Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Side 43
51
I dimmu vatni
eru verstu ormar
kynjadýr í ám og vötnum
/ grein sem birtist í DV í gœr er
sagt frá því aö yfirborö Kleifarvatns
hafi lœkkaö mjög hratt. Vatniö foss-
ar nióur um sprungur sem mynduö-
ust í botni þess í jaröskjálftunum á
þjóöhátíöardaginn árið 2000.
Sem áhugamanni um skrímsli og
þjóðtrú þykja mér þetta góðar fréttir
því eins og alþjóö er kunnugt býr
skrímsli í Kleifarvatni. Eftir því sem
ég best veit sást siöast til ófreskjunn-
ar i byrjum nóvember 1984 þegar
tvœr rjúpnaskyttur sáu skrímsliö.
Það verður spennandi að fylgjast
meö hvort við fáum loksins sönnun
fyrir skrímslinu í Kleifarvatni eóa
hvort því hafi skolaó niður um ein-
hverja sprunguna.
í. „Búendarn-
ir á sama bæ
hafa oftar séð
svona
JpjjjL ij/j- skrímsli,
einkum þeir
eldri, og hafa
ý l)e>r skki annað
um Þaö sö segja
en að það sé
breytilegt og
skjótt að lit og stund-
um gnæfi upp úr því alllangt
horn, svo sem álnar hátt [um 68
sentímetrar] og eftir þvi digurt, að-
allega við ræturnar; en slíkt horn er
ekki æfinlega sjáanlegt þegar þessi
skepna sýnir sig og þess vegna vita
menn ekki hvort það situr á bakinu
eða annars staðar á kroppnum;
sumir segja að glitti í það af greini-
legum gljáa. Eitthvað líkt og furðu-
legt hefur sést í önnur skipti við
ferjustaðinn á ánni. Flestir halda, að
það sé sama skepnan eða skrímslið,
sem hreyfi sig ýmist upp eftir
eða niður eftir árfarvegin-
um en hafi bækistöð
sína nálægt fyrr- *
nefndri iandareign í Jfl
ógurlegri svelgiðu jH
eða botnleysu sem ðhjflhS
hittist þar fyrir.“
Skrímsli í Hauka- W2||
dalsvatni
Árið 1664 sá bóndi i
Haukadal skrimsli í Hauka-
dalsvatni. Að hans sögn stóð það
eins og klettur upp úr vatninu,
Tuttuga faðma langt, tíu faðma breitt
og fimm faðma hátt.
Tuttugu árum seinna rak hluta úr
ókennilegri skepnu á land úr Hauka-
dalsvatni. Þar á meðal voru tvö rif,
sem sögð voru stærri en rifbein úr
hrossi, og hengu við þau bláleitar
kjöttægjur sem hvorki hundar né
hræfuglar litu við.
Vatnaskrattar
í Markarfljóti eru vatnaskrattar
sem koma á land af og til. Einu sinni
var maður á ferð við fljótið þegar að
honum kemur ólöguleg skepna sem
honum virtist í hestsmynd. Skepnan
var hauslaus og það skvampaði í
henni þegar hún gekk. Á baki skepn-
unnar voru tvær hrúgur í manns-
mynd sem vantaði á fæturna. Maður-
inn varð mjög hræddur og reyndi að
komast undan en skepnan fylgdi
honum lengi. Þegar hún
pb*\. hvarf að lokum heyrðist
\ hár brestur eins og
hun heföi
'i' W ’fta. . brotnað í
sundur.
í ferðabók áfk
(1791-1794) Æ,v"\
sinni segir \
Sveinn Páls- I j
son að heiða- / j
flákarnir á ís- -J-. \
landi séu svo ^ ^
víðlendir að ’j’ÆpÍ
honum
mundi ekki 1
veita af. heilu jrí
sumri til að rann-
saka náttúru þeirra;
„eða kanna allan vatnagrúann,
þar sem sagt er að alls konar
undrafiskar, svo sem loðsilungur,
öfuguggi, vatnaskratti, vatna-
gedda o.fl., sem ýmsir halda að sé
hreinn skáldskapur en sannorðir
menn hafa þó séð.“
Fyrirboðar merkra tíðinda
Daniel Vetter, sem ferðaðist um
landið rúmum 170 árum á undan
Sveini, var sannfærður um tilvist
furðudýra og sagði að það sæjust oft
hroðalegar ófreskjur í ám og vötn-
um.
„Þeirra á meðal eru tvær, sem
birtast vanalega á vissum tímum.
Önnur er eins og ormur og ákaflega
stór, talin hálf míla að lengd; fer
hún úr sjónum eftir stórri á nærri
Skálholti og myndar þrjár, fjórar
eða fleiri boga, mjög háa, yfir vatn-
inu, svo að undir hvern væri unnt
að sigla léttilega á hinum stærstu
skipum. Hvenær sem þessi ófreskja
sýnir sig búast íslendingar undir
eins við breytingum sem standi fyr-
ir dyrum úti í heimi. Hitt skrímslið
sést vanalega þríhöfða; það er
einnig mjög gilt og hið hryllilegasta
og þegar menn líta það augum búast
þeir einnig við einhverjum tíðind-
um.“
Ormur á gulli
Ormar fara yfirleitt meö gulliö í vatnsfall eöa stööuvatn og hyljast þar. Þeir
eru svo elskir á gulliö aö þeirgæta þess meö lífí sínu.
Eyrun snúa aftur
Nykrar eru algengir í
vötnum um allt land.
■n Þeir finnast bæði í
n ám og vötnum og
BK-B jafnvel í sjó en þaö
sé sjaldgæft. Nykur-
inn er líkur hesti og
PPS# oftast grár, steingrár,
IpCxSjr en stundum brúnn.
Eyrun snúa aftur og það
gera hófarnir og hófskeggin
líka. Hann er með blöðru undir
vinstri bógnum. Nykurinn er alls
ekki bundinn við þessa lýsingu
hann getur breytt sér í hvaða
kvikindi sem er.
I sumum ám eru vatna-
skrímsli
í Islandslýsingu Peters Hansens Res-
ens frá 1684-8 er sagt frá tveimur
skrímslum, annað er í Hvítá en hitt í
Lagarfjóti. „Eitt þvflikt segja menn sé í
áður nefndri Hvítá, risavaxið í orms-
mynd, og annað í Lagarfljóti, skelfilega
langt og fyrirferðarmikil, að útliti og
lögun sem ormur. í annálum hef ég
fundiö að þessi Lagarfljótsormur hafi
sést árið 1344 með þeim hætti að höfuð
og sporður var á kafi en skrokkurinn
sást ofan vatns í mörgum hlykkjum og
það í svo furðulegri lengd að um það
bil 20 faðmar voru á milli hlykkjanna."
Oddur Einarsson biskup ritar
einnig um Lag-
/. .v, arfljótsorminn
ji-rijrrt:rÍy/ IW 5 íslandslýs-
segir aö
yi skrokkur
’tM, g skrímslisins
3 se nokkur
J* skeiðrúm á
lengd. Auk
höfuðs Og
S sporðs, sem yfir-
/ leitt. sjást ekki, sé
ein lykkja af
skrokknum sem gnæfir svo hátt upp
úr vatninu „að hraðskreitt skip með
þöndum seglum hefði getað siglt undir
hana óskaddað." Hann segir einnig að
þegar lagarfljótsormurinn hafi skellt
sér niður hafi nokkrir bæir í grennd-
inni eyðilagst.
Vatnaskrattar
Samkvæmt lýsingu sjónarvotta var
þetta geysistór skepna sem gnæföi
upp í vatninu eins og hrúgald.
Brekkusnigill og gull
Almennt var því trúað að ef menn
legðu gull undir brekkusnigil yxi
það. Sá vandi fylgdi að það gerði
snigillinn lika og varð hann ákaf-
lega stór og mannskæður. Ef ormur-
inn fékk að liggja á gullinu of lengi
varð hann mjög elskur á það og
varði með lífi sínu. Fengju ormar af
þessu tagi að lifa fóru þeir yfirleitt
með gullið í vatnsfall eða stöðuvatn
og huldust
ormar f
væru -jrj—
ódauðlegir / ^vr~fZ?^S~
en að þeir
fæddu ekki af sér *
afkvæmi.
Ormar eru þekktir
í fimm vötnum hér á
landi: Lagarfljóti,
Hvítá syðra, Skaftá, Skorradals-
vatni og Kieifarvatni. Auk þess er
til saga um orm í Surtshelii. Hann
er á þurru landi en það er einsdæmi
hér á landi.
Isl§nsk annálabrot og und-
ur Islands
Ef marka má íslensk annálabrot
og undur íslands eftir Gísla Odds-
son sá bóndinn á Höfða hræðilegt og
furðulegt skrýmsli í svelg eða hyl í
Hvítá rétt hjá Skálholti árið 1661.
Samkvæmt lýsingu sjónarvotta var
þetta geysistór skepna sem gnæföi
upp í vatninu eins og hrúgald. Hann
sá hvorki haus né hala og átti því
erfitt með að greina
i , y útlit þess.
Alls konar undrafiskar
Menn hafa lengi velt því fyrir sér
hvort sögur um skrímsli og furðu-
dýr eigi sér stoð í veruleikanum
eða byggi á ímynduninni einni
saman. Án efa eiga sum dýrin sér
fyrirmyndir en stundum hafa menn
miklað þau fyrir sér og þau orðið
enn rosalegri í munnmælum.
Ormurinn í Skorradalsvatni
Einu sinni tók bóndadóttir í
Skorradal brekkusnigil og setti
hann á gullhring og í lítinn kassa í
fatakistuna sína. Skömmu síðar
þegar hún leit á snigilinn var hann
búinn að sprengja af sér kassann og
var allur útblásinn og ógurlegur.
Stelpan skelti fatakistunni aftur og
faðir hennar reri með kistuna út á
vatnið og sökkti henni þar sem það
er dýpst.
Eftir það urðu menn varir við
ófreskju í Skorradalsvatni og
sást hún ým-
ist öll eða
hlutarhenn- fc
ar eins og
haus, /
kryppa eða ,,' \ ^
hali. Síðast 1
sást til £ J
skrímslisins í -k-Æf
vatninu 1870 að ■"/ ' v?C
því er best er vit-
Skrímsli í sólbaði.
Þegar rjúpnaskyttumar sáu
skrímslið í Kleifarvatni árið 1984 hafði
það ekki sést síðan á átjándu öld þegar
fólk á engjum sunnan við vatnið sá það
skríða upp úr vatninu. Samkvæmt lýs-
ingu fólksins skreið skrímslið upp á
sandrif og lagðist í sólbað í tvær
klukkustundir áður en það hvarf aftur
í vatnið.
Því miöur var fólkið svo skelkað að
það gat ekki gefið betri lýsingu á
ófreskjunni en að hún væri ókenni-
legt hrúgald. Og nú er bara að bíöa
g" og sjá hvað kemur í ljós ef Kleif-
WjÁ arvatn þomar upp.
kip@dv.is
Rómantíst náttúrufræöi
Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort sögur um skrímsli og furöudýr eigi sér stoö í veruleikanum eöa byggi á
ímyndun einni saman. Án efa eiga sum dýrin sér fyrirmyndir en stundum hafa menn miklaö þau fyrir sér og þau
oröið enn rosalegri í munnmælum.
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001
X>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað