Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Samúel Hreinsson, konungur fiskanna: Bremerhaven í blíðu og stríðu - maðurinn sem braust til valda á erfiðum marlcaði Fyrir rúmum áratug leið varla sá dagur á íslandi að ekki bœrust fréttir af islenskum fiskiskipum sem seldu afla sinn í út- gerðarbœjunum sem liggja þar sem stórfljótin Elba og Weser renna í Norðursjóinn, Bremer- haven og Cuxhaven. En svo kom kvótakerfið til sögunnar á íslandi og frystitogaraútgerð hófst. Úr því fór að draga veru- lega úr siglingum ís- lenskra togara og fiski- báta til útlanda. Nú heyrir þaö til undantekninga ef íslenskt fiskiskip leggst að bryggju í Þýskalandi. Þrátt fyrir það hafa íslenskir sjómenn ekki gleymt Bremerhaven. Nú senda margir þeirra afla sinn í gámum til borgarinnar þar sem íslendingur- inn Samúel Hreinsson sér um að selja aflann á stærsta fiskmarkaði Þýskalands, Bremerhaven Fischauktion, sem hann og fjöl- skylda hans reka þar í borg. - En hvað kom til að íslenskur sjómaður ákveður að venda kvæði sínu í kross og fara að selja fisk í Þýska- landi? „Það var nú þannig að ég hafði oft siglt til Þýskalands. Mér leist vel á Þýskaland og þegar ég sá auglýs- ingu hjá fyrirtæki sem seldi fisk í Cuxhaven sótti ég um. Þetta fyrir- tæki var umboðsaðili Sambandsins en ég var á skipunum þeirra og þeir völdu mig úr hópi umsækjendanna. Það var nú ekki flóknara en það. Hjá þessu fyrirtæki vann ég síðan í eitt og hálft ár áöur en ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki." Meiri möguleikar í Bremerhaven - Og þegar þú stofnar þitt eigið fyrirtæki flytur þú frá Cuxhaven til Bremerhaven. Var það ekki að bera í bakkafullan lækinn á þeim tíma? „Á þeim tíma var reyndar meiri fiskur í Cuxhaven heldur en Brem- erhaven en einhvern veginn fannst mér meiri möguleikar í Bremer- haven. Ég lagði mjög hart að stjórn- endum fyrirtækisins sem ég vann hjá að opna skrifstofu hérna. Þaö vildu þeir alls ekki og ástæðan er sá mikii rígur sem er á milli þessara borga. Þetta er eins og hrepparígur- inn var í Ólafsvík og Rifi í gamla daga. En hérna liggur rígurinn mjög djúpt, svo djúpt að fyrstu árin trúði ég því ekki að þetta væri al- vara. Ég vil ekki segja að það sé illska á milli þessara tveggja hafna en það eru miklir hagsmunaárekstr- ar. Þetta fannst mér dálítið skrýtið því þessir bæir eiga nánast allt sam- eiginlegt. Þegar vel gengur í Cux- haven gengur líka vel i Bremer- haven og öfugt.“ - En af hverju veðjaðir þú á Bremerhaven ef það var meiri fisk- ur í Cuxhaven? „Mér fannst að aðstæðurnar í Bremerhaven væru hagstæðari fyr- ir nýtt fyrirtæki sem ætlaði að hasla sér völl í fiskbransanum. í Cuxhaven var eitt mjög stórt fyrir- tæki sem var ráðandi á markaðnum og svo sárafá lítil. Ég sá þvi enga framtíð í markaði á stað þar sem fyrir var einn risi sem réð öllu og svo nokkur smáfyrirtæki sem áttu nánast alit sitt undir risanum. í Bremerhaven voru hins vegar á þeim tíma tvö stór fyrirtæki og fjöldi smærri fyrirtækja. Litlu fyrir- tækin voru kannski að kaupa tvo þriðju hluta af aflanum sem barst á markaðinn meöan stóru fyrirtækin voru að kaupa einn þriðja hlutann. Hérna var því miklu eðlilegri mark- aður með möguleika á einhverri samkeppni og eðlilegri verðmynd- un. Þannig er þetta enn í dag.“ Þýska kerfið þungt í vöfum - Það hlýtur að hafa verið býsna djarft fyrir íslending að ætla sér einhverja hlutdeild á hinum harða heimavelli Þjóðverja sem lengi hafa verið í fararbroddi á fiskmörkuðum Evrópu. „Jú, þetta var töluverður slagur. Þá var Efnahagsbandalagið ekki orðið eins vel þróað og það er í dag og við íslendingar ennþá lengra í burtu í viðskiptalegum skilningi. Útlendingar máttu ekki eiga meiri- hluta í svona fyrirtækjum. Ég mátti eiga 49% á móti einhverjum Þjóð- verjum sem urðu að eiga 51%. Ég Fjölskylda í fiskinum Samúel ásamt konu sinni Hafdísi Heimisdóttur og syninum Friörik sem bæöi vinna viö fyrirtækiö. Samúel Hreinsson Samúel Hreinsson getur vei leyft sér aö brosa yfir velgengninni enda Þetta er eins og hrepparígurinn var í Ólafsvík og Rifi í gamla daga. En hérna liggur rígurinn mjög djúpt, svo djúpt að fyrstu árin trúði ég því ekki að þetta vœri alvara. hafði engan áhuga á því. Annað- hvort vildi ég eiga allt eða ekkert. Þess vegna þurfti ég að ganga á milli manna til þess eins að fá leyfi til að byrja. Nú er þetta orðið allt öðruvísi. Allir geta stofnað fyrir- tæki í Þýskalandi í dag og það er frekar vöntun á útlendingum til þess en offramboð". - En hvernig var þér tekið loksins þegar þú hafðir fengið öll tilskilin leyfi og varst byrjaður með þitt eig- ið fyrirtæki í samkeppni við gamla vinnuveitandann? „Mér var ágætlega tekið. íslend- ingum er yfirleitt mjög vel tekið hérna. Þjóðverjarnir bera ákveðna virðingu fyrir íslendingum fyrir það eitt hversu fámenn þjóðin er og að hafa þann dugnað og þrek til að halda úti nútíma samfélagi og kom- ast af á þessari eyju lengst norður í Atlantshafl. Það er líka mjög gott fyrir Islendinga að vinna með Þjóð- verjum. Þeir eru flestir eins og við að því leytinu að þeir vilja að hlut- irnir gangi vel fyrir sig og þeir vilja standa við það sem þeir segja. Það sem kemur okkur kannski mest á óvart þegar við komum til Þýska- lands til að vinna er hin mikla stundvísi og skipulagning sem er Þjóðverjum í blóð borin. En íslend- ingar eru oftast fljótir að venjast þessu skipulagi sem er bara af hinu góða.“ - Nú eru fiskmarkaðir yfirleitt mjög viðkvæmir og ekki kannski auðveldasti atvinnuvegurinn fyrir nýja aðila til að hasla sér völl. Fannst þú fyrir því þegar þú byrjað- ir? „Jú, jú. Samkeppnisaðilarnir tóku mér náttúrlega eins og sam- keppnisaðilar mundu taka manni alls staðar annars staðar, með fyrir- vara, og maður þvældist náttúrlega fyrir þeim. En hér er það eins og viða aö ef einhver getur gert hlutina betur en aðrir mun hann njóta þess og til þessa hefur fyrirtæki okkar gengið mjög vel.“ Slagurinn um Haukinn - Mér finnst þú nú nokkuð hóg- vær í garð þeirra sem þú etur kappi við ef sú skrautlega saga sem ég heyrði af fyrstu sölu þinni úr ís- lensku fiskiskipi á við rök að styðj- ast. „Það má til sanns vegar færa að það var mjög harður slagur. Það var Haukur úr Sandgerði sem var fyrsti togarinn sem ég sá um söluna úr. Útgerðarmaðurinn, Jón Erlingsson, tók þessa ákvörðun þó hún væri allt annað en létt fyrir hann. Bæði er um mikla peninga að ræða og því skiptir miklu máli hvernig til tekst með söluna svo hæsta mögulega verð fáist fyrir aflann. Það þarf að hafa samband við marga aðila ef maður ætlar að koma heilum skips- farmi út á einum degi. En þessi ákvörðun Jóns hjálpaði okkur af stað. En það var ekki allt fengið þó skipið væri komið 1 höfn. Það var eiginlega fyrir öllum af því að það var í viðskiptum við okkur, nýtt fyr- irtæki á þessum viðkvæma mark- aði.“ - En það var ekki bara reynt að setja fótinn fyrir þig heldur líka skipið. „Já, af því að við sáum um söluna úr því. En það átti fyrst og fremst að kæfa fyrirtæki mitt í fæðingu. Okk- ur var neitað um olíu á skipið nema gegn staðgreiðslu af því að olíufyrir- tækin þekktu okkur ekkert. Ég út- vegaði mér þessar tvær milljónir sem olían kostaði á skipið en fékk þá aftur nei. Ástæða þess var sú að hin umboðsfyrirtækin höfðu þá haft samband við olíufyrirtækin og sagt þeim að þau myndu ekki versla meira við þau ef þau seldu Samúel olíu. Þannig að við þurftum að leita út fyrir borgina og fundum fyrir- tæki í Cuxhaven sem ekki tók þátt í þessum leik. Þetta fyrirtæki hafði ekki selt mikla oliu í togara í Brem- erhaven. Síðan þá hef ég haft mikil viðskipti við þetta fyrirtæki og öll sú samvinna hefur gengið eins og best verður á kosið. Slagurinn var oft harður en allur slagur er alltaf skemmtilegur. Þeg- ar við byrjuðum hérna voru ellefu fyrirtœki sem unnu við að selja fisk úr skipum. Þau hafa mörg hœtt eða þá breytt rekstri sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.