Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Qupperneq 26
26
LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2001
Helgarblað
DV
Eyþór Arnalds stendur upp af forstjórastóli Íslandssíma og fer í borgarmálin:
Óttast ekki Ingibjörgu
- en er tilbúinn í slaginn. Eyþór segist hafa þekkt sinn vitjunartíma
Eyþór Arnalds hefur veriö áber-
andi í íslensku þjóðfélagi undanfar-
in 20 ár. Hann vakti fyrst athygli í
hljómsveitinni Tappa Tikarrassi
ásamt Björk og seinna sem sellóleik-
ari meö Todmobile. Hljómsveitin
tryllti æsku landsins á árunum 1986
til 1993. Svo kvaddi sellóleikarinn
hljómsveitina, lét klippa sig og setti
upp bindi og hellti sér út í bisness.
Hann varð starfsmaður og einn eig-
enda OZ. Fyrirtækið skaust upp á
stjörnuhimin í íslensku viðskipta-
lífi og popparinn varð þekktur sem
einn strákanna af nýju kynslóðinni
í íslensku viðskiptalífi. Seinna stóð
hann að stofnun Islandssíma ásamt
strákunum í OZ. Eftir miklar svipt-
ingar, þar sem OZ-mennirnir voru
sakaðir um að hafa fengið að rýna í
bækur Landssíma íslands undir
röngu yfirskini, varð Eyþór Arnalds
forstjóri Íslandssíma og vék sem
varaborgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins. DV tók hús á Eyþóri á
Háteigsvegi þar sem hann býr
ásamt eiginkonu sinni, Móeiði Jún-
íusdóttur, söngkonu og laganema,
og átta mánaða syni þeirra, Ara El-
íasi, sem er með eina bestu kenni-
tölu á íslandi, 20012001, fæddur 20.
janúar á þessu ári.
Eyþór Arnalds tilkynnti á
fimmtudag að hann ætlaði að hætta
um áramót sem forstjóri íslands-
síma og snúa sér að borgarmálum
með það fyrir augum að ná metorð-
um þar undir merkjum Sjálfstæðis-
flokksins. Margir hrukku við enda
starfið feitt og ólíklegt talið að menn
slepptu því án þess að utanaðkom-
andi aðstæður kæmu til og einhver
öfl stugguðu við þeim. Orðrómurinn
um að brotthvarf Eyþórs tengdist
þeim ólgusjó sem Íslandssími lenti i
á síðustu mánuðum fékk byr undir
báða vængi. „Hann hlýtur að hafa
verið rekinn," sagði einn flokks-
bræðra hans. Eyþór er spurður að
Kynlíf
þessu. Hann hlær og bendir á að
hann sé einn stærstu einstöku eig-
enda fyrirtækisins og muni aukin-
heldur verða starfandi stjórnarmað-
ur sem muni vinna að stefnumótun
fyrirtækisins samhliða því að sinna
borgarmálum. „En varstu rekinn?"
spyr blaðamaður og svarið kemur
um hæl. „Nei, ég var ekki rekinn."
Hárið fauk
Eyþór fær þá einkunn samferða-
manna sinna að hann sé maðurinn
sem fer alla leið. „Þegar hann var í
poppinu tók hann allan pakkann
með trompi. Lífsstíllinn, klæðnað-
urinn og hárgreiðslan var í sam-
ræmi við vettvanginn. Hann gaf sig
allan í poppið og náöi árangri,"
sagði sá og benti á að árið 1993, þeg-
ar hann hætti með hljómsveitinni
Todmobile, hefði hann söðlaö um og
orðið að bisnessmanni á einni
nóttu. Hárið fauk og leðurbuxunum
var pakkað niður. Grá jakkafot tóku
við og bindi hnýtt um hálsinn.
Poppstjaman varð aö bisnessmanni.
Annar viðmælenda DV sagði að Ey-
þór hefði allar götur alið með sér
þann draum að komast til mikilla
metorða í stjórnmálum. Hann hefði
tekið sér Davíð Oddsson til fyrir-
myndar í hvívetna. „Enginn sem ég
þekki á eins gott með að umbreyta
sér. Ég er þó ekki viss um að hann
nái þangað sem hann vill í stjóm-
málum vegna þess að árangur þar
ræðst oft af öðrum ástæðum en eig-
in verðleikum," sagði félagi Eyþórs.
Stal Björk
Eyþór segist hafa verið alinn upp
við að hlusta á klassíska tónlist.
„Sem bam söng ég, hoppandi uppi í
rúmi, stef úr klassískum verkum
gömlu meistaranna. Brahms var í
uppáhaldi hjá mér og Shostakovits.
Þegar ég bað mömmu um að lesa
fyrir mig söng ég þá bón meö stefi
DV-MYNDIR HARI
Forstjórí á förum
Eyþór Arnalds er á förum úr forstjórastól Íslandssíma. Hann hyggst hasla sér völl á vettvangi stjórnmálanna.
úr einni þekktustu sinfóníu Shosta-
kovits," segir hann.
Fyrsta hljómsveit Eyþórs varð til
í Hagaskóla. Sú staða kom upp að
söngkonu vantaði í bandið og Eyþór
spurðist fyrir. Ekki leið á löngu þar
til augu hans beindust að stúlku í
Hólabrekkuskóla. Sú hét Björk Guð-
mundsdóttir. „Ég heyrði af þessari
stelpu sem söng eins og engill og
var líka leikin með þverflautu. Við
ákváðum að stela henni og hún
gekk í lið með okkur,“ segir Eyþór
og glottir þegar hann rifjar upp að
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson,
seinna félagi hans i Todmobile, hafl
þarna orðið að sjá á bak Björk.
„Ég gerði mér strax grein fyrir að
hún gæti náð þangað sem hún vildi.
Hún hafði ríka tónlistargáfu og
sterkan persónuleika sem skar hana
frá fjöldanum. Þarna varð því vakn-
ing þar sem íslenskir unglingar
uppgötvuðu kraftinn í pönkinu, súr-
realismann og fleiri slíkar stefnur
sem ekki höfðu verið áberandi á Is-
landi. Úr þessu varð skemmtilegur
suðupottur," segir hann.
Prúðir pönkarar
Þegar pönkara ber á góma dettur
fólki gjarnan í hug hálfbrjálað fólk
sem gjarnan ögrar samfélaginu
öskrandi og hrækjandi. Eyþór er
spurður hvort hann hafi verið þessi
dæmigerði pönkari sem ekki virti
landamæri hins siöaða samfélags.
„Táningaskeiðið er auðvitað um-
brotatími. Uppátæki okkar fólust
helst í því að við elduðum undarleg-
an mat og klæddumst skrýtnum fót-
um. Við drukkum en vorum ekki í
dópi,“ segir hann.
Þegar fjaraði undan pönkbylgj-
unni ákvað pönkarinn Eyþór að nóg
væri komið. Sígilda tónlistin tók aft-
ur völdin í lífi hans. „Ég fór í tón-
listarnám og einbeitti mér að námi
á selló,“ segir hann og burstar
ósýnilegt kusk af jakkaboðungi sín-
Í&r » í -1--• / '
Að matreiða lostæta lifur
- við undirleik kynlegrar örvæntingar
I gærkvöld, rétt fyrir kvöldmat,
fékk ég símhringingu frá kurteisum
karlmanni sem langaði „bara að
spyrja einnar spurningar". Ég lét til
leiðast, vel vitandi að samtalið yrði
aðeins lengra en sem því næmi.
Hann reyndist vera dæmigert fórn-
arlamb sápukúluvæntinga í kynlífi;
skammlifra væntinga sem hverfa
nær um leið og þær verða sýnilegar.
Hinn stimamjúki viðmælandi
minn spurði mig hvort kynlífshjálp-
artækin sem eru seld í leikfanga-
verslunum fullorðinna stækkuðu
limi í raun og veru. Hann sagðist
vera einn þeirra karlmanna sem
væru með lítinn lim og þaö truflaði
hann mikið. Ég svaraði honum
sannleikanum samkvæmt og upp-
lýsti hann um að sogpumpumar
kæmu blóðinu fram i liminn og við
það yrði limurinn stinnur. Þessi
„stækkun limsins" er stinning sem
hjaðnar eftir sáðlát og fullnægingu
líkt og við stinningu sem gerist við
venjulega kynferðislega örvun. Sem
sé: Limurinn stækkar við stinning-
una en ekki til frambúðar. Á þessu
tvennu er reginmunur.
Sogpumpa, fyrir tilstilli undir-
þrýstings, eykur blóðflæðið fram í
liminn en stækkar hvorki frumur
né vefi í limnum. En maðurinn á
hinum enda linunnar bar þá von í
brjósti að þetta ákveðna kynlífs-
hjálpartæki gæti veriö örlítið ljós í
því myrkri sem „litlalimskomplex-
inn“ olli honum. Hann er einn
þeirra sem taka eftir auglýsingum á
Netinu, í áður nefndum leik-
fangabúðum og víðar sem taka
svona til orða, yfirleitt á ensku:
„How to enlarge your penis?“
(Hvernig hægt er að stækka lim-
inn?“). En svona auglýsingamáti
vekur bara falskar vonir.
Ég fylltist samúð í garð
mannsins og varð einnig hugsað
til allra þeirra sem kaupa krem
sem á að kippa bráðasáðláti í lag
(en deyfa um leið liminn og kyn-
færi rekkjunautarins en það fylg-
ir að sjálfsögðu ekki með í aug-
lýsingunum). Svar mitt olli hon-
um greinilegum vonbrigðum en
það örlaði líka á vissu raunsæi
(þetta var lika of gott til aö vera
satt). Hann þakkaði pent fyrir sig
og ég hélt áfram að matreiða fyrir-
hugaðan kvöldverð fjölskyldunnar.
Þrátt fyrir litla hrifningu unglings-
sonarins á heimilinu var ég staðráð-
in í að hafa lifur, með fullt af sósu
og steiktum lauk, kartöflur og ferskt
salat í matinn.
Á ég aö vera aö púkka upp á
sambandiö?
Ég skar niður fullt af lauk og
steikti hann ríkulega í sojaolíu. Tók
því næst til við að skera glansandi
lambalifrina og velti blóöugum
stykkjunum upp úr hveiti, salti og
pipar og sveiflaöi svo létt og fag-
mannlega út á kraumandi pönnuna.
Gemsinn gelti aftur og annar
hæverskur karlmaður vildi „bara“
fá að spyrja mig stuttrar spurning-
ar. Ég hlýt aö hafa verið komin í
svo gott skap við að meðhöndla
blóðug stykkin að ég jánkaði. Hann
ætti nefnilega vinkonu, ættaða aust-
an úr Evrópu, sem hann gæti ekki
með nokkru móti komið til, sama
hvað hann reyndi. Nú væri hún
fljótlega að fara af landi brott og
hann var á báðum áttum með hvort
hann ætti að „púkka“ meira upp á
þetta samband. Svo kom stutta
spurningin: „Sko, er það yfirhöfuð
hægt að vera algerlega náttúrulaus?
Og ef það er hægt, tekur þú fólk í
meðferð viö því?“
Ég sagði honum eins og er að það
eru til einstaklingar sem hafa minni
náttúru en aðrir og að i örfáum til-
fellum væri um algert „náttúru-
leysi“ að ræða. Ég tjáöi honum líka
að það væri engin leið að segja
til um hvort um slíkt ástand
væri að ræða hjá henni eða ekki.
Til að komast að því þyrftu þau
að koma til mín í viðtal.
Tilgátuskrið
Mér flaug ýmislegt í hug um
eðli þessa sambands hjá blessuð-
um karlinum en ég var farin að
skáskjóta augunum að lifrar-
stykkjunum sem voru í þann
mund að verða að svörtum
kögglum á pönnunni. Unnusti
erlendu meyjarinnar skynjaði að
ég var ekki tilbúin í langt spjall,
kvaddi og þakkaði kurteislega
fyrir sig. Ég beindi að nýju
óskiptri athygli minni að matar-
gerðinni (og opnaði fleiri glugga til
að hleypa reyknum út). Á meðan ég
stóð i björgunaraðgerðum yfir elda-
vélinni velti ég fyrir mér hvaö hann
hefði átt við með „náttúruleysi". Og
hvað þýðir það í hans huga að
„koma konu til“. Það að honum tak-
ist ekki að koma henni til segir ekki
mikið. Kannski hefur hún eldheitan
áhuga á honum en vildi ekki með
nokkru móti bindast honum og vildi
því ekki láta til leiðast. Kannski
skildu þau ekki hvort annað vegna
tungumálaörðugleika, kannski var
hann að reyna of mikið að þóknast
henni eða bara svona slakur elsk-
hugi.
Margar fullkomlega eðlilegar
ástæður gæti verið að flnna fyrir
því hvers vegna það var „slökkt á
Meðan á tónlistarnáminu stóð fór
Eyþór aö vinna með Þorvaldi Bjarna
sem einnig var í tónlistarnámi. Þeir
nýttu klassíska menntun sína og
stofnuðu Todmobile ásamt Andreu
Gylfadóttur söngkonu. Úr varð afar
sérstæð hljómsveit sem sló í gegn.
„Þarna voru þrír ólíkir einstak-
lingar að spila saman en við áttum
sameiginlegt að vera með klassísk-
an bakgrunn. Árið 1993 kom svo að
því að mér fannst að ég gæti ekki
gert neitt nýtt með hljómsveitinni
og þá ákvað ég að hætta. Fátt er öm-
urlega en poppari sem þekkir ekki
sinn vitjunartíma," segir hann.
Forstjóri í vanda
Árið 1998 stóð Eyþór að stofnun
Íslandssíma og var ráðinn forstjóri.
Hann segir að frá upphafi hafi hann
aðeins ætlað að stjórna fyrirtækinu
í uppbyggingu. Mikið hefur gustað
um Íslandssíma í sum-
Jóna
Ingibjörg
Jónsdóttir
skrifar
um kynlíf
fyrir DV og
Spegilinn
henni". Lítil spuming kom af stað
tilgátuskriði nákvæmlega kl. 18.47.
Og ef til vill kom þetta „náttúru-
leysi“ ekkert við. Atvinnuleyfi
hennar væri hugsanlega að renna
út eða að hún ætti háaldraða móður
sem lá á grafarbakkanum sem hún
þyrfti að kveðja. Ég hristi saman
hveiti og mjólk í sósuna og hugsaði:
„Ætli hann hafi verið búinn að
ákveða að hætta með henni og ver-
ið að leita að góðri ástæðu?“
Leit að hjúkrunargeninu
Ég töfraði fram sósuna, bragð-
bætti með smákjötkrafti og spraut-
aði smásósulit út í (úps, aðeins of
mikið). Þá var bara eftir að saxa
grænmetið í skyldusalatið sem var
skrautlegt að þessu sinni enda
skreytt með rauðri papriku á aðeins
298 kr. kílóið. Ég slökkti á gemsan-
um - kvöldverður íjölskyldunnar er
þrátt fyrir allt „heilagur andi“.
„Gerið svo vel að koma að borða!“
kallaöi ég hátt og snjallt. Svartir
kögglar í enn svartari sósu biðu
þeirra í fagurri leirskál á matar-
borðinu.
Skiptir ekki öllu máli aö elda
matinn af kærleik? Það fannst mér
ég svo sannarlega hafa gert. Eða
hvað? íslensk erfðagreining má al-
veg leita að hjúkrunargeninu hjá
mér. Og þó - ætli ég sé ekki bara
enn að læra að segja nei.