Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Fijáls fjölmiölun hf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins I stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtíngar af þeim. Mannvonzka á þingi Þjónusta alls þorra alþingismanna við þrönga sérhags- muni innlendrar framleiðslu og einokunarheildsölu grænmetis felur í sér glæpsamlega árás á heilsu þjóðar- innar. Ofurtollar Alþingis á innfluttu grænmeti eru hvorki meira né minna en hrein mannvonzka. Vegna ofurtollanna er grænmeti svo hrikalega miklu dýrara en á öðrum Vesturlöndum, að neyzla þess nemur innan við helmingi þess, sem ráðlagt er af Alþjóða heil- brigðisstofnuninni og innan við helmingi þess, sem geng- ur og gerist í nágrannalöndum okkar. Það er alls ekki ný bóla, að paprikan fari yfir 700 krón- ur kílóið. Hún hefur gert það árvisst, síðan ofurtollarnir voru settir. Hækkunin gerist alltaf einu sinni á ári, þeg- ar út rennur tímabil tollfrelsis á innfluttu grænmeti eftir reglum Evrópska efnahagssvæðisins. Fyrir löngu var allt vitað, sem menn þurftu að vita um hollustu grænmetis og nauðsyn þess að stórauka hlut þess í fæðuvali þjóðarinnar. Alþingismenn vissu um það, þegar þeir settu ofurtolla á grænmeti á sínum tíma. Þeir vissu, að þeir voru að skaða heilsu þjóðarinnar. Eins og venjulega tóku þeir þrönga sérhagsmuni í kjör- dæmum sínum fram yfir almannahagsmuni. Það gera þeir, hvenær sem þeir fá færi á slíku. Og það gera þeir enn þann dag í dag, þegar þeir ramba út og suður í vanga- veltum um, hvort ofurtollarnir séu í lagi. Alþingi setti lögin og landbúnaðarráðherrar allra tíma hafa túlkað þau í botn, þar á meðal sá núverandi. í fyrra- dag kom enn í ljós á Alþingi, að mannvonzkan á sér ör- uggt skjól í SjálfstæðisfLokknum, Framsóknarflokknum og hjá Vinstri grænum og Frjálslyndum. Það versta við lögin er, að þau veita landbúnaðarráð- herra svigrúm til misnotkunar, sem núverandi landbún- aðarráðherra hefur ekki síður notfært sér en fyrirrennar- ar hans. Þess vegna er ábyrgð hans mest og því getur hann ekki falið sig að baki alþingismanna. Málflutningurinn til stuðnings ofurtollunum er með endemum. Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjáls- lyndra og Vestfirðinga, bullaði botnlausa vitleysu á þingi í fyrradag um gin- og klaufaveiki, rétt eins og paprika og annað grænmeti hafi gin og klaufir. Að undanförnu hefur greinilega komið fram, að land- búnaðarráðherra og förunautar hans hyggjast misnota fárið og æðibunuganginn út af gin- og klaufaveikinni í Evrópu til að treysta í sessi takmarkanir á innflutningi búvöru og herða innlenda einokun. Engum heilvita manni hefur dottið í hug, að gin- og klaufaveiki eða kúariða eða aðrar uppákomur af slíku tagi í verksmiðjuframleiðslu alidýra fylgi grænmetis- neyzlu og allra sízt neyzlu lífrænt ræktaðs grænmetis, sem mjög lítið er framleitt hér á landi. Þvert á móti er augljóst, að skipti úr kjöti í grænmeti í neyzlu fólks kemur í veg fyrir, að það skaðist af sjúk- dómum, sem kunna að fylgja kjöti. Alþingismenn koma einmitt í veg fyrir þessa brýnu tilfærslu i neyzlu með þvi að halda ofurtollum á sjálfri hollustuvörunni. Að lokum skal það ítrekað, svo að ekki fari milli mála, að lög Alþingis um ofurtolla og túlkun landbúnaðarráð- herra á þeim fer langt út fyrir hefðbundna gæzlu þröngra sérhagsmuna. Hún felur í sér glæpsamlega atlögu þessara málsaðila að sjálfu heilsufari þjóðarinnar. Hér er ekki aðeins verið að gagnrýna þá, sem settu lögin á sínum tíma, heldur alla þá, sem nú tala út og suður og hindra þannig, að lögin verði afnumin. Jónas Kristjánsson Skoðun DV Bandarísk einstefna Sú ákvörðun George Bush Bandaríkjaforseta að viröa Kyoto-samninginn að vettugi hefur valdiö mikilli gagnrýni víða um heim. Stjórn hans hefur sýnt tilhneigingu tii að fara sínar eigin leiðir í fleiri málum, eins og kjarnorkumálum. George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur þegar sýnt að hann skirrist ekki við að grípa til ein- hliða aðgerða í nafni „bandarískra þjóðarhagsmuna" á sviði umhverf- ismála og hermála án þess að skeyta um áhrif þeirra á önnur ríki eða ímynd Bandaríkjanna erlendis. Tökum nokkur dæmi: a) Hann hyggst afskrifa Kyoto- samkomulagið um losun gróður- húsaloftegenda; b) hann hefur bundið enda á samningaviðræður við stjóm Norð- ur-Kóreu til að undirbúa jarðveginn fyrir því að koma upp gagneld- flaugakerfi; c) hann hyggst draga úr fjárhags- stuðningi við Rússa við eyðingu kjarnavopna; d) loks hefur hann sent tvíræð skilaboð um stefnu Bandaríkjastjómar I Miðaustur- löndum (og Balkanskaga) þótt ástandið þar fari hríðversnandi með degi hverjum. Fullyrða má að and-ameríkan- ismi, sem hefur stóraukist í Mið- austurlöndum að undanfórnu, verði meira áberandi í Evrópu ef haldið verður áfram á sömu braut. Breytt utanríkisstefna Yfirlýsing Bush um að virða Kyoto-bókunina að vettugi ætti í sjálfu sér ekki að koma á óvart í ljósi þess hve hann er pólitískt háð- ur olíuhagsmunum. En það breytir engu um skaðann: Ef Bandaríkja- stjóm heldur því til streitu að fara ekki að samningnum yrði hann óframkvæmanlegur. Rekja má 25% alls koltvísýrings sem losaður er út í andrúmsloftið til Bandaríkjamanna þótt þeir séu aðeins 4% jarðarbúa. Vitaskuld er ekki unnt að setja beint samhengi milli mengunar og fólksfjölda: efna- hagsástandið í heiminum fer að miklu leyti eftir gangi bandarísks efnahagslifs. En þau vafasömu skilaboð sem Bush-stjórnin sendir öðrum ríkjum með afstöðu sinni eru þau að umhverfisvernd sé jaðar- mál, ekki síst ef hún truflar vest- rænan/bandarískan lífsstíl. Hér er verið að hafna alþjóðlegum skuld- bindingum sem skipta mun meira máli. Þótt Clinton-stjórnin hafi alvar- lega velt fyrir sér þeirri hugmynd að koma sér upp gagneldflaugakerfi gegn „óvinaríkjum", eins og Norð- ur-Kóreu og írak, var hún í stöðugu sambandi við stjórnvöld í Pyongyang. Bush-stjórnin ákvað skyndilega að hætta þessum við- ræðum á þeirri forsendu að stjórn Norður-Kóreu væri ekki treystandi. Það hefur þó sýnt sig aö engu verð- ur breytt í Norður-Kóreu með því að draga upp fjandímyndir og að einangra landið enn frekar. Eina skýringin á þessari stefnu virðist vera sú að réttlæta þörfina á því að koma upp gagneldflaugakerfinu. Þessi áætlun er enn mjög umdeild, enda þyrftu Bandaríkjamenn að segja skilið við ABM-samninginn við Sovétmenn frá árinu 1972 til að hrinda henni framkvæmd. Það mundi valda miklum skaða í barátt- unni gegn útbreiðslu kjarnorku- vopna. Nú verja Bandaríkjamenn um einum milljarði dollara til að að- stoða Rússa við að eyðileggja kjarnavopn sín. Þessi stefna hefur verið lofuð hvarvetna, enda mjög skynsamleg, ekki aðeins fyrir Bandaríkjamenn heldur alla heims- byggðina. Nú bregður hins vegar svo við að Bandaríkjastjóm hefur tekið þessa stefnu til endurskoðun- ar og látið að því liggja að þessi upp- hæð verði lækkuð verulega. Með því mundu Bandaríkjamenn gera mikil mistök. Heimsveldi verða að taka því að vera gagnrýnd, enda er það þeim hollt. Þótt Rússar hafi ver- ið ötulir við að vara við forræði Bandaríkjamanna í alþjóðamálum ber það vitni um skammsýni Bush- stjórnarinnar að refsa þeim á þessu sviði. Hér yrði meiri hagsmunum fórnað fyrir minni. Vegna þess hve ísrael er háð Bandaríkjunum pólitískt og efna- hagslega og vegna þess hve Banda- ríkjastjórn hefur gengið langt í stuðningi sínum við Ísraelsríki er ljóst Bandaríkjamenn verða að hafa afskipti af deilumálum ísraela og Palestínumanna. En þrátt fyrir upp- reisn Palestínumanna og æ harka- legri hernaðaraðgerðir ísraela hef- ur Bush-stjórnin að mestu þagað og meira að segja lagt niður embætti sérlegs sendimanns Bandaríkja- stjórnar í málefnum Miðaustur- landa. Það er ekki nema von að flestir arabar séu komnir á þá skoð- un að Bush-stjórnin sé með áhuga- leysi sinu að sýna stjórn Ariels Sharons í ísrael stuðning sinn í verki. Sú ákvörðun að beita neitun- arvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir að óvopnað lið á vegum Sameinuðu þjóðanna yrði sent til sjálfstjórnar- svæða Palestínumanna hefur aðeins aukið andúð á Bandaríkjunum í Miðausturlöndum. Þau fjögur dæmi sem hér hafa verið rakin hníga því sama: að skera sig úr, að fara sínar eigin leið- ir. En það er vonlaust fyrir Banda- ríkin að fara með forræði í heims- málum í nafni þröngra þjóðarhags- muna. Nú er ekki lengur neitt kalt stríð sem bindur vestræn ríki sam- an gegn einu ríki eða bandalagi. Þvert á móti er hugsanlegt að ríki bindist samtökum gegn áhrifamætti Bandaríkjanna. Þannig gæti þessi einleikur i alþjóðamálum komið verst niður á Bandaríkjamönnum sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.