Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 Helgarblað I>V Mike Tyson. Tyson fær ekki aö berjast í hringnum og nú vilja menn ekki einu sinni að hann leiki boxara í kvikmyndumþ Fær ekki að leika boxara Mike Tyson, hinn höggþungi og tannhvassi boxari, á ekki sjö dag- ana sæla. Síðan hann var dæmdur fyrir nauðgun og ofbeldi og sat í fangelsi hefur ferill hans legið nið- ur á við og hvert hneykslið rekið annað. Mike fékk skemmtilegt tilboð á dögunum um að leika í kvikmynd sem á að heita Ocean’s Eleven. Þar er samankominn mikill stjörnu- fans og eru bæði hin leggjalanga Julia Roberts og sjarmatröllið Ge- orge Clooney meðal leikenda. Leik- stjóri myndarinnar er enginn ann- ar en Steven Soderbergh sem leik- stýrði Juliu í Erin Brockovich og hún fékli óskarsverðlaim fyrir. Steven vann það sérstæða afrek á dögunum að eiga tvær myndir sem tilnefndar voru til óskarsverð- launa og fékk óskar fyrir leik- stjóm Traffic. Clooney lék í einni vinsælustu mynd síðasta árs, The Perfect Storm, svo þetta er eigin- lega mynd sem getur ekki klikkað. Tyson átti að leika boxara f myndinni, nánar tiltekið sjálfan sig, og berjast við Lennox Lewis. Það er hins vegar þekkt staðreynd að þeir Lewis og Tyson hafa eldað grátt silfur innan hrings og utan árum saman. Soderbergh ákvað að tryggja frið á tökustað og fékk úkraínskan boxara, Vladimir Klitschko að nafni, til að leysa Tyson af. Tyson er að vonum súr yfir þessum málalokum. Bakhlið Karlakórsins Fóstbræðra: Launhelgar karlanna Mýktin sem einhverj- ir segja að gert hafi kynlausan graut úr efldustu karlmönnum hefur ekki náð í gegn- um sterkbyggða veggi Fóstbræðraheimilis- ins. Því komst ég að svo um munaði, aum kvensnift, þegar ég fékk að fylgjast með œfingu þeirra í vik- unni. Karlarnir raða sér eftir stærð og söngröddum og standa fyrir framan söngstjóra sinn í þremur boga- dregnum röðum. Á æfingum fá þeir að sitja og hver karl kemur eins og hann er klæddur - af skrifstofunni eða úr skurðinum - en á tónleikum eru þeir vitaskuld allir klæddir í kjól og hvítt og standa hnarreistir upp á endann. Ég settist niður - með DV-blokk- ina og penna í óstyrkri hönd. Oft hefi ég setið fundi sem mettaðir hafa verið af því hormóni sem nefnt er testósterón - en i Fóstbræðra- heimilinu þetta kvöld er ekki laust við að magn þess hefði mátt mæla í rúmmetrum. Þar liðu engin meyjar- leg andvörp af vörum heldur karl- mannleg púst. Þar pískruðu engar stúlkur gjóandi augunum á sessu- naut sinn, heldur hnipptu karlar hver í annan glaðkampalegir á svip. Þar sátu engar konur með kross- lagöa fætur, heldur karlar með langt á milli læra. Bræður renndu upp og niður tón- stigann fimum röddum - stundum bara tenórar - stundum bara bassar - á víxl og svo steyptu þeir sér sam- Engin grið gefin Víst!“ „Jú!“ „Nei!“ kveöur við úr öllum áttum og Árni Haröarson á futlt í fangi meö aö hemja sönggleðina sem sprettur fram eins og straumhart fljót í vorleysingum. Bræöur munu syngja Nú æfa Fóstbræöur fyrir vortónleikaröð sína sem hefst í Langholtskirkju á þriöjudaginn. Þeir draga ekki af sér. an í þróttmikla söngvana sem ég get illa nefnt með réttum nöfnum. í Chesterfield við reykborð Karlarnir litu annað slagið á mig tortryggilegir milli tóna þar sem ég sat með blokkina og pennann á lofti. Ég skal ekki lá þeim það, enda hafa þær konur sem inn í þetta hús koma iðulega skýrt tónlistarlegt hlutverk, en eru ekki að ráfa þetta í helgustu véum karlmennskunnar eins og stefnulausar freigátur. Leiðbeinandi minn i hléinu bauð mér til Jónsstofu, sem svo heitir eft- ir Jóni Halldórssyni, fyrsta söng- Hailgrímur Helgason Allar heimsins dellur Besti kvikmyndagerðarmaður Norðurlanda er hinn sænski Lukas Moodyson. Öll munum við eftir snilldarmynd hans „Fucking Ámál“ og snilldarþáttunum „Fria landet" sem Ríkissjónvarpið sýndi nýlega og hann var einn handritshöfunda að. Á norrænni kvikmyndahátíð sem haldin var í Háskólabíói um síðustu helgi gátum við svo séð nýj- ustu mynd hans „Tilsammans" sem ekki er síður snilldarleg þó hún hefði kannski getað orðið aðeins betri. Hana vantar herslumuninn til þess að ná fjórum stjömum en ætti samt að fá fimm fyrir allar þær hugsanir sem hún vekur. Allavega á hún það skilið (og við líka) að hún verði tekin til almennra sýninga. Myndin fjallar um kommúnu í Stokkhólmi árið 1975 sem ber nafn- ið „Tilsammans" og er sárgrætilega fyndin af því hún tekur fyrir allar heimsins dellur árgerð *75. Okkur rámar í þennan tíma. Og þessar persónur. Hér er banka- stjórasonurinn sem er svo harður marx-lenínisti að hann afneitar föð- ur sínum og tekur upp annað nafn. Hér er smáborgaralega grænmeti- sétandi hippa-parið sem fyllist sama viðbjóði við að sjá pulsubita og Kolla Halldórs klámmynd. Og hér er hin sigurbrosandi stutt- klippta rauðsokka sem gerist lesbía bara til að mótmæla karlaveldinu. Og hér er „saklausa" menntaskóla- gerpið sem er svo samviskusöm að spyrja kærastann sinn hvort hún megi halda framhjá honum. Kær- asti hennar er flottasta persóna myndarinnar (og næg ástæða til þess aö segja að Moodyson sé séni). Hann er sænski mjúkpabbinn i okkur öllum, sá sem aldrei segir nei, heldur aðeins „ja men...jág vet inte“ þegar kærastan spyr hvort hún megi ekki sofa hjá marx- lenínistanum. Hann er alltaf til í að skilja konur alla leiö, vera góður og sýna samstöðu, alveg þar til kven- frelsið gengur fram af og frá hon- um. Og síðan eru svo blessuð börnin sem enginn má vera að að skipta sér af af því allir eru svo uppteknir við að finna sjálfan sig og sitja í hugleiðslu og tala um það hvað þeir séu mikið á móti kerfínu. í sorglegasta atriði myndarinnar segir 6 ára gutti jafnaldra sínum frá því af hverju hann heiti Tet. Af þvf að mamma og pabbi voru svo mik- ið á móti Vietnam-striðinu og Tet- árásin var svo mikill hluti af því. Mann langaði til að öskra í bíóinu gegn þessari mannvonsku undir yf- irskyni manngæsku. En maður gat það bara ekki vegna hláturs. Talandi um snilld. En þannig voru þessir tímar. Allt var öfugsnúið. Það var þjarkað um marxisma en enginn haföi lesið Marx. Það var talað um vinnandi stéttir en enginn nennti að vinna. Náunginn sem aldrei gaf boltann í fótbolta talaði sífellt um samstöðu og sósialisma. Námsmenn heimtuðu sífellt meiri námslán því eina ástæðan fyrir námi þeirra var sú að vera á náms- lánum. Herstöðvarandstæðingar gengu allir í hermannaskóm. Eng- inn mátti skemmta sér um of í partýum af því fiskverkafólkinu var örugglega ekki skemmt i kvöld. Og allar pólitískar deilur enduðu með því að vitnað var I þann heilaga fávita Fidel Kastró og hvaö hann hafði nú gert mikið fyrir kúbanska alþýðu. Þá átti sko eng- inn að geta sagt neitt. Ekki frekar en samviskufangamir í dýflissun- um í Havana. En aðallega var samt talað. Talað og talað. Það var talað um jafnrétti en svo máttu þeir kvenfrelsisjálkar ekki vera að því að vaska upp. Nei, það átti eftir að troða í pípuna. (Vinstrimenn hafa alltaf verið dug- legir að tala. í síðustu viku var Steingrímur J. gestur í öllum spjall- þáttum íslenskra fjölmiðla (þaraf tveimur á sunnudeginum), nokkr- um fréttatímum og auk þess í opnu- viðtali í Helgar-DV.) Allt okkar líf var litað af pólitik. Allt var vinstri og hægri. Með og á móti. Hver einasta ákvörðun okkar þurfti að vera ígrunduð útfrá „bar- áttu góðs og ills“. Maður gat ekki einu sinni keypt sér skó án þess að taka pólitíska af- stöðu. í Hagkaupi í Skeifunni var ég nappaður af ramm“róttæku“ listapari þar sem ég var að kaupa LP-plötu með kolröngum lista- manni: Amerískum diskó-negra sem hafði hlotið dóm fyrir kókaínn- eyslu. Svoleiðis gerði maður ekki. (Diskó var hægri-tónlist og kókaín var hægra-dóp). Maður var undir stöðugu eftirliti. (Einmitt af þeim sökum hafði ég laumast inní Skeifu Hallgrímur Helgason skrifar til að versla, en Skeifan átti að vera nokkum veginn laus við róttækt listafólk.) Á öllum betri komma- heimilum voru engin sjónvörp. Þ.e.a.s þau voru geymd inní kústa- skáp og aðeins tekin fram til að horfa á fréttir. Það var þessi afneitun á lífinu, þessi tilfinning: Ég er ekki með í þessu þjóðfélagi. Tilfmning sem er kannski enn ekki horfin úr samfé- lagi okkar. (Sbr. fylgi VG.) Enn er til fólk sem skammast sín þegar börnin teyma það inn á McDonalds, sem horfir á Skjá 1 með skömm á sjálfu sér og hrækir á Séð og heyrt útí sjoppu. Enn eru til þeir Don Kíkótar sem berjast gegn sjónvarps- loftnetum með lensum sínum. Það er grátlegt að horfa á kvik- mynd sem gerir þvílíkt grín að for- tíð okkar allra, og hlæja að þeim hlutum sem kvöldu mann áður. Við allar þessar heimsins dellur mátt- um við búa. En hver tími fær sína dellu og eftir 25 ár munum við sjálf- sagt hlæja að kvikmynd sem gerir stólpagrín að okkar eigin dellum. Til dæmis þeirri hvað við erum öll orðin „ópólitískt þenkjandi".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.