Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 31 I>V Helgarblað Óskilahundar úr Eyjafirði: Keppa í fegurð sín á milli Skraning í síma 561 8585 eða 561 8586 Valkyrjur í vígahug er sjálfstyrkingarhópur fyrir konur sem kalla ekki allt ömmu sína og eiga það sameiginlega markmið að vilja fræðast um varanlegar lausnir í baráttunni við vambarpúkann. Innifalið í námskeiðinu er eftirfarandi: Unníð er með hópefli og samkennd í matarfíkn og offitu með þeirri aðferð að feitir leiðbeina feitum. æfum ný lög. Það voru margar fínar æfingar 1 gamla Volvoinum hans Ei- riks og þá varð stóri kontrabassinn að liggja eftir endilöngum bílnum. Úr farþegasætinu frammi og aftur í. Einhvers staðar fyrir aftan bíl- stjórasætið hef ég svo troðið mér og svo ég geti spilað á gítarinn hef ég skrúfað niður rúðuna og látið háls- inn á honum standa út. Þannig hef ég fengið olnbogarými til gítar- leiks,“ segir Hjörleifur. Þeir félagar bæta annars við að formlegur æf- ingatími hjá Hundi í óskilum sé enginn nema hvað oft taki þeir tam- ir á haustin. „Mesta vinnan fer í að velja lög og útsetja. Finna út hvort þau virki í raun fyrir okkar flutn- ing. Á því er allur gangur, ég gæti trúað að ekki nema eitt af hverjum tíu lögum sem við æfum virki þegar til kastanna kemur. Spice girls virk- uðu til dæmis aldrei i okkar meðför- um,“ segir Eiríkur. „Ég get ímyndað mér að það geti verið flott að rappa ljóðið Abba Labba Lá eftir Davíð Stefánsson. Maður heyrir bókstaflega í frum- skógatrumbunum," segir Hjörleifur. Hann segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að Akureyringar og Ey- firðingar ættu að halda skáldum sínum, Davíð, Jónasi, Matthíasi og fleirum hærra á loft en nú er og gera sér meiri mat úr þeirra kynn- gimagnaða kvæðaarfi. í þeim efnum vilji Hundur í óskilum ekki láta sitt eftir liggja, nægur sé efniviðurinn. Spilað á blokkfiautu með nefinu Eiríkur Stephensen er skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar og Hjör- leifur Hjartarson er kennari við Húsabakkaskóla i Svarfaðardal þar sem hann var raunar skólastjóri síðastliðinn vetur. Það var tímabil þegar Hundur i óskilum var vísast eina hljómsveit landsins sem ein- vörðungu var skipuð skólastjórum. Segja þeir félagar að nemendur þeirra hafi sýnt þeim ftúla virðingu þrátt fyrir galsaskap þeirra í tónlist- inni á köflum. Nemendur Eiríks, sem einkum kennir á blásturshljóð- færi, hafi þó hneigst dálítið til að spila á blokkflautu með nefinu eftir að skólastjóri þeirra hafi sýnt til- burði í þá veruna í sjónvarpsþætti. Aðspurðir um framtíðaráform þessarar sérstæðu norðlensku hljómsveitar segir Hjörleifur þau ekki vera nein sérstök. „Við látum hverjum degi nægja sína þjáningu. Við erum í þessu fyrst og fremst til þess að skemmta okkur sjálfum. Við höldum til dæmis alltaf árshátíð Taktu fyrsta skrefið með okkur 6. apríl hefst í Heilsugarði Gauja litla 8 vikna aðhald fyrir þá sem vilja ekki inn á líkamsræktarstöðvar. Þessir lokuðu aðhaldshópar byggja á fræðslu og hreyfingu. Vinir í víðáttu er leynifélag, eingöngu ætlað karlmönnum, sem hefur það markmið að minnka félagsmenn á velli og stækka andlegt atgerfi þeirra Rappaður Gunnarshólmi Jónas- ar Hallgrímssonar. Undir bláhimni í þungarokkstakti. Slagarar Engil- berts Humperdincks sungnir eins og íslensk rímnalög og tónverk Bachs og lög Rollinganna flutt í frjálslegum útsetningum. í þessa veruna er efnisskrá hljómsveitar- innar Hunds í óskilum sem vakið hefur verðskuldaða athygli að und- anfórnu. Norðlendingunum tveimur sem „óskilahundinn" skipa, þeim Hjörleifi Hjartarsyni söngvara, gít- arleikara og flautuspilarara og Ei- ríki Stephensen kontrabassa- og melodíkuleikara vefst þó tunga um tönn þegar þeir eru spurðir á hvaða bás megi setja hljómsveitina. „Við vorum tónlistarmenn áður en við gerðumst ræningjar," segir Hjörleif- ur og vitnar þar til hins fræga svars Jónatans, eins af kumpánunum þremur sem segir frá Kardimommu- bæ Thorbjörns Egner. Grýttir hnífapörum í fegurðarsamkeppninni Ungfrú fsland.is á dögunum lék Hundur í óskilum og vakti verðskuldaða at- hygli gesta sem og áhorfenda Stöðv- ar 2. Þar með var sveitin orðin landsfræg, enda þótt hún sé Norð- lendingum löngu kunn. „Ætli við höfum ekki fyrst byrjað að spila saman árið 1994 og þá sem dinner- band,“ segir Eiríkur og lítur á Hjör- leif félaga sinn. Þeir fara yfir sög- una í sameiningu. í upphafi hét hljómsveitin Börn hins látna og þá var Valva Gísladóttir flautuleikari með í kompaníinu. „Okkur finnst gaman að finna upp ný hljómsveitarheiti og höfum við spilaö sem Blóm og kransar, Valva og drengimir og Börn hins látna. það er aldrei að vita nema við breytum um nafn ef frægðin fer að angra okkur,“ segir Eiríkur. Hjör- leifur kveðst luma á ýmsum hjómsveitarnöfnum sem nota má. Til dæmis Grýttir hnífapörum. „En eigum við nokkuð að fara nánar út í söguna á bak við það mál. Þeir gætu móðgast við okkur i Glæsibæj- arhreppi ef ég segi frá því,“ segir Hjörleifur og hlær. „Ég heyri í frumskógar- trumbunum" „í bland er Hundur í óskilum sirkus. Annars finnst okkur mjög erfitt að vera að útskýra þetta neitt frekar. Fólk verður bara að koma á tónleika hjá okkur," segir Eiríkur. Þeir félagar hafa komið fram við ýmis tilefni og farið víða um. „Það er frekast á þessum ferðum sem við Félagar flauta fyrir heiminn Flautaö í botn svo undir tekur í Eyjafjaröarfjöllum. „ Viö látum hverjum degi nægja sína þjáningu. Viö erum í þessu fyrst og fremst til þess aö skemmta okkur sjálfum. Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson - Hundur í óskilum „Okkur finnst gaman aö finna uþþ ný hljómsveitarheiti, við höfum spilað sem Blóm og kransar, Valva og drengirnir og Börn hins iátna. Þaö er aldrei aö vita nema viö breytum um nafn ef frægöin fer aö angra okkur. “ hljómsveitarinnar eftir hvert gigg. Tónleika höldum við síðan alltaf annað kastið svona til þess að halda okkur við efnið og neyða okkur til að æfa ný lög. Við héldum til dæm- is styrktartónleika fyrir Hund í óskilum um daginn og rann ágóði tónleikanna allur í vasa okkar. Einnig héldum við stuðningstón- leika þegar þessi margfræga tík Tína týndist i Mosfellsbæ. Hún var svo sannarlega hundur í óskilum og því var ekki nema sjálfsagt að við heiðruðum hana blessaða með ein- um tónleikum eða svo.“ Þarf líka að geta argað Það er sumsé léttleikinn sem ræð- ur ríkjum hjá þeim félögum í Hundi í óskilum. „Ég hef alltaf alið með mér þann draum að verða söngvari í þungarokkshljómsveit. Ég hef lengi verið hluti af fjóreykinu Tjarnarkvartettinum og við höfum verið mjög ein- beitt í því að syngja vel og fallega enda er það afar gefandi og skemmtilegt. En maður þarf líka að geta argað og þá er Hund- urinn kjörinn vettvang- ur,“ segir Hjörleifur. - Ei- ríkur tekur í svipaðan streng, segir að ágæt til- breyting sé eftir anna- sama tónlistarkennslu að setja sig í allt annan gír og gerast „óskilahundur" um stund. „Við erum þjóðlegir og kappkostum að vera á hinum þjóðlegum nót- um,“ eru lokaorð félag- anna í Hundi í óskilum sem svo sannarlega vöktu athygli sem slíkir þegar þeir léku i Ungfrú ís- land.is á dögunum. Sjálfir hafa þeir raunar keppt í fegurð sín á milli og velkj- ast hvergi í vafa um úr- slitin. Eiríkur sigraði í keppninni um innri feg- urð en Hjörleifur í hinni ytri. En auðvitað er feg- urðin afstætt hugtak - rétt eins og það hvenær hundur sé i óskilum og hvenær ekki. -sbs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.