Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 29 x>v Helgarblað Finnur Ingolfsson er seölabankastjóri „Nú þegar Seötabankinn, Þjóöhagsstofnun og Hagstofan heyra allar undir forsætisráóuneytiö er auövitaö eölilegt aö hlutverk og verkaskipting þessara stofnana sé tekiö til endurskoöunar. Þetta á ekki aö koma á óvart því aö á árs- fundi Seölabankans fyrir ári sagöi forsætisráöherra frá þessari fyrirættan sinni. “ niður Þjóðhagsstofnun. Er það ónauðsynleg stofnun? „Ég er og hef verið þeirrar skoð- unar að hlutverk og verkefni opin- berra stofnana eigi að vera í sí- felldri endurskoðun. Nú þegar Seðlabankinn; Þjóðhagsstofnun og Hagstofan heyra allar undir forsæt- isráðuneytið þá er auðvitað eðlilegt að hlutverk og verkaskipting þess- ara stofnana sé tekið til endurskoð- unar. Þetta á ekki að koma á óvart því að á ársfundi Seðlabankans fyr- ir ári sagði forsætisráðherra frá þessari fyrirætlan sinni.“ Sverrir Hermannsson segir í DV að bankastjórar Seðlabankans séu „mýs undir fjalaketti Davíðs". Þin viðbrögð við því? „Þetta eins og allt annað sem frá honum kemur dæmir sig sjálft og lýsir Sverri sjálfum best.“ Kreppa ekki yfirvofandi Ríkistjórn og stjómarandstaða rífast mikið um það hversu mikil hætta stafi af viðskiptahallanum. Hver er þín skoðun? „Það er alveg sama hvernig menn horfa á málið, mikill og langvarandi viðskiptahalli er mein. Svo geta menn deilt um það hversu hættulegur viðskiptahallinn sé. Hættulegur viðskiptahalli er við- skiptahalli sem fyrst og fremst er drifinn áfram af einkaeyðslu og mikilli eyðslu. Á fyrri hluta tíma- bils 1996 til þessa dags er alveg ljóst að viðskiptahallinn var drifínn áfram af mikilli erlendri og inn- lendri íjárfestingu í atvinnulífinu, í stóriðjuverum, raforkuverum og þar fram eftir götunum. Þessi við- skiptahalli er í sjálfu sér ekki hættulegur því fjárfestingin leggur grunn að meiri framleiðsluaukn- ingu sem leiðir til þess að við erum betur í stakk búin en áður til að greiða niður skuldir. Um mitt áður- nefnt tímabil varð hins vegar til viðskiptahalli sem okkur sýnist að hafi að nokkru verið drifinn áfram af eyðslu og það er hættulegur við- skiptahalli. Nú er staðan aftur orð- in sú að viðskiptahallinn er til kominn vegna aukinnar fjármuna- myndunar í landinu. Er ekki að skella á efnahag- skreppa eins og svartsýnustu menn telja? „Nei, ég held að það sé ekki hætta á þvi. Allar spár ganga út á áframhaldandi hagvöxt þó að veru- lega dragi úr honum. Það mun draga úr ofþenslunni en ekki skapa kreppu. Þegar liggja fyrir ýmsar visbendingar um að farið sé að slakna á ofþenslu. Veltutölur i verslun og iðnaði sýna það, vöru- innflutningur til landsins á fostu verðlagi er svipaður og í fyrra á sama tíma. Tekið er að slakna á út- lánavexti og vöxtur peningamagns hefur minnkað að undanförnu. Við þessar aðstæður taldi Seðlabank- inn rétt að lækka vexti.“ Listin að ná niðurstöðu Snúum okkur að stjórnmálum. Nú varst þú í mörg ár mjög áber- andi sem stjórnmálamaður og ráð- herra. Horfir þú stundum á útsend- ingar frá Alþingi og segir við sjálfan þig: Mikið er ég feginn að vera ekki þarna. „Ég skal svara þessari spurningu alveg hiklaust og af fullri einlægni: Já, ég hugsa stundum þannig. Hins vegar er því ekki að leyna að sá tími Stjómmálabaráttan er skemmtileg barátta en hún tekur á og þegar ég horfði á marga ágceta samstarfsmenn mína á Alþingi sem lengi höfðu verið í baráttunni þá skein starfsgleðin ekki beinlínis úr andliti þeirra. Ef menn hafa ekki gaman af því sem þeir eru að gera þá líður þeim ekki vel. Ég vildi ekki lenda í þessum sporum. sem ég var í stjórnmálum var á ýmsan hátt mjög skemmtilegur og eftirminnilegur. Samt er hlutskipti stjórnmálamanna oft og tíðum ekki öfundsvert. Þetta er erfitt starf. Þeg- ar ég heyri auglýsingar um hinar og þessar samkomur þar sem ráðherr- ar eiga að mæta hugsa ég oft með sjálfum mér; Mikið óskaplega er ég feginn að þurfa ekki að mæta þarna." Er erfitt að hafa hugsjónir í póli- tík? „Það er auðvitað ekkert erfitt. Hins vegar snúast stjórnmál um málamiðlanir og niðurstaða ein- stakra mála er oft nokkuð önnur en menn höfðu upphaflega gert kröfu um. Pólitíkin, og þá sérstaklega í samsteypustjórnum, snýst um mála- miðlanir. Þeir stjórnmálamenn sem treysta sér ekki til þess að sættast á málamiðlanir verða aldrei langlífir í pólitík vegna þess að stjórnmál eru listin að ná niðurstöðu." Hvert var erfiðasta tímabil þitt í stjórnmálum? „Umræðan í lokin, um stóriðju- málin og atvinnuuppbygginguna, var auðvitað talsvert erfið. Þegar ég fór af stað með þessar áætlanir árið 1995 var markmiðið að vinna bug á atvinnuleysirlu og því var það mik- ill happafengur þegar við gengum frá samningum um stækkun álvers- ins í Straumsvík. Ég held að það hafi að nokkru leyti verið vendi- punktur í trú manna á því að það væri hægt aö koma hér aftur á er- lendum fjárfestingum í atvinnulífi. En þegar við fórum að huga að upp- byggingu á Grundartanga fór róður- inn heldur að þyngjast. Þá hafði stórlega dregið úr atvinnuleysi og aðstæður og lífskjör voru betri í landinu. Mönnum fannst að þeir ættu að eiga annarra kosta völ. Og þegar við förum af stað með hug- myndir um virkjanaframkvæmdir á Austurlandi þyngist róðurinn enn. Ég hafði hins vegar alltaf óbilandi trú og sannfæringu fyrir því að ég væri að gera rétt. Mér fannst við þurfa að leggja grundvöll að fjárfest- ingu til lengri tíma. Við verðum að ná erlendri fjárfestingu inn í landið ef við viljum byggja upp lífskjör sem standast samanburð við það sem er hjá nágrannaþjóðum okkar." Finnst þér þú hafa beðið lægri hlut í virkjanamálinu? „Nei. Ég gekk hart fram, hafði sannfæringu og var þess vegna ekki tilbúinn að gefa eftir. Auðvitað hefði ég viljað sjá framkvæmdir fyr- ir austan verða að veruleika eins og hér fyrir sunnan en menn kusu að fara aðra leið í þeim efnum og ég hef svo sem ekkert um hana að segja. Ég vildi umskipti Nú varstu oftar en einu sinni kosinn óvinsælasti stjórnmálamað- ur landsins. Hvernig tókstu því að sjá nafn þitt og mynd í DV undir fyrirsögninni „óvinsælasti stjórn- málamaðurinn"? „Þetta gerðist víst f tvígang. f fyrra skiptið sló DV því upp að aldrei hefðu óvinsældir stjórnmála- manns mælst svo miklar en síðan kom í ljós að Ólafur Ragnar, Jón Baldvin og Davíð höfðu allir lent heldur ofar í óvinsældamælingu. Þetta eru menn sem hafa sett sterk- an svip á stjórnmálin á íslandi og mér fannst ég vera í ágætum félags- skap. Það verða alltaf deilur um mikil- væg mál. Jón Baldvin var hvað eft- ir annað kosinn óvinsælasti stjóm- málamaður landsins þegar hann var að berjast fyrir samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Sá samningur var mikið gæfuspor. Stjórnmálamaður sem er sífellt að velta því fyrir sér hvort hann sé vinsæll eða óvinsæll kemur aldrei neinu í framkvæmd af ótta við nei- kvæð viðbrögð. í stjórnmálabaráttu mega menn ekki einblína á eigin persónu og það hvemig þeir líta út í augum þjóðarinnar. Það leiðir líka til þess að fólk fær misvísandi skilaboð um viðkomandi stjóm- málamann vegna þess að hann er hvorki að setja stefnuna á oddinn né verkefnin. í ráðherratíð minni hitti ég Cecil Parkinson, fyrrverandi iðnaðarráð- herra Breta, og hann sagði við mig: „Það var ekkert mál að einkavæða British Airways eða British Tele- comb en þegar kom að því að einka- væða raforku- og orkugeirann í landinu þá varð allt vitlaust. Skoð- anakönnun sýndi að ríkisstjórnin hafði einungis 10-12 prósenta fylgi og þjóðin hafði ekki trú á því sem hún var að gera. Þá sagði Margaret Thatcher: Nú erum við á réttri leið.“ Af hverju hættir þú í stjómmál- um? „Ég stóð frammi fyrir því á þess- um tímamótum að gera það upp við mig hvort ég vildi helga stjórnmál- unum allt mitt líf eða gera breyting- ar á högum mínum og takast á við nýtt og spennandi verkefni á því sviði sem mér fannst verulega áhugavert að fást við meðan ég var viðskiptaráðherra. Ég var búinn að vera viöloðandi stjórnmálin nokk- uð lengi og fannst kominn tími til að skipta ef ég ætlaði að gera það. Stjórnmálabaráttan er skemmtileg en hún tekur á og þegar ég horfði á marga ágæta samstarfsmenn mína á Alþingi sem lengi höfðu verið í baráttunni þá skein starfsgleðin ekki beinlinis úr andliti þeirra. Ef menn hafa ekki gaman af því sem þeir eru að gera þá líður þeim ekki vel. Ég vildi ekki lenda í þessum sporum. Ég sá mig ekki í pólitík- inni til mikið lengri tíma. Ég vildi umskipti. Tækifærið var til staðar." Endurkoma í pólitík? Hverju svararðu þeim röddum sem segja að þú hafir bara horfið inn í öruggt musteri og sért á háu kaupi við að gera ósköp lítið? „Það eru einkum tveir hópar sem hafa dregið upp þessa mynd að lítið sé að gera í Seðlabankanum. I fyrri hópnum eru þeir sem hafa ekki mikla sýn á hlutverk Seðla- bankans. Góð vinkona mín kom til mín og sagði: „Finnur, hvað gerið þið þarna í Seðlabankanum?" Ég byrjaði að lýsa fyrir henni dæmi- gerðum starfsdegi og sagði henni að rétt fyrir ellefu væri gengið ákveö- ið. „Já, og hvert gangið þið?“ spurði hún. í seinni hópnum eru þeir sem eitthvað þekkja til i bankanum og hafa ekki fundið sig í starfinu. Mín reynsla er allt önnur en þeirra. Starfið er að mjög skemmtilegt og skemmtilegra en ég átti von á. Hér er frábært starfsfólk og starfsandi góður. Ég hef alltaf haft gaman af að vera þátttakandi á því sviði þar sem hlutirnir eru að gerast. Hlut- irnir hafa svo sannarlega verið að gerast í Seðlabankanum að undan- fornu. Þær breytingar sem kynntar voru á starfsemi bankans á árs- fundi hans fyrr í vikunni eru ein- hverjar þær róttækustu sem gerðar hafa verið í fjörtíu ára sögu bank- ans og marka tímamót. Það er gam- an að vera þátttakandi í því. Útilokarðu endurkomu í pólitík? „Ég veit ekki af hverju það er far- in af stað umræða um það. Ætli þetta komi ekki frá tveimur hópum, annars vegar frá þeim hópi sem ótt- ast að ég komi aftur og hins vegar frá þeim hópi sem sér eftir mér úr pólitíkinni. Ég er ánægður í mínu starfi og hef ekkert verið að leiða hugann að endurkomu í pólitík." Að lokum, hefurðu áhyggjur af stöðu Framsóknarflokksins? „Nei.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.