Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Page 11
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 11 Skoðun En það er í raun ósköp lítið sem við getum gert í málinu. Á sama hátt stóðu foreldrar okkar ráðalausir og kvíðafullir þegar við æddum á úti- hátíðir á sínum tíma, óttalaus og hamslaus í stuðið, stútinn, strákana og stelpurnar. Umvand- anir og fortölur forpok- aðra foreldra dugðu skammt í denn og duga síst lengra á unglingana um þessa helgi. flnnst þær út í hött. Þau segja bara það sama og við sögðum við okkar foreldra við sömu aðstæður: „Hvað er þetta, maður, við ætlum bara að fara að skemmta okkur með hinum krökkunum úti í náttúrunni, detta aðeins í það og hafa það gott og hvaða andskotans tuð er þetta alltaf!“ Þetta kalla þau að Thors vill ekki virkjun við Kárahnjúka. En gamli Thor, langafi hans og sannur frumkvöðull, hefði ekki beðið um álit skipulags ríkisins. Hann hefði skellt upp álveri án þess að spyrja kóng eða prest, og rokgrœtt á því. Svona breytast tímamir. Slímugt sjávarfang, sóðaleg stóriðja íslendingar, sem fyrir ekki langalöngu nánast grófu sig inn í moldarbörð þar sem þeir hírðust með búsmalann og allt sitt hyski við klénan kost, eru orðnir nú- Kárahnjúkar skemmta sér og það gerðum við líka á þeirra aldri (og gerum sum enn, því miður, kannski). Og það er auð- vitað ekki hægt að ætlast til þess að blessuð börnin skilji okkur. Þau hafa aldrei staðið í okkar sporum áður. (En eiga auðvitað sjálf eftir að upplifa foreldraáhyggjur um versl- unarmannahelgi, en engin ástæða fyrir þau að hafa fyrirfram áhyggj- ur af því á þessum aldri). Hins veg- ar eigum við að sjálfsögðu að skilja þá einstöku tilfinningu sem er því samfara að vera unglingur á leið á útihátíð með öllu sem það felur i sér. Af því að við höfum flest verið í sporum barnanna okkar. Alveg geggjað Og það er ekki eins og þetta hafi allt verið ömurlegt og ómögulegt. Þvert á móti, langflest eigum við góðar minningar frá verslunar- mannahelgum og þess vegna fórum við aftur og aftur þar til yfir lauk með einum eða öðrum hætti. Þegar við lítum til baka þá var þetta yfir- leitt æðislegt og meiri háttar. Við erum kannski ekki alveg með það á hreinu hvað var svona æðislegt og munum ef til vill ekki svo gjörla hvað gerðist sem var svona meiri háttar. En tilfinningin um að þetta hafi verið geggjað er til staðar. Og ekki ljúga tilfinningarnar, hvað svo sem staðreyndum um minnisleysi viðkemur, samkvæmt nýjustu kenn- ingum um tiifinningagreind. Við verðum bara að vona að allir eða sem allrar flestir sleppi í þetta sinn óspjallaðir á sál og likama frá glóruleysi verslunarmannahelgar- innar, eins og raunin hefur auðvit- að yfirleitt verið. En hætturnar leynast náttúrlega alls staðar, um allar helgar, á öllum timum og eng- inn er nokkurn tímann nokkurs staðar með öllu óhultur. Það er hættulegt að lifa. Ekki síst meðan maður er unglingur. En þá hefur maður auðvitað engar áhyggjur af margvíslegum ógnum tilverunnar. Sem betur fer. Gleðilega og farsæla verslunar- mannahelgi. tímavæddir, forríkir og vandfýsn- ir menn. Við unum okkur vel á fallega búnum skrifstofum við tölvur og tól. Við höfum samið okkur að háttum siðaðra þjóða á ýmsum vettvangi og jafnvel farið fram úr rótgrónum menningar- löndum. Slímugu sjávarfangi sem hefur borið uppi vaxandi velmeg- un áratugum saman hafna ís- lenskir menningarmenn og láta útlendinga vinna fiskinn. Stór- iðjuverin sem erlendar menning- arþjóðir virðast skirrast við að hýsa þykja mörgum okkar ekki heldur góður kostur enda víst heldur sóðaleg iðja. Ég hef að undanfomu rennt vítt og breitt um landið okkar og þá notið þeirrar fallegu náttúru sem landið býður upp á. Fallegust fannst mér gönguleið innan bú- jarðar bændanna á Kolbeinsá, Strandamegin við Hrútafjörð. Ég mundi ekki vilja að álver risi við hina fögru Selvík né heldur í Búð- cævogi þar sem var talsvert útræði fram á siðustu öld. En hvað kem- ur mér það við, möppudýri og blekbónda að sunnan? Ef Kol- beinsvíkurbóndi vildi reisa höfn á þessum slóðum - eða leita að oliu í landi sínu, hvem fjandann kæmi mér það við? Austflrðingar sjá rjúkandi ál- bræðslur á suðvesturhorninu, þeir sjá að þar er gullið malað. í stóriðjunni er verið að borga fólki prýðislaun og henni helst vel á starfsfólki. Sjálfur vil ég helst ekki stíga fæti inn í álver, þessa stál- eða álkumbalda sem óprýða fal- lega staði í Straumsvík og við Hvalfjörðinn, óhugguleg mann- virki sem skapa okkur þó vissu- lega mikið öryggi og hlaða undir velmegun okkar. En ég skil Austfirðinga. Ég skil líka skipulagsstjórann. Þarna stangast á tvö ólík sjónarmið. Okkar von er hin galvaska Sif Friðleifsdóttir umhverfisráðherra sem nú er vestur í Kanada að skoða náttúruperlur. Sif, við reið- um okkur á þinn salómonsdóm! Úrskurður Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kárahnjúkavirkjun markar áhugaverð spor í umræðu um umhverfisvernd og stóriðju á ís- landi og kallar fram nokkrar grund- vallarspurningar sem e.t.v. hafa týnst í umræðunni um tæknileg at- riði. Grunnforsendan sem gengur í gegnum allan úrskurðinn er þessi: Ef vafi eða óvissa er um eitthvert atriði í framkvæmdinni þá ber fram- kvæmdaraðila að sanna að áhrifin séu ekki skaðleg eða neikvæð fyrir umhverfið. í raun er sönnunarbyrð- inni velt yfir á framkvæmdaraðilann - hann á að sýna fram á að fram- kvæmdin sé í lagi, frekar en að krafa sé gerð um að sýnt sé fram á að hún sé ekki í lagi. í fljótu bragði kann þetta ekki að virðast mikill munur en hann skiptir þó sköpum. Á máli umhverfissinna heitir þetta að nátt- úran sé látin njóta vafans eða að fylgt sé varúðarreglu í málinu. Þetta er breyting frá því sem verið hefur þar sem þessum sjónarmiðum hefur til þessa ekki verið fylgt eins bókstaf- lega og nú. í úrskurðinum sjálfum kemur þetta víða fram berum orðum og á einum stað er þessu lýst svona: „Skipulagsstofnun minnir á að við mat á umhverfisáhrifum skal hafa hliðsjón af varúðarsjónarmiðum varðandi nýtingu náttúruauðlinda og aðgerðir á sviði umhverfismála. Skipulagsstofnun telur því að þegar veruleg óvissa er um umfang um- hverfisáhrifa á þann umhverfisþátt sem fyrir áhrifunum verður og þegar jafnframt er óvissa um virkni mót- vægisaðgerða beri að gera grein fyrir og taka mið af verstu spá (worst case prediction).“ Hlaut að fara svona Þegar byggt er á þessum horn- steini má nánast segja að niðurstað- an hafi hlotið að verða eins og hún varð - eða í það minnsta voru líkurn- ar á því yfirgnæfandi eins og i pott- inn var búið. Fljótlega varð ljóst að yfirgnæfandi meirihluti sérfræðinga og náttúruvisindamanna sem komu að málinu hafði miklar efasemdir um þessa framkvæmd í sjálfu sér - hrein- lega út frá þeirri grunnforsendu hversu mikil röskun hún er á náttúr- unni. Þegar fréttir fóru að berast af umsögnum stofnana eins og Náttúru- vemdar, Landverndar og Land- græðslunnar mátti sjá hvert stefndi. Áberandi samnefnari i þessu öllu var að rannsaka þyrfti hluti meira og betur því menn vissu lítið um raun- veruleg áhrif af framkvæmdunum og þeim mótvægisaðgerðum sem fyrir- hugaðar voru. I raun var ekki hægt að búast við öðru frá aðilum sem starfa undir formerkjum fag- mennsku. í þessu samhengi felst fag- mennskan í því að byggja umsagn- imar á sem mestum og víðtækustum rannsóknum og eyða sem mestri óvissu um hugsanlegar afleiðingar. Það felst með öðrum orð- um í eðli þessarar fag- mennsku að krefjast meiri rannsókna og benda á óvissu og hugs- anlega hættu vegna framkvæmda, auk þess auðvitað að tína til það sem menn telja sig vita með nokkurri vissu. Og þegar uppleggið hjá Skipulagsstofnun er það sem það er þá öðlast þessi tegund fag- mennsku margfalt vægi - vafaatriðin magnast upp og þess nýtur svo umhverfið. Landsvirkjun var því í raun ekki vandanum vaxin - hún gat ekki gert matsskýrslu sína þannig úr garði að hún eyddi sem mestri óvissu. Ef til vill kristallast þetta mikil- vægi varúðarreglunnar best i því að hin almenna niðurstaða Skipulags- stofnunar er að ávinningur virkjun- arinnar vegi ekki upp óafturkræf skaðleg áhrif á náttúruna. Þetta geta menn einmitt sagt í krafti varúðar- innar þrátt fyrir að hvorki liggi fyrir nein hlutlæg mælistika á efnahags- legu áhrifin (að dómi Skipulagsstofn- unar) né á hin óafturkræfu áhrif á náttúruna! Það felst einfaldlega meiri varúð í því að hrökkva en stökkva þegar lítið er vitað. Pólitík og fagmennska Sumir hafa talað um að úrskurður Skipulagsstofnunar sé ósigur pólitík- urinnar og sigur fyrir fagleg vinnu- brögð. Vissulega má það til sanns vegar færa hvað varðar hin faglegu vinnubrögð. í sjálfu sér er ekkert út á vinnubrögð Skipulagsstofnunar að setja. Hins vegar er fráleitt að tala um einhvern ósigur pólitíkurinnar. Það er hápólitísk ákvörð- un að láta þessa reglu gilda, að láta sönnunar- byrðina liggja í svo rík- um mœli hjá fram- kvæmdaraðilanum. Hér hafa þvert á móti gerst stórpóli- tísk tiðindi - pólitískir sigrar unnist - sem felast fyrst og fremst í því grundvallarsjónarmiði sem lagt var upp með, varúðarreglunni. Það er hápólitísk ákvörðun að láta þessa reglu gilda, að láta sönnunarbyrðina liggja í svo ríkum mæli hjá fram- kvæmdaraðilanum. Davíð Oddsson hefur látið að því liggja að Skipulags- stofnun hafi tekið sér þetta pólitíska vald sem er ekki rétt. Það var Al- þingi sem með lögunum um um- hverfismat tók þessa pólitísku ákvörðun. Lögin eru sett vegna þess að menn vildu að ákvarðanir yrðu upplýstar og „faglegar" þegar um væri að ræða stórframkvæmdir. Lögin og Ríó Menn þóttust vera að samræma ís- lenskar reglur því sem gerist í ná- grannalöndum okkar, sérstaklega reglum EES og þess sem menn ákváðu á Ríóráðstefnunni. Ekki er hægt að skilja lögin öðruvísi en að varúðarreglan skuli höfð í hávegum og það þurfti enga „valdtöku“ hjá Skipulagsstofnun til. Stofnunin var einfaldlega að vinna eftir laganna hljóðan. Það þarf ekki annað en að lesa athugasemdirnar með frumvarp- inu sem Alþingi Islendinga sam- þykkti í fyrra til að sjá hver andi lag- anna er: „Á Ríóráðstefhunni .... var mörkuð stefna í alþjóðlegum um- hverfisrétti næstu áratuga. Gerð var sérstök yfirlýsing, Ríóyfirlýsingin, sem hefur að geyma 27 meginreglur en í 17. reglu er fjallað um mat á um- hverfisáhrifum. Þar segir: „Ríki skulu láta fara fram mat á umhverfis- áhrifum þegar um er að ræða fyrir- hugaða starfsemi sem líkleg er til að hafa veruleg skaðleg áhrif á umhverf- ið og háð er úrskurði viðkomandi stjórnvalds." Sú meginregla sem olli hvað mestum heilabrotum að koma saman í Ríóyfirlýsingunni var varúð- arreglan en segja má að með tilkomu hennar hafi verið mótuð sú megin- stefna sem er grundvöllur löggjafar um umhverfismál um heim allan, að umhverfið og náttúran skuli njóta vafans en ekki, eins og áður tíðkaðist, að framkvæmdir skyldu njóta hans.“ Hver er hinn pólitíski vilji? Það fer því varla milli mála að við úrvinnslu á þeirri pólitísku grunn- forsendu sem Alþingi ítrekaði og setti i lög árið 2000 (við endurskoðun laganna) hefur Skipulagsstofnun ein- faldlega haldið sig við bókstaf lag- anna. Spurningin er hins vegar hvort það hafi, þrátt fyrir allt, ekki verið pólitískur vilji til að ganga þessa leið alveg til enda. Hvort pólitískur vilji Alþingis hafi verið að ganga skemur í að útfæra varúðarregluna og gera það ekki með svona bókstaflegum hætti? Það er sú spuming sem í dag þarf að svara. Viðbrögð stjórnarliða, og raunar margra annarra, virðast benda til að þeir telji að ekki hafi verið pólitískur vilji fyrir því að fá þá niðurstöðu sem nú er uppi - þ.e. að varúðarreglunni hafi verið fylgt út í ystu æsar. Þetta má bæði ráða af orðum forsætisráð- herra og eins af orðum Halldórs Ás- grímssonar, fomanns Framsóknar- flokksins. Tvær leiðir eru þá eftir tU að ákvarða hvort fyrir hálfgerða slysni eða misskilning sé komin upp staða sem ekki er pólitískur meiri- hluti fyrir: Annars vegar að umhverf- isráðherra taki af skarið og hins veg- ar að Alþingi geri það. Stjórnsýsluúrskurður Umhverfisráðherra á samkvæmt lögum að úrskurða í málinu, verði það kært til hans, en fullyrða má að það verður gert. Sá úrskurður þarf að liggja fyrir 1. nóvember og getur ráð- herrann vitaskuld snúið við úrskurði Skipulagsstofnunar að einhverju eða öllu leyti. Túlkun ráðherrans á lögun- um og nýjum gögnum sem Lands- virkjun tekst að koma með næsta mánuðinn mun skipta miklu. Hendur ráðherrans eru þó að hluta til bundn- ar þvi samkvæmt orðanna hljóðan er úrskurður hans stjórnsýslulegs eðlis frekar en pólitískur.“Úrskurður ráð- herra er fullnaðarúrskurður á stjórn- sýslustigi," segi í 13. gr. laganna. Til að höggva á hinn pólitíska hnút væri því heppilegra að fá fram sjónarmið og túlkun Alþingis sjálfs. Túlkun Alþingis Svo vill til að á íslandi, einu landa innan Evrópska efnahagssvæðisins, fer ekki saman útgáfa virkjanaleyfis og ákvörðun um það hvort viðkom- andi framkvæmd kemst í gegnum umhverfismat. í nýju lögunum um umhverfismat er bráðabirgðaákvæði um að nefnd skuli kanna hvort ástæða sé til að sameina og sam- ræma ákvörðunarferli umhverfis- mats við leyfisveitingar fyrir einstak- ar framkvæmdir. Þessari nefnd voru gefin tvö ár til starfa og eðlilega er engin niðurstaða komin í það enn. Umhverfismatið fyrir Kárahnjúka- virkjun og virkjanaleyfið fyrir þessa sömu virkjun eru því tveir aðskildir hlutir. Afstaða löggjafans til þeirrar pólitisku spurningar hvort túlka eigi varúðarregluna bókstaflega eða ekki mun þá væntanlega birtast í þvi hvernig Alþingi afgreiðir frumvarp um virkjanaleyfi þegar og ef það verður lagt fram í haust. Hvort sú niðurstaða kemur á und- an eða eftir úrskurði um- hverfisráðherra á eftir að koma í ljós en til að eyða óvissu væri trúlega best fyrir alla að hún kæmi sem fyrst. Fyrirsjáanlegt er að þetta mál mun koma upp strax á haustþinginu og þá mun koma í ljós hvort löggjafinn fór fram úr sjálfum sér í lagasetn- ingu til verndar náttúru og umhverfi eða hvort hann ætlaði alltaf að spila á þessar framsæknu um- hverfisnótur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.