Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 Fréttir Karlmaður dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness: Fimm mánaða fangelsi fyrir að misnota fósturdóttur Þrátíu og tveggja ára gamall karl- maöur var dæmdur í Héraösdómi Reykjaness í siðustu viku í 5 mán- aða fangelsi, einn mánuö óskilorðs- bundinn, fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sambýliskonu hans. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa á heimili þeirra káfað á kyn- færum telpunnar, sem þá var 10 ára, innan og utan klæða og fengið hana jafnframt til þess aö snerta kynfæri sín. Ofbeldið átti sér stað frá árinu 1999 til 2000 á heimili þeirra en móð- ir telpunnar bjó um tveggja ára skeið með ákærða og þremur börn- um sinum. Telpan sagði kynfoður sínum frá atburðunum vorið 2000. í kjölfar þess var félagsþjónustunni í Hafnar- firði og barnaverndarnefnd tilkynnt um málið og var það síðan kært til rannsóknarlögreglunnar í Keflavík. Ákærði neitaði öllum sakargift- um og krafðist þess að verða sýkn- aður. Hann sagði sögur um meint kynferðisbrot sín gegn telpunni vera komnar frá föður hennar en ákærði taldi föðurinn hafa tekið skilnaðinum við konu sína illa. Móðir telpunnar bar fyrir dómi að hún teldi að faðir telpunnar hefði haft áhrif á hana í tengslum við meint kynferðisbrot. Skömmu eftir að telpan sagði frá atburðunum sleit móðir hennar samvistum við hinn ákærða. Guðmundur L. Jóhannesson hér- aðsdómari kvað upp dóminn ásamt Gunnari Aðalsteinssyni og Sveini Sigurkarlssyni héraðsdómurum. Greinargöð frásögn telpunnar Dómararnir sögðu frásögn telpunnar um kæruefniö vera grein- argóða og nákvæma. Telpan skýrði yngri systur sinni frá meintri hegð- un ákærða og var yngri systir henn- ar jafnframt vitni að einu tilvikinu. Eins skýrði telpan sálfræðingi frá því að hún hefði forðast að vera ein heima með ákærða. Systurnar sögðu sálfræðingum að mikið hefði verið um rifrildi á heimilinu og að ákærði hefði sjaldan unnið en móö- ir þeirra mikið svo hún vissi lítið um það sem þar fór fram. Þetta og framburður tveggja sál- fræðinga um málið var talin vera næg sönnun fyrir því að ákærði hefði káfað á kynfærum telpunnar en hann var sýknaður af ákærunni um að hafa látiö telpuna snerta sig. “í málinu þykir vanta gögn um hverjar afleiðingar brotsins kunna að verða fyrir brotaþola en samt er ljóst að slíkt brot við telpu á þessum aldri hefur í fór með sér truflun á andlegu ástandi hennar og veldur sálarkvöl," segir í dómnum. Maðurinn var dæmdur í fimm mánaða fangelsi, þar af einn óskil- orðsbundinn, en fjóra mánuði skil- orðsbundna í þrjú ár. Ákærða er einnig gert aö greiða allan sakar- kostnað og 150.000 króna miskabæt- ur til telpunnar. -SMK Útlendingar í þriðjungi allra nýrra starfa: 850 milljóna laun úr landi Mikil fjölgun erlends vinnuafls kemur m.a. fram i tölum um greiðslujöfnuð viö útlönd. Árið 2000 námu launagreiðslur til útlanda 850 milljónum króna, sem var hækkun um hálfan milljarð eða um 140% frá árinu áður, samkvæmt upplýsing- um Þjóðhagsstofnunar. Og að von- um, því útlendingar hafa verið ráðnir í þriðjung allra nýrra starfa síöustu tvö árin, eða um 2.300 af þeim 6.700 ársverkum sem bættust við á árunum 1999 og 2000. Þjóð- hagsstofnun segir hlutfall erlendra ríkisborgara á íslenskum vinnu- markaöi hafa aukist mjög á síðustu árum. Árið 1997 var það 1,8% , hafði hækkað í 4,3% í fyrra og útlit er fyr- ir áframhaldandi hækkun í ár, enda reiknað með að störfum muni enn fjölga um 1.500 á þessu ári. Getur þannig látið nærri að í ár verði 1 af hverjum 20 störfum í landinu unnið Ársverk, unnin af erlendum _ ríkisborgurum, og hlutdeild ' þeirra á vinnumarkaði 1997 1998 1999 2000 Eins og myndin sýnir hefur ársverk- um unnum af erlendum ríkisborgur- um fjölgað úr 2.300 árið 1997 upp í 6.000 og búist við áframhaldandi fjölgun í ár. af erlendum rikisborgurum. Og það dugar ekki einu sinni til, því Þjóð- hagsstofnun segir vinnutímann líka hafa lengst milli ára. -hei DV-MYNDIR ELMA GUÐMUNDSDÓTTIR Hugar að sínu Þrátt fyrir bölvað óveður fór þessi kappklæddur að huga að bátnum. Sækja sjóinn í illviðrinu Sólskin og mikill skafrenningur var í Neskaupstað í gær, skrýtið veður, einkennOeg birta með mörg- um kynjamyndum. Ekki létu allir veðrið aftra sér frá útivist, til dæm- is ekki þessi trillukarl sem brá sér á sjó og dró eina trossu. í henni voru um 350 kíló og veðrið var ekki til trafala þótt víða á Austurlandi væri aftakaveður. Skipverji á Berki vann ótrauður við að skrúbba vertíð- arslorið af. -EG Brýtur klakann Þessi var aö brjóta klakann. DV-MYND HILMAR PÓR A gangi við Gróttu. I>V Ráðherra tugt- ar„dýra“ Aumingja yfirdýra- læknirinn Halldór Runólfsson á erfitt þessa dagana. Það er sama hverju hann stingur upp á, allt er barið niður jafnharðan. Þannig vildi hann rýmka reglur vegna viðbragða við gin- og klaufa- veiki og auka frelsi, innflytjend- um til hagsbóta. En viti menn, Guðni Ágústsson var kom- inn að vörmu spori til að berja á puttana á yfirdýralækninum. Aftur fór Haildór af stað og vildi nú liðka fyrir gæludýraunnendum og leyfa innflutning á páfagaukum frá Bret- landi. Um leið og Guðni las frétt um málið í DV greip hann pískinn og lamdi enn fastar á putta yfirdýra- læknis. í heita pottinum er nú fullyrt að Halldór sé orðinn svo aumur í puttunum að hann megni ekki leng- ur að hamra innflutningsleyfi og undanþágur á ritvélina sína... Gott fordæmi? Fleiri hafa tekið upp hætti Davíðs Oddssonar forsætisráðherra við aö leggja niður óþarfa störf og stofnanir. Sá Magnús Pét- ursson, forstjóri Landspítalans, þar gott fordæmi þegar hann lenti í stæl- um við Egil Jacob- sen, yfirlækni þvagskurðardeildar sjúkrahússins. Ekki vildi Egill kyngja kostaboði sjúkrahússtjórnarinnar um starfslok og því greip Magnús ein- faldlega til þess snilldarbragðs að leggja starf yfirlæknisins niður. í heita pottinum í morgun undruðust margir að biskup hefði ekki kynnt sér þessa nýju Davíðssálma. í marg- háttuðum deilum við presta landsins hefði mátt komast hjá iilvígum deil- um, einfaldlega með því að loka kirkjum og leggja sóknirnar niður... Umpólun Fíkniefnalaust ísland árið 2000... og síðan 2001 var hleypt af stokkum sem krossferð gegn eiturlyfjabölinu fyrir ekki löngu síðan. Framsókn- arflokkurinn greip þetta á lofti og lof- aði ómældum mOlj- ónum í baráttuna. Allt virtist ganga eftir nema það að aldrei hefúr verið meira um eiturlyf í umferð en á þessu herrans ári 2001. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmað- ur hefur þó heyrst tuldra um að sennilega væri kúrsinn ekki réttur í baráttunni og því kominn tími til að leiðrétta stefnuna áður en algjört skipbrot hlytist af. Þó margir hafi fussað yfir hugmyndum hans þá taka nú æ fleiri undir með Jóni á opinber- um vettvangi. Þykir því kaldhæðnis- legt að á ætluðu hreinsunarári fikni- efnanna sé að verða til umpólun í átt tU lögleiðingar fikniefna... Hvenær kemur frystirinn? Grafarvogskirkjan hans séra Vigfúsar Þórs Ámasonar hefur síst slegið af í vinsældum eftir fréttir DV og síð- ar uppfærðar fréttir Heita potts- ins um langa biðlista. Þar sagði að auk vinsælda hefðbundinna at- hafna á borð við fermingar og gift- ingar, þá sterymdu likin að í löngum röðum, því allir vUdu láta jarða sig frá Grafarvogs- kirkju. Sagði þar að eins víst væri að byggja þyrfti kæligeymslu við kirkjuna eða þá að fara að jarða í akkorði. Heiti potturinn virðist ekki síður vinsæll en Grafarvogs- kirkja, því síðan þetta birtist, þá hefur síminn ekki þagnað hjá Vig- fúsi með fyrirspumum um hvað líði byggingu frystigeymslunnar...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.