Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Side 21
21
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001_
S>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað
um hefur þessum smávaxna ein-
valdi verið bögglað ofan í sjö líkkist-
ur hverja utan yfir annarri. Þetta
finnst manni vera óþarfi enda tekur
skrinið yfir hálfa kirkjuna.
Napóleon var mikil stríðshetja og
Benedikt Gröndal lýsir því eftir-
minnilega í Heljarslóðarorustu
hvernig Napóleon vakti Jóseflnu
með því að klípa hana af þvi hann
var að fara að stríða og var kominn
í mikla duggarapeysu sem Ófeigur á
Fjaili hafði látið hann hafa. Napóle-
on og Jósefina voru bæði raunveru-
legt fólk og til er bréf frá Napóleon
til Jósefínu þar sem hann segist
vera á heimleið og biður hana að
þvo sér ekki í nokkra daga. Þetta
telja menn að sanni að Napóleon
hafi þótt lykt skipta máli og kemur
undarlega heim og saman við að í
minjagripaverslun við kirkjuna þar
sem hann er grafinn getur maður
keypt lítil glös með ilmvatni keisar-
ans. Ég lét tilleiðast en finnst lyktin
ekki sérstaklega góð.
Viltu nammi, væna?
Þessa daga kepptust allir veit-
ingastaðir við að bjóða manni upp á
kræklinga og ef maður fellur í
freistni kemur þjónninn með stóran
rauðan pott kúfaðan af þessu undar-
lega sjávarfangi og disk af frönskum
kartöflum með. Þetta er kóngafæða
og skeljunum hendir maður á sér-
staka rusladiska sem eru festir í
klemmu á borðbrúnina og þarf þrjá
diska undir eina magafylli af kræk-
lingi. Ég borðaði lika snigla sem ég
snöri með þar til gerðum töngum út
úr kufungi sínum og át án miskunn-
ar. Þarna mætti tína fleira til en eitt
er víst að bragðinu af heitum sterk-
um geitarosti getur verið erfitt að
gleyma.
Hvar er Guðmundur?
Eitt af því sem dró ferðalanga til
Parisar þessa dagana var risavaxin
myndlistarsýning eða listkaup-
stefna sem er kennd við FIAC sem
mun vera skammstöfun fyrir eitt-
hvað sem ég veit ekki hvað er.
Þarna rotta sig saman eigendur gall-
ería víðs vegar að úr heiminum og
falbjóða gamla og nýja myndlist.
Þarna ægir þar af leiðandi öilu sam-
an og þótt yngri listamenn sem ver-
iö er að ota fram á markaðstorgiö
séu vissulega heldur fleiri mátti sjá
verk eftir heimsþekkta listamenn
innan um og saman við.
Það tekur marga klukkutíma að
skoða sýningu af þessu tagi og ekki
laust við að athyglin sé farin að
dofna nokkuð og kostar nokkurra
kílómetra gönguferð. Ég neitaði þó
frá að hverfa fyrr en ég fann full-
trúa íslenskrar listar sem reyndist
vera Guðmundur Guðmundsson eða
Erró sem þarna sýndi nokkrar nýj-
ar myndir. Þær voru kunnuglegar
og mér sýndist hann vera búinn að
selja eina þeirra.
Það eiga allir sína uppáhaldsstaði
í París og víst hvíla einhverjir töfr-
ar yfir þessari borg. Jafnvel götu-
nöfnin hljóma eins og þau séu ein-
hvern veginn fallegri en við eigum
að venjast. Er hægt að bera hljóm-
inn í Champs Elysée saman við
Skólavörðustíg, Pigalle saman við
Hér liggur hann blessaður
/ þessari kirkju sem Lúövík 14.
byggöi iiggur Napóleon Frakk-
landskeisari í sjöfaldri kistu. Af
hverju ekki sex eöa átta?
Laugaveg, Le Marais saman við
Kvosina eða Place de la Concorde
saman við Lækjartorg. Sennilega
ekki.
Ég kaupi þess vegna er ég
Það er stundum sagt að íslending-
ar tjái tilfinningar sínar með vesk-
inu meðan Frakkar geri það með
höndunum. Ef það felst ástarjátning
í þvi að kaupa eitthvað þá er auð-
velt að segjast eiska París. Rétt hjá
áður á minnstu íslendingahóteli við
Amelot rákumst við inn á antik-
markað á Bastillutorginu á laugar-
degi og rétt þar fyrir neðan á torgi
sem heitir Place d’Aligre gengum
við um stórkostlega litrikan mat-
vörumarkað þar sem hin miklu ar-
abísku áhrif voru í algleymingi. Það
búa fimm milljónir músiima í
Frakklandi öllu og mjög margir
þeirra í París og stór hluti þeirra
virtist vera mættur á markaðinn í
bland við hörkulegar húsmæður
með innkaupakerrurnar sem rifust
við sölumennina og létu þá vigta
hvað eftir annað.
Þegar við flugum heim frá
Charles de Gaulle flugvelli var allt
upp á rönd þar vegna þess að ein-
hver hafði skilið eftir töskuna sina.
Á þessum síðustu og verstu tímum
er það ígildi hryðjuverks og umferð
um flugstöðina var þegar í stað nær
stöðvuð og lögreglan tók töskuna i
sina vörslu og sprengdi víst í tætl-
ur. Þegar sprengingin hljómaði um
bygginguna varð eitt andartak
dauðaþögn i þessu manngerða
fuglabjargi og nokkur þúsund
manns hafa eflaust farið meö ein-
hverjar bænir í huganum en um
leið og flugvélin sleppti braut og
stefndi heim til íslands varð lífið
aftur öruggt__......________ -PÁÁ
Sérhæföir markaösmenn
Á antikmarkaöi viö Bastillutorgiö
haföi þessi sérhæföi antiksaii komiö
sér fyrir og falbauö tappa úr karöfl-
um afýmsu tagi. Ég sá engan
versla viö hann.
Signa er bæjarlækur Parísarbúa
Þetta er sko enginn smá bæjarlækur en innfæddir eru svo hændir aö honum
aö sumir þeirra kjósa aö búa í bátum sem fijóta á ánni.
í nærmynd:
Merkasta löggjöf
hins háa Alþingis
frá upphafi
- ljóð eftir Pétur Sigurgeirsson, fyrrverandi biskup
Árið þúsund þá kom Jesús
þjóðarheildar til.
íslands niðjum örugg leiðsögn
umrætt tímabil.
Lögbergsræðan reyndist besta
ráðgjöf þús-aldar.
Endurtaka tökum kristni
trúarstundirnar.
Þúsund ár sem dagur Drottins
Davíð um hann kvað.
Þingvellir með dögun dagsins
dýrð er á þeim stað.
Sól í heiði signdi Þingvöll
sem og hjörtun björt.
Gat einn hæstur höfuðsmiður
helgidóminn gjört.
Myndræn tengsl á milli staða
mörgu gera skil.
Þingvalla kom helgust hátið
heim send fólksins til.
Hjarta manns er húsið Drottins
hyggjum vel að því.
Himnafóður finnur maður
fyrst þeim staðnum í.
Eftir Krists burð tengist tíminn
tilvist þessa manns.
Tvö árþúsund tímans eru
tákn um staðreynd hans.
Loks hann steig upp líkt og sólin
ljós til jarðar fer.
Engin brigður ber á hvaðan
birtan komin er.
Pétur Sigurgeirsson.
Alþing helstu ákvað lög sín
upp sem Þorgeir bar.
Kirkjustyrk hlaut fólk í fátækt
fjórðung tíundar.
Ekki mátti börn út bera
blótið leynt fór það.
Heiðna siðinn hólmgönguna
hirðir vor frá bað.
Þakka ber oss þá að vonum
þjóðtungu og mennt.
Þorlák helga, Hallgrím, Guðbrand;
höfuðrit og prent.
Jón vorn Sigurðsson og íslands
sóma - sverð og skjöld.
Hugsjón lifði, lifir maður
líf fékk ný hver öld.
Kalt er mjög i veröld vorri,
vermir sólin há.
Sár er kuldi í sálarranni
sjá hvað vermir þá!
Kærieiksylur og af himni
andinn Guði frá.
Kaldar sálir kom að lækna
Kristur jörðu á.
Dæmi um smyrslin dýru enn er
dýrð Krists tjáning á.
Smurninguna mat hann mikils
með kom traustið þá.
Akra hvíta upp skar kristni
allri þjóð í vil.
Þúsund ára þakkaróður
þannig varð hann til.
Kristur lífið les í grunninn.
Líkn hans boðar frið.
Réttum hlut þess minnst er má sín,
mikið liggur við.
Komi framtíð fósturjarðar
frjálsu landi í.
Fram í tímann fús með Kristi
fylgir eilífð þvi.
Ostanýjungar!
Bláberjaostakaka
Bláberjabragðið nýtur sín vel í þessari bragðmildu
ostaköku. Hún er glæsilegur eftirréttur og gðmsætt
meðlæti á kaffiborðið.
Höfðingi
- nýr hvítmygluostur frá Búðardal
Bragömildur meö brauöi og kexi, ávöxtum og
ávaxtamauki. Hann bráðnar vel og er því einnig
hentugur T matargerð.
Ferskur fslenskur
Mozzarella
íslenska útgáfan af ttalska Mozzarellaostinum er mjúk og
hefur hárftnt bragð. Á Ítalíu er Mozzarella annars vegar
framleiddur úr kúamjólk og hins vegar úr buffalamjólk. Þessi
íslenska útgáfa er að sjálfsögðu úr fslenskri kúamjólk og hefur
verið leitast við að ná hinum sönnu ttölsku bragðgæðum eins
og þau gerast best.
.is ^
www.ostur
(slenskir ostar - hreinasta afbragd
r ^