Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Qupperneq 40
48
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001
Tilvera I>V
Ömmukaffi
Nýjasta kafTihúsið í höfuðborginni
er ömmukaffi. Það er í Austurstræti
20 og nær hjarta borgarinnar verður
varla komist. ÖmmukafTi lætur samt
ekki mikið yfir sér. Þar er einfaldleik-
inn í fyrirrúmi og það skraut sem
komið er á veggina ber vott um að
stílað sé upp á gamla tímann - eins og
hjá ömmu. Sérlega gaman er að
glugga í blöð frá 1957 sem fundust
milli þils og veggjar þegar húsið var
tekið í gegn. Þar má sjá Denna dæma-
lausa og fleiri kunningja frá fyrri tíð.
Veitingar í ömmukaffi eru óáfengir
drykkir og meðlæti með þeim. Rennt
var kaffi í bolla og valin súkkulaði-
bolla með. Súkkulaðið var reyndar
ekki sjáanlegt, heldur varð að taka af-
greiðslumann trúanlegan sem fullyrti
að súkkulaðið væri innan í. Hann
reyndist hafa rétt fyrir sér. Kaffið var
ósköp venjulegt. Kannski gleymdist
að kjamsa nóg á því þar sem kakan
dró að sér athyglina og kitlaði brað-
*• laukana. -Gunn.
Prikid
Prikið í
Bankastræti
er húið að
vera starfandi
síðan elstu
menn muna
en fyrir
nokkrum
árum tóku nýjir eigendur við og
^ hresstu upp á staðinn án þess að að
breita of miklu.
Staðurinn opnar klukkan 7.00 á
morganna og bíður upp á matseðil fyr-
ir morgunhana. í hádeginu er hægt að
fá ýmsa smárétti eins og til dæmis
beyglu fyrir fjögurhundruö og flmm-
tíu kall. Rúnstykki með osti og
skinnku kostar þrjúhundruð og fimm-
tíu krónur og það gerir ristabrauð
með osti og sultu líka. Kaffið á Prik-
inu er ágætt, venjulegt kaffi kostar
tvöhundruð krónur en tvöfaldur
espressó tvöhundruð og tuttug sem er
vel sloppið.
Staðurinn sem er á tveimur hæðum
ber þess merki að vera vinsæll
skemmtistaður um helgar og and-
rúmsloftið er viðkunalega reykmett-
-> að. Prikið er mikið sótt af ungum
„priks" sem eru á mörkum þess að
meika það og tala af djúpum skilningi
um númenningu og hvernig þeim
gekk í samræmduprófunum. -Kip
Kofi Tómasar
frænda
I
Það var
með hálfum
huga sem
ég settist
inn í Kofa
Tómasar
frænda á
Laugavegi
32. Bjóst við
að líta út eins og nýsloppin af elli-
heimili þar inni því ég hafð fengið
þá flugu í höfuðið að menntaskóla-
nemar „ættu“ staðinn. Það voru
óþarfa áhyggjur. Að vísu var ungt
fólk í meirihluta en bæði var það
aðlaðandi fólk og svo alls ekki
einrátt í salnum. Þar voru líka kon-
ur „á besta aldri“ og hjón með börn.
Ákvað að panta mér kaffi og meöðí.
Sýnilegt úrval meðlætis var frekar
takmarkað, trjár tegundir af tertum
og ein bagettesamloka. Sú hugmynd
að mála hillur meö bókum og stytt-
um á vegg er ekki svo vitlaus, jafn-
vel verð til eftirbreytni, varð mér
hugsað meðan ég beið veitinganna.
Kaffi í trekkjukönnu var borið á
borð og súkkulaöikaka með kremi
og rjóma. Kaffið var afbragðsgott,
kostaði 250 kcdl og kakan sem var á
400.- hefði sómt sér vel í fjörugu
barnaafmæli. Vantaði bara smartís-
inn! Gun.
Plómur
Plómur eru aldin runna af rósaætt. Slík-
ir runnar eru upprunnir í Asiu, rétt eins
og svo margt annað úr plönturíkinu. Saga
þeirra er meira að segja rakin til hengi-
garðanna frægu í Babýlon. Snemma á öld-
um er líka getið um plómur í Rómaveldi
og Grikklandi og nú eru þær ræktaðar
víða um Evrópu og í Norður-Ameríku.
Mörg afbrigði eru til
af plómum í ver-
öldinni,
meira að
segja í
ýmsum
litum,
grænum, gulum, dökkrauð-
um og blásvörtum. Við ís-
lendingar þekkjum líklega
best þessar dökkvínrauðu.
Mest höfum við þó borðað af
plómunum þurrkuðum fram að
þessu. Þá heita þær sveskjur og hafa löng-
um verið notaðar í sætsúpur og grauta.
Fullþroskaðar, ferskar plómur
eiga að vera sléttar, þétt-
ar en þó mjúkar og
hafa á sér gráleita
slikju. Plómur
eru góðar
ferskar og í eft-
irrétti, bökur og
sultu. í plómun-
um eru steinar og
inni í þeim er
_____ mdla. Séu steinarn-
ir soðnir eða bakaðir með
plómunni kemur því möndlu-
keimur í matinn.
Ferskir ávextir
undir marengs-
þaki
Afhýðið eina peru, eitt epli,
tvær appelsínur og fjórar plóm-
ur, skerið í þunnar sneiðar og
leggið í eldfast mót. Skolið 250 g
jarðarber og bætið þeim saman
við. Hellið 1/4 af ananaskurli
yfir og að síðustu 1 dl af Grand
Marnier líkjör.
Setjið sex eggjahvítur í skál
ásamt 100 g af sykri, 100 g flór-
sykri og hálfri teskeið af
vanillusykri og þeytið þar til
hvítumar eru orðnar stífar. Sax-
ið 50 g döðlur, 25 g heslihnetur
og eitt litið Tobleronesúkkulaði
smátt. Hrærið varlega saman við
eggjahvítuhræruna. Smyrjið
deiginu ofan á ávextina og bakið
við 160'C í 50 mínútur. Berið
fram með ís eða þeyttum rjóma.
Frönsk
Þorvaldur B. Hauksson
„Plómur eru fínar í ýmsa eftirrétti. “
DV-MYNDIR E.ÓL.
Bestar milli mála
- segir Þorvaldur Borgar Hauksson bakari
pönnukaka
Eitt kíló af plómum er skorið
í tvennt og sett í pott. Fimm dl
af vatni hellt yfir og látið malla
þar til plómurnar eru
mauksoðnar. Þá eru þær press-
aðar gegnum gróft sigti og settar
aftur i pottinn. Grauturinn er
sykraður og saltaður eftir
smekk. Síðan er hann hitaður að
suðu. Tvær matskeiðar kartöflu-
mjöl og hálfur dl kalt vatn er
hrært saman og hellt út í graut-
inn. Best er svo að borða hann
með rjómablandi.
Hálft kíló af plómum er skorið
í tvennt og lagt í smurt eldfast
form. Deigi úr 75 g hveiti, 100 g
flórsykri, 3 dl mjólk og 4 eggjum
er hrært saman og hellt yfir
plómumar. Bakað á
neðstu rim í ofni í um
það bil eina klukku-
stund. Kakan er
borin fram volg
með þeyttum
rjóma.
Plómu-
grautur
þeytt-
um
„Við bakarar notum plómur ekki
mikið en þær eru fínar i ýmsa eftir-
rétti. Bestar eru þær samt milli
mála!“ segir Þorvaldur Borgar
Hauksson, bakari hjá Jóa Fel. Þor-
valdur náði efsta sæti í alþjóðlegri
eftirréttakeppni bakaranema fyrir
þremur árum og hann gerði sér lít-
ið fyrir og bjó til sérstakan desert
fyrir DV þegar til hans var leitað.
Rétturinn er miðaður við fjóra.
Plómuhattur
2 plómur
2 msk. sykur
4 tesk. Grand
Mariner likjör
Maður byrjar
á að skræla
plóm-
urn-
ar, skera
þær í sundur
og taka steinana úr. Gott að sykra
þær líka svolítið og væta með
Grand Mariner likjör.
Unsudelg
1/2 egg
50 g flórsykur
100 g smjörlíki
150 g hveiti
Allt hnoðað vel saman, annað
hvort í hrærivél eöa höndum. Deig-
ið þarf helst að standa í kæli áður
en það er notað, jafnvel yfir nótt. Þá
er það flatt út frekar þunnt og
stungnar út kringlóttar kökur, sex
til sjö cm í þvermál. (Þær skreppa
smávegis saman þegar þær bakast.)
Kökurnar eru settar á plötur og bak-
aðar við 190 gráður í flmm mínútur
eða þar til þær eru ljósbrúnar. Síð-
an eru plómuhelmingarnir teknir
til sem búið er að baða með
sykri og bleyta með Grand
Mariner og smá jarða-
berjasultu sprautað í
holuna sem myndaðist
eftir kjarnann. Helm-
ingunum hvolft ofan
á hálfbakaða kök-
una . Utan um
þetta setjum við
ítalskan marengs.
mar-
engs
2 eggjahvít-
ur
60 ml vatn
125 g sykur
Vatnið og
sykurinn er
soðið saman upp
í 120 gráður. Nú eru
kannski ekki allir með
mæla heima hjá sér en þá fylgist
maður með því hvernig lögurinn
hagar sér. Þegar bublið springur
ekki alveg strax heldur brýst út með
smááreynslu þá er lögurinn við 120
gráður. En meðan hann er að hitna
stífþeytir maður eggjahvíturnar og
svo er leginum hellt varlega út í
meðan þær eru þeyttar áfram. Með
þessu er maður að hálfbaka marens-
inn. Svo dreifir maður þessari
kvoðu óreglulega yfir kökurnar með
plómunum og bakar þær aftur við
190 gráður i svona fimm mínútur og
borðar svo plómuhattana heita meö
rjóma eða vanillusósu. - Og hér
kemur uppskrift að henni:
Vanillusósa
1/4 1 mjólk
65 g sykur
3 eggjarauður
2 tesk. vanillusykur eða 1 tesk.
vanilludropar
Rauðurnar og helmingurinn af
sykrinum er stífþeytt saman. Mjólk-
in og afgangurinn af sykrinum hit-
að að suðu og hellt út í hræruna.
Vanillunni blandað í. Þeytt vel.
Þessi sósa bragðast vel með ýmsum
ávaxtaréttum. -Gun.
Plómu-
hattur
Kakan undir
ptómunni er hæfilega
mjúk til aö skera hana og
marensinn bráönar uppi í manni.
Næringargildi
Plómur innihalda A-vítamín og trefjar en gefa fáar hitaeiningar. Svona
___________ er skráð innihald þeirra:___
Næringarinnihald í hundraö grömmum er:
Hitaeiningar 34 E-vítamín 0,87 Kalk 10 mg
Prótein 0,5 g C-vítamín 5 mg Járn 0,14 mg