Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Síða 56
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 Steingrímur J. Sigfússon á landsfundi VG: Póllinn gegn ríkisstjórninni „Við skulum því bera höfuðið hátt og vera stolt af því hlutskipti okkar í íslensktun stjórnmálum að bera fram skýran valkost við stefnu núverandi ríkisstjórnar, vera póllinn á móti í hverjum málaflokknum á fætur öðrum. Ég hef stundum hugsað um það einmitt undanfarnar vikur hvem- ig staðan væri í umfjöllun um t.d. atburði á sviði utanríkismála, skattamála, umhverfismála o.s.frv., ef Vinstrihreyfingin - grænt framboð væri ekki til staðar ♦ nú í íslenskum stjórnmálum.“ Þetta sagði Steingrímur J. Sigfús- son m.a. í setningarræðu sinni á öðrum landsfundi Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs sem hófst í Rúgbrauðsgerðinni í gær. Stein- grímur kom víða við í ræðu sinni og skaut fostum skotum á pólitíska andstæðinga samhliða því að hann taldi kjark í flokksmenn. Hann kom m.a. inn á þróunina í heimsmálun- um eftir árásimar á Bandaríkin og fordæmdi hryðjuverk og sagði brýnt að ná ódæðismönnunum fyrir dóm. Hann sagði hins vegar að það hafi komið fram sem hann óttaðist að hernarðarhyggjan hafi orðið ofan á og viðraði áhyggjur sínar af bláfá- tækum almenningi í Afganistan. Formaður VG gagnrýndi efna- hagsstefnu ríkisstjórnarinnar einnig harðlega. „Ýmsar heldur dapurlegar staðreyndir hafa hrann- ast upp um góðærið svokallaða sem forsætisráðherra, Davíð Oddsson, hefur lengst af persónugert við sjálf- an sig. Nú er að sjá hvort hann tel- ur efnahagserfiðleikana jafn skilget- ið afkvæmi sitt. Útspil ríkisstjórnar- innar í skattamálum er örvæntingar- full tilraun til að halda veislunni áfram, hysja upp um verðbréfamark- aðinn, kaupa sér tíma fram yfir enn einar kosningar," sagði hann. Steingrímur dró síðan fram að rík- isstjórnin hafi gert alvarleg hag- stjórnarmistök strax árin 1997-98 og aukið á þensluna með ýmsum hætti frekar en dregið úr henni. -BG Gaman á landsfundi Steingrímur J. Sigfússon, formaöur VG, ásamt Þuríöi Backman þingkonu viö upphaf landsfundar síödegis í gær. Steingrímur J. kom víöa við í setningarræöu sinni og gagnrýndi meöal annars efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar harkalega. Hann sagði útspil stjórnarinnar í skattamáium bera vott um örvæntingu. Fýrrum öryggis- vörður játar milljónaþjófnað Karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa stolið tæpum fjórum milljónum frá viðskiptavinum Securitas. Þjófnaðurinn átti sér stað á löng- um tíma en maðurinn starfaði sem öryggisvörður hjá fyrirtækinu. Hann hefur viðurkennt að hafa á eftirlitsferðum sínum farið inn í sex einbýlishús í höfuðborginni og tvö fyrirtæki þar sem hann lét greipar ( sópa. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var maðurinn einvörðungu á hött- unum eftir beinhörðum peningum og ágimtist ekki aðra hluti. Fyrsti þjófnaðurinn mun hafa átt sér stað skömmu fyrir áramótin 2000 en þá hafði maðurinn á brott með sér fjármuni úr einbýlishúsi sem var á vaktsvæði hans. Eftir það átti þjófnaður sér stað öðru hverju allt til vorsins 2001 en þá var mað- urinn rekinn úr starfi hjá Securitas. Lögreglan i Reykjavik hefur unn- ið að rannsókn málsins í nokkra mánuði en henni lauk í vikunni. Maöurinn bíður nú ákæru en málið var í gær sent ákæruvaldinu. Með ákæruvald fer Hjalti Pálmason, lög- fræðingur hjá lögreglunni í Reykja- vík. -aþ 18 útlendingar sitja inni þessa stundina - flestir vegna fíkniefnamála: Tveir erlendir fangar kosta um 40 milljónir - ekkert í líkingu viö þetta hefur gerst áður Átján erlendir afbrotamenn sitja í afplánun eða gæsluvarðhaldi i fang- elsum landsins sem stendur. Þetta er „algjört íslandsmet - þetta hefur aldrei áður verið í líkingu við þetta," segja fulltrúar fangelsismálayfir- valda, enda hafa lögregla og tollverð- ir handtekið meirihlutann af þessum hópi vegna fíkniefna á þessu ári einu. Hoilendingur er að afplána 9 ára dóm, Austurríkismaður á yfir höfði sér enn þyngri dóm fyrir metinnflutning á sterkum fíkniefnum og sá þriðji, Breti, er að taka út 7 ára dóm. Nokk- uð ljóst er talið að tveir aðrir í hópn- um, pólsk kona og portúgalskur karl- maður, eigi einnig eftir að fá þunga dóma. Hver fangi á íslandi kostar rík- ið um 4 mifljónir króna á ári. Er þá undanskilinn tímafrekur kostnaður við rannsóknir lögregluyfírvalda og meðferð ákæruvalds, verjendakostn- aður sem greiðist úr ríkissjóði, túlkar og fleira. Sé gróflega reiknað hve mikið þess- ir afbrotamenn muni kosta ríkissjóð á næstu árum er ekki óvarlegt að ætla að sú upphæð nemi um 100 millj- ónum króna. Hollendingurinn og Austurríkismaðurinn einir munu að líkindum ekki kofeta ríkissjóð undir 40 mifljónum króna. Það sérstaka við þessa menn er e.t.v. að þeir voru svo- kallaðir transit-farþegar í Leifsstöð á leið frá Evrópu til Bandaríkjanna þegar þeir voru handteknir. Sé litið á aðra hlið þessa máis er ljóst að erlendir rikisborgarar sem sitja i fangelsum landsins fá að jafn- aði að sleppa fyrr út úr fangelsi en ís- lendingar. Þeir fá að fara út eftir helming afplánunar en íslendingar fá ekki að sækja um reynslulausn í al- varlegum málum fyrr en eftir að hafa tekið út 2/3 hluta refsidóms. Ástæðan fyrir þessu er sú að talin er íþyngj- andi refsing fyrir útlendinga að vera fjarri heimalandi sínu. Þannig geta þeir síður fengið heimsóknir maka eða ættingja og geta auk þess síður nýtt sér dagsleyfi sem fangar fá eftir ákveðinn tíma i afplánun. Erlendir fangar fá á hinn bóginn ekki að fara utan eftir helming af- plánunar fyrr en það liggur ljóst fyr- ir að Útlendingaeftirlitið muni vísa viðkomandi strax úr landi. Þegar það liggur fyrir er fanganum oftast fylgt úr landi og hann afhentur stjórnvöld- um í heimalandi sínu. Eftir það lýkur afskiptum íslendinga af fanganum nema að því leyti að með því er fylgst að hann komi ekki aftur til íslands, að minnsta kosti ekki í ákveðinn tíma. Sé fanga vísað úr landi á íslandi t.d. í 5 ár má hann heldur ekki fara til annarra Norðurlanda. -Ótt Jón Kristjánsson á ársfundi Tryggingastofnunar í gær: Hafnar deildaskiptingu sjúklinga „Það er ýmislegt sem bendir til þess í augnablikinu að flokkspólitískar átaka- linur séu að færast yfir i velferðar- og heilbrigðismál," sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra á ársfundi Trygg- ingastofnunar ríkisins í gær. Jón taldi þó að aðeins væri um tímabundnar hræringar að ræða „vegna þess að þeg- ar grannt eru skoðaðir almannahags- munir og einkahagsmunir þá held ég, að áfram muni ríkja breið sátt um þann siðferðilega grundvöll sem velferðar- og heilbrigðiskerfið hvílir á“. Jón áætlar að næsti þáttur umræð- unnar um einkavæðingu og biðlista muni ekki snúast um almannatrygging- ar heldur einka- tryggingar ef um- ræðan hér þróast eins og í nálægum löndum. „Röksemdafærsl- an er þessi, og þannig er spurt: Það eru langir biðlistar Jón Kristjánsson. eftir aðgerðum og af hverju getum við þá ekki látið einstaklingana kaupa sér einkatryggingar, sem standa svo undir hluta kostnaðarins við aðgerðir á einka- spítala, eða einkastofum? Svar mitt við þessari spurningu er einfalt: Það kemur ekki til greina vegna þess að með því erum við að leggja grunninn að tvískiptu kerfi - að fyrstu og annarri deild í heilbrigðisþjónust- unni.“ Jón benti á að ef menn notuðu biðlista sem röksemdir fyrir einkavæð- ingu væri líka hægt að tefla aðgerða- ijölda á hverja 100 íbúa sem rökum fyr- ir hinni góðu, vönduðu og umfangs- miklu almennu opinberu þjónustu sem veitt er. „Mér finnst við höfum kannske verið allt of feimin við að tefla fram þessum staðreyndum og hreykja okkur af því góða sem hið opinbera gerir hér,“ sagði heilbrigðisráðherra. -BÞ Útiljós Rafkaup Arniúla 24 • S. 585 2800 merkiuélin fyrlr faymenn ogfyrirtæki, heimili og skóta, fyrir riið og regiu, mig ogþig. j ngogiaiiegl 14 • slmi 554 4443 • If.ls/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.