Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 Helgarblað DV F órnarlamb vegna hjarta- gæsku sinnar Þegar Sieglinde hitti Albert Simon, sem var 46 ára, var hún sjálf aðeins 28 ára. Aldursmunurinn á var mikill en Sieglinde þótti það ekki skipta neinu máli. íþrótta- mannslegt vaxtarlag hans, stutt- klippt svart hárið og skjannahvítt bros hans heillaði hana. Hún var al- veg bergnumin. Þau höföu ekki verið saman nema stuttan tíma þegar þau ákváðu að ganga í hjónaband og setjast að í fjöllunum i Vorarlberg í Austurriki. En þegar undirbúning- urinn stóð sem hæst fékk Sieglinde skell. Albert Simon sagði henni nefnilega frá skuggalegri fortíð sinni. „Ég fékk auðvitað áfall þegar hann sagði mér að hann hefði ný- lega verið látinn laus úr fangelsi eft- ir að hafa afplánað 14 ár af 20 ára fangelsisdómi fyrir ránmorð. Hon- um var sleppt fyrr vegna góðrar hegðunar," sagði Sieglinde við vin- konu sína síðar. Öfunduö af brúðgumanum Þegar Sieglinde hafði jafnað sig eftir játningu eiginmanns síns fór hún að vorkenna honum. Auðveld- ast hefði verið að slíta strax sam- bandinu við hann. „En ég gat það ekki,“ sagði hún við vinkonu sína. „Hann á enga fjölskyldu og hann sagði mér að hann hefði þessi 14 ár haft langan tíma til að hugsa um gerðir sínar og iðrast þeirra. Hefði ég hafnað honum á þessari stundu hefði hann engan haft til að halla sér að.“ Sérstæð sakamál Vegna góðmennsku sinnar ákvað Sieglinde að gitast Albert Simon þrátt fyrir allt. Haldin var vegleg brúðkaupsveisla og það lá við að vinkonur Sieglinde öfunduðu hana svolítið. Þetta var sannarlega glæsi- legur maður sem hún hafði náð í. Þær vissu ekki hvernig málum var háttað. Sieglinde iðraðist þess ekki að hafa gifst Albert Simon og honum var alveg ljóst að hún hafði, með því að gerast lögleg eiginkona hans, veitt honum stórkostlegt tækifæri til að hefla nýtt líf. Engar áhyggjur vegna fjarvista eiginmannsins Fyrstu 10 hjónabandsárin voru hamingjurík. Simon fékk góða stöðu sem sprengjusérfræðingur við járn- brautirnar í Austurríki og þau eign- uðust tvö börn. Fjölskyldan, sem hélt sig reyndar mest út af fyrir sig, var vel liðin meðal nágrannanna. Þeir báru Sieglinde og Albert og vel upp öldum börnum þeirra vel sög- una. Simon var ánægður með starf sitt við austurrísku járnbrautirnar þó að það hefði í för með sér talsverð ferðalög og langar fjarvistir frá fjöl- skyldunni. Hann varð nefnilega að vera þar sem þörf var fyrir hann við sprengingarnar. Sieglinde hafði engar áhyggjur af því þótt eiginmaður hennar væri fjarverandi mestan hluta vinnuvik- unnar. Starfsmenn járnbrautanna sváfu í húsvögnum og höfðu félags- skap hver af öðrum á kvöldin. Bruðkaupsmyndin Sieglinde hreifst afglæsilegu útliti Alberts Simons og ákvað að giftast honum þrátt fyrir vitneskju um skuggalega fortíð hans. Dularfullir leiðangrar í náttmyrkrinu Albert Simon virtist ekkert óá- nægður með þessa tilhögun en í jan- úar í fyrra hætti hann að sitja með félögunum á kvöldin. Þeir héldu að hann hefði gengið til náða og ákváðu að ónáða hann ekki. En Simon var ekki sofandi. Hann var þvert á móti glaðvakandi og í ráns- ferð. Þetta var gamall vani. Simon hafði á sínum tíma verið handtek- inn fyrir innbrot. En þá hafði hann einnig gerst sekur um morð. Nú hélt Albert Simon í þjófnaðarleið- angur í hvert sinn sem verklok nálguðust og hann vissi að allur vinnuflokkurinn myndi bráðum flytja sig á annan stað. Sieglinde vissi auðvitað ekkert um þetta og fagnaði sínum heittelskaða með faðmlögum og kossum í hvert sinn sem hann kom heim í helgarfrí. Hún velti heldur ekki fyrir sér fallegu gjöfunum sem hann færði henni svo oft. Hvemig átti hún líka að vita að þetta væri þýfi? Simon var handtekinn eftir inn- brot 19. janúar í fyrra. Hann játaði strax og bauðst samtímis til að greiða bætur fyrir þá hluti sem hann hafði stolið. Upphæðin nam um það bil 150 þúsund krónum. Hann hafði auðvitað ekki svo mikið fé á sér. Hann bauðst þá til að aka heim og sækja peningana. Enginn skilur hvers vegna lögreglan lét hann aka af stað og allra síst Sieglinde. Færðist of mikið í fang „Ég útskýrði fyrir kommni minni að ég yrði að greiða þessa upphæð því annars myndi ég lenda í fang- elsi. Einhvern tíma myndi jú lög- Syrgjandi foreldrar Foreldrar Siegiine fylgdust með réttarhöldunum yfir morðingja hennar. Handtekinn Albert Simon var handtekinn fyrir framan börn sín. Hér er hann færður út í lögregubíl. reglan komast að því að ég hefði sex ára skilorðsbundið fangelsi yfir höfði mér,“ sagði hann síðar fyrir rétti. Hafi Albert Simon talið að konan hans myndi útvega honum 150 þús- und krónur til þess að bjarga hon- um frá því að vera lokaður inni í steininum hefur hann færst of mik- ið í fang. Sieglinde gekk næstum því berserksgang þegar hann hafði lok- ið máli sínu. „Hugsaðir þú ekkert um mig og börnin þegar þú tókst þessa áhættu? Hvað verður um okkur ef lögreglan birtist fyrir utan dyrnar og sækir „Sieglinde vissi auö- vitað ekkert um þetta og fagnaði sín- um heittelskaða með faðmlögum og koss- um í hvert sinn sem hann kom heim í helgarfrí. Hún velti heldur ekki fyrir sér fallegu gjöfunum sem hann færði henni svo oft. Hvernig átti hún líka að vita að þetta væri þýfi?“ þig? Þú dregur okkur niður í svaðið því það verða börnin og ég sem verða að lifa með þessari skömm. Nei, þú færð enga peninga hjá mér. Aktu aftur til lögreglunnar og gefðu þig fram. Og taktu út refsinguna eins og rnaður." Svona hafði hún látið móðann mása í reiðikastinu og þetta urðu síðustu orð hennar i þessu lifi vegna þess að Simon varð æfur. „Þetta gekk svo fljótt fyrir sig,“ sagði hann í dómsalnum. „Ég tók um háls hennar með annarri hendi og þrýsti fast. Þetta gerðist á andar- taki því það leysast svo ótrúleg öfl úr læðingi undir svona kringum- stæðum. Ég ætlaði bara að hræða hana. Ég ætlaði ekki að drepa hana.“ Niðurstaða réttarlæknis var sú að Albert Simon hafði haldið um háls konu sinnar í að minnsta kosti 10 mínútur þannig að Sieglinde lést beinlínis af súrefnisskorti. Dæmdur í lífstíðarfangelsi Eftir morðið fór Albert Simon með börn sín, sem voru fimm og sex ára, út í bil og ók um með þau. Stúlkan spurði í ökuferðinni hvort þau væru enn að leita að mömmu þeirra. Albert Simon kinkaði kolli og sagði að þau myndu brátt finna hana. Það var nágranni sem fann Sieglinde daginn eftir í svefnher- bergi íbúðar hennar. Hann hafði velt því fyrir sér hvers vegna það væri svo hljótt í íbúðinni við hlið- ina á honum. Morðinginn fannst hjá ættingja sínum sem hann hafði gist hjá. Hann var handtekinn fyrir framan böm sín. Verjandi Alberts Simons benti á að skjólstæðingur sinn gæti ekki tjáð sig munnlega þegar hann þyrfti að verja sig við erfiðar kringum- stæður. Hann gæti ekki tjáð sig öðruvísi en með ofbeldi. Kviðdóm- endur og dómarinn töldu ekki ástæðu til að líta mildari augum á glæp Simons vegna þess. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi og verður sennilega ekki látinn laus á ný. Dómarinn gat þess að það væri sér- staklega ámælisvert að hann skyldi hafa myrt einmitt þá konu sem hefði treyst honum og veitt honum stórkostlegt tækifæri til að hefja nýtt líf. Foreldrar hinnar látnu voru við- staddir réttarhöldin. Þegar morð- inginn var færður út í handjárnum sagði móðirin lágum rómi: „Dóttir okkar varð fórnarlamb hjartagæsku sinnar." Fýrsta morðið á Netinu Sharon lifði í draumaveröld með ókimnugum mönn- um á Netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.