Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 Fréttir__________________________________________________PV Kvartað til Ferðamálaráðs vegna starfsemi Jóns Ragnarssonar vegna Lykilhótela: Tugir í mál við Jón - ofsóknir á hendur honum, segja lögmenn hans sem hafa gripið til varna Vandræöi á hóteli Lykilhótel eru um land allt og styr stendur um þau víöa. Hótel Valhöll á Þingvöllum er eitt þeirra. Fyrrum starfsmenn Lykilhótela, á annan tuginn alls, hafa höfðað mál á hendur fyrirtækinu vegna vanefnda á launagreiðslum og eru fleiri mál á leiðinni. Stærstur hluti starfsfólksins er ungt fólk og þar af tveir útlendingar. Verkalýðsfélag Húsavíkur hefur haft milligöngu fyrir hönd flestra starfsmannanna sem störfuðu á Lykilhótelinu við Mývatn í fyrrasumar en einnig eiga nokkrir starfsmenn Hótel Valhallar á Þingvöllum í útistöðum við Jón Ragnarsson, eiganda Lykilhótela. Búið er að stefna og skila greinar- gerðum en lögmenn Jóns Ragnars- sonar óska eftir frávísun frá dómi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem óánægja rís hjá starfsmönnum Jóns Ragnarssonar vegna launamála. Ágúst Einarsson, starfsmaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, hefur haft milligöngu um mál 11 starfs- manna sem störfuðu í fyrrasumar í hóteli Jóns í Mývatnssveit. Máls- höfðunin nær allt frá starfsfólki í uppvaski upp í hótelstjórana bæði sumarið 1999 og 2000. Ágúst er harð- orður gagnvart launastefnu fyrir- tækisins. Lögbrot gegn öllum? „Næstum því allir starfsmenn Lykilhótelsins við Mývatn gerðu at- hugasemdir við launin í fyrra og reyndar komu líka upp nokkur mál sumarið 1999,“ segir Ágúst. Ég er viss um að hver einasti starfsmaður sem unnið hefur hjá Jóni Ragnars- syni hefur fengið vangreidd laun i fyrrasumar. Það er alls staðar sama sagan, hvort sem um ræðir Mývatn, Hótel Valhöll, Hótel Norðurland eða Hótel Örk.“ Þessari alvarlegu fullyrðingu til stuðnings reifar Ágúst meint brot og segir óyggjandi sem dæmi að 17 ára gömul stúlka hafi fengið greidd laun sem séu 4,5% lægri en lægstu leyfilegu taxtar. Þá hafi starfsstúlka í öðru tilviki þurft að vinna í 34 daga samfellt án þess að fá hvíldar- dag. Enn fremur hafl reglur um samfelldan vinnudag verið brotnar og þess ekki gætt að greiða yfir- vinnu við ákveðnar kringumstæður samkvæmt lögum. í greinargerð lögmanns Jóns Ragnarssonar segir að Lykilhótel telji að málssóknin sé að undirlagi Verkalýðsfélags Húsavíkur sem hafi Innlent fréttaljós Björn Þorláksson blaöamaöur komið á fundi með starfsmönnum hótelsins til að „róta upp þeirri vinnutilhögun sem starfsmenn voru ánægðir með“. Ágúst segir hins veg- ar að félagið hafi verið beðið um aö ganga í þessi mál og sé ekki vanþörf á. „Jón er snillingur í samskiptum við fólk og snillingur í því að sópa málum undir teppið. Tökum 17 ára gamla stúlku sem ætlar að fá leið- réttingu á launum sínum gagnvart svona manni. Það hlýtur að vera of- boðslega erfitt," segir Ágúst. „Þetta er bull“ Jón G. Zoéga, lögmaður Jóns Ragnarssonar, segir að þetta séu í heildina 10-20 mál en Lykilhótel muni grípa til varna. „Þetta er allt saman bull, verkalýðsforystan hefur staðið fyrir óhróðri um Lykilhótel- in,“ segir lögmaðurinn. Hann bendir á að búið hafi verið að ganga frá launauppgjöri við starfsmennina en svo komi bakkröf- urnar fyrst núna. Hópurinn hafi tekið sig saman undir forystu verkalýðshreyfingarinnar en eini raunverulegi punkturinn í málinu sé sá að hugsanlega sé áherslumun- ur á kjarasamningum eftir lands- fjórðungum. Gert hafi verið upp við fólkið við Mývatn samkvæmt kjara- samningi við Hótel Örk. „Menn hafa haldið að Jón stæði eitthvað höllum fæti og verkalýðsfé- lögin hafa ráðist gegn honum. Félag islenskra hljómlistarmanna var á sínum tíma með rosalegt mál gegn honum - óhróður af verstu sort í sínu félagstímariti fyrir Los Para- guyos. Þar voru gerðar kröfur upp á tæpar 3 milljónir en Jón hlaut sýlcnu og málskostnaður var dæmd- ur á þá,“ segir Jón sem dæmi um meinta herferð. Ekki á rökum reist Þórður Heimir Sveinsson lögmað- ur er fulltrúi Lykilhótela í dóms- málinu sem nú er rekið. Hann segir að fyrir dóm hafi nú alls komið mál 10 aðila en sátt hafi náðst í einu. Lykilhótel krefjist frávisunar í öll- um þessum málum og verði sú krafa tekin fyrir 20. apríl nk. „Það munar ekki miklu milli aðila heldur eru þetta aðallega einhverjir taxtar sem eru bornir saman milli stéttar- félaga. Að öðru leyti mótmælum við þessu og teljum málshöfðunina ekki á rökum reista," segir Þórður. Hann segir einsdæmi að Lykilhót- el fái á sig svona hópmál en ef tek- ist er á um svo litlar fjárhæöir - af hverju er ekki leitað sátta? „Ja, sem fyrr segir þá verður frá- Guðrún Þóra Hjaltadóttir var hótelstjóri sumariö 1999 hjá Lykil- hóteli Mývatni. Hún er ein margra starfsmanna sem eru að sækja launarélt sinn fyrir dómstólum gagnvart Jóni Ragnarssyni, eig- anda Lykilhótelanna, enda telur hún sig eiga a.m.k. 300.000 króna vangoldin laun frá sumrinu. Hún lýsir vinnuaðstæðum sem skelfileg- um og álagið hafi að lokum yfir- keyrt hana þannig að hún hafi þurft að leita sér lækninga á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þeg- ar hún sneri aftur hafi Jón svo sagt henni að hann óskaði ekki eftir vísunarkrafan tekin fyrir 20. apríl nk. en ætli við reynum ekki að leita einhverra sátta fyrir eða eftir þann tima. Við erum að kreQast frávísun- arinnar af því að við teljum grund- völl málsins ekki á rökum reistan." Berjum ekki á Jóni Ágúst Óskarsson segir hins vegar að upphæðimar séu alls ekki í öll- um tilvikum neitt smáræði. Þannig hljóði ein krafan upp á hálfa milljón sem sé ótrúleg ijárhæð miðað við hve ráðningartími viökomandi starfsmanna hafi verið stuttur. „Við vísum því algjörlega á bug nærveru hennar framar. Jón hafi aldrei tekið í mál að greiða henni fyrir síðasta mánuðinn sem hún þó sannarlega hafi unnið. Guðrún Þóra segist ekki hafa verið ein um að brotna niður sum- arið 1999. „Ég missti meðvitundar- lausan starfsmann á gólfiö í eldhús- inu, danska stelpu, og hélt að hún væri að deyja. Það reyndist vera of- þreyta." Hún segir aðstæður á vinnustöð- um Jóns Ragnarssonar vera gjöró- líkar öllu því sem hún hafi kynnst fyrr eða síðar. „Það má hiklaust líkja þessu við þrælabúðir." að það sé markmið okkar að berja á Jóni Ragnarssyni. Það er hann sem er að kalla yfir sig mál með því að borga lægri laun en kjarasamningar kveða á um. Það eru hans vinnu- brögð að reyna að svæfa svona mál og kaupa sér frest í dómskerfmu. Þetta mál verður hins vegar klárað af okkar hálfu. Það er hlutverk okk- ar og skylda að þjónusta okkar fé- lagsmenn, hvort sem þeir eru eldri eða yngri.“ Svartur blettur á ferðaþjónustu Ekki síst seg- ir Guðrún Þóra að alvarlegt sé fyrir samfélagið að Jóni gangi svo illa að fá ís- lenska starfs- krafta nú orðið að hann leiti í æ ríkari mæli út fyrir land- steinana. Út- lendir krakkar kosti sig hing- að, þeim sé jaskað út eins og dæm- ið um dönsku stelpuna sýni en séu lag Húsavíkur bréf til Ferðamála- stjóra og tíundaði áhyggjur af stöðu starfsmanna í ferðaþjónustu. Ferða- málastjóri svaraði ekki og ekki heldur Ferðamálsamtök Norður- lands eystra. Samtök ferðaþjónust- unnar fékk einnig bréf og svaraði framkvæmdastjóri, Erna Hauksdótt- ir, því munnlega að hún bæri ekki ábyrgð á Jóni Ragnarssyni þar sem hann væri ekki í Samtökum ferða- þjónustunnar. í bréfinu segir að undanfarnar vikur hafi starfsmenn í ferðaþjón- ustu verið tíðir gestir hjá verkalýðs- félaginu þar sem kvartað sé undan launum undir lágmarkstaxta, að- búnaði og álagi. Fyrirspurnir hafl borist frá starfsmönnum margra fyrirtækja í greininni en ástandið virðist verst á Lykilhóteli Mývatni. „Þetta er svartur blettur í ferðaþjón- ustunni. Við bíðum enn eftir svari frá Ferðamálaráði," segir Ágúst. Kemur okkur ekki við Magnús Oddsson ferðamálastjóri sagði í samtali við DV að þetta væri fyrirtækjamál sem Ferðamálaráð blandaði sér ekki i. Um ástæður þess að Magnús svaraði ekki bréf- inu segir hann aðeins hafa litið svo á að verið væri að vekja athygli á málinu. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem ábending hafi borist til Ferðamálaráðs um starfsemi Jóns Ragnarssonar. Almennt segir Magnús að ekki séu vísbendingar um annað en að launamál og aðbúnaður starfsfólks í ferðaþjónustu séu í þokkalegu standi. „Hvort ástandið er erfiðara í ferðaþjónustu eða landbúnaði eða einhverju öðru - ég bara þekki það ekki,“ segir Magnús. -BÞ svo sendir heim aftur og beri þá skarðan hlut frá borði launalega. „Þetta er virkilega niðurlægjandi fyrir land og þjóð,“ segir hótelstjór- inn sem segist hafa kvartað til Samtaka ferðaþjónustunnar vegna þessa en fengið lítil viðbrögð. „Það er varla að starfsfólk fái að borða hjá honum á sama tíma og 2-3 starfsmenn eiga að taka að sér heilt skemmtiferðaskip með 200-300 farþegum. Hann á í raun ekki að fá að reka hótel. Það er komið fram við mann eins og dýr.“ -BÞ í ágúst í fyrra ritaði Verkalýðsfé- Hótel Örk Annaö Lykilhótelanna. Þau liggja nú undir áföllum og starfsmenn leggja í málaferli. Þrælabúðir í hótelinu - segir fyrrum hótelstjóri viö Mývatn Guðrún Þóra Hjaltadóttir, fyrr- um hótelstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.