Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Síða 24
24
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV
Flugstjórinn fékk ekki að fljúga Boeing-þotunni til landsins og það sárnaði honum svo mjög að hann fór
með vélinni sem farþegi, ölvaður og í leyfisleysi. í kjölfarið var hann þvingaður til þess að segja upp, en
undi því ákaflega illa. Hann lagði hatur á yfirmann sinn sem hann kenndi um alla sína ógæfu. Þetta varð til
þess að flugstjórinn réðst ölvaður inn á heimili deildarstjórans og varð honum að bana með þremur skamm-
byssuskotum.
Stolt flugstjórans gerði
hann að morðingja
Kl. 04.35 fimmtudaginn 9. mai
1968 var hringt á lögreglustöðina í
Reykjavík og beðið um aðstoð henn-
ar á Tómasarhaga, vegna þess að
maður með byssu hefði ráðist þar
inn í hús. Er lögreglan kom á vett-
vang var rúðan brotin í útidyra-
hurðinni og á annarri hæö í húsinu
lá maður á bakinu á gólfinu. Kona
sem var í íbúðinni skýrði lögregl-
unni frá því að eiginmaður hennar
hafi orðið fyrir skotárás af hendi
flugstjóra, sem hún nefndi með
nafni, og sagði að hann væri farinn
á brott. Var lífsmark með mannin-
um, en hann var látinn þegar kom-
ið var á slysavarðstofuna. Hafði
hann verið skotinn þremur skotum.
„Eg hef lengi ætlaö mér aö
launa ykkur þetta“
í yfirheyrslu yfir konunni kom
fram að þau hjónin höfðu vaknað við
hávaða og maðurinn farið fram að
athuga hvað væri á seyði. f sömu
andrá heyrði konan skothvell og
skömmu seinna nokkra í viðbót.
Hún fór fram ásamt syni sínum á
unglingsaldri og sáu þau að heimilis-
faðirinn var í átökum við mann, sem
hún tók þá ekki eftir hver var. Mað-
urinn féll í gólfið en stóð síðan upp
og gátu hjónin komið honum út i for-
stofuna og niður stigann, en hann
veitti viðnám og marghratt konunni
utan í stigahandriðið, klóraði hana
og veitti henni marbletti.
Konan bar kennsl á manninn þeg-
ar hann var kominn niður og bar
hún að flugstjórinn hafi margsagt
orðrétt: „Ég hef lengi ætlað mér að
launa ykkur þetta“ áður en hann
fór út úr íbúðinni. Þegar konan
hugaði að manni sínum lá hann
hreyfingarlaus á gólfinu.
Strax var hafin leit að árás-
armanninum. Kl. 04.49 hringdi
vaktmaður á afgreiðslu Flugfélags
íslands h/f á Reykjavíkurflugvelli á
lögreglustöðina og bað um aðstoð
vegna manns sem væri þar óður.
Kom í ljós að þar var flugstjórinn.
Hann hafði sagt við starfsmennina:
„Sennilega er ég búinn að myrða
mann“ og tekið upp vasahníf og
otað honum að maganum á sér og
talað um að „ljúka þessu hérna".
Lögreglan kom á staðinn og hand-
tók flugstjórann fyrir morðið á yfir-
manni sínum. Hann veitti enga
mótspyrnu.
Sjálfsvirðingunni misboöiö
26. júní 1967 var merkur dagur í
samgöngusögu þjóðarinnar og stór
stund í 30 ára sögu Flugfélags fs-
lands. Fyrsta Boeing-þotan í eigu fs-
lendinga var væntanleg til lands-
ins. Gestir á Reykjavíkurflugvelli
voru Ásgeir Ásgeirsson,
forseti ís-
Þúsundir fögnuðu fyrstu Boeing-þotunni
Merkur dagur í samgöngusögu þjóöarinnar og stór stund í 30 ára sögu Flugfélags Islands. Gestir á Reykjavíkurflugvelli voru Ásgeir Ásgeirsson, forseti íslands,
Bjarni Benediktsson forsætisráöherra, fleiri ráöherrar og sendimenn erlendra ríkja. Flugstjórinn ógæfusami var um borö, drukkinn og í leyfisleysi, og hann sat
í farþegasæti en ekki í flugstjórnarklefa, eins og vonir hans höföu þó staöið til. Þetta var undanfari mikillar ógæfu.
og glaðst ákaflega þegar nefnt var
að hann ásamt fleirum sem höfðu
háan starfsaldur ætti að fá að fljúga
vélinni heim og „brjóta þannig blað
í sögu íslenskra flugmála", eins og
hann sjálfur komst að orði. Nokkr-
ir elstu flugmennirnir voru sendir í
þjálfunarflug til Seattle í Bandaríkj-
unum, en flugstjórinn ógæfusami
komst þá að því að honum var ætl-
að að hefja þjálfun með seinni
hópnum og reiknaði út að þjálfun-
arflugi hans yrði ekki lokið áður en
þotan héldi heim.
Flugstjórinn sagði síðar að þetta
hafi sært sig verulega og þeim mun
meira en ella, að skýrt hafði verið
frá því opinberlega hér á landi að
hann kæmi með þotunni til lands-
ins. Var það ekki leiðrétt og skýrt
frá þvi, að hann kæmi ekki með
þotunni vegna óviðráðan-
legra
v*r frantib
„sjálfsvirðingu minni var misboöið".
Afarkostir
Flugstjórinn varð svo reiður að
hann hvarf úr þjálfunarfluginu
ásamt öðrum flugstjóra sem líka
hafði verið „hafður útundan" og
þeir ákváðu að fara heim með þot-
unni hvað sem tautaði og raulaði.
Þeir mættu um borð áberandi ölv-
aðir og sinntu ekki tilmælum um
að fara frá borði, sögðust ekki fara
nema með valdi. Yfirmenn ákváðu
að verða ekki flugfélaginu til frek-
ari minnkunar á þessum merkis-
degi og leyfðu hinum drukknu flug-
stjórum að sitja með í flugvélinni í
stað þess að kalla til lögreglu.
í kjölfar þessa atburðar, sem
þótti alvarlegt agabrot, var báðum
flugstjórunum gert að gera grein
fyrir hegðun sinni skriflega. Flug-
stjórinn, sem hér er fjallað um,
sagðist í bréfinu hafa verið sár
og leiður og hafa
morÓht
og ekki lent í nein-
um árekstrum við
farþega eða for-
ráðamenn félags-
ins öll þau ár og
hann hefði ætíð
hugsað fyrst um
hag Flugfélagsins.
Flugstjórarnir
tveir voru á sér-
stökum fundi í
kjölfarið beðnir að
afhenda Flugfélagi
íslands uppsagn-
arbréf sitt. Flug-
stjórinn ógæfu-
sami vildi alls
ekki segja starfi
sínu lausu en voru
að lokum settir af-
arkostir og neyddist til að láta að
vilja yfirmanna sinna. Hann talaði
seinna um „meðferð á sér“ og að
hún hafi komið sem reiðarslag, þar
sem hann teidi að áminning hefði
verið nægileg. Þegar hann gekk af
fundi varö honum að orði: „Þetta er
ömurlegt hlutskipti."
Hatriö óx meö mánuði hverj-
um
lands,
Bjarni Benedikts-
son forsætisráðherra, fleiri
ráðherrar og sendimenn erlendra
ríkja. Vélin hlaut nafnið Gullfaxi.
Flugstjórinn hafði undirbúið sig
vandlega fyrir þennan stórviðburð
Dagblööin í maí 1968
„Morö aö yfirlögöu ráði eru oröin óhugnanlega tíö í Reykjavík, “ sagöi í einu blaðanna. „Á síöastliönum 11 mánuöum
hafa veriö framin fjögur morö og er eitt þeirra enn óuþþlýst. “
ástæðna.
„Framkoma öll og tillitsleysi var
með endemum gagnvart mér í öllu
þessu rnáli," sagði flugstjórinn
seinna við yfirheyrslur og bætti við
barist við tilfmningar sínar vegna
þess að hann fékk ekki að fljúga
þotunni eins og þó hafði verið ráð-
gert. Hann tiltók að hann hefði
starfað í 21 ár hjá Flugfélagi íslands
Flugstjórinn fór að leggja fæð á
deildarstjóra flugrekstrardeildar Flug-
félags íslands en hann hélt þvi fram
að starf hans hafi fyrst og fremst ver-
ið að skipa flugmönnum í þjálfunar-
Stoliö vopn
Flugstjórinn haföi stolið byssunni af heimili kunningja
síns ári fyrir voöaverknaöinn. Aö heiman frá sér hélt
hann til deildarstjórans meö byssuna en áöur hlóö hann
hana níu skotum. Sýnt þótti aö um ásetningsverknaö
heföi veriö aö ræöa.
hópa og það hefði því verið deildar-
stjóranum að kenna að hann komst
ekki í fyrsta þjálfunarhópinn. Hann
sagði við yflrheyrslur að hatur hans
hafi vaxið með mánuði hverjum. Jafn-
framt gat hann ekki losnað við til-
hugsunina um að fá sitt gamla starf
aftur og leitaði allra leiða til þess þó
að þær hafi engan árangur borið.
Kvöldið fyrir morðið var
flugstjórinn drukkinn í gleðskap og
hitti mann sem hann hafði beðið að
greiða götu sína i þessum efnum en
fékk staðfestingu á því að ekkert hefði
verið gert í hans málum og litlar lík-
ur á því að hann yrði ráðinn til starfa
á nýjan leik. Lauk því samtali með
rifrildi. Flugstjórinn hélt siðan heim
til sín, tók fram skammbyssu og hlóð
hana níu skotum. Ók hann síðan vest-
ur að Tómasarhaga í því skyni að
hitta deildarstjórann og viðurkenndi
flugstjórinn við yfirheyrslur að hafa
haft byssuna með sér til að skjóta
hann „ef svo bæri undir".
Flugmaðurinn hlaut 16 ára fangels-
isdóm, en sat aðeins inni í rúm 7 ár -
frá 9. maí 1968 til 10. júlí 1975. -þhs