Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 62
74 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 Tilvera_______ lí f iö Carmen Sviðsettir óperutónleikar Sinfón- iuhljómsveitarinnar er einn af hápunktunum á starfsári hljóm- sveitarinnar. Að þessu sinni er það sjálf Carmen eftir George Bizet. Tónleikamir verða haldn- ir í dag klukkan 17 í Laugardals- höll. Fjöldi þekktra listamanna kemur að sýningunni ásamt kór íslensku ópemnnar. Klassík Tónlistarveislan í Garðabæ til heiö- urs minningu Vilbergs Júlíussonar skólastjóra lýkur í dag meö tónleik- um í Kirkjuhvoli. Þar veröur flutt glæsilegt safn af óperuaríum og ein- leiksverkum og margir listamenn stíga á svið. Forsala aögöngumiöa er í bókabúðinni Grímu. ■ TÍBRÁR-TÓNLEIKAR j SALNUM Skemmtilegir tónleikar veröa haldnir í Salnum í dag í Tíbrár-tónleikaröð- inni. Sigrún Eðvaldsdóttir fiöluleik- ari, Zbigniev Dubik fiðluleikari, Helga Þórarinsdóttir lágfiöluleikari, Ásdís Vaidlmarsdóttir lágfiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Michael Stlrling sellóleikari flytja tvo sextetta fyrir strengi eftir Brahms og Tsjajkovskí. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. Leikhús ■ HFt I HOFI Gamanleikritið Fífl í hófi veröur frumsýnt klukkan 23 í kvöld í Gamla bíói (í húsi íslensku óperunnar). Leikstjóri er Nlaría Sig- urðardóttir. Miöasala í síma 5114200. Örfá sæti laus. ■ BLÚNPUR OG BLÁSÝRA Leikritið Blúndur og blásýra eftir Joseph Kesselring verður sýnt í kvöld kl. 19 á Stóra sviði Borgarleikhússlns. ■ HORFÐU REHOUR UM ÖXL Verk ið Horfðu relður um öxl eftir John Osborne veröur sýnt í síðasta sinn klukkan 20 í kvöld á Stóra sviði Þjóðleikhússins. ■ VITLEYSINGARNIR Leikritið Vit- leysingarnir eftir Olaf Hauk Símon- arson veröur sýnt í kvöld klykkan 20 í Hafnarfjarðarieikhúsinu.. Orfá sæti laus. ■ VÍST VAR INGJALDUR Á RAUP- UM SKOM Leikfélagið Hugleikur í Reykjavík frumsýnir í kvöld verkiö Víst var Ingjaldur á rauðum skóm í Tjarnarbíói. Leikritiö er eftir Hjördísi Hjartardóttur, Ingibjörgu Hjartar- dóttur og Sigrúnu Oskarsdóttur. Sigrún Valbergsdóttir leikstýrir. ■ JÁ. HAMINGJAN Leikritiö Já, hamlngjan eftir Kristján Þórð Hrafnsson veröur sýnt kl. 20.30 í kvöld á Lítla sviði Þjóðleikhússins. ■ SJEIKSPÍR EINS OG HANN LEGGUR SIG Halldóra og co sýna í kvöld klukkan 20 Sjeikspír eins og hann leggur sig í Loftkastalanum. Orfá sæti laus. Fundír ■ KYNNINGARDAGUR . STYRIMANNASKOLANS I dag veröur haldinn árle|ur kynningardagur Stýrimannaskóla Islands í húsnæöi skólans í Sjómannaskólanum á Rauðarárholti viö Fláteigsveg. Nemendur skólans sjá að venju um dagskrána og alla kynningu Stýrimannaskólans. Meðal annars veröur keppt í vírasplæsingum kl. 15 og sýnd veröur verkleg sjóvinna á lóö Sjómannaskólans. Dagskráin hefst kl. 13 og stendur til kl. 16.30. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísl.is X>V Hingaö til hafa konur einkum talið sig beittar kynjamisrétti en hitt eru líka dæmi um að karlar finni fyrir þvi. Meðal þeirra er Þórarinn Söebech sem fór í rit- araskóla í von um að það opnaöi honum leið til skrifstofustarfa en hann hefur ekki fengið eitt ein- asta viðtal þrátt fyrir að hafa sótt um 20-30 störf. Þórarinn er lærður bílasmiður og hafði unn- ið í 10 ár hjá SVR, þar af sjö ár sem bílstjóri, áður en hann sett- ist á skólabekk. En hvað kom til að hann ákvað að læra ritara- störf? „Mig langaði að prófa eitt- hvað nýtt,“ segir hann. „Ég hef unnið hjá borginni í tíu ár og fannst kominn tími til að leyfa einkageiranum að njóta starfs- krafta minna. Svo langaði mig aö kynnast tölvum, bæði fyrir sjálfan mig og eins til að geta kennt börnunum mínum. Maður kennir þeim ekki á tölvur með hamar og klossa að vopni.“ Svo réðu þeir ágæta konu Reynsla Þórarins er sú að einkageirinn sé ekki ginnkeyptur fyrir karlriturum. „Það er eins og hann þori ekki að taka áhættuna af því að ráða nýliða því alls stað- ar er krafist starfsreynslu. Ég hélt satt að segja að þetta yrði auðveldara," segir hann. Hann kveðst meðal annars hafa sótt um hjá tryggingafélögum og bílaum- boðum þar sem þekking hans á bílum gæti hugsanlega nýst. „Eitt umboðið auglýsti eftir starfs- manni og ég var handviss um að ég væri rétti maðurinn en - nei - þá breyttu þeir bara auglýsing- unni og hækkuðu lágmarksaldur- inn upp í 45 ár. Svo réðu þeir ágæta konu í starfiö." Þórarinn hefur staðiö sig vel í ökuleiknikeppnum undanfarin ár og hreppti Norðurlandameistara- titilinn í fyrra. „Ég sagði upp hjá Bíógagnrýni SVR stuttu seinna og fór í skólann. Ætlaði að hætta bíl- stjórastarfinu á toppnum en nú hef ég neyðst til að bakka með það og sækja um vinnu þar aftur. Mér var tekið opnum örmum," segir hann. Með rítar- ann á hnján- um Þórarinn kveðst hafa hitt eina skólasyst- ur úr ritara- skólanum stuttu eftir út- skrift og hún hafi þá strax verið búin að fara í eitt viðtal og verið komin i vinnu á öðr- um stað. Að- spurður um launakröfur kveðst Þórar- inn ekki hafa sett þær inn í umsóknir og því ættu þær ekki að fæla fólk frá því að boða hann í við- töl. Hann kveðst aldrei hafa skilið af hverju ekki sé hægt að borga konum jafnt og körlum fyrir sömu störf og þótt hann sé hávaxinn og dökkhærður karlmaður þýði það ekki að kon- ur eigi ekki rétt á sömu launum og hann. En heldur hann að mýt- DV MYND E.ÓL. Þórarinn Söebech Ég var handviss um aö ég væri rétti maðurinn en þá breyttu þeir auglýsingunni og hækkuöu lág- marksaldurinn í 45 ár. “ an um að forstjórinn sitji með rit- arann á hnjánum sé eitthvað að spilla fyrir honum? „Það eru nú orðnar svo margar konur í for- stjórastöðum og maður fer að halda ýmislegt um þær ef þær vilja frekar hafa stúlkur i kring um sig,“ segir hann hlæjandi. -Gun Háskólabíó - Lalli Johns ★ ★★ Góðkunningi lögreglunnar Hitmar Karlsson skrífar gagnrýni um kvikmyndir. Fór í ritaraskólann en fær enga vinnu: Langaði eitthvað Lárus B. Svavarsson Betur þekktur sem Lalli Johns. Sá sem gefur sig að gerð heimilda- kvikmynda þarf auk þess að hafa gott auga fyrir möguleikum kvikmyndavél- arinnar mikla þolinmæði. Þorflnnur Guðnason hlýtur að vera mjög þolin- móður maður þegar kemur að kvik- myndagerð. Þær þrjár heimildarkvik- myndir hans sem eru í fullri lengd bera það með sér að oft hafi verið beðið lengi eftir rétta augnablikinu. Þá er greinilegt að Þorfmnur finnur til sam- hugar með þeim sem mega sín lítils, hvort sem um er að ræða í dýraríkinu eða mannheimum. í fyrstu kvikmynd hans, Húsey, var fylgst með refum í Húsey og í þeirri næstu vorum við á slóðum hagamúsarinnar. Báðar þessar kvikmyndir bera vott um einstaka þol- inmæði og er afraksturinn tvær af bestu dýralífsmyndum sem íslendingar hafa gert. í nýjastu kvikmynd sinni, Lalli Johns, er Þorfmnur aftur með kvik- myndavélina á eftir þeim sem lítils mega sín, nú er það velferðarþjóðfélag- ið og þeir sem verða út undan. Lárus B. Svavarsson eða Lalli Johns, eins og hann er kallaður, er nefnilega einn þeirra ólánsmanna sem hafa nánast fyrirgert lífi sínu með drykkju, dópi og glæpum. í rúm þrjátiu ár hefur hann verið á götunni, setið samtals sautján ár í fangelsi, farið í meðferðir og sjald- an staðið við loforð. Það er nú samt svo að það er ekki hægt annað en að þykja smávænt um hann. Lalli er einlæg per- sóna og þegar hann er réttum megin í lífinu sést glitta í þann mann sem hann hefði getað orðið. Hvort hann á sér ein- hverja von verður timinn að leiða í ljós. Lalli situr inni og lofar öllu fógru en þaö hefur hann svo oft gert áður. Eins og Lalli segir sjáifur þá er eng- um öðrum um að kenna nema honum sjáifum hvemig komið er fyrir honum. í upphafi myndarinnar er sagt að Lalli sé goðsögn í undirheimum Reykjavík- ur. Þetta er heimur sem við lesum um í blöðum og sjáum úr fjarlægð. í mynd sinni fer Þorfinnur með okkur í leið- angur um þennan heim, kynnir okkur ekki aðeins fyrir Lalla, heldur mörgum öðrum sem eiga sér verri skuggahliðar en Lalli. Þetta er forvitnilegur heimur þar sem allt snýst um dóp og brenni- vín. Þorflnnur fer samt sem áður þá skynsömu leið að sýna okkur um leið muninn á veröld Lalla og veröld sem við þekkjum. Lalli fer á sjúkrahús, Lalli er í stanslausum bétlileiðöngrum til ailra þeirra sem veita hjálp og meira að segja reynir hann að ná tali af borg- arstjóra. Einn helsti kostur myndarinnar er húmorinn. Lalli er fyndinn án þess að ætla að vera það og það eru sumir sam- ferðamenn hans einnig. Hvemig er til dæmis hægt annað en að hlæja þegar einn síbrotamaður lýsir innbroti sem hann ásamt öðrum tók þátt í: „Við bmtumst inn á bílaverkstæði. Þetta er innbrot sem enginn veit hverjir frömdu og það mun aldrei komast upp.“ Annar kostur er hljóðið. Menn sem hafa verið jafnlengi í mgli og Lalli tala ekki skýrt, samt hefur tekist að gera Lalia og vini hans sæmilega skýr- mælta, sem hlýtur aö vera afrek út af fyrir sig. Kvikmyndalega séð er myndin Lalii Johns gróf eins og umíjöUunarefnið, hún er kannski fyrst og fremst sjón- varpsmynd og að hún skuli vera sýnd í Háskólabiói er fyrst og fremst vegna þess að Lalli vildi það, sem betur fer, segi ég, því Lalli Johns er heimilda- mynd eins og þær gerast bestar, mynd sem gaman er að sjá í bíói þó að sjálf- sögðu hefði verið betra aö hafa hana í bíóformati. Það er mjög auðvelt að gleyma þeim vanköntum á kvikmynd- inni sem vissulega em fyrir hendi og em ömgglega vegna Qárskorts og njóta þess sem boðið er upp á. Lalli Johns er enginn fyrirmyndar- borgari og sjálfsagt væram við fslend- ingar illa staddir ef við værum upp til hópa eins og hann. Hann er samt einn þeirra einstaklinga sem setja svip á til- veruna og Þorfmni tekst að koma hon- um vel til skUa í merkUegri heimUdar- kvikmynd sem bæði skemmtir og fræð- ir. Nú má búast við þegar LaUi Johns kemur enn eina ferðina út af Litla- Hrauni, frægur maður, að hann eigi ekki möguleika á að vera á götunni eins og áður. Vist er að það væri hans vUji. Leikstjóri: Þorfinnur Guðnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.