Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV Ferðaþjónusta í uppnámi á tímum hryðjuverka: Sannkallaðir óvissutímar - ekki má þó draga úr kynningarstarfsemi, segir ferðamálastjóri Reykjavík. Má því í raun segja aö eini bresturinn í þessari fallegu mynd hafi til skamms tíma verið erfiðleikar í flugsamgöngum innanlands af rekstr- artæknilegum ástæöum. - Allt þetta er nú í uppnámi, og allt vegna afleið- inga af hryðjuverkaárás á Bandarík- in. Næststærsta atvinnugreinin íslensk ferðaþjónusta gerði sér von- ir um að tekjur greinarinnar yrðu sem næst 50 milljarðar í ár, en aug- ljóst virðist að nokkuð slái á þær töl- ur. í tölum Þjóðhagstofnunar má sjá að ferðaþjónustan hefur aukist jafnt og þétt og tekjur af erlendum ferða- mönnum eru orðnar meiri en tekjur af stóriðju. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa þær tekjur vax- ið rétt um 1% á ári sem er svipaður meðaltalsvöxtur og í stóriðju. Ferða- þjónusta er þannig næststærsti út- flutningsatvinnuvegur íslendinga, að- eins fiskútflutningurinn er stærri. Rugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli Um 303 þúsund erlendir feröamenn komu til landsins í fyrra. I ár var fyrirfram búist viö allt aö 350 þúsund feröa- mönnum. Erfitt er aö fá óyggjandi tölur um fjöldann nú þar sem útlendingaeftirlitiö er hætt aö telja feröamenn sem til landsins koma. Þar verða feröamálayfirvöld því að treysta á tötur um skráningu gistinátta. Hryðjuverkaárásin á Bandaríkin í september hefur markað djúp spor á líf manna um allan heim. Þá er sama hvert litið er i viðskiptum, samgöngu- málum og ekki síst ferðaþjónustu heimsins. Ferðalög manna eru drif- fjöður athafnalífs víða um lönd og í sumum tilfellum helsta tekjulind ein- stakra ríkja. Allt er þetta nú í upp- námi og enginn veit í raun hvert stefnir. Skaðinn er hins vegar þegar orðinn gríðarlegur. Á íslandi hafa menn á undanförn- um, tiltölulega fáum árum verið að átta sig á mikilvægi ferðaþjónustunn- ar fyrir hagkerfið. Er svo komið að þar er að finna einn vænlegasta vaxt- arbrodd athafnalífsins. Þessi grein, sem áður var hálfgerð hornreka eða í besta falli litið á sem illnauðsynlega þjónustu fyrir útlendinga sem leið ættu hér um, er nú farin að skila um 50 þúsund milljónum í þjóðarbúið. Þar af voru áætlaðar um 36 milljarða króna tekjur vegna ferða útlendinga til íslands á þessu ári. Þúsundir íslendinga hafa lífsviður- væri sitt af ferða- þjónustu. Hafa menn áætlað um 10 til 15 prósenta aukningu á ári f ferðaþjónustu næstu 10 til 15 árin. Miklar vænt- ingar hafa þvl ver- ið gerðar tÍL grein- arinnar. Undan- farin misseri hef- ur t.d. farið fram töluverð umræða um nauðsyn þess að auka hér við gistirými. Framkvæmdir eru í gangi víöa um land varðandi stækkun hót- ela og má m.a. sjá þess merki við Suð- urlandsbraut í Reykjavík. Þar er nú er unnið að stækkun Hótel Esju. Mikil sókn hefur einnig verið í ým- iss konar þjónustu við ferðamenn og má þar t.d. nefna Bláa lónið, hvala- skoðun, verslun og fleira. Þá hafa menn reynt með góðum árangri að laða að ferðamenn utan hefðbundins ferðamannatíma. Þar hefur einstök reynsla og þekking íslendinga í jeppa- mennsku og fjallaferðum notið sín til fulls. Ekki má heldur gleyma stærstu flugeldasýningu heims um áramótin í Magnús Oddsson. 50 48,7 45 40 35 30 25 20 15 10 5 % Helstu útflutningsafuröir - hlutfall af vergri landsframleiðslu 44,6 12,9 i°,6 i ra S1 v. E «5 '2 fI w i£ 5 ^ 1998 13,4 14,0 1999 2000 Ferðaþjónustan er næststærsti atvinnuvegurinn Þetta graf sýnir vel aö hlutfallsiegt umfang feröaþjónustunnar eykst. Sömu sögu er aö segja af stóriöju. Útflutningur á sjávarfangi vegur hins vegar sífeiit minna af vergri iandsframteiöstu í hlutfalli viö aörar greinar. HHZŒÍ;: Hörður Kristjánsson biaöamaöur Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 13% árið 1998 og um 15,3% 1999. Á þessu ári gerði Þjóðhagsstofnun ráð fyrir 10% aukningu. Fjöldi erlendra ferðamanna árið 2000 var um 303 þús- und, eða talsvert fleiri en öll islenska þjóðin. Gert var ráð fyrir að þeir yrðu enn fleiri á þessu ári, eða um 330 til 350 þúsund. Um tveir af hverjum þrem ferðamönnum koma til landsins á tímabilinu maí til ágúst. Heildar- tekjur af erlendum ferðamönnum árið 2000 voru um 30,2 milljarðar króna. Milljónir hafa misst vinnuna Á ferðamálaráðstefnu, sem haldin var á Hótel Hvolsvelli sl. fimmtudag, var aðalmálið á dagskrá hvernig ætti að bregðast við þessum óvæntu að- stæðum. Að sögn Magnúsar Oddsson- ar ferðamálastjóra, vita menn í raun ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Hann segir menn vita af uppsögnum og af fyrirtækjum sem eiga f erfiðleik- um vegna ástandsins viða um heim. Líklega sé t.d. um ein milljón manna þegar búin að missa atvinnuna í ferðaþjónustu i Bandaríkjunum ein- um. Hér á landi hefur einnig verið gripið til ráðstafana, m.a. með upp- sögnum hundraöa manna hjá Flug- leiðum og Atlanta svo eitthvað sé nefnt. í biðstöðu Menn virðast tvístígandi varðandi hótelrekstur og byggingar á auknu hótelrými hér á landi vegna ástands heimsmála. Samt hafa fregnir ekki borist enn af því að menn séu að missa móðinn. Þó hefur frést að fjár- festar sem hug höfðu á að kaupa Hót- el Sögu og Hótel ísland af bændasam- tökunum hafi dregið sig til baka af einhverjum ástæðum. Hugmyndir hafa verið uppi um að selja bæði hót- elin saman en þau hafa verið rekin samkvæmt rekstrarsamningi við hót- elkeðju Radisson SAS. „Ég held að ferðaþjónustufólk hér á landi sé nú í biðstöðu. Menn vilja sjá hvernig hlutirnir þróast," segir Magn- ús. Hann telur að ferðaþjónustufólk sé samt enn ekki farið að draga að sér hendur í hótelrekstri. „Þessir atburðir allir eru svo óaf- markaðir í tfma og einnig landfræði- lega. Þetta eru sannkallaðir óvissu- tímar,“ segir Magnús Oddsson. Ekki dregið úr kynningar- starfsemi Ferðamálastjóri segir gerð áætlana í ferðaþjónusturekstri vera mjög erf- iða viðfangs um þessar mundir. Hann telur þó að fyrirtæki muni reyna að halda sínu striki í kynningarmálum. „Menn telja að það sé svarið og þá á þeirri forsendu að hlutirnir fari ein- hvern tfma í betra horf. Spurningin er bara hvenær. Stóra málið á ráðstefn- unni er að menn dragi ekki úr kynn- ingarstarfseminni. Það væru röng skilaboð. Frekar að reynt verði að auka við og menn haldi ótrauðir áfram kynningum," sagði Magnús Oddsson. Rmmtíu milljarðar íslensk feröaþjónusta geröi sér vonir um aö tekjur greinarinnar yröu 50 milljaröar á þessu ári. Hóflegt veiðigjald Taka á upp hóflegt veiðigjald. Þetta var samþykkt á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins sem lauk á sunnudag. Markús Möller hagfræðingur sagði skilið við flokkinn á fundinum þar sem tillögur hans og fleiri um fyrningargjald náðu ekki fram að ganga. Úrsögn Markúsar voru einu ýfingamar á yfirborði fundar- ins, en þar var Davíð Oddsson endur- kjörinn formaður með rússneskri kosn- ingu. Hann sagði flokkinn vel vopnum búinn fyrir komandi kosningar. Þung undiralda Þung undiralda er innan verkalýðs- hreyfingarinnar vegna ástandsins í efnahagsmálum. Þetta kom fram á aðalfundi Starfs- greinasambandsins sem haldinn var í vikunni. Hugmynd- ir hafa verið uppi um uppsögn kjara- samninga, sem Halldór Bjömsson, for- maður sambandsins, lagðist þó gegn. í ályktunum fundarins er lagt til að verð- trygging lána verði afnumin. í miltisbrandsrannsókn Þingmennimir Tómas Ingi Olrich og Magnús Stefánsson fóm í vikunni í læknisskoðun vegna hugsanlegrar sýk- ingar á miltisbrandi. Þeir vom staddir í skrifstofubyggingu bandarískra öld- ungadeildarþingmanna í Washington þegar þangað barst bréf með miltis- brandi. Hér heima hafa verið gerðar ráðstafanir vegna miltisbrands, svo sem á Ríkisútvarpinu. Eyþór í borgarmálin Eyþór Amalds er albúinn þess að verða leiðtogi Sjálf- stæðisflokksins í borgarmálunum. Hann gaf þessa yf- irlýsingu út snemma í vikunni eftir að heyrin- kunnugt var gert að hann viki úr forstjórastól hjá íslands- síma. Við því starfi tekur Óskar Magn- ússon lögmaður. „Borgin er fögur," sagði Eyþór við DV. Eyþór og hans menn telja sig hafa stuðning flokksfor- ystunnar i baráttunni um forystusætið. Skagasumar Skagamenn fullkomnuðu sigursum- ar í fótboltanum með því að fá þrjú stærstu einstaklingsverðlaunin í loka- hófi KSÍ. Skagamaðurinn Hjörtur Hjart- arson fékk gullskóinn og Gunnlagur Jónsson var valinn besti leikmaður Is- landsmóts karla. Olga Færseth var val- inn besti leikmaður kvenna, efnilegust vora talin Rósa Júlía Steinþórsdóttir og Grétar Rafn Steinsson. Brotið á þroskaheftum Lagalegur réttur er brotinn á þroska- heftum, skv. álitsgerð sem Ragnar Aðal- steinsson hrl. kynnti á landsþingi Þroskahjálpar. Þroskaheftir fá ekki þá þjónustu sem þeim ber, en samtökin hafa áður lýst yfir miklum vonbrigðum með fjárlagafrumvarpið. Þau telja það leiða til þess að biðlistar eftir lögbund- inni þjónustu fyrir flölskyldur fatlaðra muni enn lengjast. Þroskahjálp telur koma til greina að höfða prófmál vegna þessa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.