frúnni i eldhús- inu, hvernig hver réttur verður til, svo að hann geti betur satt fróð- leiksfýsn gesta. Næm eldun á fiski Frúin í eldhúsinu kann fleira fyr- ir sér en tortillur, svo sem sjá mátti af svinfeitum eldissilungi eldsteikt- um, sem var hæfilega eldað flak, milt kryddað og borið fram með stinnu grænmeti, en lítt merku kar- tölfusalati. Creole-humar með cajun- smjöri var lítill og illa skorinn, en meyr og ánægjulega bragðmildur miðað við nafngiftina. (Creole Mex, Laugavegi 178, sími 588 1750) Jónas Kristjánsson Sonja Grant er framkvæmda- stjóri kaffíbúða Kaffitárs og áhuga- og ástriðumanneskja um kaffi. Hún er annars húsasmiður að mennt en hefur unnið hjá Kaffitári í tæp sjö ár. „Ég er búin að læra rosalega mikið i sambandi við kaffi á þessum tíma. Maður les allar bækur og greinar sem maður kemst yfir um kaffi. Svo förum við á kaffiráð- stefnur fyrir fagfólk i kaffigeir- anum tvisvar á ári.“ Sonja hefur alltaf haft áhuga á matargerð svo það liggur beint við hjá henni að færa kaff- ið inn í matargerðina. „Þegar maður er að vinna svona mikið með kaffi þá vill maður fara að prófa að nota það meira en bara í drykki. Áhuginn kviknar á að nota það líka sem krydd.“ Fjandalundir „Uppskriftin er tilkomin vegna þess að eitt laugardagskvöldið ætl- uðum við að elda fínar nautalundir. Maðurinn minn ætlaði að sjá um að elda en þurfti skyndilega að stökkva út. Ég greip þá tækifærið og prófaði að setja kaffi og rauðvín út á pönn- una. Maðurinn varð ekki par hrif- inn þegar hann kom heim og varð að orði: „Sonja Grant, þarftu að setja kaffi út á allan fjandann - þú ert ekki í lagi.“ En hann átti eftir að þakka mér því úr þessu varð þessi líka dásemdarréttur sem kallaður er Fjandalundir," segir Sonja. Sjálfur rétturinn 500 g nautalundir 3 tómatar skornir í báta ferskir sveppir brotnir niður 1/2 sæt kartafla skorin í teninga ólífuolía til steikingar 1/2 bolli espressókaffi, hellt upp á í mokka- könnu 1/4 bolli rauðvín 1 bolli vatn 1 msk. hunang 10 heil einiber jurtasalt cayennepipar heimatilbúin krydd- blanda gráðaostur Grænmetið er léttsteikt og geymt. Kjötið er því næst steikt á pönnunni og kryddað. Kaffi, rauðvíni og vatni er hellt út á og látið krauma nokkra stund eða þar til u.þ.b. 10 minútur eru þangað til kjötið er tilbúið að smekk kokksins. Þá er hunangið sett út í og síðan grænmetið sem er látið krauma með á endaspretti kjötsins. Sósan sem kemur af þessu er mjög góð og óþarfi að þykkja hana. Þunn sneið af gráðaosti er svo lögð ofan á kjötið rétt áður en það er borið fram. „Gráðaosturinn er svo góður að ég segi hann ómissandi í allan mat, rétt eins og kaffið." DV-MYND E.ÓL. Lifir og hrærist í kaffi Sonja Grant, framkvæmdastjóri kaffibúöa Kaffitárs, uppskar þessa ijúffengu uppskrift af þeirri áráttu sinni aö setja kaffi í allt sem nöfnum tjáir aö nefna. Sonju þykir ómissandi að bera fram ferskar fikjur með þessum rétti. Þær eru skomar í tvennt og settar á diskinn. „Mér finnst best að hafa þær alveg ferskar þó svo aö hægt sé að bera þær fram á margan hátt, t.d. að marínera þær í kaffi,“ segir þessi mikla kaffikona. Ferskt salat er ómissandi með Fjandalund- um og mandarínusalat „er alveg geggjað með,“ segir Sonja. Mandarínusalat 50 g möndluflögur 1 msk. sykur 1/4 haus Iceberg - rifið 1/4 haus romaine eða annað gott salat - rifið 2 sellerístilkar 2 vorlaukar - skornir I þunnar sneiðar 1 lítil dós niöursoðnar mandarín- ur - sigtaðar frá safanum Sykur og möndlur eru settar á þurra pönnu og hrært stöðugt í þar til sykurinn bráðnar og þekur möndl- urnar. Kælt og brotið í litla bita. Öllu grænmet- inu blandað og rétt áður salatið er borið fram er salatsós- og hrært varlega saman. Skreytt með möndluflögum. Súrsæt salatsósa 1/4 bolli góð ólífuolía 2 msk. sykur 2 msk. balsamik edik eða annað gott edik 1 msk. steinselja - smátt skorin 1/2 tsk. salt pipar nokkrir dropar sterk piparsósa Aflt sett í krukku og hrist saman rösklega og kælt. Þetta er góð sósa sem upplagt er að eiga í ísskápnum. Heimatilbúin kryddblanda hvítur pipar svartur pipar fimmpiparblanda kardimommukjarnar einiber - klofin í tvennt kóríanderfræ anísfræ saman en Gómsætar fjandalundir Þaö þarf áræöi til aö hella kaffi út á nautalundirnar sínar en þeir sem þora unni hellt yfir munu ekki veröa fyrir vonbrigöum. sinnepsfræ Blandið vel saman jafnmiklu magni af öllum kryddtegundun- um. Setjið í kryddkvörn og malið út á mat. „Þessari krydd- blöndu gaukaði hann Leifur Árnason, fasta- gestur á Kaffi- tári, að mér fyr- ir nokkrum árum. Ég hef svo bætt hana með spennandi kryddtegund- um.“ msmm Kaldur kaffihrist- ingur Setjið í blandara 2 dl af mjög sterku espressókaffi, helst tvisvar til þrisvar sinnum sterkara en venjulega, 1/2 appelsínu i bitum, 6 dl súkkulaðiís, 12 msk. appel- sínusafa og 1/2 til 1 dl mjólk. Hrærið þessu í mjúkan hristing, hellið í há glös og skreytið með ; þeyttum rjóma, appelsínusneiðum og súkkulaðihúðuðum kaffibaim- um. Þetta er alveg eðalgóður eftir- réttur. Kalypsó Þetta er bragðmikill og svalandi kaffidrykkur. Setjið 2 1/2 dl af mjög sterku espressókaffi og 2 litla banana í blandara og hrærið vel. Bætið þá 5 dl af Cappuccinoís frá Emmessís, 3-4 msk. af rommi eða 3 msk. Da Vinci Butter Rum sírópi út í og hrærið stutta stimd á mesta hraða. Hellið í há glös og stráið örlitlum kanil yfir. íssósa meö kaffi Setjið 150 g súkkulaði í pott ásamt 1 dl af sterku kaffi og 3 msk. af smjöri. Hitið rólega þar til allt er bráðið og með jafna áferð. Kælið og berið fram með ís eða öðrum eftirrétti. Við arineldinn Þetta er frábær eftirréttur, ein- faldur en pínulitið öðruvísi og hefur þótt afar rómantískur. Myljið hnetur og ristið. Setjið þær síðan í stóra eftirréttaskál. Setjið vanilluís ofan á hneturnar og 2 msk. espressókaffiduft yfir. Hellið loks 1 msk. Da Vinci Coconut-sírópi og 1/2 msk. Da Vinci vanilla-sírópi yfir. Gott er að skreyta með hnetum. 1 msk. Da Vinci Coconut síróp 1/2 msk. Da Vinci vanilla síróp muldar hnetur - ristaðar 2 msk. espressókaffi frá Kaffi- tári Sætar kartöflur í appelsínubátum Flysjið 3 sætar kartöflur, skerið í 2 cm þykkar sneiöar og sjóðið í saltvatni í u.þ.b. 15 mínútur. At- hugið að sjóða ekki of lengi. 4 appelsínur eru skornar í tvennt og aldinið tekið úr. Appelsínuskálamar eru lagðar til hliöar. Aldinið er ekki notað en upplagt er að setja það í salat eða nota það út á ís eða annan eft- irrétt. Þegar kartöflurnar eru soðnar er vatninu hellt af og þær stappaðar í pottinum. Bætið í pottinn 1/4 bolla af sterku kaffi (best að hella upp á í mokka- könnu), 2 msk. smjöri, 1/2 bolla möndlum, 2 msk. rommi (má sleppa), 3 msk. púðursykri, 1/4 tsk. kanil og 2 msk. rifnum appel- sínuberki. Saltið og piprið eftir smekk. Hrærið vel. Skiptið kart- öflvmum jafnt í appelsínuskálarn- ar og skreytið með möndlum og ferskum myntublöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.