Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Page 51
59
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001
3>V Tilvera
Listasafn Borgarness 30 ára
Perlur úr lista-
verkagjöf
í tilefni þess
aö 30 ár eru lið-
in frá því að
Listasafn Borg-
arness var sett á
stofn stendur
nú yfir sýning á
fáeinum perlum
úr listaverka-
gjöf Hallsteins
Sveinssonar.
Listasafn Borg-
arness var
stofnað árið
1971 er Hall-
steinn Sveins-
son frá Eski- Höfuðmynd
holti færði Ragnar Kjartansson
Borgarnes- gerði þessa höfuð-
hreppi hundrað mynd af Hallsteini
listaverk að Sveinssyni áriö 1970.
gjöf. Bjarni " 1
Bachmann, fyrrverandi safnvörður, átti
mestan þátt í því að Borgarnesbær
hlaut höfðinglega gjöf Hallsteins: Á
haustmánuðum 1970 vaknar áhugi
Bjarna á að fá safnið til Borgarness og
þegar hann finnur góðan hljómgrunn að
því máli fer hann á fund Hallsteins i
Reykjavík. Hallsteinn ákveður af rausn
sinni að afhenda Borgarnesbæ safnið og
þiggur þess í stað ókeypis uppihald og
vinnuaðstöðu á nýbyggðu Dvalarheim-
ili aldraðra í Borgarnesi.
Hallsteinn Sveinsson jók við safnið á
meðan hann lifði með listaverkagjöfum
og lætur nærri að alls hafi hann gefið
um 200 verk auk þess sem hann veitti
safninu veglegan fiárstuðning. í tímans
rás hafa fleiri gjafir borist safninu auk
þess sem hreppurinn hefur fjárfest i
einstökum verkum og er nú svo komið
að listaverk í eigu Listasafns Borgar-
ness eru óðum að nálgast sjötta
hundraðið.
Barnaleikritið Blíðfinnur frumsýnt í dag:
Að hlusta á rödd hjartans
„Blíðfinnur er vængjuð vera
sem býr í húsi og unnir hag sínum
vel í garðinum sínum við að vökva
blómin,“ segir Harpa Arnardóttir
leikstjóri barnaleikritsins Blíð-
finns sem frumsýnt verður á stóra
sviði Borgarleikhúsins í dag. Leik-
gerðin byggir á bók Þorvaldar Þor-
steinssonar Ég heiti Blíðfinnur en
þú mátt kalla mig Bóbó. Nokkrar
persónur úr seinni bókinni um
Blíðfinn fá þó einnig að vera með í
verkinu. Blíðfinnur er eins og áður
sagði aðalpersóna leikritisins og
hefur hann misst foreldra sína yfir
í Ljósheima. Að sögn Hörpu fær
hann einn dag gest til sín í garðinn
sem er Barnið og með þeim tekst
mikil vinátta. Þegar Barnið hverf-
ur síðan safnar Bliðfinnur í sig
kjarki og heldur af stað út í heim í
leit að vini sínum. „Á leiðinni
lendir hann í ýmsum ævintýrum
og á vegi hans verða mdrgs konar
verur,“ segir Harpa.
Það er Gunnar Hansson sem
leikur Blíðfinni en átta leikarar
koma fram í verkinu. Meðal þeirra
eru Jón Hjartarson og Gúðrún Ás-
mundsdóttir. Persónurnar sem
birtast er alls 25 og segir Harpa að
það hafi verið mjög gaman að láta
þær lifna við á íéiksviðinu. Hún
hefur sjálf urinið áð fjöldamörgtjm
sýningum og lék til að mynda í
Dimmalimm og Júlía og mánafólk-
inu. Harpa segir að handritið hafi
fæðst á sama tima og hinn sjón-
ræni heimur leikritisins varð til
en hann skapað Snorri Freyr
Hilmarsson leikmyndahönnuður.
Ljósahönnun var í höndum Kára
Gíslasonar og María Ólafsdóttir
gerði búningana ásamt Snorra
Frey. „Það var einnig mikill feng-
ur að fá Hilmar Örn Hilmarsson til
semja tónlistina,“ segir Harpa og
bætir við tónlistin sé yfir öllu og
allt um kring.
Harpa segir að leikritið höfði til
allrar fiölskyldunnar og meginboð-
skapur verksins felist í því að
treysta orkunni og hlusta á rödd
hjartans því þá fari allt vel að lok-
um. „Að treysta hjartanu er frá-
bær boðskapur á okkar tíma. Við
þurfum nefnilega að vaka yfir kær-
leiksboðskapnum og leyfa honum
að hljóma því það er svakalegt að
sjá aÚt þetta ofbeldi í heiminum í
dag,“ segir Harpa að lokum.
-MA
Frá æfingu á Blíöfinni
“Meginboöskapur verksins er að treysta orkunni og hlusta á rödd hjartans því þá fer allt vel að lokum. “
á kanasýningu Kvnjakatta
í reíðhöll Gusts, Kópavogi
helglna 20. og 21. október
Opið frá 10 -18 báða dagana
wJiiskas